Vísir - 06.04.1965, Blaðsíða 4
4
V í SI R . Þriðjudagur 6. aprfl 1965.
— eftir Ingvar G. BrynjöHsson, menntaskólakennnra
1 hauat kom út hjá forlaginu
Langenscheidt Berlín, íslenzk-
þýzk, þýzk-fslenzk orðabók eftir
Ingvar G. Brynjólfsson mennta-
skólakennara. Fyrri hluti bókar-
innar er í rauninni fyrsta hand-
hæga íslenzk-þýzka orðabók,
sem gerð hefur verið á íslandi.
Langenscheidt er heimsþekkt
orðabókaforlag, sem hefur sér-
stakt kerfi til að koma miklu
efni fyrir í litlum orðabókum.
Þannig er f þessari orðabók
mjög snjallt skammstöfúnar-
kerfi, sem sparar ótrúlega mikið
rúm í bókinni. Þetta kerfi er ve!
útskýrt í stuttum formála. Upp-
sláttarorð eru flest ösamsettir
orðstofnar, og í samsettum orð-
um með þeim er prentað lítið
endurtekningarmerki í stað orð-
stofnsins og jafnframt gefnar til
kynna breytingar á rithætti orð-
stofnsins í samsetta orðinu — ef
því er til að dreifa. í hinum
þýzk-íslenzka hluta bókarinnar
eru notaðar skammstafanir til
að tákna ýms orðmyndandi við-
skeyti t. d. merkir skammstöf-
unin su (fyrir Substantivbildung
nafnorð(myndun) orðstofninn
með endingunni -ung og þannig
sparast að endurprenta langt
orð. Slíkar skammstafanir spara
ótrúlega mikið pláss og auka
innihald bókarinnar.
íslenzk-þýzki hlutinn má heita
hreint brautryðjendastarf, og má
með ólíkindum teljast, hve hepp
inn Ingvar G. Brynjólfsson hefur
verið með orðavalið, því að
hann hefur þurft að velja og
hafna, begar blaðsiðufjöldinn er
samningsbundinn og skammtað-
ur. Bókin er. hreinasta þing fyrir
ferðamenn og skólafólk, íslenri-
inga jafnt sem Þjóðverja, og'vel
mega góðir þýzkumenn og
þýzkukennarar hafa not af bók
inni því að alkunna er, að oft
eru mönnum ekki tiltæk orð,
sem þeir þó þekkja og kunna
Vitanlega er galli á bókinni, að
þar vantar lista yfir sterkar sagn
ir og kenniföll nafnorða, en þar
er ekki við Ingvar að sakast,
heldur forlagið. Prentvillur eru
ótrúlega fáar.
Mér virðist Ingvari G. Bryn-
jólfssyni hafa heppnazt mjög vel
að taka upp orð, sem máli
skipta. Vitanlega getur slík vasa
orðabók ekki komið í stað stærri
orðabókar, en er fremur ætluð
sem undanfari hennar. Gott er
til þess að vita, að bráðlega er
von á stærri orðabók, um það
bil 850 blaðsíður, sem þessi á-
gæti höfundur semur, en hann
er eins og alþjóð veit, einn okk-
ar bezti þýzkumaður og hefur
kennt þýzku við Háskóla ís-
lands við góðan orðstír í fjórtán
ár og lagt grundvöll að þýzku-
námi þar.
t>að er víst óþarfi að hvetja
fólk til að kaupa þessa bók, eftir
upplýsingum rennur hún út.
Björn Bjamason.
Merkilegt
Frh. af bls. 9.
in voru þá fyrir löngu uppseld.
Skírnir minn nær ekki nema til
1846 og enn vantar mig 1 Ár-
bækur Espólíns. Á hinn bóginn
á ég allar bækur Sögufélagsins
og Árbækur fornleifáfélagsins,
að undanskildu einu ári, 1898,
sem mjög erfitt er að fá nú.
LÆRDÓMSLISTA- >
FÉLAGSRITIN ,
Af hinum eldri félagsritum
á ég aðeins heil Lærdómslistafé-
lagsritin. Eintakið er gott, þó að
það sé komið úr þremur áttum.
Nokkuð vantaði af töflum og hef
ég fengið ljósprentanir af þeim,
sem vantaði. Það varð til þess
að ég tók mér fyrir hendur að
rannsaka, hve margar lausu töfl
umar ættu að vera, því mönnum
bar ekki saman um fjölda þeirra.
