Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 15
V1S IR . Þriðjudagur 6. apríl 1965. n CECIL ST. LAURENT: SONUR KARÓ- LÍNU Þetta breytti gersamlega af- stöðu skæruliða. Það var engu líkara en að þeir ætluðu að sleppa sér. Þeir æptu: — Þetta er kraftaverk. Lifi Madonna, lengi lifi hinn ákærði, — hann lifi lengi. Spánverjar eru jafnan öfgafull ir í hrifni sem hatri og kom það fram nú. Þeir geta krafizt líflátsdóms og nokkrum mínút- um síðar hyllt hinn ákærða sem hetju. Skæruliðarnir hentu hött- um sínum upp í loftið til þess að láta í ljós fögnuð sinn og það var engu líkara en að þeir litu á Collins sem engil af himni send an. Villa Campo beið þess aðeins að nokkur ró kæmist á, svo að hægt væri að skrifa úrskurð um náðun Juans og lesa hana upp, en þá heyrðist allt í einu mælt af mikilli beiskju: - Hlustið á mig. Ég heiti Pablo eins og ykkur er kunnugt flestum. Ég þekkti þennan hel- vítis Juan frá fornu fari. Hann var eitt sinn í flokki þeirra, sem undir minni stjórn, börðust fyrir frelsi Spánar. Hann kann að hafa nokkra afsökun í því, er hann gekk í lið með Frökkum, að hann er franskur, en hann hefir margt annað til saka unnið, sem ekki má bíða óhefnt, og þá framar öðru, að hann drap Fré- gós, foringja okkar, úti í hlöðu á búgarði, þar sem við höfðum leitað hælis. Frégós var vinur minn. Okkur ber að dæma hann fyrir morðið á honum. Hann kom heigulslega fram, lokkaði ’nann í gildru. Pablos lyfti hönd sinni, eins og hann ætlaði að slá Juan. — Þetta er gömul saga, sagði Villa Campo, - ef þeir Frégós og Juan gátu ekki sætzt og börð- ust, hefir þetta verið að guðs vilja — Ekki að guðs vilja, heldur djöfulsins, æpti Pablo. Þeir stóðu ójafnt að vígi. Hvernig hefði væskilslegur unglingur átt að geta sigrað Frégós, sem var kempa mikil, hefði hann ekki komið aftan að honum. Juan var hermaður, skæruliði. Hann var látinn hrista til hálminn, sem við sváfum í, fylla krukkur vatni afhýða jarðepli. — Hann réðst á mig. Við börð umst eins og karlmönnum sæm- ir. — Hann lýgur, hann gegndi griðkonuhlutverki hjá okkur. — Hann lokkaði Frégós í gildru, segi ég, en ef þú vilt halda bví fram, að þú hafir drepið Frégós af því að þú áttir hendur þínar að verja, geturðu sannað það. Neitarðu, -má öllum vera- Ijóst, að þú ert enginn hermaður,- og ef ég drep þig - þft sannar það sekt þína að hafa drepið foringja okkar með þeim hætti, sem ég sagði, enda þótt ég sé ekki jafn slyngur skilmingamaður og Fré- gós var. — Fáið mér sverð, sagði Juan. Conchita heyrði, að enski liðs foringinn spurði munkinn: - Hver er meiningin með þessu? Ætla þeir að fara að berj ast - ætlar þessu aldrei að ljúka? — Á Spáni lýkur aldrei neinu, svaraði munkurinn. Conchita tók sér stöðu fremst í hringnum, sem sleginn hafði verið um þá Pablo og Juan. Eng um gat blandazt hugur um, að flestir höfðu samúð með Juan, sem djarflega hafði lýst yfir, að hann væri fús til að berjast. Þeir voru stoltir af honum. Þeir höfðu sannfærzt enn betur um hetjulund hans. Conchita virti JPablo fyrir sér, ljótan, grimmdarlegan, villi- mannslegan, dökkan á hörund, arnamef hans, hörundiC í hnykl um, eftir sár, sem .mörg höfðu gróið seint og illa. Nú gat hún ekki bjargað Juan. Ekkert gat orðið honum til bjargar. Fúl- mennið myndi ganga af honum dauðum. Það glumdi í sverðum þeirra. Þeir voru farnir að skilm- ast. „01é“ hrópuðu áhorfendur, er þeir nálguðust svo hvor ann an í bardaganum, að við lá að andlit þeirra snertust. Svo hörf- uðu báðir snarlega og aftur glumdi í sverðunum. Conchita gat virt andlit Juans fyrir sér sem snöggvast. Hann virtist ró- legur, fyrirlitning á andstæð- ingnum lýsti sér í svip hans. Hann virtist búa yfir stálvilja, hafa algert vald yfir hverjum vöðva, hverri hreyfingu. Þetta var ekki drengurinn, unglingur- inn, sem hún hafði elskað. Og henni var léttir að því að vera nú frjálc, en hún fann líka til hryggðar. Viðjar fornrar ástar höfðu brostið. Hún var frjáls, en það eimdi cftir "í einhverju í huga hennar, einhverju sem eitt sinn var dýrmætara en lífið sjálft, og aldrei hafði glatazt, þó hún hefði verið og væri val- kyrja í flokki þeirra, se_m mátu frelsið ofar öllu - hert í margra ára baráttu. En angurværðin sem enn eimdi eftir af mundi