Vísir - 23.12.1964, Page 3

Vísir - 23.12.1964, Page 3
V í S I R . Miðvikudagur 23. desember 1961 niðri“) og virtist gleðjast alveg á sama hátt og litlu börnin. Það lyftist á honum brúnin — ekk'i sást betur en hann stryki með hramminum um einn vang- ann á einum jólasveinanna. Svona hélt fylkingin áfram frá húsi t'il húss — frá skóla til skóla — og krakkasægur fór að tínast út úr húsum og fylgj- ast í fótmál jólasveinanna eða hlaupa fram fyrir þá. Þetta var innlifun með gleðidögg í auga og roða í mjúkum vanga. J»egar þrettán dagar eru til jóla eða sama dag og jólasveinamir þrettán koma til byggða á föst- unni, fara meyjamar í Húsmæðraskóla Suður- lands á Laugarvatni á stúfana, klæðast skrýtn um flíkum, líma á sig skegg og bera á sig farða og sót og þramma syngjandi um ' plássið, svo að heyrist um allan dalinn. Þær ganga á hvers manns dyr, þar sem böm eru, til þess að bjóða anganórunum til jólagleði, sem „þær í Húsó“ halda daginn eft- ir í skólanum milli nóns og miðaftans. Við menntaskólahús'ið hafði fögnuðurinn náð hámarki. Þar voru pínulítil börn — allt niður í átta mánaða. Tveggja ára stúf- ur kom í dyragættina á kjallara- íbúð og tók við boðskortum til sín og yngri bróður síns, sem var þessa stundina að sprikla á teppi inni á eldhúsgólfi og var að rífast við bláa ljóta hringlu- karlinn sinn (það var „jóla- sveinninn" hans). Þeir, sem buðu bræðrunum í kjallaranum, voru Gáttaþefur og Gluggagæg- ir. „Eggert hjæddur vil ljóla- seina“, sagð’i sá tveggja ára sigri hrósandi með boðskortin í hendinni. . Börnin mættu t'il leiks, næsta dag, stífpússuð eins og stígvél- aði kötturinn forðum. Hvert barn eignaðist sína „móður“ í Stúlkurnar í Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni hafa það fyrir sið að fara í heimsóknir til hinna skólanna og barnanna á staðnum. Þær koma til þeirra í ýmsum gervum sem jólasveinar og margs konar þjóðsagnapersónur. Hér sjást þær koma fylktu liði með sópsköft að vopni og sækja eins og óvígur her að Menntaskólanum (Sjósm. Stgr.). Hörkugaddur hafð'i ríkt dag eft ir dag, og snjórinn breiddi feld sinn yfir ból og byggð. Vatnið var fsiiagt Og skógarkjarrið uppi f fjallinu svignaði undan snjó- þunganum — stöku hrísla gægð- ist upp úr eins og lifandi jólatré til að m'inna á nálægð hátíðar- innar. Daginn sem jólasveinarnir héldu innreið sína, var kuldinn kominn niður í átján stig. Litla sonardóttir Bjarna á Laugar- vatni, átta eða níu vetra, hlakk- að'i mikið til að venju. Hún var svolítið fuliorðinsleg, þegar hún skokkaði eftir aðalgötunni úr kaupfélagsbúðinni heim til sín til að vera komin í tæka tíð til að taka á móti fylkingunn'i. Böðvar fyrrum hreppstjóri Magnússon, þessi tæpt níræða kempa, kom fram í dyr til að taka á móti skeggbræðrum sín- um (sem voru konur „und’ir hópi stúlknanna — þær komu til að taka á mót’i litlu gestun- um vísa þeim inn í matsalinn, það sem borð svignar undan kökukrásum, og súkkulaðið var svo þykkt, að það hneig -varla'. Við háborð sat forsöðukona skól ans frú Jensfna Halldórsdóttir, sem er lafði bæði í sjón og Jólagieði barnanna á Laug. — 2 raun, og presturinn í sókninni, séra Ingólfur Guðmundsson, henni á hægri hönd með róm- versk-kaþólskan prestsflibba um hálsínn og í svörtu uppháu vesti og allur í svörtu eins og guðs- manni ber að vera, og þarna var hjúkrunarkona staðarins, líkn- berinn, þegar sjúkdóma og þraut ir ber að höndum, og þá að- stoðar-forstöðukonan Gerður Jónsdóttir, sem virðist samnefn- ari íslenzkrar kvenorku, enda úr Vestmannaeyjum. Þetta var fall fræddi þau þannig á lífrænan hátt um tilgang þessarar kristnu háttðar. fljðtar ýrði að stinga út úr éinni Sínalkó-flösku (átta ára stúlka varð langt á undan ellefu ára peyja) — var salurinn ruddur og jólatréð tendrað. Dansinn í kringum það hófst, og næstum því hvert einasta barn fór út á gólfið, ljómandl eins og jóla- stjarna. Svo komu eplin, og þá presturinn, sem sagði helgisögn ina um fæðingu Jesú og spurði líka eða lét börnin botna og Jensína forstöðukona kvadd'i litlu gestina með látlausri hlýju og rétti hverjum að skilnaði glaðning, og börnin héldu dúðuð út f frostið, flest í fylgd með full orðnum. Og nú barst le'ikurinn inn í kennslustofu, þar sem hvert skemmtiatriðið tók við af öðru. Tíu litlir negrastrákar þustu inn á gólf og duttu á gólfið hver á fætur öðrum. Jólasveinninn kom ofan af Laugarvatnsfjalli eða Lyngdalsheiði öllu trúlegar — hann var svo stuttfættur, að börnin botnuðu hreinlega ekkert í því, að hann skyld'i geta kom- izt þetta á postulunum svona Litli stúfur tekur hugfanginn við boðskorti á jólagleðina i „Húsó' Hljómsveitin „Brak og brestir“ eykur á gleði barnanna í Jólaboðinu. .\V.W.V.V.V.,.V.V.VAV.,.,.V.V.,.,.V.V.,.V.,.,.,.V.,.,XV.V.V.,.V.,.V.V.V.V.V.,.V.V.,.V.V.V.,.V.V.V^

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.