Vísir - 19.12.1964, Qupperneq 15
V1SIR . Laugardagur 19. desember 1964
75
Phyllis Hamblodon: — Jólasaga — ~KHKHKKHHKKKHKHj27ÍHÍ!
Engan skugga lagði á jólin
Hún varð gripin fáti og hringdi
á landssímann og reyndi að ná
sambandi við gistihúsið í Liver-
pool, en þegar hún loks fékk sam-
band, var Lance farinn.
Nú fannst henni jólasöngurinn í
útvarpinu vera að æra sig. Hún
skrúfaði fyrir. Það varð kyrrt —
kyrrt og hljótt. Það var enn verra.
Hún settist niður í sjálfsfyrirlitn-
ingu of vansæl til þess að geta
grátið.
Hún hlaut að hafa sofnað, því
að þegar hún leit á klukkuna, var
hún orðin tólf. Og á morgun var
jóladagur. Gleðileg jól!
Hún fór að hugleiða hvort hún
ætti ekki að liggja í rúminu allan
daginn — taka inn tvær svefntöfl-
ur og bara sofa. En fyrst yrði hún
að bera það fram, sem hún var
búin að leggja á borðið, setja
smurða brauðið inn í ísskápinn, og
þar fram eftir götunum. Og þarna
voru tvær tómar mjólkurflöskur.
Hún þvoði þær. Og svo var sitthvað
fleira, sem hún sá að hún gat gert,
og hún fór sér hægt, eins og hún
þyrfti að gera allt af mestu ná-
kvæmni. Hún hafði alltaf verið
hreykin af sjálfri sér sem hrein-
legri og nákvæmri húsmóður. Hún
minntist ömmu sinnar, sem sagði
frá hvítskúruðum gólfum, sem voru
svo hrein, að maður gat etið af
þeim. En hvern mundi langa til
þess? Hún brosti ósjálfrátt og svo
datt það í hana að fyrst hún gæti
brosað, myndi hún vera að ná hug-
arjafnvægi aftur. En Lance — Lan-
ce einn í gistihúsherbergi? Hugur-
inn fló til hans — og til annarra,
sem voru til neyddir að vera fjarri
sínum á jólunum. Hve erfitt það
var fyrir þá. Hún var ekki sú eina,
sem varð að vera ein um jólin.
Hún ákvað að setja mjólkurflösk
urnar við neðsta þrep stigans, svo
að mjólkursendillinn gæti tekið
þær þar á morgun, nei í dag. Kann
ske yrði hún sofandi, þegar hann
kæmi.
Hún opnaði dyrnar á íbúðinni.
Það var engin lyfta í húsinu. Stig-
inn var krappur og fremur dimmt
honum. Hún læddist niður til
bess að vekja ekki litlu gömlu
frökenina, hana fröken Minkins, en
um leið og hún lagði frá sér flösk-
urnar, opnuðust útidyrnar, og það
gustaði inn. Inn með gustinum kom
Tékki, sem átti heima í húsinu,
og það lagði af honum bjórlykt-
ina
Þetta var dökkleitur, gamall
karl. Húsvörðurinn sagði, að hann
hefði einhvern tíma verið „doktor",
að minnsta kosti setti hann dr.
fyrir framan nafnið sitt. Hann hafði
líka gefið í skyn, að forðum daga
hefði hann ekið um í eigin bíl og
verið í miklu áliti.
En það var enginn völlur á hon-
um í ellinni. Og hann var ekki
snyrtilegur, öðru nær. Það vantaði
hnapp á frakkann hans og slifsið
hans var farið að trosna upp.
Hann horfði á Jóhönnu sauðar-
legur á svip.
— En — er það ekki konan hans
Lance — gott kvöld, frú — og
gleðileg jól.
— Gleðileg jól, herra ...
Jóhanna tautaði nafnið, hún vissi
ekki hvernig hún átti að bera þetta
tékkneska nafn fram.
— Ég þakka, sagði hann. Stille
Nacht, heilige Nacht — hve fagurt
það hljómar, ekki satt.
Hann fann víst meir en lítið á
sér, skaut fram brjóstkassanum og
fór að syngja. Hann hlaut að hafa
hreyft sig eitthvað, hugsaði Jó-
han'na, þótt hún hefði ekki tekið
eftir því, að minnsta kosti hreyft
fæturna, því að mjólkurflöskumar
ultu allt í einu um koll og runnu
eins og keilur.
Og hávaðinn hafði þau áhrif, að
fröken Minkins kom út úr íbúð
sinni á annarri hæð.
Hún var orðin allvisin, gulleit
í andliti og hárið orðið grátt og
þurrt, en nú var hún syfjuleg og
enn ellilegri en vanalega, klædd
rauðum morgunkjól, sem sennilega
var erfðagripur.
— Hvað gengur á?
— Herra ... velti mjólkurflösk-
unum.
— Og þér eruð að syngja Stille
Nacht, Bratzek, sagði hún svo
hvasst, að það vakti furðu J6-
hönnu, Komið yður í háttinn, mað-
ur sæll.
