Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 30.11.1964, Blaðsíða 5
V1 SIR . Mánudagur 30. nóvember 1964 utlönd í morgun útlönd' £ morgun útlönd í morgun útl'önd í rnorgim Mikil slysahelgi erlendis Næstum hundrað munns biðu bunu eðu særðust iífshættulegu 1 Kongó fórst leiguflugvél frá SABENA-flugfélaginu rétt eftir flugtak frá Stanleyville og fórust allir nema sjö af 40 manns, sem í flugvélinni voru, áhöfn og flóttamenn. Spreng- ing varð í flugvélinni nær þeg ar eftir flugtakið, en flótta- menn segja að uppreisnarmenn í hundraðatali hafi verið við enda flugbrautarinnar og skot ið á hana. Þetta gerðist kl. 20 í gærkvöldi. — Þeir sjö sem björguðust voru fluttir í sjúkra hús í Stanleyville. í sambandi við þessa frétt, er rétt að geta þess að Stanley- ville er nú að kalia mannlaus borg. Eftir 7 mánaða styrjöld á hún að heita á valdi uppreisn armanna og horfur um yfirráð þar og alls Norður.Kongó enn í óvissu! Nálægt Lania í Grikklandi var ■ , rn—, , . mikill fjöldi samankominn í gær til þess að minnast þess, að brezkir fallhlífahermenn og grfskir skæruliðar sprengdu þarna brú í Ioft upp á einni að- alflutningaleið nasista á leið til Norður-Afríku. Varð þarna ægi leg sprenging í gær og biðu 13 menn bana, en 50 meiddust, og þar af 15 lífshættulega, að þvi að talið er. Ekki er vitað með vissu um orsök sprengingarinnar og voru fyrstu tilgátur, að sprungið hefði jarðsprengja, sem þama hefði legið falin í jörð síðan á styrjaldartímanum, og þykir það einkennileg tilvilj un ef svo reyndist að tilgátan væri rétt, að hún skyldi springa einmitt nú. \ Á stjórnmálalegri samkomu í Mexikó gerðist það, að mikil hræðsla greip menn skyndilega og varð af fyrstu fréttum ekki séð hver var orsök hræðslunn- ar, en menn þustu til dyra og í troðningunum tróðust margir undir, og talið er að 24 menn hafi beðið bana, en 36 meiðzt. Við strendur Filippseyja fórst skip á laugardag og drukknað: 21, en 31 var bjargað. Churchill hylltur sem mikil- menni á níræðisafmælinu Þrátt fyrir heilsufarsleg áföll á síðari árum hefir Churchill nú fótavist og er við heilsu framar vonum. Á afmælinu dvelst hann í heimaranni með sínum nánustu Sir Winston Churchili fyrr- verandi forsætisráðherra Bret- lands, er m'ræður í dag. Þegar í gærkvöldi söfnuðust menn fyrir utan hús hans í«>- London og hylltu hann, en hann og kona hans gengu út að glugga og veifuðu til mannfjöldans. Brezka útvarpið hefur eftir ind verskum stúdent, sem þarna var staddur: — Ég kom til að sjá mikilmenni. — Og það er sem mikilmenni að margra áliti mesti maður sem nú er á lífi, sem hylltur er í dag um víða veröld, fyrir framlag hans til sigurs í síðari heimsstyrjöld- inni framar öðru, og eitt fyrsta heillaóskaskeytið var frá Lubke, forseta þess lands, sem sigrað rar í þeirri styrjöld. Churchills er minnzt í blöð- um um allan heim í gær og í dag. Mörg blöð bæði í Bret- landi og í öðrum löndum — birtu um hann aukablöð með myndum 0g frumsýningar eru á kvikmynd um ævi hans. Meðal þeirra, sem í dag heim sækja hann, til þess að óska hon um persónulega til hamingju, er Harold Wilson forsætisráðherra Meðal þjóðaleiðtoga, sem voru fyrstir til þess að senda honum heillaóskaskeyti voru auk Lubke forseta Vestur-Þýzka lands, Johnson Bandaríkjafor- seti, Tito marskálkur og fleiri. -k Soldáninn í Brunei á Borneo segir það rangt, að hann vilji samstarf við indonesiska skæru Iiða og bandalag við Indonesiu. Hann segir Brunei frá upphafi hafa viðurkennt Malajsíu-sam- bandsrikið. Tsjombe ræSir um fram- ibnDnumeim cc Kondó við de Gaulle Tsjombe f.orsætisráðherra sam- bandsstjórnar Kongó kom til Par- ísar í gær. Hann sagði við kom- una, að hann væri kominn til þess að ræða framtíð Kongó við de G.ulle forseta. Tsjombe- réðst heiftarlega á kommúnistaleiðtoga fyrir að for- dæma björgunaraðgerðir Belgíu og Bandaríkjanna, sem hefðu verið gerðar með fullu samþykki stjórn- ar sinnar. Tsjombe kvaðst^ fara beint heim að loknum viðræðunum í Parfs og síðar taka ákvörðun um hvort hann færi til Washington, og New York, til viðræðna á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. í gær ræddi Tsjombe við yfir- mann hvítra málaliða, sem stjórn- uðu herferðinni til Stanleyville, og réð hann Tsjombe til þess að leita stjórnmálalegs samkomulags um framtíð Iandsins, þar sem auka þyrfti herinn um 20—35,000 