Vísir - 16.12.1964, Qupperneq 4
V I S I R . MiSvikudagur 16. desember 1964
Jurta-smiörlíki er heilsusamlegt og
bragðgott, og því tilvalið ofan á brauð
og kex.
Þér þurfið að reyna Jurta- smjörlíki
til að sannfærast um gæði þess.
Þegar þér notið Jurla- smjörlíki í
jólabaksturinn mun fjölskyldan og gestirnir
verða sammála um að smákökur yðar hafi
sjaldan bragðast betur.
Athugið að ekki þarf að nota eins
mikið magn af Jurla- smjörlíki og venju-
legu smjörlíki í baksturinn.
Af ástæðum sem öllum eru kunnar
hefur undánfarin ár mjög verið spurt eftir
smjörlíki, sem eingöngu væri framleitt úr
jurtaolíum.
Juria- smiorlíhi er eingöngu fram-
leitt úr beztu fáanlegum jurtaolíum og
stenzt sámanburð við hvaða feitmeti sem
Jurla- smjörlíki er óviðjafnanlegt til
steikingar, en athugið að ofhita ekki
pönnuna, því að þá er hætt við að feitin
brúnist of mikið.
er, hvac bragö snertir.
AFGREIÐSLA SMIÖRLÍKISGERÐANNA h.f.
SKEMMUGLUCGINN
Amerísk buxnabelti nýkomin.
SKEMMUGLUGGINN
LAUGAVEGI 66 — SÍMl 13488
Bifreiðaeigendur
Mótorstillingar, mótorviðgerðir.
MELAVERKSTÆÐIÐ
Dugguvogi 7. Sími 10154.
. V.
SmiXdb ra*geymar
tullnægja ströngustu kröfum sem gerðar eru
uni fyrstaflokks rafgeyma Fjölbreytt úrval
6 og 12 volta íafnan ‘’yrirliggjandi
SMYR3LL
"ÚTBÖÖ ”
Tilboð óskast í sölu á 4000 tonnum af asfalti
til gatnagerðar.
Útboðslýsinga má vitja í skrifstofu vora,
Vonarstræti 8.
INNK AUP ASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
ENDURREISN BISKUPS-i
STÓLANNA FORNU
jVTargir kaflar í kennslubók
í sögu þúsund þrauta þjóð-
arinnar bera ömurleg upphafs-
orð og fyrirsagnir. Sjaldan var
ein bára stök. Margar vábylgj-
ur skullu á landinu og eltu
hver aðra. Ég hef hér fyrir
framan mig íslandssögu Jóns
Aðils, hina fróðlegustu bók. En
eitt sinni hnykkti mér við, þeg-
ar ég ætlaði í fljótheitum að
finna fyrirsögn að kaflanum um
niðurlagning biskupsstólanna í
landinu. Fyrirsögn fyrirfannst
engin! Það tók því ekki um svo
lítinn atburð. í mínu eintaki af
bók þessari. er kaflahéitið
„Bágar horfur“ Þar er undir-
fyrirsögn „Móðuharðindin", og
í lok þessa ömurlega kafla ér
þess ‘aðeins getið með örfáum
orðum og óbreyttu letri, að
Skálholtsstaður hafi hrunið til
grunna í landskjálftum þeim
hinum miklu, sem fylgdu Skaft
áreldum. Lagði „nefndin“ þá
til, að flytja skyldi biskupsstól
og skóla til Reykjavíkur, en
selja stólsjarðirnar, og var það
gert.
Árið 1801 var síðan lagður
niður biskupsstóll á Hólum.
Getið er í bókinni um tvö atriði
í starfsemi þessarar nefndar,
sem skipuð var í Kaupmanna-
höfn: 1) Að ræða um, hvort
ekki væri rétt að flytja alla ís-
lendinga af landi brott og setja
þá niður á Jótlandsheiðar. 2)
Að láta rústir Skálholts liggja
þar sem þær voru komnar; var
hið síðara bjargráð framkvæmt.
sem kunnugt er. Fénaðarfellir-
inn er í bókinni tilgreindur með
voveiflegum tölum. Síðan kem-
ur ljótasta talan sem sjálfsögð
afleiðing, og hún segir frá felli
fólksins. Var þá ástand lands-
ins talið eitt hið aumasta, sem
orðið hefur, og fólki fækkaði
svo, að ekki urðu eftir fullar
fjörutíu þúsundir.
Nú eru tímar breyttir. Um
næstu aldamót er gert ráð fyrir
því, að þjóðin telji fjögur hundr
uð þúsund sálir, eða tíu sinn-
um fleira fólk en var eftir Móðu
harðindin, þegar vegið var að
kirkjunni til að bjarga þjóðinni.
Söguheimildirnar tala um þrum_
ur og ógurlega bresti í Móðu-
harðindunum. Þessir vábrestir
eru löngu þagnaðir. Þá rigndi
sandi og brennisteini, segir bók-
in, svo að grasið varð banvænt
af brennisteinsólyfjan. Þessum
gerningaveðrum íslenzkrar ó-
hamingju er löngu aflétt, eng-
inn brennisteinn lengur í lofti.
Það hefði þess vegna verið tíma
bært að líta fyrr til biskupsstól-
anna, þessara fornu og traustu
stólpa íslenzkrar þjóðmenning-
ar. }
Á aðra öld hefur sjálfstæðis-
barátta þjóðarinnar verið háð.
Þrautseigjan var óbilandi, rökin
föst og varðstaðan vökul. En
sjálfstæðisbaráttan fyrir kirkj-
unnar hönd gleymdist. Öllu
heldur var meir og meir þrengd-
ur kostur hennar, um leið og
menn höfðu vaxandi ráð eigin
mála hér á landi. Góð stund er
liðin síðan við hættum að þurfa
að sækja okkar sjálfstæðismál
undir högg i erfiðri sambúð við
yfirráðaþjóð. Það ætti að vera
hægt að fá alþjóðareiriingu um
mikilvægt alþjóðarmál, sem við
íslendingar einir höfum í okkar
höndum.
H. Tr.