Vísir


Vísir - 16.12.1964, Qupperneq 16

Vísir - 16.12.1964, Qupperneq 16
DAGAR TIL JÓLA Mikill ágreiningur enn um kvöldsöluna i R.vík Mikill ágreiningur ríkir enn milli kaupmanna og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur um afgreiðslu um söluop á kvöldin. Það hefir aðeins náðst sam- komulag um kjör þess fólks er vinnur í sölutumum en samn- ingaviðræður standa enn yfir um kaup þeirra, er vinna við afgreiðslu um söluop. Eitt að- alágreiningsefnið nú er það, að kaupmenn telja sig vera í full- um rétti að láta ófélagsbundið fólk eins og skólanemendur af- greiða f desember á kvöldsölu- stöðum en VR telur það ó- heimilt Nýlega gerði VR samning við Félag sölutumaeigenda. Starfs- fólk söluturnanna hefur unnið á reglubundnum vöktum og var samið um það að 33 prs. álag skyldi koma á þá vinnu er unnin væri eftir kl. 6. Ef unnið væri á almennum frídögum skyld'i vinnan greiðast með 100 pr. álagi eða fri veitt í stað- inn. VR hefur einnig óskað eftir því að samið yrði um vakta- Vinnukjör á kvöldsölustöðunum (er selja um söluop). Standa viðræður nú yfir milli VR og Kaupmannasamtaka íslands um þessa vinnu en samkomulag hefur enn ekki náðst. VR hefur birt tilkynningar í blöðum til félagsmanna um að samningsbundinn vinnutími i verzlunum í Reykjavík sé kl. 9—6 alla daga nema föstudaga og laugardaga og óheimilt sé fyrir félagsbund’ið fólk að vinna lengur á kvöldin. Hins vegar var það úrskurður Félagsdóms, að VR gæti ekki ban.nað kaup- mönnum að hafa opið til kl. 10 á kvöldin ef þe’ir sjálfir eða skyldul'ið þeirra ynni að af- greiðslu, væri það ekki félags- bundið í VR. Kaupmenn segja í bréfi til VR, að engin ákvæði séu í samningum er banni kaup- mönnum að láta ófélagsbundið fólk vinna við afgreiðslu. VR telur aftur á móti að óhe'imilt sé að láta ófélagsbundið fólk ganga inn í starf félagsbundinna manna. Virðist vera mikill sjónarmiðamunur hjá að'ilum I málinu. postnus Dorgonnnar opin til miðnættis Sfðustu forvöð til að skila jólapóstinum i hendur póstsins eru í kvöld. Póststofan í Reykj vík verður opin i kvöld til mið nættis ,en eftir það þýðir ekki að koma með jólabréfin og eru menn því hvattir til að nota þetta síðasta tækifæri til að koma póstinum frá sér. Sveinn Björnsson, deildar- stjóri bréfapóststofunnar sagði Vísi í morgun að útibúin tvö í Reykjavík, á Laugavegi 176 og Langholtsvegi 82, hefðu gegnt mjög þýðingarmiklu hlut- verki i jólaösinni, og létt mikið á álaginu á aðalpóst- húsinu, en þar hefur verið stöðug ös en ágæt regla á hlut- unum og biðin ekki mjög löng. Póstur hefur verið afgreiddur alla daga að undanförnu út á land og eins til útlanda. Sveinn Björnsson sagði að reynt yrði að byrja dreifingu á jólapóstinum mánudaginn 21. desember, en það væri undir því komið hvort búið yrði að flokka póstinn eða ekki. Væri það gert til að gera ekki nema eina ferð í hvert hús í borginn. Verður síð an borið út allt þar til á hádegi á aðfangadag, en þá á störfum bréfberanna að ljúka og jóla- pósturinn allur að vera kominn í réttar hendur. Framh. á bls. 6. Aurburiur og ísrek Þjórsár er mik- ið vandumál í sambundi við virkjun Viðtol við Sigurjón Rist votnamælingamann Tveir ísasérfræðingar hafa dvalið hér stutta stund í senn á vegum Sameinuðu þjóðanna við rannsó’-.n á ísmyndun og ísskriði á stórám Suðurlandsundirlendisins, Hvítá og Þjórsá, vegna