Vísir - 16.12.1964, Side 8

Vísir - 16.12.1964, Side 8
\7 í O * ^ecember 1964 <a VÍSIR Otgefandi: BlaSaútgðlan visiK Ritstjóri: Gunnar G Schram AðstoOarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar Þorsteinn 0 Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr a mánuði I tausasölu 5 kr. eint. - Sími 11660 (ð.iinun •b-entsmiðia Vfsis - Edda h.t Um stóriðju {Jvert sinn sem minnzt er á að koma upp stóriðju í andinu, verða kommúnistar æfir. Þeir líkja slíkum áðagerðum við föðurlandssvik og velja verstu skamm- aryrði tungunnar þeim mönnum, sem vilja athuga nöguleika á stóriðjurekstri. Framsóknarflokkurinn er hvorki hrár né soðinn í öessu máli, fremur en öðrum, og því erfitt að geta sér til um, hver afstaða hans yrði, ef til kæmi. Ef það yrði í tíð núverandi ríkisstjórnar, mundu leiðtogar Framsóknar vafalaust reyna að nota málið til árása á hana og gera sér þannig pólitískan mat úr því. Væri Framsókn hins vegar í ríkisstjórn, eru allar líkur til að hún yrði fylgjandi stóriðju. Ef menn beita heilbrigðri skynsemi, er erfitt að koma auga á, að það geti verið nokkur dauðasynd, að at- huga þennan möguleika. Eins og Ingólfur Jónsson ráð- herra sagði í grein hér í blaðinu í fyrradag, er auðvitað margs að gæta, ef veita ætti erlendum fyrirtækjum leyfi til slíks rekstrar í landinu. Þar þarf auðvitað að tryggja hagsmuni landsmanna sjálfra á allan hátt, og gætum við þar, eins og ráðherrann sagði, að ýmsu leyti stuðzt við reynslu Norðmanna, sem hafa leyft erlendum fyrirtækjum stóriðjurekstur gegn vissum skilyrðum, sem hafa tryggt hagsmuni Noregs. Óneitanlega er ótal margt, sem mælir með því, að koma hér á fót stóriðju, ef við getum fengið um það hagstæða samninga og jafnframt tryggt rétt okkar nægilega gagnvart hinum erlendu aðilum. Eitt af því, sem ráðherrann nefndi, að mælt gæti með því, að er- lent fyrirtæki fengi rétt til atvinnurekstrar með þess- um hætti, er að þá mundu skapast möguleikar til stór- virkjunar fallvatna, sem tryggði landsmönnum ódýr- ari raforku en nú. En slíkar stórvirkjanir höfum við tæplega fjárhagslegt bolmagn til að gera, nema geta selt raforku til erlends aðila í stórum stíl til ákveðins tíma og fengið þannig mikinn hluta virkjunarkostnað- arins. Hér er því vissulega mál, sem vert er að athuga, og auðvitað þurfum við ekki að gera aðra samninga en þá, sem við erum sjálfir ánægðir með og teljum okkur hagkvæma. Skyldur Jjjóðviljinn var að hneykslast á því á dögunum, að Vísir hefði sagt að við hefðum tekið á okkur vissar skyldur með því að ísland gerðist aðili að varnarsam- tökum vestrænna lýðræðisþjóða. Ritstjóri Þjóðviljans ætti að hugleiða það, hvaða gagn væri að slíkum þjóða- sarptöj^um, bæði þessum og öðrum, ef aðildarríkin hefðu þar hvert um sig engar skyldur. Hafa þau það 'annski ekki í Vars j árbandalaginu? j kjarnorkustöð Danmerkur að Risö, hafa að undanfömu verið gerðar gagnmerkar til- raunir, sem sýna að unnt er að geisla nýjan fisk, svo hann heldur geymsluþoli sínu vik- um saman og helzt jafn fersk ur og þegar hann var veiddur. Segja Danir sjálfir að þetta opni ný svið í markaðsleit og sölu fyrir sjávarafurðir, þar sem höfuð vandamálið við geymslu fiskjarins sé nú leyst. Danska blaðið Politiken birti grein um þessar tilraunir og ár- angur þeirra þann 5. desember s.l.Var það í þvf tiilefni að fyrra nánudag hófst Evrópuráðstefna ’-fræðinga i Risö um geril- neyðingu með geislum í Risö. Segir blaðið í fyrirsögn að þessi meðferð fiskjarins muni þýða byltingu í fiskútfiutningi Dan- merkur. Þess má geta að það er is- lenzkur vísindamaður sem stjórn ar þessari geislunardeild i Risö atomstöðinni, dr. Ari Brynjólfs son frá Krossanesi við Eyjafjörð. Getur Politiken þess í fréttinni, en nefnir þó ekki þjóðerni hans. Fram til þessa hafa Danir, segir Politiken, selt ísaðan fisk til Suður-Þýzkalands, Svisslands og Norður Ítalíu. Fiskurinn hef ur verið fluttur á bílum þessa leið og hefur ekki mátt vera eldri en 7—10 daga gamall er hann kom á ákvörðunarstað. Ef bíllinn bilaði eða erfiðleikar töfðu þá varð fiskurinn jafnan ...'ur ?TÆL.r’j-í. „j . ,, . , ■ ■ ■"*, i Hér er stjórnborðið í geislunardeild kjamorkuversins í Risö. Efst til vinstri er sjónvarpstjald. Á því getur vísindamaðurinn fylgzt með því sem gerist inni f geislunarherberginu, er geymsluþol nýs fiskjar er margfaldað. uX fUiXIIU, Geisiun nuitvda: Bylting í útfiutningi fisks - segir POLITIKEN óhæfur til neyzlu — með þeim fjárhagsskaða sem það hafði í för með sér fyrir danska seljend ur. Nú er komið í ljós að með geislun geymist fiskurinn fersk ur í 20—30 daga. Það þýðir seg- ir blaðið, að nýir markaðir opn ast sunnar í álfunni fyrir danska fiskinn. Það er sú deild Risö kjarnorku versins sem fæst við gerilsneyð ingu matvæla sem fundið hefur upp þessa aðferð í samvinnu við rannsóknarstofu danska fiski- málaráðuneytisins. Áður hafði verið fundin upp- í þessari deild aðferð til þess að geyma niður- soðið kjöt. Var þá kjötið ekki soðið heldur aðeins velgt og síðan geislað i dósunum. Svipað er að farið með fiskinn. Hann er eftir sem áður ísaður, en fær einnig væga geislun, þótt unnt væri að geyma hann óísaðan með mikilli geislun. Það er sérstakt tæki i kjarnorkuverinu sem framkvæm ir þessa geislun, og nefnist það á dönsku: ,,elektron-accelerator“ Það framleiðir elektrónur, sem skotið er inn í fiskinn. Þær hitta fyrir atomin í'fiskinum og hlaða þau, eða „ionisera". Við það myndast efnaskipti i fiskinum sem gera bakteríur óskaðlegar, sem á hann ráðast. Politiken getur þess að áður en heilbrigðisyfirvöld Danmerk- ur viðurkenndu þessa merku nýju aðferð við að geyma fisk óskemmdan þá munu þau skýra bandarískum yfirvöldum frá að- ferðinni, en þar í landi hefur mjög mikið rannsóknarstarf ver ið innt af hendi varðandi geymslu matvæla með geislun. Aðalfundur Sambands Dýraverndunarfél. íslands Aðalfundur Samliands Dýra- verndunarfélaga íslands var haldinn í Reykjavík sunnudag- inn 22. nóvember s.l. Til fundarins mættu 27 full- ‘rúar sambandsfélaganna. trún- iðarmenn og stjórn sa.nbands- ins. Auk venjulegra aðalfundar- starf minntist sambandið #' þann 13. júlí í ár voru liðin 50 ár frá stofnun Dýraverndunar- félags Reykiavíkur. Vegna af- mælisins kom Dýraverndarinn út í stækkuðu broti. Flutti ritið vtar'ia sögu dýraverndunar- samtakanna sem ritstjóri Dýra verndarans Guðmundur Gísla- són Ilagalin hafði samið. “ Stjórn sambandsins bauð fujl- trúum aðalfundarins ásamt nokkrum gestum til hádegis- verðar að Hótel Sögu í tiiefni þessara tímamóta í sögu sam- takanna. Á aðalfundinum fluttu erirdi: ’firdýralæknir Páll A. Pálsr'or um hjúkrunarstöð dýra: tor- ■ stöðumaður bifreiðaeftirlits rík- Framh. á bís. 6.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.