Vísir - 30.01.1965, Side 16
Laugardagur 30. janúar 1965.
Nína
Sæmundsson
láfin
(.istakonan Nina Sæmundsson
andaðist á sjúkrahúsi hér í Reykja
vfk í fyrrinótt. Hún var 72 ára
að aldri, fædd í Nikulásarhúsum
í Fljötshlíð. Hún stundaði nám í
Danmörku i Listaakademiunni í
Kaupmannahöfn og öðlaðist mikla
viðurkenningu fyrir iist sína heima
og erlendis. Hennar verður minnzt
slðar hér í blaðinu.
íslandsmót i
körfuknattleik
hefst / kvöld
1 kvöld verður íslandsmótið í
körfuknattleik sett í 14. sinn. Bogi
Þorsteinsson setur mótið með ræðu,
en að ræðu hans lokinni hefst
fyrsti leikurinn, sem er milli ÍR og
stúdenta í 1. flokki. Seinni Ieikur
kvöldsins er milli Ármanns og KR.
Lögreglan stöðvar bfla með óhreinar rúður á Suðurlandsbraut.
Lögreglan stöðvar óhreina bila
Ökumenn fd fyrirmæli um uð geru þú hreinu ú stundinni
Umferðardeild lögreglunnar i
Reykjavik sendi sveit lögreglu-
þjóna inn á Suðurlandsbraut i
gær m. a. til að fylgjast með ásig-
komulagi bíla, hversu hreinlæti á
rúðum, ljósaútbúnaði og skrásetn-
ingarmerkjum væri háttað og þar
fram eftir götunum.
I rauninni átti að kanna ýmsan
annan búnað bílanna og ásigkomu-
lag, en þegar til átt'i að taka voru
bílarnir yfirleitt svo illa farnir af
for og aurslettum að ökumenn sáu
ekki nema rétt fram fyrir sig,
skrásetningarmerki bílanna sáust
ekki og i stefnu- og hemlaljós sást
heldur naumast fyrir óhreinindum,
þannig að allt eftirlit lögreglu-
mannanna snerist um þetta eitt.
Fimm lögregluþjónar unnu sleitu
laust að því að stöðva bíla, sem
áttu leið fram hjá Shellstöðinni
neðst við Suðurlandsbraut og
kanna ásigkomulag þeirra. Sögðu
Starfsemi Stofnlánadeildar sjáv-
arátvegsins endurskipulögð
Mun veita 40-50 milljún krúnur ú úri til uð uuku
frumleidslu og frumleiðni í fiskiðnuði
Seðlabanki íslands tilkynnti í
gær, að bankamálaráðherra
hefði undirritað reglugerð um
nýja iánaflokka Stofnlánadeild-
ar sjávarútvegsins. Er þar gert
ráð fyrir þvf að fjármagn það
frá Seðlabankanum, Landsbank
anum og Útvegsbankanum, sem
nú er bundið í útlánum Stofn-
lánadeildarinnar verði að veru-
legu leyti látið ganga til nýrra
lána í þessum Iánaflokkum.
Munu bankar þessir þannig
leggja fram 100 milljón krónur
sem framlagsfé en 235 milljón
krónur sem lán til 25 ára.
Með þessum hætti verður
unnt að lána úr þessum nýju
lánaflokkum um 40 milljónir á
ári og mun sú upphæð eftir
nokkur ár hækka í 50 milljónir
árlega. Auk þessa fasta fjár-
magns mun verða athugað um
frekari lánsfjáröflun,
Tilgangur þessara nýju lána-
flokka Stofnlánadeildarinnar er
að stuðla að aukinni framleiðslu
og framleiðni í fiskiðnaði og
skyldri starfsemi. Er þar með
reynt að bæta úr brýnni þörf
fyrir aukin lán. Einnig er ætlun-
in að vinna að betri undirbún-
ingi og samræmingu útlána til
fiskiðnaðarins í heild.
þeir að hjá meginþorra farartækja,
sem leið áttu um götuna hefði
hreinlæti verið ábótavant. Þótt
ökumennirnir sæju rétt fram fyrir
sig voru aðrar rúður svo mattar
af móðu og óhreinindum að ekkert
skyggni var út um þær. Stefnu-
og hemlaljós voru í mörgum til
fellum svo mökuð í for að lítið
sem ekkert gagn var af þeim í
mörgum tilfellum.
Alla þessa bíla stöðvaði um-
ferðarlögreglan og lét viðkomandi
ökumenn hreinsa allt sem hreinsa
þurfti á staðnum. Þá fyrst var
þeim leyft að halda áfram.
Flestir brugðust vel við fyrir-
mælum lögreglunnar og hlýðnuð-
ust án tafar. Einstöku brugðust þó
Framhald á bls. 10
síld til vinnslu
Sveppir ogkræklingar verða
soðnir niður í Borgurnesi
Niðursuðuverksmiðja - Borgar
fjarðar hóf starfsemi sína á þriðju
daginn fyrir rúmri viku. Vöruein-
kenni félagsins er Borgames, en
þar er verksmiðjan. Þessj nýja
verksmiðja mun fitja upp á ýmsum
nýjungum i niðursuðu, svo sem
niðursuðu sveppa og kræklinga.
