Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 8
V í S I R . Þriðjudagur 6. apríl 1965. 3 VISIR Yj ■ Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR RitstjórL' Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjðrar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó Thorarenset Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Grundvöllur framfara ]\okkur ríki Evrópu hafa tekið lán í einum sjóða Ev- rópuráðsins, Viðreisnarsjóðnum. Hlutverk hans er að veita Evrópuríkjum aðstoð við lausn vandamála, sem stafa af tilflutningi fólks og skapa nýja atvinnumögu- leika í slíkum landshlutum. ísland hefur nú sótt um og fengið 86 millj. króna lán úr sjóði þessum á næstu fjórum árum, eins og kunnugt er. Mun fénu varið til framkvæmda við samgöngubætur á Vestfjörðum. Með þessi atriði í huga gegnir furðu, að Alþýðublað- Ið skuli í forystugrein gagnrýna lántöku úr Viðreisn- arsjóðnum til Vestfjarðaframkvæmdanna. Fénu verð- ur þó varið til athafna í beinu samræmi við tilgang sjóðsins og önnur Evrópuríki auðugri en ís- land hafa tekið þar lán í sama skyni. Alþýðublaðið hefði þess í stað átt að gleðjast yfir fjáröflun þess- ari, því hún verður grundvöllur mikilla framfara og atvinnubóta á Vestfjörðum. Það fær engum dulizt, sem nokkra þekkingu hefur á málum dreifbýlisins. | . ■ aw & íé'w1 ás i Hækkun bilatrygginganna §ú ákvörðun tryggingarfélagaima að hækka trygg- ingargjöld bifreiða að meðaltali 45%, til viðbótar við verulega hækkun gjaldanna í fyrra, hefur að vonum vakið almenna athygli. Er það ekki sízt vegna þess, að Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur mótmælt mjög eindregið þessari ákvörðun og rökstutt mál sitt. Bendir F.Í.B. á það, að hér sé um nálega tvöfalt meiri hækkun að ræða en eðlilegt sé. Þær 16.5 millj. króna sem tryggingarfélögin segjast hafa tapað á bifreiða- tryggingunum, sé aðeins reikningslegt tap og sé end- anlegt uppgjör fyrir 1964 varla fyrir hendi enn hjá neinu tryggingarfélaganna. Það er alkunna, að bif- reiðatjón hafa farið vaxandi hér í Reykjavík síðustu misserin. Er því eðlilegt að nokkra hækkun þurfi að framkvæma á iðgjöldum. En gagnrýni F.Í.B., sem telur hækkunina of mikla, veldur því að æskilegt væri að tryggingarfélögin gerðu frekar grein fyrir tapinu af bílatryggingum 1964, svo ekki gefist til- efni til neins efa um réttmæti hækkunarinnar. Stytting vinnutímans Kjararannsóknarnefnd hefur skýrt frá því, að að- eins rúmlega helmingi tekna verkamanna í Reykja- vík sé aflað með dagvinnu. Þessi staðreynd sýnir, hve langur vinnutíminn er og jafnframt hver nauð- syn er á að stytta hann án kjararýrnunar. Slík stytt- ing ætti að vera eitt höfuðefnið í þeim kjarasamn- ingum, sem nú eru á næsta leiti. BALLETT OG HLJÓMLEIK AR í LINDARBÆ Miðaldra kynslóðin átti sann- arlega ánægjustund i Lindarbæ sl. sunnudágskvöld. Þar var unga fólkið, í syiðsliósm.u, bgð sém Við á að tálwft unP'hwá færaleikarar úr TðnlistarskoÉ»' um, ungir ballettdansarar úr Þjóðleikhúsinu. „Mér datt allt í einu í hug að fella þetta sam- an, og Tónlistarskólinn tók vel í það,“ sagði Þjóðleikhússtjóri, og það var góð hugdetta. Meðal áhorfenda, sem fylltu bekki, bar mest á miðaldra fólki og eldra og svo ungum telpum og drengj um, ánægjan skein af eldra fólk inu, telpurnar og drengirnir fylgdust með öllu, er fram fór á sviðinu, af alvöru og áhuga. Þar voru líka að gerast merki- legir hlutir, sem hefðu verið ó- hugsanlegir i æskutíð eldra fólksins og um le’ið sá það nokk urn árangur af þeirri viðleitni sinni að búa yngri kynslóðinni skilyrði til þroska á þessum sviðum listarinnar, og þó að því kunni aðhafa fundizt í stundar hrifningu að sú viðleitni hefði mátt vera víðtækari, gat