Vísir - 30.01.1965, Page 15

Vísir - 30.01.1965, Page 15
VÍSIR . Laugardagur 30. ianúar 1965. 7 ^ w CECIL ST. LAURENT: r SONUR KARO- *** Jt. V- LÍNU — Þér eruð skemmtilegur, eða hitt þó heldur. Karólína reis upp og hélt krampakenndu taki í rúmteppið. — Þér kennið í brjósti um hina ánauðugu og þjóna mína, en yður stendur alveg á sama þótt ég þjáist. Þegar ég var ungl- ingur var ég sannfærður um, að engin frjáls kona mundi geta fengið ást á mér. Það var vegna Natjösu, sem ég sannfærðist um þetta. Til allrar hamingju var nóg af sveitastelpum. Ég hef lát- ið mér nægja þær í mörg ár, en ég hef þráð ást sannrar konu, eðallyndrar, sem veldi mig — af frjálsum vilja. Og það er ein kona... Karólín'a var slegin ótta, sagði ekkert. Hvað ætlaðist hann fyr- ir? - Viljið þér nú ekki, að ég geri boð eftir hljóðfæraleikurun- um, sagði hann eins og formáls- orðin skyldu ekki vera fleiri. Hvers vegna svarið þér ekki? Hvers vegna eru konur svona miskunnarlausar. í stað þess að vera glaðar, hlægj... — Ég hlæ ekki, Mijka. Ég er að reyna að kæfa geispa. Hún vissi, að það mundi til- gangslaust að hrópa á hjálp. - Hann mundi bara fara eins með hana og sveitastúlkurnar, en þar sem hann virtist bera virð- ingu fyrir konum aðalsstétta, heimsvönum konum, var bezt að reyna að koma fram sem slík. — Mikkael fursti, sagði hún kuldalega. Þér getið vafalaust fundið einhverja aðra, til þess | að þylja yfir ástarraunir yðar. í Verið svo vinsamlegir að láta i mig í friði. Þegar hann spratt upp af stóln j um varð hún enn óttaslegnari.' Hún fann heitan andardrátt hans á andliti sínu. — Natasja var frænka mín. Þegar hún lék á slaghörpuna var ég vanur að halla mér fram, og lokkar hennar snertu kinnar mín ar eins og yðar núna. Hann færði sig enn nær svo ■að hún fann höku hans í hári sínu. Hún var öll í svitakófi, en reyndi að mæla rólega og af yf- irburðum: - Ég vil ógjarnan særa til- finningar yðar, en ég get full- vissað yður um, að ef það ætti eftir að koma fyrir mig að láta undan öðrum en manninum mín- um, yrði það einhver annar en þér. Þér voruð góður ferðafé- lagi, en sem freistari eruð þér — hlægilegur. Henni tókst að reka upp hlát- ur. Og hann hörfaði frá rúminu svo harkalega, að við lá að hann dytti og ylti stólnum um koll. — Þér vitið ekki við hverju þér megið búast, ef þér móðgið mig frekar, sagði hann_hásum rómi. — Þér hrindið mér frá yður. Þér ættuð skilið að vera hýddar eins og hinir ánauðugu, sem hafa stolið hunangi. Hann fór og Karólínu tókst að sofna. Þegar hún vaknaði hugs- aði hún til þess með skelfingu hvað kynni að hafa komið fyrir Pilar. Hún hentist fram úr rúm- inu, smeygði sér í slopp, og ætl- aði til herbergis Pilar, en komst ekki út. Dymar voru læstar. Hún þorði ekki að kalla á hjálp og hneig í örvæntingu niður á rúm- stokkinn. Hún gerði sér enga grein fyrir hve lengi hún hafði setið þar, þegar allt í einu var barið að dyrum. — Hver er þar? - Pilar. Má ég koma inn. Karólína hljóp til dyranna án þess að hugsa um, að hún var læst inni, en svo opnuðust dyrn- ar allt