Vísir - 16.12.1964, Síða 7

Vísir - 16.12.1964, Síða 7
VlSIR . Miðvikudagur 16. desember 1964 —■■wiin» iiiiiiiii1 i nn' ii i iin iiiII ihiir I ........... m ■ Ohntiam D-vttamíns er hættuleg, einkum h§á barnshnfnndi konum Getur voldið fávstasbp hjá isörnum undanförnu hafa lækna- vísindin verið að.uppgötva það að fjörefnin eða vítamínin eins og þau eru almennt kölluð geta verið nokkuð varhugaverð, þó allir þurfi sinn skammt af þessum lífsins efnum. Pað sem menn eru nú aðallega að kom- ast á snoðir um, er hve vara- söm ofnotkun þeirra getur verið og þá sérstaklega á einni víta— mfntegundinni, D-vítamíni. Hef- ur þessi hætta aukizt á seinni árum, vegna þess, hve vítamín- töflur hafa breiðzt út á seinni árum og eru auðfengnar í Iyfja- búðum. Fyrir nokkru vék bandaríska Vikuritið Times að þessu vanda- máli í læknisfræðidálkum sín- um og skýrði þar hætturnar sem samfara eru of mikilli neyzlu á D-vítamíni, einkum fyrir barnshafandi konur. Damshafandi konur eru yfir- leitt hvattar til að drekka mikla mjólk og neyta ávaxta og grænmetis og auk þess er nú orðið algengt að blanda víta- mínum f mjöl. Svo kemur heimilislæknirinn og ráðleggur að konan taki inn vítamíntöfl- ur. Hugsum okkur að það sé svo þar að auki sumartíð og konan fer út í garðinn og liggur í bólbaði og líkaminn fer að mynda aukið vítamín við áhrif frá sólargeislunum, þá getur svo farið, að skammturinn, sem hún fær af D-vítamínum sé orð- inn allstór. Menn ímynda sér að aldrei sé of mikið af allri þessari hollustu. Menn hafa ekki gert sér gre’in fyrir því fyrr en upp á síðkastið, að öll þessi ofnotkun á vítamíni getur orðið fóstrinu hættuleg, hún getur orðið orsök hjartabilunar og jafnvel valdið -því, að barnið verði vanþroskað andlega, TTefur nú læknir einn dr. Robert Cooke við John Hopkins spítalann gefið út að- vörun vegna ofnotkunar víta- mína. Byggir hann það m. a. á rannsóknum sem farið hafa fram í Bretlandi á verkunum D-vítamíns. Þannig stóð á þessu, að fyrir nokkrum árum féllust sjúkratryggingar í Bretlandi á þáð að greiða fyrir ’vítamíntöfl- ur. Olli það geysilegri aukningu á vítamínnotkun í landinu. Urðu menn þá varir við ó- venjulega mörg tilfell’i af D- vítamín eitrun. Nokkuð líkt hef- ur gerzt i Þýzkalandi. Dr. Cooke kveðst nú hafa gengið úr skugga m það, að vanþroski 13 barna sem fæddust á átján mánuðum á fæðingardeild sjúkrahúss hans hafi stafað af ofnotkun móðurinnar á vítamín um Sé það rétt má ætla að nokkur hundruð tilfella af fá- vitarkap í Bandaríkjunum á hverju ári stafi af ofnotkun D- vítamína. Dr. Cooke tekur fram í þessu sambandi, að i langflestum til- fellum valdi vítaminneyzla kvenna ekki slíku tjóni. En í nokkrum tilfellum hefur sérhver ofnotkun skaðvænleg áhr’if. Veidur hún óeðlilega mikilli beinmyndun hjá fóstrinu, sér- staklega neðan til í höfuðkúp- unni og kalkmyndun þrengir að aðalslagæð frá hjartanu. Getur þetta líka vald’ið óeðlilega háum blóðþrýstingi hjá barn- inu. T/'andinn í meðferð D-vltamíns stafar af því, að líkaminn hefur engin tæki til að eyða eða losna við of mikið magn af þvf f líkamanum. Það safnast saman, þangað til það hefur þær skyndiverkanir að valda aukinni kalkmyndun. Og eins og notkun vítamínanna er nú orðin, þá er hættan orð'in tals- vert mikil á ofneyzlu vítamina. Dæmi er tekið um það, að kona ein í borginni Baltimore var bamshafand’i og vildi hún tryggja það að lifnaðarhættir hennar væru nú örugglega heilsusamlegir, svo að barnið yrði sem myndarlegast. Hún át vel, drakk mikið af mjólk og tók inn vissan skammt af D-vítamíni, auk þess sem hún notaði hverja stund til að fara í sólbað. Hún fékk þannig dag- lega uppundir 3 þúsund