það huggað sig við að yngsta kyn- slóð’in hafði heyranlega og sjá- anlega fært sér hana vel í nyt undir handleiðslu hæfra kenn- ara. Því miður skortir mig þekk- ingu til að skrifa faglega um þessar listgréinar, tónlistina og ballettinn, en ég var í hópi þeirra sem naut þessarar kvöldstundar þakk- látum huga — ekki af þakk- læti til jafnaldra minna og eldri þéir höfðu einungis sýnt Iit á að uppfylla skyldu sína, heldur til yngri kynslóðarinnar. sem var í sviðsljósinu og sýndi þar og sannaði, að af henni má mik- illa afreka vænta. í rauninni á fagleg gagnrýni ekki heldur við þarna — nema ef væri á náms- skilyrðin og kennsluna, sem vit anlega er hvort öðru háð og verður aldrei of vel tii vandað, en það hygg ég þó að þarna hafi það sýnt sig, að kennslan sé eins góð og framast er að vænta, en aðbúnaður allur fari stöðugt batnandi. Eftir því litla viti, sem ég hef á ballett, en , Jtoiistina ljáðkég hjá mér af áð ‘^WPneW<#wn'it5rs8kuiTr; ffrinst rrtér að þar sé um greinilega fram- för að ræða. Ballettinn er list- grein, sem fyrst og fremst byggist á erfðri tileinkunn í márgar kynslóðir, hér er um engar slíkar erfðir að ræða, en auðvitað geta komið fram góð- ir hæfileikar hjá einstakl'ingu- um, fyrst ungu fólki gefst þarna kostur á námi, og er hinn ungi ballettsnill'ingur „okkar“ Helgi Tómasson gott dæmi um það. Án ballettsins er Ieikhús ið hins vegar álíka á vegi statt og að það hefði ekki neinum tónlistarmönnum á að skipa og á Þjóðleikhússtjóri, sem reynt hefur að fá hingað færustu kennara, þakkir skildar fyrir allt sitt framtak í þessu sambandi. Sumir kunna að segja, að hann hafi ekki gert þar annað en skyldu sína — en það er ein mitt þakkarvert á þessum tím- um, þegar það er gert. Og sýn ingin sannfærði m'ig, a.m.k. um það, að hinn enski ballettkenn ari, Fay Werner, sem að undan förnu hefur starfað við Þjóð- leikhúsíð, væri vandanum vax- in. Að svo mæitu leyfi ég mér að þakka öllum, sem að þessari kvöldstund stóðu, ánæg'julega skemmtun. Loftur Guðmundsson. Vantar 3,6 millj. kr. til oð fjárhagsóætlunin nái saman Nýlega hefur verið gengið frá fjárhagsáætlun Siglufjarðarkaup staðar og eru niðurstöðutölur hennar 17.9 millj. krónur. Það sem vekur athygli við fjár hagsáætlun kaupstaðarins er sú staðreynd, að það vantar 3.6 millj. krónur tekjumegin til að standa straum á áætluðum út- gjöldum. Er bæjarstjóri Siglfirð- inga um þessar mundir staddur í Reykjavík til að ræða vanda- mál Siglufjarðarkaupstaðar við ríkisstjórnina. Telja Siglfirðingar að þeir hafi farið flestum kaupstöðum lands- ins verr út af þeirri breytingu á skattalöggjöfinni, er skatta- tekjur af þjóðnýtingarfyrirtækj- um lenda í landsútsvör. Þetta var sérstaklega tilfinnanlegt á síðasta ári þegar söltun brást að heita mátti gersamlega, og kaupstaðurinn naut engra telj- andi tekna af Síldarverksmiðjum ríkisins. Útsvör og aðstöðugjöld, sem í ár verða lögð á Siglfirðinga, eru lægri heidur en þau voru í fyrra, eða samtals 9.6 millj. kr. Telur bæjarstjórnin sig ekki geta hækkað útsvörin frá í fyrra vegna hins alvarlega atvinnu- ástands á s.l. ári. Hins vegar hækka flest útgjöld stórlega og það orsakar ekki sízt þann mikla mun, sem verður nú á tekna- og útgjaldalið fjárhags- áætlunarinnar. Helztu útgjaldaliðir fjárhags- áætlunarinnar eru stjórn kaup- staðarins 1092 þús. kr., fram- færslumál 1060 þús., almanna- trygging og lýðhjálp 3400 þús., félagsmál 568 þús. kr., til rekst- urs barnaskólans 810 þús._ rekst urs gagnfræðaskólans 500 þús., vegamál og gatnagerð 1370 þús.. verklegar framkvæmdir 1595 þús. og afborganir skulda 20150 þús. kr. A'ðrir útgjaídaliðir eru lægri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.