Vísir - 16.12.1964, Síða 9

Vísir - 16.12.1964, Síða 9
V IS I R . Miðvikutíagur 16. desember 1964 9 ÐHS í DAG SKEIN SÓL Matthías Jóhannessen ræðir við Pál ísólfsson. Bókfellsútgáfan. f>rjú ár eru liðin, síðan Hunda- þúfan og hafið kom á bókamark- aðinn. Sumir höfðu orð á því, að hundaþúfan sómdi sér ekki rétt vel í he'iti bókar, þar sem ungt skáld og bókmenntamaður ræddi við spakan og fjölvísan lista- mann og heiðursdoktor um ýmis hin háleitustu hugðar- og vanda mál manna, lýsti að nokkru sögu þroska síns, drægi upp myndir samferða- og samtfðarmanna og brygði listilega á glens og gam- an — allt þetta svo sem greypt i umgerð fagurra og sérkenni- legra æsku;.töðva og átthaga lista mannsins. En þeir hafa þá bætt úr skák að þessu sinn'i, Matthias og dr. Páil, með nafngift þessarar bókar. Form hennar er sérlegt, svo sem þeirrar fyrri það er í raun- inn'i fonnleysið, því að þar sýnist f fljótu bragði engri reglu fylgt. Þeir virðast sem sé hafa hugsað sér, höfundarnir, að bregða vfir hana svip rabbsins, þar sem skyndilegar hugdettur, ósjálfráð og oft með öllu óræð hugsana- tengsl ráða umtalsefninu — kann ski á milli þögn án óþols, hvarfl augna um lá og lendur, stöðv- un þeirra við skýjarof á himni, bárufald á lánn'i, þangkristall i fjörunni — eða á melbakkanum hundaþúfuna frægu, sem hefur orðið fyrir hnjaski, misst höfuð- fatið sitt, en fengið annað í stað- inn, hærra og veglegra, úr hendi náttúrunnar eða sendiboða henn- ar, sem hvernig sem það þykir fara á pappír — hefur kannski verið hundur. Þetta form hefur bæði sina . kosti og galla. Það er tilbreyt- ingarríkt, en hins vegar skal mik- ið til að gera það eðlilegt, því að með tilgang rabbsins í huga, dvelja auðvitað höfundarnir meira og lengur við það, sem ætlunin er að fá fram, heldur en hitt, sem ósjálfrátt svífur í hugann í nátt- úrlegu rabbi. Og stundum kemur það fyrir, að Matthías í hlutverki spyrjandans leiðir eitthvað í tal, sem lesandanum finnst að lestri loknum, að vel hefði mátt missa sig, hefur ef til v'ill verið skemmti legt í tveggja manna tómi, en verður lecandanum það ekki. Vil ég þar nefna sögurnar af ferða- lögum þeirra dr. Páls og dr. Ðun- gals. Þær eru of lauslega sagðar til að vekja áhuga — því að gam- an sé að mæta þar þe'im glerfína smókinsmanni sem aðrir koma labbandi — af balli í Vík — á lejð vestur í Fljótshlíð, en gefizt hefur upp vestan við Sólheima- sand ... En hjá þessu verður trú- lega ekki kom'izt, þegar áður- nefndu forrr' er beitt. Annars er þarna flest líflegt og margt spaklega athugað og vel sagt — og sitthvað ærið fynd- ið, — ennfremur yfir ýmsum lýs- ingum og frásögnum notalegur blær sællar endurminn’ingar. Auð vitað er oft vikið að listum — ekki aðeins hljómlist, þó að dr náli' verði tiðræddast um hana, og hann hefur sannarlega svipazt um bekki á þeim vettvangi. í fyrsta viðtalinu, sem um getur i bókinni, farast honum orð roeðal annars á þessa leið; „ ... Allir vilja koma með eitt- hvað nýtt, óvirða það gamla i orðum og athöfnum og segja þv' stríð á hendur, sem í einhverji' líkist gömlu meisturunum, en erv þó sjálfir flæktir í net tízkunna og þéirrar nýju stefnu, sem s' er kölluð. Mér rennur oft til rif; að svo