Vísir - 21.05.1965, Blaðsíða 4
4
VISIR . Föstudagur 21. maí 1965.
AUGLÝSING
um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi
Keflavíkurflugvallar.
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist, að aðalskoðun bif-
reiða fer fram svo sem hér segir:
Mánudaginn 24. maí J-1 —100
Þriðjudaginn 25. maí J-101 — 150
Miðvikudaginn 26. maí J-151—200
Föstudaginn 28. maí J-201 — 300
Skoðunin fer fram við lögreglustöðina ofangreinda daga,
frá kl. 9-12 og 13-16.30.
Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur og sýnd skilríki
fyrir að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi
og ennfremur skulu fullgild ökuskirteini lögð fram.
Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður aug-
lýstum tíma, sætir sá ábyrgð skv. umferðarlögum nr.
26/1958 og bifreiðin tekin Ur umferð hvar sem til henn-
ar næst.
Geti bifreiðareigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært
hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að
tilkynna mér það bréflega.
Athygli skal vakin á_ að umdæmismerki bifreiða skulu vera
vel læsileg og er þeim, er þurfa að endurnýja númera-
spjöld bifreiða sinna, ráðlagt, að gera það nú þegar.
Þeir er hafa útvarpstæki í bifreiðum, skulu hafa greitt af-
notagjöld þeirra, áður en skoðun fer fram.
Þetta tilkynnist öllum, er hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 18. maí 1965
Björn Ingvarsson.
-9TT-
Ott l£lj£
Ödýr bíll til sölu
Consul — Upplýsingar í síma 40717.
ÍBÚÐ
1 nýju húsi í Miðbænum eru til leigu 2 her-
bergi og bað ásamt húsgögnum. Sér inngang-
ur. — Tilboð sendist blaðinu fyrir 27. þ. m.
merkt „Einhleypur — 765“.
Kristinn Pétursson
Fæddur 16. febrúar 1889 — Dáinn 5. mai 1965
Flýt þér, vinur, í fegra heim
Ekki var það þetta, sem ég sagði
við minn góða vin, Kristin Pét-
ursson, þegar við sáumst í síðasta
sinn. Þvert á móti sagði ág: Þú
mátt ekki fara á undan mér, Og
þá taldi ég mig einmitt mega
vænta þess, að hann væri að rét.ta
við eftir mikinn og langvarandi
sjúkleika, og að hann, sem var
nokkru yngri, mundi lifa mig. Sjálf
um var honum þó líklega ljóst að
heilsubót átti hann ekki í vænd-
um, og hitt er með öllu vist, að
hann var þess fús og albúinn að
fara héðan á fund þeirra vina, sem
á undan voru farnir. Er og alltaf
nóg lifað, þegar vel er lifað.
Kynni mín af þeim bræðrum,
Bjarna og Kristni hófust fyrir rúm
um fjörutíu árum. Fyrstu fimmtán
árin voru samfundir mjög tiðir, og
ávallt voru þeir nokkuð tíðir. —
Aldrei bar út af því, að þeir væru
ánægjulegir, allt til endalokanna.
Þessir bræður reyndust mér hinir
mestu tryggðavinir og báðum átti
ég þeim margt og mikið gott upp
að inna. Aldrei brugðust þeir mér
og þakkarskuldir mínar við þá
hlóðust sífellt upp. Það væri því
meir en lítið undarlegt, ef ég sakn-
aði þeirra ekki. En þetta er fylgi-
fiskur ellinnar og sá lakasti, að sjá
fornvinahópinn sífelldlega þynnast
fyrir skörð þau, sem dauðinn er
óaflátanlega að höggva í hann.
Meir en hálfur sjöundi áratug-
ur er nú liðinn síðan ég fyrst sá
Reykjavík. Hún var þá lítill bær,
enda þótt mér sýndist hún stór.
