Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 1
VISIR
apríl 1965. — 81. tbL
Mæla dýpið við Surtsey
Surtsey heldur stöSugt áfram
að stækka, og ekki einungis að
sunnan þar sem hraunið lengir
eyjuna á hverjum degi út til
hafsins, heldur stækkar hún
einnig aS norSan, þar sem hún
er hulin sandi.
Ágúst Böðvarsson forstjóri
Landmælinga Islands tjáði Vísi
að fjaran væri stöðugt að
breikka. Er liklegt að ástæðan
fyrir því sé sú, að hæsta fjallið
í Surtsey er smám saman að
hrynja og að efniviðurinn úr
því fylli upp fjöruna.
Surtsey var síðast mæld í
febrúar og verður aftur mæld í
þessum mánuði. Síðast var hún
um 2.4 ferkm. að flatarmáli og
lfklegt að hún sé nálægt 2.5
ferkm. nú.
En nú er fyrirhugað á næst-
unni að mæla dýpið f sjónum
umhverfis Surtsey svo að hug-
mynd fáist um lögun hryggjar-
ins sem eyjan stendur á, hve
víðáttumikill hann er og brattur.
Þegar þessum mælingum er
lokið fæst úr því skorið hve
víðáttumikið fjallið er sem ris-
ið hefur upp af sjávarbotni á
hálfu öðru ári. Það er vitáð að
áður en gosið hófst var þama
nær 130 metra dýpi, og jafn-
framt er það vitað, að hæsti
hnúkur Surtseyjar náði rúm-
lega 170 metra hæð yfir sjó,
þannig að frá sjávarbotni hefur
myndazt 300 metra hátt fjall
frá því um miðjan nóvember
1963.
Fjögur tankskip í
síldarflutningana
Það er nú auðséð að vinsælustu skemmtiferðimar f vor og sumar verða flugferðir út í Surtsey. Þessi
mynd var tekin af Surtsey um helgina. Stærð flugvélarinnar gefur nokkra hugmynd um hlutföllin, hve
gffurlega mikið bákn þessi eldfjallaeyja okkar er orðin. (Ljósm. Von Linden.)
Útkoman á umleitunum sfld-
arverksmiðjanna á vestanverðu
lamdinu um tankskip til sfldar-
flntninga verður að öllum lfk-
indum sú, að fjögur tankskip
verða í sildarflutningum f sum
ai' frá Austfjarðamiðum vestur
fyrir land.
Einar Guðfinnsson í Bolung-
arvík hefur ásamt síldarverk-
Mikil tollalækkun á vélum
i gær var lagt fram á Alþingi
frumvarp um brejrtingar á toll-
skrá. Meginbreytingar þær, sem
frv. hefur f för með sér, er lækk
un á tollum af vélum, sem nú
er jrfirleitt 35% þannig, að toil
ar af almennum iðnaðarvélum
verða nú 25%, en 10% af vél-
um og tækjum til vinnslu út-
flutningsafurða, öðrum en þeim,
sem jafnframt eru framleiddar
í landinu en af þeim verður toll
ur 15%. Mun tekjutap af þess-
ari tollalækkun á vélum nema
sem næst 25 millj. kr.
I greinagrgerð með frv. er
vitnað í bréf fjármálaráðherra
til tollskrámefndar, þar sem
far’ið er fram á, að nefndin at-
hugi, hvað fært sé að lækka
Tekur sæti á Alþíngi
Sigfús J. Johnsen frá Vest-
mannaeyjum 2. varamaður Sjálf
stæðisflokksins f Suðurlands-
kjördæmi tekur í dag sæti á
Alþingi fyrir Guðlaug Gíslason,
bæjarstjóra, sem er fjarverandi.
tolla af vélum almennt, en þeg-
ar hafi verið lækkaðir tollar
af vélum til landbúnaðar og af
ýmsum vélum til fiskveiða. Sé
þetta í samræmi v'ið stefnu rík-
isstjórnarinnar að hafa gjöld af
innfluttum tækjum til atvinnu-
vinnuveganna éins lág og fram-
ast sé unnt. Og í samræmi við
bréf þetta hafi tollskrárnefnd
hafizt handa og skilað frá sér
þessu frv.
Ennfremur segir i greinargerð
innj að aðalbreytingarnar, sem
frv. þetta hafi £ för með sér,
séu á 84. kafla tollskrárinnar
(Vélakaflanum). Er því kaflinn
allur tekinn jnn í frv. þó að
nokkur númer hans séu óbreytt
frá gildandi lögum. 1 gildand'i
tollskrárlögum er yfirleitt 35%
tollur á vélum og tækjum öðr-
um en þeim, sem notuð eru við
fiskvéiðar og landbúnað. Frv.