í einu. Þær höfðu verið læstar að utanverðu frá. — Og þarna stóð Pilar, brosandi út undir eyru frískleg og hress, og búin að snyrta sig. Það var næstum komið hádegi. — Hvernig svafstu? spurði Karólína áhyggjufull. — Eins og steinn. — Mikkael kom ekki? — Jú, það er að segja hann barði á dyrnar, og bað um að mega koma inn og masa við mig, en ég hafði læst dyrunum að innanverðu og bað hann um að fara. Ég hitti hann áðan í garðinum. Hann baðst afsökun- ar. Þú verður að fara að klæða þig og snyrta. Furstinn efnir til veizlu fyrir okkur í dag. Karólína lá lengi í baðkerinu. Vatnið var notalega heitt, og þegar Pilar hafði hjálpað henni að klæða sig og snyrta, leið henni vel. Hún var vel úthvíld. Þær gengu út í skemmtigarðinn og Pilar útskýrði fyrir henni til hvers hin ýmsu hús á landssetr- inu voru notuð. Mikkael var bú- inn að fræða hana á þessu. — Hann var líka úti að ganga, klæddur frakka, og með há, gljáandi leðurstígvél á fótum. — Ég hef þegar beðið Pilar afsökunar, sagði hann við Karó- línu, og mér ber enn frekar að biðja yður afsökunar. Verið svo vinsamlegar, að minnast aldrei á þau áhrif, sem vín sunnan af Krímskaga hafði á mig í gær- kvöldi... Ég talaði víst um Nat- ösju ... ég geri það alltaf, þegar ég hef drukkið meira en góðu hófi gegnir. Hún er mín eigin uppfinning. 10 - Ég var svo þreytt, þér verð ið að afsaka, en ég man ekkert um þessa Natösju, sagði Karó- lína. Er þær sátu að morgunverðar- borði sagði furstinn þeim frá undirbúningnum að veizlunni. j Gestimir, hallarherrar úr ná- jgrenninu, mundu koma klukkan j sjö með dömum sínar. Allir herr- j arnir áttu að vera klæddir sem ! bændur — og dömurnar sem í sveitastúlkur. Meðan setið væri ; undir borðum áttu dansarar úr i flokki ánauðugra að dansa gest- iunum til skemmtunar. Flökku- ’ menn — zigaunar — áttu að j koma og syngja og vitanlega | yrði klykkt út með því að tendra flugelda. Þegar Pilar gat þess, að þær hefðu ekki viðeigandi blússur og pils, endurtók furst- inn, að allar konurnar yrðu klæddar sem sveitastúlkur, og þær myndu finna í herbergjum sínum föt eins og sveitastúlkur notuðu Við hátíðartækifæri. Og þær fundu fatnaðinn: Átta hvít millipils, tvö klæðispils, ljós bláa svuntu og tvær næstum gegnsæjar blússur. Höfuðbúnað- ur: Sveigar úr blómum með lár- viðarlaufum inn á milli. Hvít bönd féllu úr höfuðsveignum niður á herðarnar. En skór voru engir. Sveitastúlkur gengu alltaf berfættar. Gamall ekill ók þeim í opn- um vagni gegnum trjágöng og var vegurinn um þau sandbor- inn. Veiðiskálinn var lág bygging gerð af viði, og var framhliðin næstum þakin vafningsjurtum. Gamall bóndi — kannski ein- hver fursti klæddur sem bóndí, leiddi þær á pall fyrir framan skálann, en þakið slútti fram yf- ir pallinn. Á pallinum voru 5 — 6 stúlkur allar klæddar eins og þær. Karólína og Pilar heilsuðu þeim kurteislega og með dálít- illi höfuðhneigingu, en sumar fóru að flissa, en hinar sögðu leitthvað á rússnesku. — Verið svo vinsamlegar, sagði Karólína rólega við þær, að ganga ekki feti of langt í spaugseminni. Við