Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 6. apríl 19bo. 5 utlönd í morgun utlönd 1 morgun utlönd i tnorgun utlörid i morgúri JOHNSON FL YTUR SJÓNVARPS- RÆÐU mVIETNAMÁ FIMMTUD. Vietnam hermaður á verði fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Saigon. BÓTAGREIÐSLUR ALMANNATRYGGINGANNA í REYKJAVÍK Vegna páskanna hefjast bótagreiðslur í apríl sem hér segir: Ellilífeyrir, miðvikudaginn 7. apríl. Örorkulífeyrir, fimmtudaginn 8. apríl. Aðrar bætur, þó ekki fjölskyldubætur, föstu- daginn 9. apríl. Fjölskyldubætur, þriðjudaginn 13. apríl. Á mánudögum er afgreiðslan opin til kl. 4 síð- degis, á laugardögum til kl. 12, aðra virka daga til kl. 3. Lokað laugardaginn fyrir páska. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Hlkynnt hefir verið frá Hvíta húsinu, að Johnson forseti flytji sjónvarpsræðu um stefnu sina og stjómar sinnar varðandi Vietnam næstkomandi fimmtudag. Fljrtur hann ræðu mn hana í John Hopkins háskóla í Baltimore og verður hepni sjónvarpað um öll Bandaríkin og endursjónvarpað út um heim. í nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um ofbeldi kom til skarpra orðaskipta í gær milli full- trúa Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. Fulltrúi Sovétríkjanna sakaði Bandaríkin um að vilja breiða út styrjöldina í Vietnam, en fulltrúi Bandarfkjanna minnti á, að þurft hefði á sínum tima að stofna til sérstakra aðgerða til þess að stöðva Sovétrfkin á ofbeldisbraut sinni f Evrópu eftir sfðari heimsstyrjöld, og minnti á Grikkland — en nú væri nm nýja útþenslu — og of- beldishættu að ræða af hálfu kommúnista, — átökin hefðu færzt á arman vettvang. Varaði hann við nýju kommúnistisku hættu og varöi aðgerðir Bandaríkjanna. Fotltrúadeild þjóðþings Banda- tfkjanna heflr samþykkt fjárveit- ingu upp á 1 mflljóh dollara til þess að reisa nýtt sendiráðshús f Saigon, f stað þess, sem laskaðist stórlega í sprengjutilræðinu mikla fyrir skemmstu. JAFNAN FYRIRLIGGJANDl STÁLBOLTAR MASKÍNUBOLTAR BORDABOLTAR MIDFJAÐRABOLTAR SPYRNUBOLTAR SLITBLAÐABOLTAR STÁLRÆR JÁRNRÆR HÁRÆR VÆNGJARÆR HETTURÆR FLATSKÍFUR SPENNISKÍFUR STJÖRNUSKÍFUR BRETTASKÍFUR SKÁLASKÍFUR MASKÍNUSKRÚFUR BLIKKSKRÚFUR FRANSKAR SKRÚFUR DRAGHNOÐ * HANDVERKFÆRI BRAUTARHÖLTI 20 R.VÍK - SÍMI 15159 þing MAGNÚS E. BALDVINSSON Laugavegi 12 . Simi 22804 Hafnargötu 35 Keflavík þingsjá Vísis Skrifstofustörf Skrifstofumaður eða stúlka óskast til heild- sölufyrirtækis. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í ensku, bókhaldi og vélritun. Tilboð sendist augl.deild Vísis merkt „Stund- vísi — 2849“ fyrir föstudag. þingsjá Vísis RikisábyrgS — Myndlistar- og handíSaskóli Fundir voru í báðum deildum Alþingis f gær. í neðri deild var stuttur fund- ur og flest mál þar afgreidd um- ræðulaust. 1 efri deild voru 5 mál á dagskrá og má þar nefna m. a. frv. um ríkisábyrgð fyrir Flug- félag ÍslandS' Myndlista- og hand íðaskóli íslands og frv. um land græöslu, sem kom frá nefnd. Þá var einnig lagt fram á Al- þingi i gær stjómarfrumvarp. um breytingár á tollskrá. RÍKISÁBYRGÐ FYRIR FLUGFÉLAGIÐ. Fjármálaráðherra, Gunnar Thor- oddsen, mælti I efri deild fyrir frv. um að ríkisstj. sé heimilt mm*a amaamnmmmnmmmmmmmm ■ að ábyrgjast allt að 32 millj. kr. lán handa Flug- félagi íslands til kaupa á nýrri Fokker Friend- ship vél. Sagði ráðherrann, að félaginu hefði verið veitt sams konar ábyrgð í fyrra og sú heimild hefði þegar verið notuð og mundi vélin koma til landsins á næstunni. En for- ráðamenn Flugfélagsins teldu hins vegar að þeir þyrftu að fá aðra slíka vél til að geta bætt bjónustuna á flugleiðum innan- ánds, en til þess að það gæti orðið þarf ríkissábyrgð. Ríkis- stjórnin vildi fyrir sitt leyti stuðla að því að það gæti orðið og þess vegna væp þetta frv. flutt. Var því síðan vísað til 2. umræðu og nefndar. MYNDLISTAR- OG HANDÍÐASKÓLI. Auður Auðuns mælti fyrir nefndaráliti á frv. um Myndlistar- og handíðaskóla. Leggur nefndin til að frv. verði samþykkt með nokkrum breytingum, sem hún flytur. Alfreð Gíslason mælti fyrir breytingartillögu, sem hann flytur um að allur kostnaður af skólan- um verði greiddur af ríkinu. Auður Auðuns tók aftur til máls og gerði nokkrar athuga semdir við ræðu Alfreðs. Hann hefði m. a. sagt, að með þessu frv. væri skól- inn gerður að ríkisskóla. I því sambandi vildi hún benda á, að á tveim stöðum i frv. er gert ráð fyrir, að leita skuli umsagnar fræðsluráðs Reykjavíkur um viss atriði. Þetta væri eklci gert ef um ríkisskóla væri að ræða. Þá hefði hann ennfremur sagt_ að skólinn ætti heima á 3. stigi fræðslustigs ins. En nú væru barnadeildir starf andi í skólanum, en þessi skóli hefði sérstöðu að því leyti, að kennsla færi að mestu leyti fram í námsskeiðum. Nú væru allir sammála um að ríkið ætti að bera allan kostnað af kennaradeildunum en um hitt atriðið væri ágreiningur, hvort ríkið ætti að bera allan kostnað- inn af skólanum. Nú hefði verið unnið að frv. í samráði við fræðslustjórann 1 Reykjavík og enginn ástæða væri til að vfkja frá þeim ákvæðum sem væru í frv. um skiptingu kostnaðar. Og það væri ekkert óeðlilegt, að það fræðsluhérað sem sæti að mestu leyti að kennslunni greiddi ein- hvern hluta hans. Og hefði Alfreð verið sjálfum sér samkvæmur, þá hefði hann átt að flytja breyttill. varðandi á- kvæðin um að leita skuli umsagn ar fræðsluráðs. Var frv. síðan vís að til 3. umræðu. í STUTTU MÁLI. Bjartmar Guðmundsson mælti fyrir áliti landbúnaðarnefndar efri deildar á frv. um landgræðslu en það er komið frá neðri deild. I neðri deild voru flest mál af- greidd umræðulaust nema hvað Hannibal Valdimarsson gerði at- hugasemd við frv. um sölu dýra- læknisbústaðar í Borgamesi. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.