En hýrleg var hún, lauguð f skini
sumarsólar. Fyrsti þröskuldurir.n,
sem ég steig yfir, var í Vesturbæn-
um — í húsi Guðmundar Olsens
og konu hans. Þegar ég, alliöngu
síðar, fór að dvelja í Reykjavík,
var það að langmestu leyti i Vest-
.urbænum, og í honum kann ég
alla tíð bezt við mig. Hann var
lengi vel með öðrum svip en aðr-
ir hlutar bæjarins, og almennt þótti
mér fólkið i Vesturbænum virðu-
2. SÍÐAN —
lýsingar, sem lögreglan hefur
safnað saman gefa vísbendingu
og eftir þeim upplýsingum hef
ur verið teiknuð andlitsmynd,
sem lögreglan notar í leitinni.
— Þess má geta að lokum, að
um þessar mundir eru einmitt
um það bil tíu vikur liðnar frá
síðasta morði, og æsist nú leik-
urinn!
I að með nokkrum trega hugsum við
j til hans gömlu vinirnir, og margir
] veifum við honum kveðjuna með
! þeirri vinarhendi, sem líka er bróð-
! urhönd. Og þeir eru hlýir af þakk-
] læti hugirnir, sem leita hans.
j Æviminningu hans er ég ekki að
i rita, því ég vænti þess, að það
i muni aðrir gera. Þessar fáu og fá
■ tæklegu línur eru ekkert annað en
I kveðja — síðasta kveðjan. En ég
i ætla að þeir verði nokkuð margir,
sem undir hana taka.
Sn. J.
^□□□□□□□QaDaDaaaDDaaQíjnaciDDaaDnQUBDDaaDDDaaaaaDaaaaaQQDaaQDaaDaaaoQG
Hjarta bifreiðarinnar er hreyfillinn I
andlifið aftur d méti — er stýrishjólið |
Bæði þurfa a6 verá i góðu ástandi, en stýrlshjójið þarf ekki aðeins að vera í góðu
ástandi, það þarf einnfg að h'ta vei út.
’ 4Í..R Miíi'é,
Og hvernig fær maður fagurt stýr-
ishjól? Það er aðeins ein lausn, kom-
ið einfaldlega til okkar. Það er
margt hægt að gera til að fegra
stýrishjólið yðar, en betur en við
gerum það, er ekki hægt að gera.
Er það? - eða hvað?
Og er það hagkvæmt? - Já, hag-
kvæmt, ódýrt og endingargott og .
Viljið þér vita meira um þessa nýj-
ung? - Spyrjið einfaldlega við-
skiptavini okkar, hvort sem þeir
aka einkabifreið, leigubifreið, vöru-
bifreið, eða jafnvel áætlunarbifreið.
Allir geta sagt yður það.
— Eða hringið strax i síma 21874,
við gefur yður gjaman nánari
upplýsingar.
lEiDODaDaaDaDaaDaQaaaaaDaaaDaDaaoDaaDaaDDaDOQDaaaoaaaaaaQoaooaoaoQac
legast. Fráleitt hefir þetta í raun
réttri verið svo, en sannarlega var
í Vesturbænum mikið af gjörvu-
legu traustleikafólki — fólki, sem
setti virðulegan svip á umhverfi
sitt. Og ekki mundi um það deilt,
að með vissu voru þeir bræðurnir,
Bjarni og Kristinn, synir Péturs
Jónssonar blikksmiðs. í þeim hópn-
um. Mörgum mun þykja sem eitt
hvað stórbrotið sé horfið, nú þegar
hvorugur þeirra sést lengur. Þeir
voru svipmiklir menn, þeir voru
höfðingjar í sjón og raun, og þeir
voru frábærlega góðir drengir. Þá
er og ekki unnt annað en að minn-
ast hins líka, að þeir voru á með-
al hinna fremstu í iðn þeirri, sem
faðir þeirra hafði svo prýðilega
grundvallað.
Kristinn Pétursson hefir nú, eins
og skáldið góða komst svo fagur-
lega að orði um annan ágætan vin
minn, „ýtt frá landi á víðan víði
vona-fágaðs geims“, og við horf-
um á eftir honum. Vonirnar hans
munu ekki bregðast; svo hafði
hann stýrt að góð mundi honum
landtakan. Hinu tjáir ekki að neita
Bandarískir
bóksalar
Vegna greinar i blöðum um tvo
bandaríska bóksölumenn, þar sem
gefið er í skyn, að ekki sé allt með
felldu um dvöl þeirra hér á landi,
þá hafa þessir menn aflað sér um-
boðssöluleyfis frá borgarfógetan-
um í Reykjavík, og auk þess bréfs
frá Verzlunarráði íslands þar sem
segir meðal annars:
„Hr. Allen G. Roberts hefur ver
ið kynntur fyrir oss sem fram-
kvæmdastjóri fyrir Global Publis-
hing Co., Boston. Mass. USA.
