Vísir - 26.02.1965, Page 2

Vísir - 26.02.1965, Page 2
VIS IR . Fftstudagur 26. febrúar 1965. SíÐAN Hvað getur LIZ tamið RICHABD BURTON lengi? Tjað eru nú ekkj margir mán- ” uðir liðnir síðan að þau Elísabet Taylor og Richard Burt on gátu loksins gengið í hjóna- band. En það þarf ekki lengri tíma en þetta til þess að hjú- skapurinn er strax farinn að verða minna spennandi fyrir þau. Ekki svo að ástin sé ekki heit enn, það er hún vafalausr, eftir því sem beztu kunn ngjar þeirra segja. Þau hegða sér eins og krakkar, þó að þau sé i bæði komin á miðjan aldur, þau eru enn eins og ungt kærustupar að minnsta kosti á stundmi og leyfa sér meira að segja að vera að faðmast og kyssast í annarra augsýn líkt og ástfangin pör á vordegi á Signubökkum. En hins vegar er það óhjá- kvæmilegt I hverju hjónabandi að það kemur alltaf upp þar ýmiss konar smá ágreiningur, smekkurinn og skapið er ekki alveg það sama og sitt sýnist hvoru. 'T'il dæmis er nú þegar farið að bera talsvert mikið á því og of mikið ,að Elisabeth eða Liz eins og hún er kölluð vilji ráða og regera yfir manmnum. Út af þessu hafa þegar orðið nokkrir árekstrar, því að slík af- skiptasem; á mjög illa við Ric- hard Burton. Hann er lista- mannslegur og vill fá að lifa sínu lífi eins og hálfgildis bó- hem. ATið skulum þá taka fyrsr t.d. ’ klæðaburð Richard Burrons. Hann hefur verið maður mjög frjálslegur í klæðaburði. hann hefur viljað fá að arka unt bind islaus með fráflakandi hálsmál, en á upp á síðkastið bregður svo við, að hvar sem hann kemur í fylgd með Liz er hann farinn að ganga með þröngan flibba og ríghnýtt bindi. Það er greini legt að hann kann ekki sérlega vel við sig þannig, er eins og þorskur á þurru landi, en þetta gerir hann fyrir e'skuna sfna hina nýju eiginkonu sína, sem heimtar að hann sé ve1 til fara. Hún vill ekki hafa það að hann sé bindislaus. Hún viU líka ráða klæðaburði hans að öðru leyti, að hann sé í þröngum aðskorn- um fötum og að buxur hans séu alltaf vel pressaðár. Enn sem komið er lætur Burton sér þetta lynda vegna þess að ástin er ennþá heit. En hvað unir hann því lengi. Eitt hefur Liz ekki fengið ráð- ið við, hún hefur ekki getað fengið Richard Burton til að greiða sér eins og maður og fer það m.a. illa við hans fínu múnderingu núna, hvað hárið á honum er í mikill; óreiðu og stendur strítt út í. Joftið. TXún skiptir sér hins vegar mjög mik'ið af mataræði hans. Liz vill ekki að Burton verði feitur ístrubelgur og held ur stöðugt í mat við hann. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt, því það sem hreif hana mest var ein mitt hið karlmannlega vaxtar lag hans og þá væri draumurinn úti, finnst henni ef hann missti það og færi að safna spiki. Hvar sem þau koma saman í veiziur og á veitingahús minnir hún hann á það að éta nú ekki yfir sig og forðast sem hann getur feita rétti. Ein ummæli hennar hafa orðið fleyg, þegar hún sagði nýlega,; — Heimurinn er ekki undir það búinn að Hamlet hafi verið ístrubelgur, — og ég er ekki heldur undir það búin. Cannleikurinn er annars sá, að ° Liz er hrædd um mann sinn og ákaflega afbrýðissöm. Það er svo skammt síðan að hún gerð- ist sjálf hjónadjöfull og kom upp f líf; hans, hún óttast að einhver önnur muni reyna að leika sama leikinn. Hún er stöð ugt hrædd og afbrýðissörn végna þess, að hún veit að það er til í þessum heimi nóg af öðrum konum, sem vildu gjarn an taka við hlutverki hennnr. Þess vegna reynir hún nú, ekki aðeins að fyigja honum eftir o° hafa eftirllt með honum, hvert sem hann fer, heldur reynir hún beinlínis líka að temja hann og skapa honum lífsreglur, sem geri hann háðan henni. En hvað er hægt að temja ljónið lengi? Liz og Richard Burton sjást hér saman í samkvæmi, hann með flibba og bindi og kann illa við sig. Liz Taylor er ráðrík kona og ætlar sér að stjórna öllum athöfnum manns sins. Kári skrifar: L Eftirfarandi bréf barst Kára frá Týrólakonu, búsettri í Reykjavík „Ég vil koma á framfæri þakk læti til Ríkisútvarps'ins og um leið láta í ljós ánægju mína yfir skemmtilegri útsendingu á Týrólalögum í seinn'ihluta kaffi tímans sl. sunnudag 21. febr úar. Það sem ég dáist sérstak- lega að er hvað lögin gáfu innsta kjarna þjóðlegrar Týróla- listar til kynna. Útvarpið í Inns briick hefði ekki getað gert betur.