Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 16
öriöjudagur 6. apríl 1965. Aflahæsti bót- UNNU EINBÝLISHÚS, EN VERÐA KYRR I GAMLA HREIÐRINU urinn á Patreksfirði Aflahæsti báturinn á þarskver- tíðinni á Patreksfirði og líklega aflahæsti bátur landsins er Helga Guðmundsdóttir með 924,5 lestir frá 3. febrúar, en mest hefur hún fengið 90 1 estir í róðri. Aðrir Patreksfjarðarbátar hafa fengið þennan afla: Seley 751,8 lestir, Dofri 757 lestir og Sæborg 555,5 lestir. Tveir smábátar hafa lagt línu, Pétur Guðmundsson með 50 lestir og Valur með rúmar 20 lestir. S.I.- laugardag var dregið í happdrætti Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna um stærsta vinning happdrættisársins í þessu happdrætti — fullgert einbýlishús að Sunnubraut 34 i Kópavogi, ásamt bílskúr og frá genginni lóð,- og að söluverð- mæti um 2 milljónir króna. Vinningurinn kom upp á miða nr. 7024, og reyndist eigandi hans vera Jóhannes vélstjóri á Kyndli. Fréttamaður frá Vísi leit sem snöggvast inn til Jóhannesar á heimili hans og konu hans, Jó- hönnu Marteinsdóttur, en þau Framh. á bls. 6 Á laugardaginn flutti brezki lögfræðiprófessorinn John Thor nely fyrsta fyrirlestur sinn um brezka lögfræðl í Háskóla lsl. Mr. Thomely er kominn hingað f boð} Háskólans og British Council og mun aiis fiytja hér fimm fyririestra um brezka lög fræði. Er hann háskólakennari í Cambridge f fjármunarétti. í upphafi fyrirlestursins á laugardaginn bauð rektor Há- skólans Ármann Snævarr hinn erlenda gest veikominn, fór við- urkenningarorðum um störf hans og kvaðst vona að áfram- hald gæti orðið á samstarfi Iaga- deilda háskólanna f Cambridge og Reykjavík á þessu sviði. Þriðja fyrirlestur sinn flytur prófessor Thorneiy í Háskólan- um kl. 5 síðdegis og nefnist hann „Consumer protection II“. Er öilum lögfræðingum og öðr- um sem áhuga hafa á efninu heimiU aðgangur. Hin lánsömu hjón fyrir framan happdrættisvmmnginn. Frá vinstri Auðunn Hermannsson, fram- kvæmdastjóri DAS, Jóhannes Þórðarson og kona hans, Jóhanna Marteinsdóttir, og Sigrfður Helga- dóttir, umboðsmaður DAS. Þeir sem fengu hunu fyrir 2 árum hufu enn talsvert ónæmi Ekki hefur enn borið neitt á Asíu inflúenzunni í Reykjavík að sögn borgarlæknis, dr. Jóns Sigurðsson- ar, en embætti borgarlæknis fylg- ist stöðugt með vitjanabeiðnum lækna og eins lyfjapöntunum og verður af hvorugu séð að pestin hafl fest hér rætur. Asíuflenzan er mjög smitnæm og er fljót að skjóta upp kollinum og leggur marga ótrúlega fljótt. Fylgja henni beinverkir, höfuð- verkur, allþungt kvef með nef- rennsli og oft allhár hiti. Margrét Guðnadóttir, læknir á Keldum, hef- ur ræktað sýkil þennan og kom þá í ljós að hér var um A-stofn að ræða. Sami stofn var á ferðinni hér fyrir 2 árum, og má því búast við að þeir sem þá lögðost hafi talsvert ónæmi enn fyrir Asíuflens- unni, þótt eitthvað sé það farið að minnka. Norður i Skagafirði og Húna- vatnssýslu er veikin mjög skæð og hafa fjölmargir lagzt af völdum hennar. í Reykjavík hefur fjöldi manns látið bólusetja sig gegn Asíuinflúenzunni, bæði hjá einstök- um læknum og hjá Heilsuvemdar- stöðinni. Próf. Thornely fiytur erindi í Háskólanum. Vilja að bærinn kaupi hús á brunabótaverði Á aðalfundi Framfarafélags Sel- áss og Árbæjarbletta, sem nýlega var haldinn, voru rædd ýmis vanda mál byggðarlagsins en bar er nú afl verða mikil bylting á öllu, þar sem ný hverfi fara að rísa þar upp, sem ætla má að 7-8 þúsund manns muni búa í. A flaleysi og ísrek valda erfíðleikm jr r Aiyktun bæjurstjórnur Olufsfjurður í utvinnumólum Víða í kaupstöðum og kauptúnum norðan- lands er atvinnuástand nú orðið erfitt vegna aflabrests og nú síðast vegna ísanna, sem tor- velda enn veiðar. í tilefni þessa samþykkti bæj- arstjóm Ólafsfjarðar ályktun um atvinnumál í síðustu viku. Var það tillaga frá Ásgrími Hart- mannssyni bæjarstjóra og var hún samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Ályktunin er á þessa leið: „Með tilliti til ríkjandi at- vinnuleysis hér, sem stafar af langvarandi aflabresti og nú fsreki, samþykkir bæjarstjórn Ólafsfjarðar eftirfarandi: 1) Óskað verði stuðnings hins opinbera um að stuðla að því með fjárframlagi, að unnt verði að flytja fisk og sfld hingað frá fjarlægari miðum til vinnslu. Framh. á bls. 6 Meðal helztu vandamálanna, sem rædd voru á aðalfundinum var að- staða þe'irra manna, sem eiga hús þar er falla utan við hið nýja skipulag. Einnig var rætt þar um þá erfiðleika sem hafa orðið í síma þjónustunni eftir að sjálfvirkt sfma kerfi var tekið þar f notkun. Um þetta segir m.a. í frétta- tilkynningu um fundinn: Hér var upphaflega leyft að byggja flytjan leg sumarhús úr timbri 25 ferm. að stærð. Ár'ið 1955 leyfði bæjarráð að byggð væru 65 ferm. hús. Varð það til þess, að hér risu varanlegri hús, sem búið var í allt árið. Sum þessara húsa verða að hverfa nú á næstunni og samþykkti fundur- inn að sanngjarnt vær'i að eigend- um væri greitt fullt brunabótamat fyrir þau. Leit fundurinn svo á, að vænta mætti skilnings ráðamanna borgarinnar á þessum lágmgrks- kröfum. Um símamálin var rætt með svo felldum hætti í fréttatilkynning- Framh. á bls. 6 Fyrirlestrar um lögfræðileg efni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.