margir efnilegir men skuli þannig fara í hundana o- eyða dýrmætum tíma í einhverjr-. ímyndaða vonzku út af listinn; og valda á þann hátt sjálfum séi og öðrum stórtjóni. Og það, sem er verst: tekst ekki nð skana ,;f vænlega list.. “ Á öðrum stað segir hann: „Ungir listamenn, sem koma lieim nú á dögum, gera miklar kröfur til Iífsins, og ef þeir fá þeim ekki að öllu leyti fullnægt þegar í stað, ráðast þeir á allt, sem hér hefur verið gert í tón- list og á öðrum sviðum, vega að góður. mönnum, sem brautina ruddu og gáfu í aðra hönd gott land og allsnægtir . . . Mér er nær að halda, að það ætti að sendn þessar kröfukindur út í Surtsey Þessa ólukkugemsa, sem aldrei sitja á sárshöfði við nokkurn mann og er fyrirmunað að túlka nokkur sjónarmið nema þau allra lágkúrulegustu, skilja lítið, vita ’ninna; allt þetta fólk, sem á í botnlausu rifrildf við fortiðina, metur samtíðina einskis og heldur að það sé sjálft persónugerð fram tíðin“. Og enn kvað hann: „Eitt get ég aldrei lagt nógu ríka áherzlu á: að ungir lista- menn umgangist menn, sem eru á öðru sviði en þeir sjálfir. Það vantar eitthvað í líf tónlistar- manns, sem hefur aldrei haft á- huga á að kynnast öðru en hljóm list'inni". Skyldi það ekki — og mundi ■tta ekki eiga við um fleir' Páll Isólfsson listamenn en tónlistarmenn? » Matthías segir: „Menn rugla oft saman tteku og snilld.“ Dr. Páll svarar: „Já, en tíminn ruglar því ekki saman. Annars held ég, að okkur íslendingum hætti sérstaklega til að gleyma muninum á þessu tvennu.“ Hann víkur svo sem víðar, Páll Isólfsson, að svipuðum fyrirbrigð um og þessum. Hann segir: „Nú leitast ailir við að líkjast engu, sem til var áður, og kapp- kosta að vera frumlegir. En þetta stref er barnaskapur. Ég get varla ímyndað mér, að þú mundir bera meiri virðingu fyrir mér, þó ég talaði við þig standandi á haus.“ Þá er það baráttan, sú, sem fjölmargir Íistamenn kjósa að smeygja sér fram hjá: „Baráttulaus maður er saltlaus maður. Seltan er okkur nauðsyn. Saltlaus listamaður er eins og geltur klár. Hann getur dregið mjólkurvagn, en að hann geti af sér líf — nýtt folald í haga — nei, útilokað." Dr. Páll er harðorður, en yfir- leitt ekki persónulegur. Hann segir, að illkvittni sé eitt af þeim þremur efnum, sem húmor, er terður af, en þó að hann sé húm- iristi, fer ekki mikið fyrir ill- 'cvitthinni i þessari bók. Ég held 'iann komist einna næst því að kjóta skeyti að persónu manns, ’iar sem hann segir um Halldór Laxness — út af listnmannahá- /ð í Stokkhólmi 1932: ,,Hann sagði við mig strax og óngurinn var genginn fram hjá: Ég fer til Rússlands á morgun í býtið Og bað gerði hann, sem kunnugt er. Upp úr þeirri ferð mun hann hafa skrifað I Austur- vegi. Mér hefur stundum dottið í hug að hann I-efði átt að vera áfram í Svíþjóð." Þó að Páll ísólfsson meti mik- ið listir, segir hann um Albert Schweitzer: „Schweitzer hefur klifið hæstu tindana í iistinni, og það, sem meira er, hann hefur klifið hæstu tinda kærle'ikans í lífinu." Um allt þetta er ég dr. Páli mjög innilega sammála, og um flest þau viðhorf, sem fram koma í bókinni — en hins vegar vil ég þó taka fram, að svo rétt sem hann rekur upphaf ættrækninnar, er ég engan veginn á sama máli Ó'íuiftflðíékkijsré ifeftjÉþknin'nú lfng. , ..ur .