Vísir - 16.12.1964, Side 15
VlSIR . Miðvikudagur 16. desember 1964
CAMILLA BITTLE
e oan aea asa ubx *& a a m> sm a
JÓLAÆVINTÝRI Á BLAÐINU
JÓLASAGA FRÁ NOREGI
Kafli féll niður úr framhalds
\sögunni í gær. Er hann birtur
hér á eftir svo og á ný sá hluti
sögunnar sem birtist í gær, sam-
hengisins vegna.
— Um hvað helzt... ?
Ég var dálítið efins, en í hugan-
um var þegar vakinn ásetningur
um að skrifa þessa pistla þannig,
að það væri í hinum sanna jóla-
anda
— Um hvað helzt? Hvað er orðið
af lönguninni til að skrifa sjálfstætt
— eitthvað frumiegt, skapa eitt-
hvað? En fyrst þú spyrð vil ég
svara þessu þannig: Farðu í eina
stórverzlunina og upp í leikfanga-
deildina og talaðu við jólasveininn.
Talaðu við einhvern, sem er að
undirbúa jólasýningu. Farðu í heim-
sókn í barnadeild sjúkrahússins ...
Hann hnerraði aftur.
— Komdu þér af stað. Það verður
að liggja hérna á borðinu hjá mér
klukkan fjögur.
Ég stakk blýanti og blokk í tösk-
una, fór í kápuna og vafði trefli
um höfuð mér. Ég hafði litið út
um gluggann og séð, að það var
farið að snjóa, og þegar ég kom
út á götuna lögðust blautar snjó-
flyksurnar á andlit mér og á svip-
stundu var kápukraginn minn orð-
inn mjallahvítur, og ég brátt sem
snjókerling, því að snjórinn loddi
við mann, þangað til maður kom í
húsaskjól og gat hrist hann úr
fötunum.
Ég leit I kringum mig. Bærinn
okkar hafði þanizt út seinustu ár-
in. Sums staðar voru ný hverfi með
litlum timburhúsum, en inni á milli
ný háhýsi. Það var margt manna
á götunum og ekkert lát á bíla-
straumnum, sem rann eftir götun
um. Og allir voru að flýta sér. Við
og við heyrðist í þrengslunum á
gangstéttunum: Afsakið. Aðrir bara
æddu eða olnboguðu sig áfram án
afsökunarorða, með bögglana sína.
I sýningargluggum stórverzlunarinn
ar var öllu svo vel fyrir komið,
að ánægjulegt var á að horfa. Ég
fór í lyftunni upp á fjórðu hæð, í
leikfangadeildina. Þar var dimm-
blár himinn með tindrandi stjörnu-
mergð, og englum í hvítum, skín
andi klæðum, blásandi í gullna
lúðra. Þetta var ævintýraland í aug-
um barnanna. Og mér varð starsýnt
á margt, einkum brúðurnar — ég
hafði allt í einu gaman af að horfa
á þær, eins og þegar ég var telpa,
og í miðjum „herlegheitunum“ sat
jólasveinn á sleða, sem var skrýdd-
ur bjöllum og öðru tilheyrandi, og
sleðinn fullur af jólabögglum. Og
vitanlega var jólasveinninn í rauðri
skikkju og með skotthúfu og hvítt
alskegg. Og hann sat þarna og
kinkaði kolli og hló.
Ég horfði á barnahópinn í kring-
um hann og vonaði, að mér dytti
eitthvað sn.iallt í hug. Ég hafði gert
mér von um, að þarna væri í hópn-
um lítill drengur eða telpa, sem
bæði jólasveininn að muna eftir
enn minni bróður eða systur
heima. En ég heyrði eða sá ekkert
■slíltt. Það var allt eins og vanalega.
•Tólasveinn spurði börnin hvort þau
hefðu verið „góðu börnin“ og svo
komu svörin, eitthvað þessu líkt:
— Já, ég hefi verið „góður“ —
eða „góð“ — og gert „eins og
mamma sagði. Mig langar í kúreka
föt og bát og byssu ... eða mig
langar í brúðu og brúðuhús ...
