Vísir - 19.12.1964, Síða 9
| VÍSIR . Laugardagur 19. desember 1964
9
X'XfXgXýZ* ' , ' A ♦ ' % jfi A ;
FIMMBURARNIR
DAFNA VEL
Þeir héldu fyrir skömmu upp á eins úrs ufmæli
jpimmburarnir frægu, sem
fæddust f fyrra í bænum
Aberdeen í Norður-Dakota í
Bandaríkjunum eru nú orðnir
eins árs gamlir. Afmæli þeirra
var 14. september. Þá var efnt
til mikillar afmælishátíðar, og
meðal annars sendu nokkrir
aðdáendur þeirra í bænum
þeim heljarstóra afmælistertu.
Þá var þeim stillt upp til ljós-
myndatöku við tertuna og var
náttúrlega ætlazt til að þeir
sætu v'irðulegir á svip fyrir
myndasmiðnum. En þá gekk
heldur illa að kenna þeim virðu
leika og mannasiði rétt á því
augnabliki, til þess var tertan
of mikil freisting. Þe'ir teygðu
sig stöðugt í tertuna, hvað
stranglega sem þeim var sagt
að láta hana óhreyfða og grófu
litlu finguma í rjómann og
kremið og sle'iktu svo puttana.
Og Margie litla sem sést lengst
til hægri á myndinni Iét ekki
þar við s'itja heldur grúfði sig
yfir þennan stóra Iostæta bita
og vildi helzt geta étið tertuna
upp með „húð og hári“.
En n okkrum dögum síðar
gerðist annar gleð'ilegur atburð-
ur í fjölskyldunni. Þó aðeins
væri liðið rúmt ár frá fæðingu
fimmburanna, gerði mamma
þeirra þó betur. Þann 24. sept-
ember eignaðist hún eitt barn
til viðbótar. Fjórir af fimmbur-
unum em telpur og nýja bamið
í fjölskyldunni var líka telpa
og hefur verið skírð Cynthia.
Þar með vom börnin í fjölskyld
unni orðin ellefu og má geta
nærri að móðirin er önnum kaf
in við að sjá um heimilið og ekki
er víst að það sé alltaf friðsælt
fyrir pabbann, þegar hann
kemur þreyttur heim úr vinn-
jpaðir þeirra James Fischer
tekur þessu þó öllu með
frábæru jafnaðargeð'i. Hvað
sem allri vinnuþreytu líður er
enginn eins óþreytandi við að
annast fimmburana. Hann hafði
t.d mik'ið að gera í haust. Þá
voru þeir komnir á það stig, að
þeir vildu óðfúsir fara að
ganga eins og fullorðna fólkið.
Auðvitað hjálpuðu eldri syst-
kinin þeim til, en bezt var það
á kvöldin og um helgar, þegar
pabbi kom og studdi þá fyrstu
sporiri. Það var öruggasti
stuðriingurinn. Og fimmburarn-
ir kunnu sér ekki læti, hlógu og
klöppuðu saman lófunum, þeg-
ar þeir fundu að þeir gátu
gengið óstuddir.
Tj’immburarriir hafa þroskazt
mjög fljótt og vel þegar
tekið er till'it til þess, að þeir
fæddust sjö eða átta vikum
fyrir tímann. Þeir voru litlir og
viðkvæmir þegar þéir fæddust,
menn efuðust um að þeir
myndu allir halda Iífi. En
læknar og hjúkrunarlið lögðu á
sig mikla fyrirhöfn t'il að
tryggja það að ekkert gæti
komið fyrir. Svo blessaðist
þetta alit og nú eru fimmbur-
arnir orðriir friskir og kröftug-
ir krakkar, og andlegum þroska
þeirra fer nú líka óðum fram.
Stúlkurnar fjórar heita Mary
Madeleine, Mary Catherine,
Mary Margarethe og Mary
Ann og herrann í hópnum heit-
ir James Andrew, en dags dag-
lega eru þau kölluð Magg'ie,
Cathy, Margie, Mary Ann og
Jimmy. Þau eru nú fyrir all-
löngu farin að kannast hvert
um sig við sitt nafn og þegar
þau sitja við matarborðið þekk-
ir hver sitt sæti og upphefjast
mótmæli og org ef eitthvað
ruglast hvar hver á að s'itja.