þetta gerir ráð fyrir, að tollur
af almennum iðnaðarvélum
lækki í 25%, en í 10% af vél-
um og tækjum til vinnslu út-
flutningsafurða, öðrum en þe'im
vélum, sem jafnframt eru fram-
leiddar í landinu. Af þeim verði
Framh. á bls. 6
smiðjunni á Isafirði keypt olíu-
skipið Þyril til síldarflutninga
í sumar og Klettsverksmðjan
í Reykjavík hefur keypt erlent
tankskip, Hertha, sem á að vera
komið til landsins fyrir næstu
sumarvertíð. Þá eru síldarverk-
smiðjumar fimm á Suðvestur-
landi, aðrar en Klettur, að
reyna að fá leigð tvö hentug
tankskip til síldarflutninga í
sumar. Þetta eru veTkstniðjnm
ar í Sandgerði, Keflavik, Njarð
vfkum, Hafnarfirði og Akranesi
sem hafa slegið sér saman um
þetta mál. Leitin að hentugum
skipum hefur enn ekki borið
þann árangur, að af samningom
hafi orðið, en þessar sfldarverk
smiðjur eru staðráðnar í að
láta verða af því fyrir vertfð-
ina.
*
NÝTT TANKSKIP BÆTIST í FLOTANN Þetta tankskip bætist senn I hinn glæsilega
skipaflota íslands, en Sfldar- og ffskimjölsverksmiðjan að Kletti hefur fest kaup á þvl til sfldarflutn-
inga frá AustfjarSamiSum til nýju verksmiSjunnar í Örfirisey. ÞaS er byggt 1954 og er um 3500 lestir.
ÞaS er enn í siglingum fyrir fyrri eigendur sfna, Wifliam Hansens Rederi í Noregi, en fer f maf f vor f
slipp f Þrándheimi, þar sem gerSar verSa á því nauSsynlegar breytingar til þess að það sé hentugt til
sfldarflutninga. Sú viSgerð mun taka rúman mánuS, og heldur skipiS síSan beint á sfldarmiSin.
ínnar.
3 í leit að týndum
þotuflugmönnum.
8 Ballettinn í Lind-
arbæ.
9 Merkilegt ísfirzkt
bókasafn.
10 Talað við Ólaf
Jónsson lögr. full
trúa.
AFLINNA AKRANESÍ PRIÐJUNCI
MINNI EN I FYRRA
Útséð að vertíðin verður mjög léleg við flóann
Blaðið hefur fengið þær fregn
ir, að vertiðaraflinn á Akranesi
hafi nú um mánaðamótin verið
þriðjungi minni en á sama tíma
í fyrra. Má nú teljast útséð um
það að þessi vertíð verður léleg
jafnvel þó þær vonir manna
rættust, að páskahrota kæmi.
Þannig eru fréttirnar frá
Akranesi, en alveg sömu sögu
er að segja frá Keflavík, Hafn-
arfirði og frá vertíðabátunum
hér í Reykjavík, þó tölur frá
þessum stöðum séu ekki enn fyr
ir hendi.
Aflatölurnar á Akranesi um
mánaðamótin voru þær, að kom
in voru á land 4385 tonn í 513
sjóferðum og er það um 2 þús.
tonnum minna en á sama tíma
í fyrra.
Aflahæstu skipin eru: Sólfari
með 400 tonn, Sigrún 355 tonn
og Anna 340 tonn.
Blaðið hafði samband við Stur
laug Böðvarsson útgerðarmann,
sem tók undir það að vertíðín
væri mjög léleg Þó væru menn
ekki vonlausir enn, það gæti
hugsazt, að þorskurinn ætti enn
eftir að koma.
Annars á það sinn þátt í þess
um lágu aflatölum að verirfall
stóð allan janúarmánuð. Síðan
var véiðin allgóð í febrúar sér-
staklega í seinnihluta mánaðar-
ins, þá voru bátarnir með þetta
10-30 tonn. í marzmánuði
versnaði svo veiðin og það er
eins og fiskurinn hafi hvergi
stöðvazt. Það var eins og hann
hyrfi og við vissum ekkert
hvert hann fór. Þrátt fyrir þetta
vonar maður, að þetta lagist og
byggir það á því að svo virðSst
að allt sé seinna á ferðinni
nema loðnan, hrygning er t.d.
seinni.