Öll börnin óskuðu sér þess, sem
þau annað hvort voru búin að óska
sér lengi, eða flaug í hug í svipinn,
en öll báðu um eitthvað fyrir sjálf
sig, ekkert um neitt fyrir systk-
ini sín, eða aðra. Og það var ekki
annað að sjá eða heyra en að þau
myndu fá það, því að jólasveinninn
hélt áfrarn að kinka kolli og brosa,
en mömmurnar voru dálítið óþolin
móðar og reyndu að fá börnin með
sér:
— Svona, nú eruð þið búin 'að
sjá jólasveininn, nú verðið þið að
koma.
Um klukkan hálfþrjú var dálítið
hlé á ösinni kringum jólasveininn
og ég notaði tækifærið til að spyrja
hann:
— Má ég spyrja þig um dálítið?
— Spurðu bara.
— Ég heyrði að börnin biðja aldrei
um neitt nema handa sér. Kemur
það aldrei fyrir, að eitthvert þeirra
biðji þig, að muna eftir að koma
með böggul handa öðrum?
— Það hefir ekki komið fyrir
enn.
— En koma ekki stundum börn,
sem augljóslega geta ekki fengið
það sem þau óska sér — sem óska
eftir því, sem ekki er hægt að gefa
þeim neina von um.
— Þau fá víst flest eitthvað, og
það verður að láta þau halda í von-
ina.
— Ertu hérna á hverjum jólum?
Kannski var dálítill kuldi í rödd
minni. Ég er ein þeirra sem vil ekki
missa trúna með öllu á jólasvein-
inn, þótt hann sé ekki nema blekk
ing.
— Þetta er nú fimmta árið, sagði
hann ... og svo kom hann auga
á sex ára snáða, sem var að toga
mömmu sína til hans nauðuga.
— Komdu blessaður, litli vinur,
og jólasveinninn brosti út undir
eyru.
Ég fór í lyftunni niður á fyrstu
hæð og á leiðinni í ritstjómarskrif
stofuna skrapp ég inn í apótek og
keypti fötur sem áttu að vera fyrir
tak við kvefi. Og þegar ég lagði
handritið á borðið fyrir framan Pét
ur lagði ég pappaöskjuna með töfl
unum við hliðina.
Það var eins og hann sæi ekkert
nema öskjuna. Hann horfði á mig
undrandi á svipinn eins og hundur
sem bíður eftir að maður klappi á
kollinn á sér.
— Hvað er nú þetta?, spurði
hann eins og í óvissu
— Það er við kvefi, sagði ég.
— Ó, já, þökk . . . og hann tók
eina og það tók nú aldeilis
tíma og það var eins og hann
vissi ekki hvað segja skyldi eða
gera. sjálfur fréttastjórinn, og ég
sat þarna og ég skemmti mér kon
unglega svo lítið bar é.
Ég varð fyrri til og sagði:
— Ég er smeyk um að mér hafi
ekki teki?t vel... að það sé ekki
— Frásögnin — jólapistillinn,
sem á að koma í blaðinu á morgun.
Það er kannski í henni dulbúin árás
vegna þess kaupskaparbrags sem
kominn er á flest varðandi jólin.
Hann las pistilinn og ég virti
fyrir mér svipbrigðin á andliti hans
meðan hann las. Þegar hann hafði
lesið hann fljótlega sagði hann:
— Þetta er ágætt, það er „jóla-
stemning" i honum, gæti verið
verra.
— Ég þakka.
— Þú reynir að setja eitthvað
saman á morgun.
Og nú ætlaði ég að taka mig til
og skrifa um eitthvað, sem vakti
menn til umhugsunar um tilganginn
með að halda jól. Það kom í ljós,
að drengjakór átti að syngja í dóm-
kirkjunni klukkan sex.
Kirkjan var fagurlega skreytt,
sígræn kringum hvern glugga, og
á altarinu logaði á háum kertum í
skínandi silfurstjökum og fyrir
framan altai.i. . platié pryít
Ijósum og ýmsu skrauti.
