Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 4
4 V1SIR . Mánudagur 30. nóvember 1964 ^ Styr um MLF-flotann 20. október rann tundurspill- irinn C.V. Ricketts úr nöfn með sérkennilega áhöfn innan- borðs, samsetta af sjö þjóð- emum. Þetta var fyrsta tilraun- in tfl þess að koma upp hinum svooefnda „fjölhliða kjamorku- flota“ Atlantshafsbandalagsins, en þessi floti hefur verið mjðg umdefldur undanfarið. Polaris-kafbátar væra miklu betri en skipin. Þeir era bæði hreyfanlegri og erfiðara er að finna þá, en skotkraftur þeirra er hinn sami og skipanna. Þótt Bandaríkjamenn vildu ekki sjálfir nýta hugmyndina, reyndu þeir að fá bandamenn sína til að fallast á hana, og sögðu, að ofansjávarfloti myndi verða bæði ódýrari og skemmri tfma myndi þurfa til að kon.a honum upp en kafbátaflota. 1 rauninni höfðu Bandaríkjamenn ekki fyrst og fremst áhuga á hemaðarmætti hins fjölhliða kjamorkuflota, heldur á stjóm- málaáhrifum hans. Þeir vonuð- ust til, að MLF mundi færa NATO-þjóðirnar nær hver ann- arri Og eyða spennunni milli þeirra. Þeir vonuðust til, að geta fengið Frakka til að hætta I þessari tilraunaferð eru 336 menn um borð, þar af 174 Bandaríkjamenn, en hinir era ítalir, Tyrkir, Grikkir, Hollend- ingar, Bretar og Vestur-Þjóð- verjar. Fyrsta reynsla af þess- um blandaða her er nú fengin. Engir erfiðleikar virðast stafa af mismunandi mataræði þessara spaghetti., súrkáls-, og steikur- þjóða, því tekið er tillit til þessa mismunar um borð. Erfiðar gengur þó Evrópubúunum að sætta sig við áfengisbannið um borð, en þar er farið eftir banda rískum venjum, og sækir þorst- inn ákaft á þá. Nokkrir erfiðleik ar hafa einnig skapazt af mis- munandi liðsforingjagráðum i þessum löndum og mismun. andi aga, en þessi atriði virð- ast þó yfirstiganleg. Yfir- leitt er bezta samlyndi um borð. Aætlunin gerir ráð fyrir, að hinn marghliða kjarnorkufloti verði í framtíðinni nokkurs kon ar hlutafélag, og taki hinar ýmsu þjóðir þátt í kostnaði í sama hlutfalli og þær hafi þátt tökurétt f öllum þeim ákvörð- unum, sem teknar eru í flota- ráðinu. Og vopnin eru nýtizku- leg: langdrægar eldflaugar með kjamorkusprengjum. Þannig er ætlazt til, að þátttökuþjóðimar fái aðild að kjarnorkumætti stærsta bróðursins, Bandarikj- a'n’na. Þessi floti hefur ekki sama verkefni og sjóher hefur haft hingað til, að hafa eftirlit með og ráða yfir höfunum. MLF- skipin eru eiginlega aðeins fljót andi eldflaugaskotstöðvar, al- veg á sama hátt og neðanjarð- arbyrgin í Bandarikjunum, þar sem langdrægar eldflaugar biða reiðubúnar eftir skotinu, sem á að hefja ferð þeirra autsur fyrir jámtjald. Engin áætlun NATO er jafn umdeild og þessi. Walter Lipp- mann kallar hana bamalega og heimskulega, og Montgomery hershöfðingi kallar hana hástig heimskunnar. Áætlað er, að 25 skip verði I flotanum, og þau eiga að sigla fram og aftur á helztu siglinga- leiðum verzlunarflotans. Or fjarlægð séð munu þau líkjast venjulegum 12 þúsund tonna flutningaskipum, alveg eins og þau hefðu jútu, döðlur eða Volks wagenbíla innanborðs. Það er þó engin slfk vara, sem þau bera, heldur átta Polaris-A3 eldflaugar, sem hver hefur sprengiafl á borð við 35 Hiros- hima-kjarnorkusprengjur, og draga urn 4500 km. eða vega- Iengdina frá íslandi til Moskvu. Eini munurinn á þessum skip- um og venjulegum flutningaskip um verður NATO-fáninn, sem þau bera við hún. Hugmyndinni um slíkan flota skaut fyrst upp 1960 og síðan hefur hún komið fram i ýmsum myndum, en endanlega fékk á- ætlunin núverandi form í febrú- ar 1963. Þessa hugmynd hafði hermálaráðgjafinn og prófess- orinn Bowie fyrst komið fram með og þá fyrir bandariska sjó- herinn. Bandarfkjamenn fram- kvæmdu þessar hugmyndir ekki því þeir vora á þeirri skoðun. að 3x11 = 33 Þetta er einfalt reikningsdæmi út af fyrir sig, en ókaflega athyglisvert þegar skyrta á í hlut. Nýja nælonskyrtan fró okkur, Terella de luxe, sem kemur nú ó markaðinn, fæst í þrem ermalengdum innan hvers númers, sem eru ellefu ,i alls. Skyrtan er því í rauninni fóanleg í 33 mismunandi stærðum, en það þýðir ein- faldlega að þetta er skyrta, sem passar ó alla. Terella skyrtan er hvít, úr mjög