Vísir - 21.05.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 21.05.1965, Blaðsíða 8
V í S IR . Föstudagur 21. maí 1965. ’ZSS Utgetandi Blaðaútgatan VtSIR Ritstiðn Gunnar G Schram AðstoðarntstjOri Axe' Thorstemson Fréttastjörar Jónas Knstjánsson Porsteinn C Fhorarenser Ritstjórnarskrifstotut Laugavegi 17F Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr a mánuði f lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur' Prentsmiðja Visis - Edda h.t ísland og EFTA Á blaðamannafundi í Osló í vikunm bkýrði Bjarni Benediktsson frá því, að aðild íslands að Fríverzl- unarbandalagi Evrópu (EFTA) væri nú til alvarlegr- ar íhugunar og hefðu þegar farið fram könnunarvið- ræður um málið. Ekki er furða þótt aðild okkar að bandalaginu sé aftur komin á dagskrá. í því eru margar af okkar beztu viðskiptaþjóðum En þar sem við stöndum utan bandalagsins. fara viðskiptakjör okkar gagnvart þessum þjóðum versnandi með hverju misserinu sem líður. Markmið Fríverzlunar- bandalagsins er sem kunnugt er það að fella niður tolla innbyrðis. Þróunin hefur þannig orðið sú, að í Bretlandi er nú aðeins 3% tollur á innflutningi freð- fisks frá bandalagslöndunum, þar á meðal Noregi og Danmörku og brátt verður hann enginn. Við ís- lendingar verðum hins vegar að greiða 10% toll af okkar fiskinnflutningi til Bretlands. Er augljóst mál, hve miklu verri viðskiptaaðstaða okkar er þegar þannig munar senn 10% á innflutningsverði íslenzka fiskjarins og fiskjar frá öðrúrn löndum bandalagsins. Og sama sagan endurtekur sig hvað aðra vöruflokka snertir, ekki aðeins varðandi innflutning til Bretlands heldur einnig allra annarra bandalagslandanna. Á síðasta ári kom helmingur innflutnings okkar frá löndum Fríverzlunarbandalagsins og 44% af útflutn- ingsvörum okkar var seldur þar. Af þeim tölum sést hve mikilla verzlunar- og viðskiptahagsmuna við eig- um að gæta í þessum löndum. Norðurlöndin ljúka upp einum munni um það„ að þeim sé mikill efna- hagslegur styrkur af þátttöku í bandalaginu. Unnið er nú að því að styrkja það og efla, þótt eitt þátt- tökulandið, Austurríki, leiti samninga við Efnahags- bandalagið þessa mánuði. Rætt var um hugsanlega sameiningu Fríverzlunarbandalagsins og Efnahags- bandalagsins fyrir nokkru, en sýnt er, að af slíkri sameiningu verður ekki fyrst um sinn. Þes vegna er vissulega tímabært fyrir okkur íslendinga að gerast aðilar að tollabandalagi þeirra þjóða, sem okkur eru skyldastar. Af því er augljós hagur. Ella munum við einangrazt æ meir frá mörkuðum nágrannalandanna, því tollsvæði Efnahagsbandalagsins verður okkur æ lokaðra land. Osigur Wilsons Qsigur Verkamannaflokksins brezka hefur vakið mikla athygli, ekki sízt vegna þess hve hann kom á óvart. Vann íhaldsflokkurinn meirihluta í 21 borg- um og fjölda sveitahéraða. Efalaust er talið, að ótti brezkra kjósenda við þjóðnýtingarstefnu stjórnar Wilsons hafi hér valdið straumhvörfum. Leið ríkis- sósíalismans hefur verið hafnað og er nú aðstaða Verkamannaflokksstjórnarinnar verri en nokkru sinni fyrr. Er það að vonum. Brezka þjóðin gerir sér ljóst, að sósíalisminn er ekki töfraorðið. Ráða tveir Grænfendingar úrslitum um þjóðaratkvæði? Þess er nú beðið með hinum mesta spenningi, hvort foringi danska íhaldsflokksins, Poul Möller, tekst að ná sam- an 60 undirskriftum til þess að þröngva fram að þjóðaratkvæðagreiðsla verði háð um handrita- afhendinguna. Blöð danska íhaldsflokksins beita nú mjög sterkum áróðri í þessu máli, forustugreinar blaðanna Berlingske Tidende, Berlingske Aftenavis og BT hafa fjallað um málið og rætt um það í all æsilegum tón, að nú séu síðustu forvöð að bjarga hinum dönsku kjörgripum. Grænlendingar Það er til dæmis um aðgangs hörku andstæðinganna í hand- ritamáiinu, að nú leita þeir eftir því að fá tvo grænlenzka þing- menn til þess að bjarga þessum „dönsku“ þjóðarverðmætum. Þingmenn þessir heita Knud Hertling og Nikolaj Rosing. En svo illa stendur á, að þeir eru nú staddir um þesa=- rnundir á landráðsfundi í Oreenlandi. Hef- ur Poul Möller verið að reyna að komast í samband við þá í Grænlandi og fá til að senda skeyti um að þeir vilji þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ekki