Vísir - 29.12.1964, Qupperneq 13
VlSIR . Þriðjudagur 29. desember 1964.
13
Horfnar kynslóðir IV.
Elinborg Lárusdóttir: Valt
er veraidargengið. Horfn-
ar kynslóðir IV. Skuggsjá.
Hafnarfirði. Alþýðuprent-
smiðjan 1964.
Með þessu bindi Horfinna
kynslóða, því fjórða í röðinni,
er lokið hinu langa og viða-
mikla skáldverki Elinborgar
Lárusdóttur um Dalsættina.
Ég þóttist sjá, að þessi skáld-
sagnabálkur styddist við sagnir,
sem lifað hefðu á munni almenn
ings í sveitum Skagafjarðar kyn
slóð eftir kynslóð, og ég þekkti
þegar sumar af þeim persónum,
sem þar getur, svo sem Skúla
fógeta Jón Espólín og hið vin-
sæla rímnaskáld, séra Hannes
Bjarnason á Ríp, en ég vissi
það ekki fyrr en ég las ritdóm
Jóns Eyþórssonar í Morgunblað
inu, að kunnug'ir menn kunna
skil á fjölmörgum persónum,
sem koma við sögu, enda marg-
ar sagnir við þær bundnar. Það
eru forfeður og formæður skáld-
konunnar sjálfrar, sem hún lýs-
ir, og Dalur í sögunni er Djúpa-
dalur í Skagafirði.
En hvað sem þessu líður hef-
ur skáldkonunni tekizt að blása
slíku lífi i sögufólkið, að milli
þess sem bindin hafa komið út,
hef ég heyrt góða og gegna les-
endur ræða framtíð þess — eins
og karla og kvenna, sem það
þekkir, en býr langt í burtu og
hittir ekki — eða fær fregnir
af — nema með löngu millibili.
En mér hefur virzt, að hér á
íslandi sé það órækt merki þess,
að sagnaskáldi hafi vel tekizt
um persónusköpun, þegar greint
alþýðufólk, bókhneigt og glöggt
á skapgerðareinkenni manna og
áhrif þeirra á lífsferil og örlög,
talar um skáldsagnapersónur
eins og þær lifi eða hafi Iifað.
Þannig var talað um sögufólkið
í Pilti og stúlku og Manni og
konu, í Kærleiksheimilinu, Til-
hugalífi og Vordraumi Gests
Pálssonar, um Geirmund, Gróu
og Þuríði í Uppi við fossa Þor-
gils gjallanda, um fólkið í
Litla-Hvammi og Stóra-Hvammi,
Vistaskiptum og Ofurefli og
Gulli Einars Kvarans — og þá
ekki sízt persónurnar í Höllu og
Heiðarbýlinu, Borgum og Leys-
ingu Jóns Trausta — svo að
ekki sé nær gengið nútíðinni.
Hvað sem er um lýsingarnar
á aldarfari og lífsháttum í þess-
um langa sagnabálki, en þar er
þeirra einna um að dæma, sem
hafa kynnt sér þau efni ærið
rækilega, er yfir sögunum sam-
felldur heildarsvipur — og sam-
eiginlegt er það í öllum bindun-
um, að söguþráðurinn rekur sig
eðlilega — og að örlög fólksins
ráðast í samræmi við eðli og
lífskjör, þrátt fyrir ótvirætt já-
kvæða afstöðu skáldkonunnar.
Þá leynir sér ekki frásagnagleð-
in, sem þó er studd rólegri i-
hugun. Skáldkonan virðist enn
eiga I fórum sínum ærið fleygt
ímyndunarafl, samfara ríkum
hæfileika til innlifunar í hugs-
ana- og tilfinningalíf persón-
anna. Það er ekki svo að sjá,
að lífsfjörið sé tekið að fjara út.
Þetta er mesta og heilsteypt-
asta skáldverk Elinborgar, og
þó að þar sé ekki um að ræða
ne’ina nýbreytni i formi eða frá-
sagnarhætti, mundu þessar bæk-
ur verða lesnar enn um sinn og
verða mörgum ánægju- og íhug-
unarefni.
Guðmundur Gislason Hagalín.
STAÐA
StaÖa forstjóra Kirkjugarða Reykjavikur er
laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15.
janúar 1965.
Uppl. um starfið veitir skrifstofa Kirkjugarða
Reykjavíkur.
Reykjavík, 28. des. 1964.
Stjóm Kirkjugarða Reykjavíkur.
Samkvæmisfléttur
í fjölbreyttu úrvali.
G.M.-búðin, Þingholtsstræti 3.
HITARAR
Til leigu hitablásarar. Uppl. á kvöldin í síma
41839.
FILMUR OG VÉLAR S.F.
Skólavörðústíg 41. Sími 20235.
UilJÚli ov*.
■ Scl?* f itíúP, tisnife
* s.,» '9o3°-
i*"-
f i
W '3682'. ,335S
'ert8,hS<»8^
, Strand9° , • 358*0-
i 40,8o
ma
RUMAH 60 MILLJONIR RRONA
GREIDDAR í VINNINGA 2 MILUONIR í EINUM DRÆTTI, 60 000 NUMER
30,000 VINNINGAR....
mmm