vönd- uðu ensku efni. Og svo ættuð þér bara að sjó hve falleg hún er — gerið það í náestu búðarferð. VÍR tenella. • • Orninn — Framh. af bls. 9 vísu sett lög um friðun hans, en jafnhliða gefið út aðra lög- gjöf, sei hjákvæmilega hlýtur að granda honu og stuðla að útrýmingu hans að fullu og öllu. Nú hefur að vfsu verið ákveðið að fresta eitrun um nokkur ár f þeirri von að það myndi hjálpa nokkuð, en þat þarf örugglega meira til. „Amarstapar“ verða sýndir almenningi í vetur. — Hefurðu ákveðið að sýna kviki ynd þína „Arnarstapa" á opinberum vettvangi, þar sem almenningi gæfist kostur á að sjá hana? — Já, það hefur komið ti! mála, að ég sýndi hana seinna í vetur, ásamt nokkrum fleiri stuttum kvikmynaum, sem ég íef gert, f einhve !u kvikmynda húsi borgarinnar. — Hvaða kvikmyndir era það? — Það er mynd af laxaklaki og mynd af fuglalífi, sem voru meðal þess fyrsta, sem ég hef fengizt við á sviði kvikmynda- töku. Loks getur verið að jafn- hliða verði sýnd kvikmynd af björgum skíðaflugvélarinnar af Vatnajökli og stuttur þáttur úr Kerlingafjöllum. En samanlagð- ur sýningartfmi þessara mynda myndi verða um hálf önnur klukkustund. við eigin kjarnorkuvarnir, er þeir fengju þátttöku í þessum kjarnorkuflota. Þeir vonuðust líka til, að MLF-flotinn myndi draga úr kröfum ..nnarra NATO ríkja, sérstaklega Vestur-Þýzka lands, til eigin kjarnorkuvopna. VJðbrögð bandamannanna voru hins vegar mjög kuldaleg. Aðeins Þjóðverjar voru fúsir til þátttöku. í stað þess að treysta bönd NATO-þjóðanna varð hugmyndin til að grafa undan samvinnunni. Bandamennirnir f NATO fundu, að MLF-ílotinn færði kjarnorkuvopnin aðeins nær þeim, en Bandaríkjamenn héldu eftir sem áður gikknum f sfnum höndum, því æðsti sjó liðsforinginn um borð, Banda ríkjamaður, var sá eini, sem gat tekið við skipunum um kjarn orkuárás og framkvæmt hana. Enginn efi virðist á því, að mjög erfitt yrði fyrir óvinaþjóð að eyða MLF-flotanum í styrj. öld. Skipin era svo hreyfanleg og einnig er svo erfitt að þekkja þau frá venjulegum skip um. Þau þurfa ekki að taka land nema 3-4 sinnum á ári. 1 þessum efnum minnast menn, að það tók 400 skip 4 daga að finna „Santa Maria“, 21 þús. tonna farþegaskipið, sem Galv- ao, uppreisnarforingi frá Portú gal, rændi á sfnum tíma og frægt varð í fréttum. Ef Rússar vildu hafa fullkom ið eftirlit með MLF-flotanum mundu þeir þurfa 230-260 lang- fleygar sprengjuflugvélar eða 50 kjarnorkukafbáta og það myndi verða miklu kostnaðar- samara fyrir þá, heldur en flot inn myndi vera fyrir Vestur- veldin. Þetta hafa Bandaríkja- menn sagt bandamönnum sín- um, en þeir hafa svarað: Heild- arstyrkur Vesturveldanna eykst sama sem ekkert við tilkomu MLF-flotans. Það eru til reiðu- búnar kjarnorkusprengjur með 60 þús. megatonna sprengiafli og hin 140 megatonn kjamorku- , flotans myndu aðeins auka afl ið um 0.25%. Auk þess era 60 þús. megatonninn margfalt meira en þörf er á. Þar sem það er ekki fyrst og fremst hemaðargildið, sem kallar á MLF-flotann, hafa Bandaríkjamenn Ijáð eyra til- lögum Breta um mikla breyt- ingu á skipulagi flotans og jafn framt rýmun hans. Ef Bretar fallast á þynnta útgáfu MLF- flotans, verður það álitið jafn- gilda miklum sigri fyrir einingu NATO, því að mörg smærri ríki þess myndu fylgja Bretum. Þetta hefur de Gaulle séð fram á, og þess vegna mótmælir hann kjarnorkuflotanum um þessar mundir af mikilli óbil- gimi. ie Bandaríska sendiráðið hefur tilkynnt bandariskum rikisborg urum í Indonesiu, að hafa konur sinar og böra reiðubúin til brott flutnings með stuttum fyrir- vara. Mun þetta vera vegna aukins fjandskapar i garð Banda ríkjanna seinustu daga. 1 Indo nesiu munu vera um 4000 banda riskir borgarar. ★ Óhug hefur slegið á fólk London enn at nýju, er kunn ugt varð i fyrri viku, að enn hefði fundizt lík myrtrar konv. og var líkið nakið eins og fimrn annarra, sem myrtar hafa verið á undangengnum 12 mánuðum — Scotland Yord hefur haft mii ið lið uti til þess að reyna a< hafa uppi á morðingjanum. Sennilega hefur sjötta konan jei ið myrt fyrir um misseri, en þé varð kunnugt um flest þessara morða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.