Vér höfum sannfærzt um að til-
boð hr. Roberts er raunverulegt og
að umræddar bækur hafa verið
mótteknar með góðum skilum hér
á landi“.
Hinn sölumaðurinn, Harry O.
Bauer hefur einnig sams konar
bréf frá Verzlunarráði íslands.
FLJÚGIÐ MEÐ
,,H ELGAFELU"
Sími 22120 • Reykjovík
Sími 1202 • Vesf-m.eyjum
Innsbruck —-
Framh. af bls. 7.
byrjun 17. aldar barst skæð
drepsótt til Innsbruck, svo
skæð að heilar fjöldskyldur dóu
og jafnvel heilar ættkvíslir
hurfu að mestu eða öllu af sjón
arsViðinu. Þessi pest barst frá
Suður-Þýzkalandi, en þar hafði
hún þegar gert mikinn usla. Um
leið og fregnir bárust til Inns-
bruck um veikina og að hún
færðist óðfluga suður á bóg’inn
gripu íbúarnir til varúðarráð-
stafana. Gestgjöfum borgarinn
ar var hótað líflátshegningu ef
þeir hýstu sjúka menn eða fólk
frá sýktum svæðum. Enginn
matur mátti fara inn í borgina
fyrr en hann hafði geng’izt und
ir læknisskoðun. Engar sam-
komur voru leyfðar jafnvel ekki
guðsþjónustur. Loks var hverj
um einum skylt að tilkynna öll
sjúkdómstilfelli sem hann vissi
um, svo hægt væri að ganga
úr skugga um hvers eðlis þau
væru.
En einn góðan veðurdag féll
ungur maður niður á götu í
Innsbruck. Drepsóttin hafði
haldið innreið sína í borgina,
enginn vissi hvernig, og nú
hrundi fólkið unnvörpum riiður
vikum og mánuðum saman.
Hún var skæðust um hásumar
ið meðan heitast var í veðri.
Þá var hún svo skæð að prest
ar höfðu ekki við að jarða þá
sem dóu. Engin tök voru held
ur á að smíða kistur utan um
líkin. Þau voru látin í poka og
grafin. Engin vissi lengur nöfn
þeirra sem grafnir voru. Þe’ir
sem tök höfðu á, flýðu burt úr
borginni og reyndu að einangra
sig á afskekktum stöðum.
Einnig í þetta skipti gripu
íbúarnir í Innsbruck til Vitur-
legra varúðarráðstafana. Um
leið og einhver veiktist var
hann umsv’ifalaust fluttur í
bráðabirgðasjúkrahús eða skýli,
sem komið hafði verið upp fyr
ir pestarsjúka. Matar- og
drykkjarföng voru færð að
sjúkrahússdyrunum, en þangað
urðu sjúklingarnir sjálfir að
sækja þau, eða þá hjúkrunar-
fólk, sem uppi stóð. Fatnaður
og vinnuföt sjúklinga voru
brennd. Ef einhver vildi eða
þurfti að kaupa eitthvað varð
sá að láta peningana í sótt-
hreinsandi vatn og þangað varð
seljandinn að sækja þá. Allar
þessar ráðstafanir munu hafa
dregið að meira eða minna leyti
úr útbreiðslu ve’ikinnar og
bjargað mörgu mannslífinu.
Öll nærliggjand’i þorp við
Innsbruck hlutu meira eca
minna afhroð af völdum veik-
innar að einu undanskildu.
Þangað barst drepsóttin ekki
og það mun hafa hjálpað að
íbúarnir settu hervörð um þorp
ið. Einn ungur maður, sem átti
kærustu í næsta þorpi, óhlýðn
aðist banninu. En þegar hann
ætlaði heim til sín aftur skutu
verðirnir hann.