tölum aðeins frönsku. En þær héldu áfram að flissa. Karólínu þótti og gekk niður á grasflöt hjá pallinum, en þær fóru á eftir henni og umkringdu hana, þar til þjónn kom og skip- aði þeim aftur upp á pallinn. Þar var þeim skipað í röð, en mað- ur nokkur gekk á röðina, og minnti það helzt á skoðun á dýrasýningu, er hann skoðaði upp í þær, þuklaði á fötleggjum þeirra og þar fram eftir götun- um. Stundum lyfti hann pilsum þeirra upp á mið læri. Þegar maður þessi nálgaðist þær Karó- línu og Pilar og gerði sig líkleg- an til sömu tilburða við þær, sparkaði Karólína í hann og það kröftuglega enda flæktust pils- in ekki fyrir henni, því að þau náðu ekki nema niður á miðja kálfa. Maðurinn var með litla svipu í belti. Hann þreif til svip- unnar og sveiflaði henni fyrir framan nefið á Karólínu, en all- ir viðstaddir horfðu á og hvísl- uðu um hvað gerast mundi. — Vafalaust hefði skoðunarmaður- inn beitt svipunni á Karólínu, ef athygli allra hefði ekki beinzt að öðru í sömu svipan, en flokk ur riddara kom allt í einu að T A R Z A H owce ksm OMNIPOTEMT FATE HAS AMMGLEP THEIE LIVES IW A 7RAMA 0F 7EATH - AW7, AGAINiTAKZAKl AN7 NUKSE NAOMI AKE...THE SOK.VIVOKS. £b IT WAS VDU'WHO LEFT THE SAFETyOFMOABUZZl AN7 PAKACHUTE7 FROM A JET WITH SEKUMTO SAVE MY LIFE! AN7 YOU RISNE7 YOURSELF AGAIN, < NAOMI, WHEN YOU RAN OUT TO TALK. TO THE GUN • ÍAEN-TO GIVE ME A CHANCE TO ESCA7E THEVi! Enn einu sinni hafa örlögin óska, að ég gæti ráðið fram úr mig á valdi sínu hefði þú lífj mínu með bóluefni. Og þú fléttað lífum þeirra saman í ör- þessu, Tarzan, segir Naomi, hvar ekki fundið þá. Það varst þú, Na lagðir Iíf þitt aftur í hættu Na- lágaþrungnum leik dauðans, og sem við erum saman kemur eitt- omi, sem fórst frá öryggi Mom- omi, þegar þú hljópst til glæpa- aftur eru Tarzan og Naomi hjúkr hvað hryllilegt fyrir annað okk- buzzis og stökkst niður í fali- mannanna til þess að veita mér unarkona eftirlifendur. Ég vildi ar. Þessar skepnur hefðu haft hlíf frá þotu til þess að bjarga tækifæri til undankomu. VISIR flytur daglega m. a.: — nýjustu fréttir í máli og myndum — sérstakt efni fyrir unga fólkið — íþróttafréttir — myndsjá — rabb um mannhfiS séð í spegilbroti — bréf frá lesendum — stjömuspá — myndasögur — framhaldssögu — þjóðmálafréttir og greinar — dagbók VÍSIR er kjörið auglýsinga- blað: — smáauglýsingar VtSIS eru elzta, þekktasta og ódýrasta auglýsinga þjónusta almennings — auglýsingar um neyzluvörur og þjónustu eiga þvi greiða leið til „Imennings — auglýsingagildi VÍSIS á öllum sviðum er því ótvírætt AUGLÝSINGADEILD BLAÐSINS ER í INGÓLFSSTRÆTI3 SÍMI 11663 VÍSIR er ódýrasta dagblaðið: - ÁSKRIFTARVERÐ ER 80 kr. Á MÁNUÐI NÝIR KAUPENDUR ERU SKRÁÐIR Á AFGREIÐSLU BLAÐSINS í INGÓLFSSTRÆTI3 EÐA í SÍMA 11661 BfLABÓNUN HREINSUN ^ BÓNUN OG HREINSUN VÖNDÚÐ'* VINNA * PANT.IÐ TÍMA BiLABÓNUN, HVASSALEITI 27 'SIMI 33948 !■■■■■! SÆNGUR REST-BEZT-koddar. Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUNDM Vatnsstíg 3 Sfmi 18740 V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.