æskileg, ,enda sé ,hún úrelt. Efl’ ems óg'1ég' æí’ ykk'f rkré1 ’ úrelt boðorðið: heiðra skaltu föð- ur þinn og móður, sem komið er frá hinum vísu Gyðingum, er dr. Páll lofar hástöfum, svo hygg ég og, að ekki mundum við íslend- ingar betur farnir, þó að okkur hyrfi áhuginn fyrir ættum okkar. Dr. Páll amast einriig við dálæt- inu á íslendingasögunum, virðist þá frekar sjá í þeim mannvíg og sjórán en það, sém blívur, snill- ina, anda drengskapar, mann- dóms og höfðingsháttar. Hins veg ar segir hann svo út af vinar- þeli brezka skáldsins Audens í garð íslenzku þjóðarinnar: „En það er okkur meira til sóma að eiga menningu, sem ger- ir ísland að heilagri jörð, svo að ég vitni í hans eigin orð“. En mundi ekki hætt tengslum okkar við hina fornu menningu, þegar sli.tnar væru taugar ætt- rækninnar — og aðdáunarinnar á íslendingasögum? ... Annars fær dr. Páll huggað sig við það, að nú getur hann hitt fullþroska fólk í hundraðatali, sem hvorki kann skil á öfum sínum né ömm- um — og hefur ekki hugmynd um ,hvaðan ætt þeirra hefur bor- ið upp á möl borga og kaupstaða, og hjá Matthiasi getur hann feng ið að kynnast þeirri staðreynd, að á góðbýli í sveit Njáls og Bergþóru býr framtaks- og fram- farafólk, sem hvorki kannast við Njálsbrennu né þau góðu hjón, sem þar köfnuðu undir húðfati — og bendir það til, að allt sé á æskilegri leið! Ég hygg, að það sé ofurlítið varasamt að láta rang hverfur ergja sig til áfellisdóma — á fleiri sviðum en vettvangi þéirra lista, sem dr. Páll hefur einkum í huga, þegar hann talar um Surtsey sem sakamannaný- lendu .. < En vel er, að bókin þeirra fé- laga, orðin til í ríki náttúrutöfr- anna kringum hinn nýja ísólfs- skála, komi við bæði mig og aðra, sem ekki láta sér nægja baknag og slúður, heldur taka alvarlega afstöðu — jafnt til hyllingar sem andróðurs, og hugsanlegt er að vera í félagsskap þeirra dr. Páls og Matthíasar, þegar „fuglar minninganna hópuðu sig f hug- anum“ — eða þegar minningin verður „eins og dögg á grasi“. svo sem Matthías orðar það. Að lokuro: •" n\u» n Af mörgu góð.g. Og e|ta[ijppi- legu í þessari bók, þakka ég ekki sízt myndina af þe'im vinunum, dr. Páli og virðulegum vígslu- biskup séra Bjarna Jónssyni — gegnt blaðsíðu 144. Svipurinn — sú mannlýsing!... Það er alveg óhætt að telja suma ljósmyndara i hópi myndl'istarmanna Guðmundur Gíslason Hagalín. DRENGUR Guðmundur Daníelsson: Drengur á Fjalli. Stuttar sög- ur. ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík 1964. Guðmundur Danielsson er jafn sérstæður og þróttmikill, sem per sónuleiki og skáld. Það sópar að honum, hvar sem hann fer, er auðsætt, að ,;kotungsútgerð á sér þar engan hund í bandi, „svo sem annað mikið og magnað skáld Rangæinga kvað. Hann er eitt af þeim fsl. skáldum, sem sýnt hefur að enn er unnt á ís- landi að vera gagnlegur starfs- maður og borgari og þroskast samtímis sem frjótt og sér- kennilegt skáld. — Hann er næsta ólíkur um allt þeim skáld geldingum, sem ganga sér ekki að grasi, en standa í hóp jarm andi við hús íslenzkra fjárgæzlu manna og lemja þar hurðir sín um guðsgeldingshnýflum. Á það hefur og ekkert skort, að flugu menn