menn til þess að ná yfirráðum í Norður- Kongó, en það er féikna landsvæði sem uppreistarmenn þar eru öllu ráðandi á enn. Alls var bjargað 2100 flótta- mönnum meðan björgunaraðgerð- irnar stóðu og eru þeirra meðal taldir Asíumenn. Vafasamt þótti í morgun hvort flugvöllurinn í Stan leyville, væri enn á valdi sam- bandshersins, en því var þó neitað í Stanleyville, að flugvöllurinn væri fallinn. Trúboðar sem bjargað var í Paulis segja, að uppreistarmenn hafi drepið alla hvíta menn í Wamba. Uppreistarmenn hafa á valdi sínu landsvæði sem er 1 y2 sinnum stærra að flatarmáli en Bretland. Winston Churchill. Myndin tekin við komu hans til íslands 1941 KVÆÐI TIL CHUROilLLS Þegar Churchill varð áttræð- ur, tóku sig saman nokkrir vinir hans og söfnuðu í dálitla bók (innan við 200 síður), Winston Spencer Churchill, Servant of Crown and Commonwealth, stuttum greinum um hann eða ávörpum til hans, og létu hana koma út sem kveðju á afmælis- daginn. Framan við hana var ávarp í ljóðum, fjögur erindi, frá Norwich lávarði (eflaust kunnari hér undir nafninu A. Duff Cooper), sem sjálfur lézt áður en bókin væri fullprentuð. Þess- um erindum sneri íslenzkur les- andi þannig: Er þjóðin hafði’ ei heyrn né mál,1 þú hrópaðir voðaspár; er danslög aðrir léku létt, þitt Iag var: BLÓÐ OG TÁR. Er stál og eldur eyddu jörð og orð þín höfðu rætzt, þá báðu allir ásjár þig, en of seint því sem næst. Þá breyttist allur efi’ í trú, og árin Iöngu fimm þú gafst oss elju’ og aftur ljós í augu’ af tárum dimm. Við reikningsskilin Sögu síðst er sæmd skal leidd I kór, mun öllum ljóst að allra skuld við einn var fjarska stór. ■ í STUTTU MÁLI ^ Hvítir málaliðar sem sóttu fram yfir Kongó-fljót frá Stan- leyville fundu 28 lík hvítra manna, en einnig 4 menn á lífi, tvo karla og tvær konur og 4 börn. Samtímis sögðu nýkomnir flóttamenn til Leopoldville frá þvi að uppreistarmenn hefðu drepið um 50 hvíta menn í bæn um Wamba. Flóttafólkið kvaðst hafa „heyrt þetta“, en staðfest- ing hefir ekki fengizt á þessu frá yfirvöldum. Kunnugt var á laugardagsmorgun, að upp- reistarmenn hafa drepið alls 80 hvíta menn sem um er kunn ugt með vissu. Enn eru taldir vera um 100 hvítir menn á 50 ferkílómetra svæði umhverfis StanleyviIIe. ► Uppreistarmenn I Stanleyville eru sagðir berjast af þrautseigju gegn stjórnarhernum, sem held- ur áfran sókn sinni. ► í lok fyrri viku hófust við- ræður í Washington um ástand og horfur í Suður-Vietnam, og er Maxwell Taylor hershöfð- ingi ambassador Bandaríkjanna þangað kominn. Hann hefir rætt við Dean Rusk utanríkis- ráðherra og MacNamara land- varnaráðherra og ræðir f dag (mánudag) við Johnson forseta. Rilið - OMMUNIST í Sov- étríkjunum segir of lítið hafa orðið ágengt f stjórnartfð Nikita Krúsévs, f þá átt að bæta lifskjör almennings. ► George Ball aðstoðar-utan- ríkisráðherra Bandarfkjanna kom sl. laugardag til Parfsar til viðræðna við Couvé de Mur- ville utanríkisráðherra og fleiri ráðherra, um sameiginlegar varnir vestrænna ríkja, heims- viðskipt' og fleira. ^ Sonur Anastas Mikojan, for- seta Sovétríkjanna, sagði í gær í heimsókn í Akron, Ohio, að Níkita Krúsév væri farinn að venjast lífinu sem embættis- maður á eftirlaunum, hann dveldist í um 25 km fjarlægð frá Moskvu, væri við góða heilsu og færi mikið á veiðar. ► Shastri forsætisráðherra Indlands hefir hafnað kröfu, sem fram kom á þingi, um að Indland tæki upp framleiðslu kjarnorkuvopna. ► Stjórnarherinn í Suður-Viet- namfelldi 100 Vietcong-skæru- liða í bardaga f Quang Tri hér- aði í lok fyrri viku. ^ Allt var sagt með kyrrum kjörum í Saigon á laugardag. Buddhistar haf^ lokað aðal- stöðvum sínum þar, til þess að liggja ekki undir þvf, að þar séu skipulögð uppþot gego stjóminni. !*► Lífvörður Johnsons forseta verður aukinn. Verður bætt f hann 75 Ieynilögreglumönnum. í frétt frá Hanoi, Norður- Vietnam segir, að þrír menn hafi vc.ið dæmdur f 12—20 ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. ► 1 NTB-frétt sem er eins konar viðbótarfrétt við fréttina um áreksturinn, sem olíuskipið STOLT DAGALI lenti i með þeim afleiðingum að það sökk og að 13 menn létu lífið, segir að frá 1960 hafi Norðmenn beðið 10 mikla skipskaða og farizt f þel n samtals 175 menn. ► Haustmót formanna Norrænu félaganna hófst um helgina f Oslo.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.