“ Mér fannst ánægjulegt, að fá þetta bréf, þvi að ég og fle'iri munu taka undir það, sem Týr- ólakonan segir. Ég er þeirrar skoðunar, að Ríkisútvarpið ætti að gera meira að því að flytja slíka tónlist — þjóðlög með sínum hugnæma blæ, og vitan lega ekk'i aðeins frá Tyrol, held ur frá fleiri löndum, en víða er um auðugan garð að gresja f þessum efnum. Við flutningi á sinfóníum og meiriháttar tón- verkum vil ég ekki amast, en það er nú einu sinni svo að hún bergmálar ekki í hjörtum fólks- in, eins og þjóðlögin. Ég tek aftur undir með konunni og bæti við: Mættum við fá meira að heyra, — af þessu tagi. Strætisvagnarnir — biðin á Lækjartorgi Ég hef fengið bréf frá einum borgara bæjarins, sem kveðst óska upplýs'inga um hvort al- veg hafi verið lagt á hilluna, að hætta við hina ónauðsynlegu bið strætisvagnanna á Lækjartorgi — minnir hann á, að tormerki ýms hafi verið talin á að ráð- ast í þetta, er það var sérstak lega athugað fyrir nokkrum ár um og spyr hvort „sama fyrir- komulag og nú eigi að haldast um alla eilífð“, og bæt'ir við: Bið strætisvagnanna veldur meiri umferðarerfiðleikum en ef þeir héldu áfram gegnum bæ- inn og h'inn erfiði hringakstur stærri strætisvagna á litlum bletti legðist n'iður. Almenn- ingi væri hagræði að breyting- unni. BÆKUR - Framh. af bls. 8 af Ársæli Árnasyni o.fl. Við göngum með hillunum og kom- um auga á kvæðabók Eggerts Ólafssonar 1832, Sigurðar Pét- urssonar I.-II 1844-1846 Ljóð mæli Jóns Þorlákssonar 1-2 1841, Jónasar Hallgrímssonar 1847, Bjarna Thorarensen, 1847, Sveinbjörns Egilssonar 1856, Kristjáns Jónssonar 1872 Steingríms Thorsteinssonar 1881 og Matthíasar Jochumsson ar 1884. Þetta eru allt frumút- gáfur í fögru bandi. Þá sjáum við Kvæði og nokkrar greinar eftir Gröndal 1853, sjaldgæfa bók og Ijóðmæli Jóns Ólafsson ar 1877 og 1892, en þær eru báðar fágætar. Þá eru þar Ljóð mæli Magnúsar Stephensens og Benedikts Gröndals, þeirra á- gætu dómara. Bók Gröndals að vísu ekki heil, enda er hún mjög torgæt. Einar Ben. — þar á meðal Pétur Gaut — nr. 6 — af frumútgáfu. Þá komum vér auga á Lær- dómslistarfélagsritin gömlu I fögru bandi, Leigerði, Njálu frá 1772, langar raðir af tímaritum, sem nýtt e'intak af Þjóðsögum Jóns Árnasonar með þýzku skránni og margt fleira. Yrði það of langur listi ef allt ætti að telja. Vér komum auga á margt bóka eftir Benedikt Gröndal yngri og spyrjum Ragnar: RITLINGAR GRÖNDALS Áttu allt, sem Gröndal gaf út af kverum og bókum? Ne'i, þvl miður, en margt er hér af bókum hans. Úr bóka- safni Björns Jakobssonar, móð- urbróður Sigríðar, konu minn- ar, fékk ég margar góðar bækur og meðal annars ýmislegt eftir Gröndal. Björn átti valið bóka- safn í góðu bandi, þó ekki væri það stórt að vöxtum. Ein hver skörð munu vera í Grön dalsbækur mínar, en þetta mun vera til í fórum mínum: Örvar-Odds drápa 1851, Sögur úr þúsund og einni nótt 1852, Kvæði og nokkrar greinar 1853, Odysseifskvæði 1854, Kvæði I 1856, Ill'ionskvæði 1856, Svava 1860, Heljarslóðarorusta 1861, Gandreið 1866, Et spark til Is- lænderne í Fædrelandet 1866, Ragnarökkur 1868, Bemærkn- inger um forhold 1871, Gefn 1870-1874, Um náttúru Islands 1874, Skýring á minningarbréf- inu um þúsund ára byggingu íslands 1874, Skólafarganið I. 1883, Ritgerð Álftnesingsins 1885, Katalog, Prosa og poems. Rit og Ijóðmæli 1885, Um Vest- urheimsferðir 1888, Enn um Vesturheimsferðir 1888, Heljar- slóðarorusta og 12 álna langt og tírætt kvæði 1891, Þórðar saga Geirmundssonar 1891, Ljóðmæli 1900, Reykjavík um aldamót'in 1900, Smásögur 1906, Gamansögur 1921, Dægradvöl 1923 og þessar kennslubækur eftir hann: Steinafræði og jarð- arfræði 1878, Dýrafræði 1878, Efnafræði 1879, Landafræði 1882 og Efnafræði T886. tsmms amss.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.