hinna gerzku hafi sigað •• hann jafnt heimilisrökkum sínun sem þeim flækingsseppum, ei snudda gjarnan í varpa þeirra í von um vemd og roð Þeir eru :kki margir rithöfundarnir sen: svo hafa verið hundbeittir sem Guðroundur seinustu árin hér á Islandi, hrfðin að honum orðið þvi harðari, sem honum hefur meir vaxið ásmegin sem skáldi og og persónuleika. I hinni nýju bók Guðmundar, þar sem hann hefur safnað sam- an ýmsu misjöfnu að gerð og raunar kostum, er miklu merkust fyrsta og lengsta sagan, en af henni dregur bókin nafn sitt. Þar kemur fram í öllu sínu veldi orð gnótt Guðmundar, safi hans og litríki í stíl, hið næma skin hans á íslenzka nátt,úru, eins og húr er tilkomumest og hrikalegust — og auk alls þessa reisn hans sem persónu, stál viljans, þol hans og þrautseigja og sá frumkraftur sem býður erfiðleikum og and stöðu byrgin. Þannig hefur hann ekki aðeins komið fram sem fjallmaður í haustgöngum í Jök- ulgiljum Landmannaafréttar, held ur og á vettvangi rithöfundar ins, og það mega þeir vita, Ólaf xrnir, sem kjósa að bogra við ■irímusinn í tjaldstað, að þeim er ilgert ofurefli að buga þennan 'reng á fjalli. Þessi merkilega og magnaða ;aga byggist auðsæilega á per- xónulegri upplifun, en Guðmund ir gæðir hana skáldlegri reisn ,)g táknrænni dýpt Sama mái gegnir um annað það bezta : þessari bók, prósaljóðin þrjú, sem heita, Gunna, Vordraumur í Garði og Liljan í Sandinum FJALLI og frásagnirnar Fiskurinn mikli og Lokadagur. Peysan hennar Gunnu — það er gaman að sjá hvað skáldinu verður úr henni úr litnum á henni. „Mér fannst eins og Gunna hefði orðið úti í þessari peysu í fyrstu snjóum eitthvert haustið. legið undir fönn allan veturinn og fuhdizt aft ur, þegar isa leysti með sumri. Og síðan — á yfirnáttúrulegan hátt — risið lifandi upp úr sin- unni í prjónapeysunnj bláu.“ Skyldi þetta ekki geta átt við margt fátækt og vanhirt barnið ... Vordraumur í Garði lýsir þvi að skáldið stendur úti einn vor- dag og veðrar, að vorið sé á leið Enn er grátt f rót og vindurinn engan veginn hlýr, en þytur vindsins með öðrum hætti en hann var í vetur: „Það er eins og hlegið sé hátt í Iofti og niður fallvatna kveði við undir. Galsa- fengin kátína kveður við frá hæð um, en moldartunga jarðarinnar umlar vordraum sinn í svefnrof unum. Bráðum kemur hún, bráð um kémur hún, mjúkhenta kon an með fræið.“ Eða hið magnaðo Ijóð um Ódysseif — bar mund ílldjúpt kafað — og hvar e hugur skáldsins, hjá stúlkunni, sem „myndaði skál úr lófum sin um og jós með henni vatni út í sandinn eða híá ofstækih'rna" Guðmundur Daníelsson. inum Ódysseifi, sem eyðileggur verk hennar, boðar fylgjendum sínum þrauta- og þjáningaboð- skap eilífrar leitar á eyðimörk og liggur svo á eftir í sandinum. „einsamall maður bleikur af gremju. Trúlega mundi skáldið hafa kennt aðdráttarafls frá báð um. Fiskurinn mikli og Lokadag- ur eru jafnpersónulega táknræn -ig Drengur á Fjalli Annað efni bókarinnar er flest haglegt, en þetta, sem ég hef þeg ir reynt að túlka þannig, að ein verjir kynnu frekar að fá notið þess en ella, það er það sem er rnergur hennar og gefur henni varanlegt gildi. Guðmundur Gíslason Hagalín

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.