Vísir átti í gær tal við dr.
Sigurð Pétursson gerlafræðing, sem
e, framkvæmdastjóri verksmiðj-
unnar. Sigurður sagði, að verk-
smiðjan væri til húsa í gömlu hús-
næði Verzlunarfélagsins Borgar og
hefðj verið aflað til hennar ný-
tfzkulegra niðursuðuvéla. í þessari
verksmiðju er meiri sjálfvirkn’i við-
höfð en í nokkurri annarri niður-
suðuverksmiðju hér á landi.
— Við förum ekki hratt af stað,
og miðum eingöngu við innan-
landsmarkað, að minnsta kosti i
fyrstu. Fýrstu vikurnar framleiðum
við ekkert nema saltkjöt og baunir
í eins punds og tveggja punda dós-
um. Saltkjöt og baunir hefur ekki
verið soðið niður saman hér á landi
áður, en eriendis er mikið gert af
því að sjóða niður kjöt og baunir.
— Þetta kemur á markaðinn í
miðjum febrúar og þá komum við
lfka með niðursoðna sveppi frá
sveppabúinu á Laugalandi. Síðan
byrjum Við Iíka á niðursuðu sláturs
og sviða, og upp á framtíðina að
gera erum við með krækling og
silung í huga.
— Við byrjuðum þegar í haust
að afla okkur kjöts, blóðs f slátur
og sviða, skömmu eftir að fyrir-
tækið var stofnað 13. ágúst. Undir-
búningur var hafinn nokkru áður,
eða í maí í fyrra. Niðursuðan sjálf
hófst sfðan 19. janúar s.l.
— Aðaleigendur fyrirtækisins
eru Ó Johnson & Kaaber, sem sjá
um dreifinguna, Verzlunarfélag
Borgarfjarðar, sem m. a. lætur í
té húsnæð’ið, bændurnir á Lauga-
landi, þaðan sem sveppirnir koma
dr. Sturla friðriksson - og ég.. -
. —„ Verksmiðjustjóri er Eyvindur
Ásmundsson og starfar þrennt að
auki við verksmiðjuna núna fyrst
um sinn, en sjálfvirku tækin spara
mikinn vinnukraft, sagði Sigurður
að lokum.
Vestmannaeyjar. í gær landaði
síldarflotinn um 20 þúsund tunn-
:Um af bráðfallegri síld í Vest-
i mannaeyjum. Verst er að mjög
jlítið magn af þessu var tekið til
j verkunar, nær allt fór í bræðslu
j og stafar það m. a. af því, að
! starfsmenn í frystihúsunum
voru önnum kafnir við að skipa
frystum afurðum út í Hofsjökul.
Mörgum síldarskipstjórum var
illa við að koma síldinni ekki í
vinnslu fyrir þessar sakir og
tóku þeir þá upp á því sumir
hverjir að fara framhjá Vest-
mannaeyjum og sigla með afl-
ann til Þorlákshafnar, en þaðan
var hann fluttur með bílum til
Reykjavíkur. — Meira að segja
gerðist það að einn bátur var
kominn í höfn í Vestmannaeyj-
um, en sigldi aftur út með afla
sinn til Þorlákshafnar, þegar
hann kom honum ekki í vinnslu.
Þó mun Fiskiðjan hér hafa tekið
við nokkurri síld í vinnslu, en
hin húsin ekki. Meðal báta sem
fóru til Þorlákshafnar má nefna
Guðrúnu Jónasdóttur, Bjarma II,
Hannes Hafstein og Guðmund
Pétursson.
TA YL0R NEITAR ÖLLU
Akureyri. Réttarhöldin yfir
Richard Taylor skipstjóra á Pet
er Scott hófust síðdegis í dag
fyrir rétti hér. Skipherrann á
Óðni lagði fram skriflega
skýrslu um brot og töku togar
ans. Skipstjórinn neitar öllum
sakargiftum.
Réttarhöldin hófust um fimm
leytið síðdegis í gær. Voru þá
komnir norður Iögfræðingar sem
með málið fara, Bragi Steinars
son fulltrúi saksóknara Gísli
Einarsson lögfræðingur land
helgisgæzlunnar og Gísli Isleifs
son verjandi. Dómsforseti er
Sigurður Helgason, meðdómend
ur Bjarni Jóhannesson skipstjóri
og Þorsteinn Stefánsson hafn
sögumaður.
Skipstjórinn neitar að hafa
verið að veiðum innan land
helgi. Þá var hann spurður um,
hvers vegna hann hefði stöðvað
og hleypt varðskipsmönnum um
borð. En það kom fram að
þriðji stýrimaður og tveir há
setar fóru í gúmmíbát að tog
aranum og stýrimaðurinn skaut
tveimur skotum ú'r skammbyssu
upp í loftið, en Richard Taylor
stöðvaði ekkí að heldur. Taylor
kveðst ekki hafa stöðvað vegna
þess, að botninn sé grýttur
þarna og hefði hann óttazt að
eyðileggja vörpuna, ef hann
stöðvaði.