Jafnvel móðirin hefur stundum
átt í erfiðleikum með að þekkja
þau öll í sundur, því að þau eru
svo mörg. Og tvær systurnar
eru sérstaklega líkar hvor ann-
arri í útliti, þær Maggie og
Cathy. En nú er svo komið, að
ekk'i þarf annað en að kalla í
þær með nafni þá gefur hver
sig til kynna.
Fimmburarnir eru að byrja
að babla og eitt orð hafa þeir
lært að þekkja. Það er orðið
„Nei“. Foreldrarriir eru stað-
ráðnir í að gera þá ekki að nein
um eftirlætisbörnum. Annars
hafa þeir verið sérstaklega þæg
og stillt börn.
TXagurinn hjá fimmburunum
byrjar um klukkan níu með
því að skipta á þeim, baða þá
og klæða. Þetta er eins og
venjuleg byrjun á degi hvers
barns, sem tekur ekki langan
tíma. En hér er munurinn sá,
að hér eru börnin fimm og
raunar orðin sex, svo að þetta
er mikið verk fyrir móðurina,
heimilið líkist einna helzt með- .
alstóru barnaheimili. Má geta
nærri að buslugangurinn : er •
mikill við morgunbaðið.
Svo er það morgunmaturinn.
Fá börriin hinn bezta og heilsu-
samlegasta mat, lítið eitt af
kjöti, og nóg af grænmeti, á-
vöxtum og mjólk. Þegar borð-
haldinu er lokið, þá er að
leggja börnin I vöggu og er þá
kominn tími til að útbúa há-
degismatinn fyrir eldri börnin
og fullorðna fólkið í fjölskyld-
unni.
Pabbi styður þá fyrstu sporin.
Tjegar fimmburarnir fæddust
var James Fischer af-
greiðslumaðurj J>j verzlun. i. .úri
hverfi Abai^e^m Hapnj j^fðjj^g,
lauri, ‘ en '3rýgð! þáu' með "bú-
skáp. Átti hann svölítlá jörð
þarna og meðan han>’ -"r í
verzluninni gætti kona _ og
barna. Það var þó einn ' ii á
þessu, að íbúð fjölskyldunnar
var lítill og óviðunandi.
l?n þegar fimmburarnir báru
frægð litla bæjarins Aber-
deen út um heiminn, sáu at-
vinnurekendur Fischers sóma
sinn í að hækka Iaun hans og
Afmælistertan var gómsæt og litlu kútamir hafa ekki neina skeið til að biarga sér.
sveitaryfirvöldin gripu til sér-
stakra ráðstafana til að útvega
þeim betra húsnæði og hjálpa
honum til að afla sér lána svo
að hann gæti keypt sér betra
jarðnæði og byggt sér stórt
íbúðarhús, því að ekki veitir
ellefu barna fjölskyldu af rúm-
góðu húsnæði. Það vildi svo
til, að húsameistarinn, sem
teiknaði húsið var lika ellefu
barna faðir, svo að hann ætti
að vita hverjar þarfirnar eru.
Þetta hús er miklu stærra og
dýrara en Fischer og Iaun hans
leyfa, en þar munar mjög mik-
ið um drjúgar gjafir sem þeim
hjónum og fimmburunum hafa
borizt hvaðanæva að. En ofan
á önnur störf heimilisföðurins
bætist það nú að fylgjast með
byggingu nýja íbúðarhússins.
Það er um þrjá kílómetra fyrir
utan Aberdeen og mun þar gef-
ast tækifæri til smábúskapar og
garðræktar til að drýgja tekj-
urnar. Nógur verður vinnu-
krafturinn á þessum bæ, þegar
fimmburarnir vaxa upp.
Þótt nokkuð sé tekið að lám
af gjöfum til fimmburanna tii
að lyfta því grettistaki að kom;;
upp íbúðarhúsinu, er megninu
af gjöfunum komið fyrir í spari
sjóði eða fjárfest í öruggum
verðbréfum til þess að tryggja
það að hægt verði að kosta há-
skólamenntun þeirra.
P'oreldrarnir vilja forðast að
frægðin verði börnunum
að fótakefli. Þeir hafna tilboð-
um ýmissa fyrirtækja um að
mega nota myndir af fimmbur-
unum I auglýsingaskyni og það
bótti á sínum tíma mjög ó-
heppilegt fyrir uppeldi hinna
frægu kanadísku Dionne-
fimmbura. Það eina sem þau
hafa leyft í þessu efni er að
fallegar myndir séu teknar af
börnunum og góðar greinar
krifaðar , > þau til birtingar í
tímaritum, en í engu má binda
það hreinu auglýsingaskrumi.
Framh S bls 13