dvína eins og kvöldroðinn og nýr dagur renna. Pablo virtist móður orðinn. Og hann var fölur mjög. Hann kall- 61 aði ókvæðisorðum til Juans. — Hættu að nöldra eins og igömul kerling, hrópuðu skæru- | íiðar • ■ beittu sverðinu, en ekki I tungunni. Pablo var félagi þeirra, en allir voru með Juan - hann var hetja dagsins, hann - bamið, sem hafði fundizt á sjávarströnd með nisti um hálsinn, nisti sem fög ur konumynd var í og á letrað „Ma maman“. Allir voru á móti þrjótnum Pablo, sem hafði reynt að spilla öllu með því að hindra, að náðunin gengi sinn gang. - Svona, sagði Juan rólega og án þess að vottaði fyrir mæði - svona skilmdist ég við Frégós. Þessi verður heppnari - ég ætla að lofa honum að halda líftór- unni. Hann brá sverðinu og oddur- inn kom í annað munnvik Pablos og rifnaði úr því upp á miðja kinn, en hann hneig niður óvíg- ur. Skæruliðar horfðu á hann með fyrirlitningu. Þeir þustu að Juan og lyftu honum upp og báru hann á gullstól. - Þakka yður fyrir, sagði Ju- an við enska liðsforingjann, sem hafði rétt honum vasaklút svo að þann gæti þurkað svitann framan úr sér. Collins kvaðst mundu sjá hon um fyrir reiðskjóta. — Þér hljótið að vera Collins, sagði Juan. Collins kinkaði kolli og sneri sér að Villa-Campo. — Hann kemur þá með mér. Ég skal sjá um, að hestinum verði skilað. Þér hafið ekki of marga. Ég skal sjá um að vopn- in verði afhent. Ég kem aftur innan tveggja daga. Þegar Juan var kominn á bak og hesturinn fór að skokka kenndi hann svima. Hann leit um öx! til [æss að líta sem | inöggvast konu ; rauðum kjól. :En Conchita var horfin eins og ijörðin hefði glevpt hana. ! Brátt hægðu þeir á sér Juan íog CoIIins. Jiian virti hann fyrir í sér. - Það getur varla heitið svo, !að við þekkjumst, sagði hann, en |ég á yður miklar bakkir að | gjalda. Tvívegis hafið þér bjarg- |að lífi mínu - í París fvrir mán luði og svo nú. - Ég á engar þakkir skilið - íað minnsta kosti ekki fyrir jhversu úr rættisi ; dag, sagði Collins. Þér getið þakkað það heppni yðar eða forsióninni — hvort sem þér heldur kjósið. — Það var ekki vegna heppni, tilviljunar, að þér skálduðuð upp þessari sögu í dag. Ég hefði ver- ið hengdur,. ef ekki. værLvegna hugkvæmni ýðar, snarræðis og djörfungar. En hvernig gátuð þér getið yður til um hvað stóð á myndinni Það hefi ég aldrei sagt neinum. — Ég á engar þakkir skilið, sagði Collins, og ég skáldaði ekki neitt upp til þess að bjarga yður. Ég málaði sjálfur þessi orð á myndina. - En . . . ? Hef opnað nýja hárgreiðslustofu . á Frakkastíg 7 undir nafn’inu Hárgreiðslustofan ARNA. Sími 19779._________________ Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 3. hæð (lyfta) Simi 21016 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda r'l, sími 33968. Hárgreiösh. stofa Ólafar Björnsdottur HÁTÚNI 6, simi 15493. HárRreiðs’.ustofan PIROL Grettisgötu 31, simi 14787 Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, simi 14656 Nuddstnfa á sama stað. Dömuhárgreiðsla við allra hæfi | T.ÍARNARSTOFAN Tjarnargötu 11 Vonarstrætis- megin simi 14662. Hárgreiðslustofan DÍS Ásgarði 22. simi 3E"I0 & BING * GR0NDAHL COPtNMAftlN POSTULÍNSVÖRUR ORRXFOitS KRISTALLVÖRUR ruöTU o POSTULÍN & KRISTALL SÍMI 24860 HÓTBL SAGA. BÆNDAHÖLLIN IS 1T YÖUfí WISH, K.IK.I WA.gR.IOKS, TO HAJ/E AS WIFE THE WOWAU THE 'GOPS- ÖF-WSPOM' CH005E FOKYOU? j- ’LO WOAEH! is rr youK wish TO HAVE AS HUSBAMF the ■< WAfíKIOKTHE 'Gors-OF-mm’ CHOOSEFORYOU? ASTHILDUR KÆRNESTl GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VENUS Grundarstíg 2A Simi 21777 Hárgreiðslustofan Kikistríðsmenn og Tupelokonur Höfðingjar ykkar biðja mig, Ula höfð’ingja Bulalandsins, að að- stoða guði vizkunnar. Er það ósk ykkar Kikistriðsmenn að fá sem eiginkonur þær konur, sem hinir vitru guðir velja fyrir ykkur? Tupelokonur, er það ósk ykkar að taka sem eiginménn stríðsmenn mína, sem hinir vitru guðir velja handá ykkur? Allir sam- þykkja. Ba* íií ■'i-.'AIC.TliSíl Endumýjun. gömlu sængum- ar, eigum dún- og fiSurbeld vet. æðardúns og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðurr - PÓSTSENDUM. Rest bezt koddar Dún- og fiður- hreinsun, Vatnsstlg i Sími 18740 (örfá skreí trá Laugavegi)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.