er vitað um hvaða ákvörðun þeir taka, en það kom fram við umræður í þinginu fyrr í vetur, að Græn- lendingamir voru andvígir af- hendingu, sérstakl. á Flateyjar- bók sem inniheldur frásagnir um fund Grænlands. Tekið skal fram að annar þessara manna Nikolaj Rosing undirritaði 1961 áskorunina um að fresta hand ritamálinu til næsta kjörtíma- bils. Færeyingar Færeyingar eiga líka tvo þing menn á danska þjóðþinginu. Annar þeirra Peter Mohr Dam er Jafnaðarmaður og stendur hann með dönsku stjórninni með afhendingu. Hinn Færeyingur- inn Poul A. Andreasen hefur til- kynnt að hann muni ekki undir skrifa tilmælin um þjóðarat- kvæðagreiðslu. Minna má á í þessu sambandi að Flateyjarbók er Færeyingasaga, mikilvægasta heimildin sem til er um fornsög ur Færeyja. Allur íhaldsflokkurinn er fylgj andi þjóðaratkvæðagreiðslu, líka þeir tveir flokksmenn sem greiddu atkvæði með afhend- ingu handritanna, þau K. Thest- rup og Hanne Budts. Þá hafa þeir undirritað áskorun um þjóð aratkvæðagreiðslu Börge Dider- ichsen og Niels Vesterby, sem klufu sig út úr Vinstri flokkn- um á dögunum. Móti þjóðaratkvæðagreiðslu standa þrír flokkar í heild Jafn aðarmenn, Larsen kommúnistar og Radikali flokkurinn. Enginn úr þessum flokkum mun undir- rita plaggið. Hvað gera Vinstri menn? Er nú allt undir því komið, hverjar undirtektirnar verða í Grænlendingurinn Knud Hertling Vinstri flokknum sem var klof- inn í afstöðu sinni til handritaaf hendingar. Við skulum líta aðeins betur á þennan hóp, sem getur haft úrslit málsins í hendi sér. Árið 1961 undirrituðu 23 þing Grænlendingurinn Nikolaj Rosing menn úr Vinstri flokknum á- skorun um að fresta handrita- málinu eitt kjörtimabil. Af þess um 23 sitja 15 enn á þingi. Það eru þeir sem ráða nú málinu. Þeir greiddu nú flestir atkvæði á móti afhendingu. Þessir 15 eru: Anders Andersen Sören Andersen Peter E. Eriksen Per Federspiel Jens Foged Holger Hansen Gustav Holmberg Sören Jensen Thisted Knudsen Ejner Kristensen Peter Larsen Johan Philipsen Finn Poulsen Ib Thyregod Kristian Östergaard Thyregod skrifar ekki undir Fremstur í þeim hópi Vinstri manna sem er mótfallinn afhend ingu hefur verið Ib Thyregod. Hann hefur nú lýst því ákveðið yfir, að hann muni ekki undir- rita áskorun um þjóðaratkvæða greiðslu. Hann byggir þetta á því að árið 1961 hafi málinu ver ið frestað á þeim grundvelli að um eignarnám væri að ræða. Þess vegna sé það fjarstætt að fara nú að bera málið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ýmsir aðrir Vinstri menn eru sömu skoðunar í þessu og hann. Svo kannski geta þessir Vinstri menn staðizt þröngvanimar, þó þeir eigi ekki sjö dagana sæla um þessar mundir með menn eins og Bröndum Nielsen yfir sér. Áskorun um þjóðaratkvæða- greiðslu frá 60 þingmönnum þarf að hafa borizt forseta þingsins fyrir laugardagskvöld, annars er þjóðaratkvæðagreiðslan úr sögunni. Takist að ná tilskyld- um fjölda skal þjóðaratkvæða- greiðsla fara fram eftir 12 til 18 vikur. Túlkunartöfrar Tónlistarfélagið og Norræna- félagið tóku höndum saman með að bjóða Reykvíkingum upp á finnskt Ijóðakvöld s.l. tvö kvöld í Austurbæjarbíói. Flytjendur finnsku ljóðlaganna voru söng konan Margit Tuure, sem söng af miklum myndarleik og áhrifa mikilli túlkunargáfu, og Mar- garet Kilpinen, sem lék á píanó ið af nærfærni og stillingu. Rödd söngkonunnar er djúp og styrk, en jaðrar við dálítinn ósveigjanleika. Efnisskráin skipt ist milli þeirra Yrjö Kilpinen og Jean Sibeliusar. Lög Kilpin- ens hljómuðu öll nokkuð keim- líkt, með „gráleitu“ hljómavali og þungum orgelpunktum. Þau stóðu óneitanlega all höllum fæti gagnvart lögum Sibeliusar, þótt ekki væri nema vegna þess, að þau voru öll sungin á óskilj anlegu máli. Það er alveg nauð- synlegt að hafa texta prentaðan i viðunandi þýðingu handa ókunn ugum, svo að áheyrandi geti tek ið sem virkastan þátt í hínum margslungnu túlkunartöfrum strax við fyrstu kynni. Hinum góðu gestum var vel fagnað (af ótrúlega fáliðuðum áheyrendahópi) og þeir marg- faldlega beðnir um aukalög. Þær óskir voru prýðilega upp- fylltar. Þorkell Sigurbjömsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.