fyrirhug- aðra virkjana. Það var raforkumálastjóri, seui fór þess á leit við Same'inuða þjóðirnar, að fá hingað sérfreV inga til að kanna ísmyndun og vandamál af völdum hennar á vatnasvæði framangreindra áa. Þeir sem vald'ir voru til þessa.i starfa eru kunnir ísasérfræðing tr, E. Kanavin ætlaður frá Eistlaaii. og Devik frá Noregi. Þeir Kona h'ingað s.l. vor og ferðuðust þá um vatnasvæði Hvítár og Þjó sár og nú fyrir nokkru kom E. Kanavin hingað aftur. Hann hefur lok’ið rannsóknum sfnum í bili og er far- inn utan, en kemur væntanlega — eða Devik — með vorinu til fram- haldsrannsókna. Á þessum rannsóknarferðum sínum hafa hinir útlendu sérfræð- ingar staðfest það sem Sigurjón Ríst var áður búinn að komast að raun um við rannsóknir sínar á ísmyndun og ísskriði í Þjórsá, en þær rannsóknir hefur hann haft með höndum um 10—15 undan- farna vetur. Vísir sneri sér í gærmorgun til Sigurjóns Rist og spurði hann hvort hér væri mikið vandamál á ferðinni vegna fyrirhugaðra virkjana og hvaða ráð helzt væru til úrbóta. Sigurjón sagðþ að vandamálið væri óneitanlega mikið hvað Þjórsá snerti. Þar væri bæði um ágang, grunnstingul og skrið eða Framh. á bls. 6. Miðvikudagur 16. des. 1964 Endurbætur gerður á Skíðuskúlunum í Hverudölum Skíðaskálinn í Hveradölum var lokaður f nokkra daga f síðustu viku, en var opnaður aftur sl. laug ardagskvöld og á sunnudaginn var fjöldi fólks á skfðum í nágrenni við hann. Skíðafæri er hið ákjósanlegasta í umhverfi Skfðaskálans, umfram allt gott göngufæri, Endurbætur verða gerðar all- verulegar á Skíðaskálanum í vetur m.a. var lagt nýtt gólf í skálann þá daga sem hann var lokaður og nú er verið að setja í hann nýja útidyrahurð. Ýmsar fleiri endurbæt ur verða gerðar á skálanum eftir því sem þörf krefur. Undanfarið hefur öllum bílum, smáum og stórum verið fært upp í Hveradali. BCTSí'jt wmnE/MaBnxsnm Síðustu forvöð að póstleggja jólapóstinn Grœnlendingar áttast að þsrskur- inn sé að hverfa frá Grænlandi Oska eftir aðstoð danskra yfirvalda í vandræðaóstandi Fiskleysið í Norðurhöfum upp á síðkastið hefur komið mjög hart niður á Grænlendingum og skýrir danska blaðið Berlingske Tidende frá því, að hinir tveir grænlenzku þingmenn, sem sitja á danska þjóðþinginu krefjist þes- nú, að yfirvöldin geri sérstakar ráðstafanir til bjargar. Sem stendur er málið í athugun já Grænlandsmáia- ráðuneytinu, on grænlenzku þingmennirnir Knud Hetling og Nikolaj Rosing hafa í hyggju að leggja það fyrir danska þjóð- þingið. Knud Hertling þingmaður segir í samtali við Berlinga- tíðindi, að nú verði að fá á- kveðið svar Við þeirri alvarlegu spurningu, hvort þorskurinn sé að hverfa frá Grænlandi. Álits fiskifræðinga á þessu hefur verið leitað en svör þeirra telja þingmennirnir ekki fullnægj- r.ndi. Sé það tilfellið, að þorskurinn sé að hverfa frá Grænlandi þýðir það hvorki meira né minna en það að fótunum er kippt undan allri framfaraáætl- un Grænlands. Þá væri e.t.v. rétt að breyta áætluninn’i þann- ig, að Grænlendingar fengju stærri fiskiskip, sem gætu leit- að á fjarlægari mið. Öll framtíð og lífskjör Græn- lendinga eru komin undir sjáv- arútveginum. Ef kyrrstaða sú sem aflaleysið nú veldur á að halda áfram verður um algert hrun að ræða í Grænlandi. Hér er því um stórvægilegt vanda- mál að ræða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.