Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 3
V1 SIR . Þriðjudagur 6. apríl 1965,
Þegar Ieitarflokkur Flugbjörgunarsveitarinnar kom á staðinn var slegið upp tjaldi yfir annan flugmann-
inn, sem talinn var „hryggbrotinn“. (Ljósm. B. G.).
Hinn „slasaði“ flugmaður, sem fór út af Keflavíkurflugvelli undir því
yfirskini, að hann væri að fara í veiðiferð.
í LEIT AÐ TÝNDUM
ÞOTU-FLUGMÖNNUM
Þota frá varnarliðinu af gerð-
inni T-33 tilkynnti vélarbilun,
þegar hún var á flugi f 9 þús.
feta hæfi 180 km. norðaustur af
Keflavíkurflugvelli. Flugmennim-
ir köstuðu sér út í fallhlíf. —
Eitthvað á þessa leið hljóðaði til
kynningin, sem Sigurður M. Þor-
steinsson, formaður Flugbjörgun
arsveitarinnar fékk, þegar hann
svaraði í símann hjá sér kl. ná-
kvæemlega 7.28 á Iaugardagsmorg
uninn.
Boðunarkerfi Flugbjörgunar-
sveitarinnar var sett í gang og
björgunarsveit varnarliðsins fékk
sömu tilkynningu svo til sam-
tíms. Klukkan 7.50 vom fyrstu
sem mennimir úr Flugbjörgunar-
sveitinni mættir úti á flugvelli
og ekki leið Iangur tfmi þar til
45 meðlimir sveitarinnar vom
Iagðir af stað í leit að hinum
týndu flugmönnum. Tvær flug-
vélar frá varnarlðinu tóku sig á
loft frá Keflavíkurflugvelli á
svipuðum tíma til leitar úr lofti.
Þvf miður reyndist þyrilvængja
varnarliðsins biluð. Áður en byrj
að var að leita reiknuðu björgun-
armenn úr hvar flugmennirnir
myndu líklega lenda ef þeir hefðu
hent sér út, samkvæmt þeirri
staðarákvörðun, sem þeir höfðu
gefið upp, áður en þeir hentu sér
út úr þotunni.
Um tíuleytið sáu flugmenn á
annarri leitarflugvélinni fallhlíf
og kl. 10.20 kom B-flokkur Flug-
björgunarsveitarinnar auga á flug
mennina tvo sem þurft höfðu að
kasta sér út úr hinni biluðu flug-
vél. Tíu mínútum seinna kom
flokkurinn að mönnunum við
Stífnisdalsvatn. Við nánari athug
un reyndist annar þeirra mikið
slasaður, sennilega hryggbrotinn,
en sem betur fór var félagi hans
ómeiddur. Tjaldað var yfir hinn
slasaða og honum veitt sú að-
hlynning og aðstoð sem unnt var.
Nú var lokið við að gera við þyrl-
una á Keflavíkurflugvelli og gat
hún komið á staðinn ásamt lækni.
Kom hún á staðinn kl. 11.45 til
þess að sækja hinn slasaða flugr
mann og flytja hann í sjúkrahús.
Þegar þessu var lokið sagði
einn f hópnum: „Jæja strákar,
þið stóðuð ykkur bara vel. Þetta
var bara æfing.“
„Já það má segja, að þetta hafi
verið fyrsta raunhæfa æfingin,“
sagði Sigurður M. Þorsteinsson
formaður sveitarinnar við frétta-
mann Vísis og bætti síðan við:
„Við höfum haft nokkrar æfingar
með björgunarsveitinni á Kefla-
víkurflugvelli, og þá hefur
oftast pokum verið varpað
niður úr flugvél og sveitirnar
hafa síðan leitað að þeim. Hins
vegar var þetta í fyrsta skipti,
sem enginn veit annað en
um hreina alvöru sé að ræða.“
Æfingin hafði verið undirbúin
með mikilli leynð. „Týndu“ flug-
mennimir höfðu farið út af vell-
inum undir því yfirskyni að þeir
væru að fara í veiðitúr. Þegar
tilkynningin kom var látið líta
svo út að þyrlan væri biluð til
þess að reyna meira á getu flug-
mannanna á Ieitarvélunum og
björgunarmánnanna. Mjög gott
samstárf'ivar þeirra á milli m.a.
vegna þess að þeir voru með tal-
stöðvar á sömu bylgjulengd og
björgunarmennimir, svo þeir gátu
haft samband sin á milli.
B.G. ljósmyndari Vísis tók með
fylgjandi myndir af æfingunni, en
einnig var með f förinni starfs-
maður sjónvarpsins á Keflavíkur-
flugvelli og verður sérstakri dag-
skrá frá þessari björgunaræfingu
sjónvarpað á næstunni.
Þyrla varnarliðsins fer á loft með hinn „slasaða“ flugmann og lækni
Læknir af Keflavíkurfh
kom á vettv--'g með þyrilvængjunni og á myndinni sést hann athuga „sjúklinginn”.
X