— Gott ráð, náðuga fröken, gott
ráð.
Hann var búinn að fiska lykilinn
upp úr vasa síum og var að bisa
við að stinga honum í skráargatið
á herbergi sínu, en fórst það svo
óhönduglega, að fröken Minkins
kom og opnaði fyrir hann og
kveikti ljósið.
— Gerið þér svo vel, sagði hún.
— Ðanke schön, sagði Tékkinn
(þakka yður fyrir).
Hann kom sér inn og lokaði á
eftir sér.
Jóhönnu til nokkurrar undrunar
brosti fröken Minkins hlýlega. —
— Ég átti bræður sjálf, sagði
hún næstum í afsökunartón. Og
vitanlega verður maður að hafa
hugfast, að á jólunum streyma
minningarnar fram í hugum gam-
alla einstæðinga. Og hann er bara,
— svolítið hýr, finnur agnar ögn
á sér. Góða nótt, frú Lance.
— Góða nótt, fröken Minkins.
Leitt, að þér skylduð vakna.
— Gerði ekkert til.
Hún fór inn til sín og Jóhanna
fór upp og inn í íbúð sína, hreina,
notalega. Þar var ekkert, sem
minnti á þessar tvær gömlu, skrítnu
manneskjur. Hún hætti við að taka
svefntöflurnar, því að svo furðu-
legt sem það var, var svefninn
farinn að sækja á hana. Hún hátt-
aði. Rúmið varð strax hlýtt og
hún sofnaði fljótt og hún var að
hugsa um það, að í samanburði við
aðra Ibúa hússins, væri nún víst
furðu heppin
Hún vaknaði við það, að sólin
skein inn um gluggann beint í and
lit hennar. Hún ákvað að liggja
smástund í rúminu áður en hún
færi fram og fengi sér kaffisopa.
Og svo fór hún að hugsa um, að
þokunni hafði létt og sólin skein.
Fráleitt nein þoka yfir Merseyós-
um nú.
Hún spratt á fætur. Mjólkursend-
’illinn hlaut að vera kominn með
mjólkina. Hún fór í morgunsloppinn
og fór niður eftir mjólkinni. Og þeg-
ar hún kom niður í þetta skipti var
það fröken Minkins, sem var að
koma inn, klædd gömlu, slitnu káp-
m
_ NÝ BÓK —
f. r, , .
Eg tlaug fynr
■ * '. * foringjann
8jr*r. Þetta er frásögn Heinz Knoke
flugliðsforingja af hinum ógnvekj-
WMMSk 1 andi átökum loftherjanna f síðari
7 , f heimsstyrjöld.
Frásögnin er Iitrik og spennandi,
og hún gefur skýra mynd af and-
•JgL v'"' .JV* anum, sem rikti í röðum þýzkra
• i "• ‘ ^ ifr | flugmanna, þar eð hún var færð f letur jafnóðum og atburðimir
' 't - Zm 2" " H gerðust
Þessa bók leggur enginn frá sér
” *r ^' m ólesna.
’ ' »»*. v W ; ' ▼ Bókaútgáfan FÍFILL.
Höfundurinn lengst til vinstri
oasssKisftfia;.'
Fyrstu sjúklingarnir komnir til menn af Uru-Uru ættflokknum,
þess að finna okkur. Fjórir inn- segir Tshulu, faðir minn hjálpaði
fæddir og það vantar á þá hægri ættkvísl þeirra mörgum sinnum.'
höndina, segir Tarzan. Þetta er Vedkomnir Uru-menn. Tshulu
sonur Uli-höfðingja Bula-lands
. ins, okkur var sagt að þú værir
hérna. Hinir illu, sem sviptu þig
hendinni særðu einnig Tarzan vin
minn. Hann var að dauða kom-
inn. Komið og hittið hann og.við
hjálpum hverjir öðrum eins og
vinur vini, segir Tshulu.
W-Sffilk
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3. hæð flyfta)
StmS 246X6
Hárgreiðslustofan PERMA
Garðsenda 21, slmi 33968
Hárgreiðslustofa Ólafar Björns
dóttur.
HÁTÚNI 6, slmi 15493.
Hárgreiðslustofan
PIROL
Grettisgötu 31 slmi 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, simi 19218,
, Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
^ (Marla Guðmundsdóttir)
) Laugaveg 13, sími 14656.
I Nuddstofa ð sama stað ______
| Dömuhárgreiðsla við allra hæfl'
|TJARNARSTOFAN
Tjarnargötu 11. Vonarstræös-
I megin, slmi 14662____________
l Hárgreiðslustofan Ásgarði 22.
Simi 35610.
ÁSTHILDUR KÆRNESTEDh
GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR
SIMI 12614
HÁALEITISBRAUT 20
VENUS
Grundarstlg 2a
Simi 21777.
Hárgreiðslustofan
Soi vallagötu ?2
Sími 18615
VAV.*.
.v.-.v/.v.v.
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængumar, eigiun
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DtJN- OG
FIÐURHREIN SUN
Vatnsstig 3 Sími 18740.
,v.v.
’.V.V.V