eining- ar. af D-vítamíni meðan Barn, sem hefur orðið fórnardýr ofnotkunar vítamína. barn í örum vexti er ekki talið þurfa nema 400 einingar á dag. TTr. Cooke mælir með því að barnshafandi konur leiti sérstaklega ráða hjá læknum sinum um það hvað rnikils magns af D-vítamínum þær mega neyta. Telur læknirinn að hér sé á ferðinni hætta sem hægt sé að bægja frá dyrum. Fávitaháttur barna, sem þannig fæðast er ólæknandi, en hins vegar er auðvelt að koma f veg fyrir orsakir bpsc^ Munið vetrarhjálpina ■ Fiskkaupendur Vil selja fisk af bát, sem gerður er út frá Faxa- flóa á komandi vertíð, gegn einhverri fjárhags- aðstoð við að koma bátnum af stað til veiða. Tilboð merkt „Vetrarvertíð 1965“ sendist afgr. Vísis. OMEGA-ORIN heimsfrægu eru enn l gangi frá siðustu öld. OMEGA-URIN fást hjá Gardari Ólafssyni úrsmid LÆKJARIORGI SIMl 10081 TAKIÐ EFTIR Höfum aftur fyrirliggjandi hinar vinsælu, ódýru Solid-hillur (tekk), hentugar í barna- herbergi og hvar sem er. Fljótleg og góð upp- setning. Sendum heim. Sími 19725. Spjall Qnnur umræða fjárlaga stendur yfir þessa dag- ana. Fjárveitinganefnd hefur að venju verið mikill vandi á höndum, er ákvarða hefur þurft hvaða nýjar fjárveiting ar skuli taka með á fjárlög- um. auk þeirra, sem þar er gert ráð fyrir Að þessu sinni hefur viðaukatillögunum ver- ið mjög í hóf stillt. Viðaukatil lögurnar eru um 48 millj. kr. hærri útgjöld en lög gera ráð fyrir. Af þeim fer nákvæm- lega helmingur til menntun- ar Iandsmanna, þ.e.a.s. nýrra skólabygginga. Mun því vart verða á móti mælt að það sé hið mesta nauðsynjamál. £ Fé til niður- greiðslna Stærsti vandinn við fjár. lagaafgreiðsluna að þessu sinni er vitanlega sá hvemig afla skuli fjár til aukinnar niður greiðslna úr ríkissjóði. í fjár- lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að til niðurgreiðsina sé varið 336 millj. kr. Er þá mið- að við niðurgreiðslur þessa árs eins og þær litu út í maimánuði s.l. — Hins veg- ar er ekki tekin afstaða af hálfu nefndarinnar um það, hvernig fjár skuli afiað til niðurgreiðslna sem bætzt hafa við eftir maímánuð og nauðsynlegar hafa verið til þess að halda vísitölunni ó- breyttri £ samraemi við júní- samkomulagið við verkalýðsfé lögin í kaupgjaldsmálum. Þetta er eðlileg afstaða hjá fjárveitinganefnd. Það er Al- þingis að ákveða hvernig þess aukna fjár skuli aflað í ríkissj., sem þær skuldbindingar hafa í för með sér. Sú ósk verka- lýðssamtakanna i landinu, að kaupgjaldið verði verðtryggt hefur vitanlega það í för með sér að afla þarf fjár til vax- andi niðurgreiðslna. Má ætla, að þess vegna verði almenn samstaða á þingi um ráð til fjáröflunar í þessu augnamiði. Þar kemur víst ýmislegt til greina, og um ýmsar leiðir hefur verið rætt að undan- förnu. Hækkun söluskatts eða hækkun fasteignagjalda eru tvær leiðir, sem þingmenn hafa rætt um. Þrátt fyrir það er sú höfuðnauðsyn Ijós, að unnt verði að halda fram- ieiðslukostnaði og verðlagi svo stöðugu að niðurgreiðslur verði sem allra minnstar á bví ári, sem f hönd fer. % Undarleg gagnrýni Tíminn hefur það eftir Hali dóri Sigurðssyni, þingmanni úr Borgarnesi, að kostnaður við ferðalög og þátttöku lands ins í alþjóðasamstarfi hafi hækkað um fleiri hundruð pró sent síðustu 8 árin. Gengis- breytingarnar. hefðu auðvitað ieitt til þessa þótt ekkert hefði annað til komið, þótt Fram- sóknarblaðið virðist ekki gera sér það ljóst. Auk þess situr sízt á þingmönnum Fram- sóknar að harma vaxandi þátt töku landsins f alþjóðasam- starfi. Þeir hafa sjálfir tekið góðan þátt í þvi og eiga að vita hve mikilvægt það vissu lega er landi og þjóð.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.