Það var jólasvipur á öllu i kirkj
unni — líka á fólkinu — og orgel-
tónarnir bárust um allt og endur
köstuðust frá steinhvelfingunni, og
svo hljómaði söngur drengjanna,
barnslegur hreinn og skær og fag
ur, yfir honum var hin eilífa birta,
og brátt yfir öllu, og ég sat þarna
og snerti ekki við blokkinni minni
eða blýantinum. Ég var úti á mörk
inni með hirðunum, sem gættu
hjarðar sinnar
Þegar öllu var lokið flýtti ég mér
út. Það var orðið dimmt og það
var kalt og ég flýtti mér að ná í
næsta strætisvagn til þess að kom-
ast sem fyrst í skrifstofuna til þess
að skrifa pistilinn minn. Ég reyndi
að lýsa hvernig mér var innan-
brjósts, er ég sat I kirkjunni, en
þegar ég var búin og las það yfir,
sá ég, að þót.t ég hefði skrifað um
jólaljósin og sörtginn þá voru þetta
innantóm orð, skurn, kjarnann vant
aði Mér hafði ekki tekizt að lýsa
þeim kenndum sem vöknuðu á þess
ari helgistundu í kirkjunni.
Þótt klukkan væri orðin átta log
aði enn ljós í skrifstofu Péturs. Ég
barði að dyrum og fór inn.
-- Er þér að batna kvefið, spurði
ég og forðaðist að tala um jóla-
pistilinn, sem ég hafði nýlokið við.
— Mér er næstum batnað sagði
hann og brosti, og hann leit sannast
að segja miklu skár út. Mér fór að
létta í skapi.
— Og hvað hefur gerzt í dag,
spurði hann og sneri sér að því,
sem honum fannst mestu máli
skipta.
— Það, sem gerðist var dásam-
legt, ef ég bara gæti skrifað um það
sem vert væri, sagði ég dálítið hik
andi, en það tókst mér ekki.
— Við þurfum öll, að gera okkur
grein fyrir f hverju okkur er áfátt,
ástunda að þroskast og þjálfast, og
þá tekst okkur kannski að ná mark-
inu
Hann tók blöðin, sem ég hafði
lagt á borðið fyrir framan hann og
fór sð lesa
- Þú hefir náð býsna góðum
tökum á þessu, sagði hann, og( er
hann hafði hláuþmýfir það, lagði
hann blöðin frá sér þreytulega.
— Þetta hefur tekizt vel. Ég nota
það á morgun.
Það var eins og skugga leggði á
andlit hans. Og það lagðist í mig,
að orsökin væri, að frásögnin hefði
minnt hann á litla drenginn hans,
sem hann hafði misst af slysförum,
og ég varð hryggari en ég fæ með
orðum lýst. Mig langaði svo inni-
lega til þess að geta haft þau áhrif
á hann, að hann gæti gleymt, en
svo komst ég, að þeirri niðurstöðu,
að þess mætti ég ekki óska. Ó, hve
mig langaði til þess að hughreysta
hann.
— Pétur, sagði ég aumkunar-
lega, kannski tekst mér betur á
morgun.
— Það er ég líka viss um, sagði
hann án þess að líta upp.
Ég fór aftur inn í kompuna mína,
og tók til á skrifborðinu mínu, ég
var ekki í skapi til að skrifa neitt.
Tarzan, mér finnst nýja skiltið.
;em fallhlífarliðið setti upp, vera
iásamlegt, segir Naomi um leið
)g hún bendir á skiltið, þar sem
tendur Hjúkrunarstöð. Ég er svo
ánægður yfir því að þú ætlar að
vinna með okkur Naomi að því
að hjálpa þessum óheppnu dal-
búum, segir Tarzan og tekur f
hönd Naomi. Tshulu kemur
hlaupandi, þyrlurnar voru varla
komnar úr augsýn þegar við sá-
um tvo báta á ánni, sem fylgdust
með okkur. Ég vonaðist eftir
þéssu Tshulu, kallaðu til þeirra
og biddu þá að tilkynna öllum
ættbálkum, að senda okkur þá
menn og drengi, sem eru fatlaðir
vegna aðgerða hinna illu Omar-
bnæðra.
:-d u-g ioí 'eg . oarnaheimil
jg skrifaði um ur.dirbúning jólanm
þar. Og daginVi þar á eftir fór ég i
skemmtun fyrir börn starfsfólk:
verksmiðju nokkurrar
Vcrð kr. 120.00 (án sölúsk.)
Bókaforlag Odds Bjömssonar
Sagnaþættir og
endurminningar
Verff kr. 240 00 (án solusk.)
Bókaforlag Odds Bjömssonar
■■.•.w.v.v.v.v.v.v.v.v.v
SÆNGUR
’EST-BEZT-koddar
v.idurnýjum gömlu
.ængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum,
DON- og
FTÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3 Simi 18740.
•.'.■.v.v.v.v.v.v.v.v.v