Félagsritin eða Rit þess konungs
lega Islenzka lærdómslistafélags
kom út í Kaupmannahöfn á árun
um 1781—1796, og voru þá
komnir út 14 árgangar. Síðan
var hafizt handa um prentun
15. árgangsins og mun ætlunin
hafa verið að hann kæmi út ár-
ið 1802, starfsemi félagsins rann
út í sandinn um þessar mundir
og var aldrei lokið við prentun
þesa bindis. Jón Sigurðsson for-
seti segir einhvers staðar, að
lokið hafi verið við prentun 286
bls., og ljúki ritunum þar í
miðjum manntalstöflum, og svo
.er um mitt eintak. Titilblaðið
var aldrei prentað. Allar bóka
leifar og eignir Lærdómslistafé-
lagsins gengu 1818 og 1828 til
Bókmenntafélagsins. Félagsrit-
in voru merkileg og gætti á-
hrifa þeirra víða, sökum þess
að fitgerðir í þeim voru fjöl-
breyttar og vandaðar. Þykja rit
in hinar mestu gersemar, enda
fyrsta tímarit á íslenzku máli.
Með mörgum ritgerðanna voru
myndir og töflur til frekari skýr
inga, án blaðslðutals, en oftast
var þess þó getið, hvar þær
ættu heima. Þær virtust flestar
hafa legið lausar inni í ársrit-
unum, og hafa þær þvi týnt
tölunni á langri leið hjá mis-
jafnlega hirðusömum eigendum.
Talið er að í þeim eintökum
ritanna, sem nú eru til, muni
f langflestum eða jafnvel öllum
tilfellum vanta einhverjar tafln-
anna og myndanna. Ég hef séð
þess getið, að upphaflega hafi
fylgt ritunum 32 töflur og mynd
ir. Ég hef gert nokkra athugun
á því, hversu margar töflurnar
bókasafn -
og myndirnar ættu að vera með
því að fletta eintökum í Lands-
bókasafni og í eign einstakra
manna og komizt að þeirri niður
stöðu að þær muni hafa verið
33 og gengið úr skugga um að
færri hafa þær ekki verið. Hér
er skrá yfir töflurnar:
1. bindi bls. 79 Lagvaður.
2. bindi bls. 29 Um grunn-
maskínur. Bls. 148 Sofnhús.
3. bindi bls. 98 Laxalóð. Bls.
214 Veiðistöng, álakista. Bls.
223 Veiðifleki.
4. bindi bls. 288 Handkvörn
5. bindi bls. 80 Tafla yfir fjár-
fjölgun o ,fl. Bls. 156 Tafla.
yfir smáband. Bls. 157 Taf;la
yfir útfíutt prjónles. Bls. 161
Tafla yfir III Mjöltunna. Bls.
191 (198) Um grunnmaskín-
ur Fig. I. og II.
6. bindi bls. 2 Um grunnmask-
fnur. BIs. 50 Slóði og kvísl.
Bls. 96 Tafla um bjargræðis-
veganna ásigkomulag. Bls.
173 Bakstursofn. Bls. 178
Hellufoss.
7. bindi bls. 209 Botnvoð.
8. bindi bls. 106 Bý ég sveita-
sóknum f. Bls. 192 Grunn-
maskína.
9. bindi bls. 90 Vallarmál. Bls.
176 Skálavog.
10. bindi bls. 148 Sápusuða. Bls.
160 Orf og ljáir. Bls. 174
Reizla.
11. bindi bls. 278 Sveitabær.
12. bindi bls. 135 Hevhlaða. Bls.
214 Bökunarofn.
13. bindi bls. 278 Vallarmál.
14. bindi bls. 162 Tafla um bú-
endur. Bls. 168 Dauðir o. fl.
Bls. 170 Tafla um fólkstal.
15. bindi bls. 219 Bær og verk
færi.
Þetta eintak mitt er í ágætu
bandi eftir Sigurð Ó. Haralds-
son, ágætan og listfengan bók-
bindara.
GAMLAR PRENTSMIÐJUR
Ég mun nú á víð og dreif
spjalla um bækur, sem mér hafa
áskotnazt, og þá fyrst geta bóka
frá gömlu prentsmiðjunum
nyrðra og syðra.
