Vísir - 19.12.1964, Side 7

Vísir - 19.12.1964, Side 7
V1S IR . Laugardagur 19. desember 1964 7 Bækurnar eru komnar Félagsmenn í Reykjavík eru vinsamlega beðnir að vitja bóka sinna í afgreiðsluna, Hverfisgötu 21. Bóka- menn: Það borgar sig að gerast félagi í Bókaútgáfu Menningarsjóðs og njóta vildarkjara um bókaverð, Andvari flytur nú ævisögu Önnu Borg leikkonu og Almanak, yfirlit um þróun rafveitumála á Isiandi, Að þessu sinni gefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs út eftirtaldar bækur: 1. Steingrímur Thorsteinsson, ævisaga, eftir Hannes Pétursson. Falleg og mjög vel skrifuð bók, prýdd mörgum myndum. Um 300 bls. í stóru broti. Hefur verið sérstaklega til útgáfunnar vandað. 2. Rómaveldi, síðara bindi, eftir Will Durant, Jónas Kristjánsson cand. mag. þýddi. Fyrra bindi þessa verks kom út á síðasta ári ,og hlaut þá afbragðs dóma. 3. Með huga og hamri, jarðfræðidagbækur Jakobs H. Líndals, bónda og jarðfræðings á Lækjarmóti. Sig- urður Þórarinsson sá um útgáfuna. Rúmar 400 blað- síður, prýdd myndum. 4. Saga Marfumyndar, eftir dr. Selmu Jónsdóttir. — Prýdd mörgum myndum. Upplag er mjög lítið . 5. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi, ævisaga eftir Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli. 6. I skugga valsins, skáldsaga eftir Þórunni Elfu Magnús dóttur. 7. Örn Arnarson, (Magnús Stefánsson, skáld), eftir Kristin Ólafsson. 8. Leiðin tii skáldskapar, um sögu Gunnars Gunn- arssonar, eftir Sigurjón Björnsson. 9. Syndin og fleiri sögur, eftir Martin A. Hansen Sigurð- ur Guðmundsson þýddi. 10. Mýs og menn ,eftir John Steinbeck, Ólafur Jóh, Sig- urðsson þýddi. 11. Raddir morgunsins, ný ljóðabók eftir Gunnar Dal. 120 blaðsíður. Upplag er lítið. 12. Ævintýraleikir, 3. hefti eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Hofstaða-María? Steingrímur Thorsteinsson, JÓLIN BJÓÐA ELDI HEIM Gerið því allt, sem í yðar valdi stendur, til að verjast þeim vágesti Látið pappírsumbúðir ekki safnast saman. Komið þeim út, annað hvort með því að brenna þeim í miðstöðvarkatlinum, eða hendið þeim í öskutunnuna. Leyfið ekki reykingar nálægt jólatrénu, pappírsskrauti eða papp- írsumbúðum. Hafið nóg af góðum og stórum öskubökkum alls staðar í íbúðinni og notið þá óspart. Geymið eldspýtur þar sem litlar hendur ná ekki til þeirra. Gerið áætlun um hvað þér eigið að gera ef eldur brýzt út. Hafið handslökkvitæki við höndina — og í Iagi — vatnsfötu eða jafnvel garðslöngu tengda við vatnskrana nálægt jólatrénu. En munið, ef þér getið ekki samstundis slökkt sjálfur, þá kallið umsvifalaust á slökkviliðið í síma 11100. Srenn/ð ekki jólagleðina aa HUSEIGENDAFELAG REYKiAVÍKUR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.