Til mfn hafa slæðzt bækur
frá flestum prentsmiðjum, sem
starfað hafa á íslandi, nema að
sjálfsögðu elzta prentið frá Hól
um, Breiðabólstað og Núpufelli.
Það hef ég aðeins ljósprentað,
eins og Lögbókina frá Hólum
frá 1578, Guðbrandsbiblíu frá
Hólum 1584 og Sálmabókina frá
1589, að ekki sé minnzt á hina
ágætu Vísnabók. Af hinu eldra
Hólaprenti, áður en prentsmiðj
an var flutt í Skálholt á ég
enga bók, enda er það prent
allt mjög sialdgæft og fá ein-
tök af því á ferli,auk þess komið
í geypiverð.
BÖK BÓKANNA.
Hólaprentsmiðja var flutt í
Skálholt 1685 af Þórði Þorláks-
syni biskupi, sem þá var orð-
inn eigandi hennar fyrir kaup
af samörfum sfnum og arfleið
frá föður sínum. Þórður biskup
lét prenta hinar fvrstu bækur
sem prentaðar voru á Islandi
af fornbókmenntnm íslendinga.
Þessar fornsöguútgáfur eru hin-
ar merkilegustu or mjög sjald-
.^ðar nú á tírnum, eins pg
váenta má.' Nokkrar þessara
merkisbóka hef ég eignazt fyfir
gjöf frá góðum vinum og fóm
fúsum. Það er ánægjulegt að
vita af þeim í hillum sínum, þó
þær séu ekki allar heilar og
teknar að dökkna fyrir aldurs
sakir. Af þeim sex bókum af
þessu prenti frá árunum 1688—
1690, sem eru í fórum mínum,
eru aðeins tvær heilar, íslend
ingabók og Kristindómssaga.
Frá þessum dökknuðu blöðum
talar íslenzk menning til manns
með nokkrum hætti. Um svipað
leyti, að vísu nokkru fyrr en
þessar bækur voru prentaðar í
Skálholti og dreift um byggðir
Islands, týndust í danskar hend
ur mestu djásn íslenzkrar skinn
bókagerðar, Sæmundar-Edda og
Flateyjarbók, og hurfu íslending
um um aldir og munu að lík-
indum aldrei koma aftur til
sinna heimkynna. Ég handlék
þessar bækur í útlegð nýlega
á eins konar pílagrímsreisu til
að sjá þær, áður en ég yrði allur
í sölum Konungsbókhlöðunnar
í Kaupmannahöfn. Get ég naum
ast lýst þeim tilfinningum sakn-
aðar og lotningar, sem læstust
um hug minn, er ég strauk léttri
hendi dökk blöðin í Konungs-
bók, þeirri bók bókanna. Við
stöndum í mikilli þakkarskuld
við hina óþekktu höfunda Eddu
kvæða, og safnandans.
Ný áskrift
að
VÍSI*.
gildir frá miðjum mánuði eða mánaðamótum.
VISIR
Gerizt áskrifendur nú þegar
og þér fáið blaðið sent ókeypis
þangað til áskirifíin gengur í gildi.
Vísir er ekki aðeins eina siðdegisblaðið
heldur einnig ódýrasta dagblaðið.
Áskriftarverð er 80 kr. á mánuði.
Áskriftarsími VÍSIS
□□□aQQaQQQQQQQaQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQ
Hjarta bifreiðarinnor er hreyfillinn
andlitið aftur á móti — er stýrishjólið
Bæði þurfa að vera í góðu ástandi, en stýristijólið þarf ekki aðeins að vera I góðu
ástandi, það þarf einnig að líta vel ut.
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
Og hvernig fær maður fagurt stýr-
ishjól? Það er aðeins ein lausn, kom-
ið einfaldlega til okkar. Það er
margt hægt að gera til að fegra
stýrishjólið yðar, en betur en við
gerum það, er ekki hægt að gera.
Er það? — eða hvað?
Og er það hagkvæmt? - Já, hag-
kvæmt, ódýrt og endingargott og ..
Viljið þér vita meira um þessa nýj-
ung? - Spyrjið einfaldlega við-
skiptavini okkar, hvort sem þeir
aka einkabifreið, ieigubifreið, vöru-
bifreið, eja jafnvel áætlunarbifreið.
Allir geta sagt yður það.
— Eða hringið strax I síma 21874,
við gefurr yður gjaman nánari
upplýsingar.
<