Vísir - 21.05.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 21.05.1965, Blaðsíða 5
▼tSIfi . Föstudagur 21. maí 1965. 5 útlönd í nor^un úbl'önd í morgun utlönd 1 morgim • utlond í morgun Sólarhrings vopnahlé / Dominiku til þess ai siuna særðum Satnkomulag náðist í nótt um sólarhrings vopnahlé í Dóminiku til þess að Rauði krossinn gæti flutt burt særða menn. Áður hafði verið gert samkomulag um 12 klst. vopnahlé, og hafði verið óskað eft'r f'-'.mlengingu þess. Caamano ofu - 1 'éllst á að framlengja það, en i ’ -t Bereira hafði engu svar- að e irninn var útrunninn 1 gær- kvöld:, en í morgun birti brezka útvarpið frétt um áðurgreint sam- komulag. Tveir ráðherrar úr stjóm upp- reistarmanna (Caamano-manna) féllu í gær í götubardaga nálægt þinghúsinu. Caamano kennir banda rískum hermönnum um, en Adlai Stevenson sagði á ráðsfundi í gær- kvöidi, að er mennirnir féllu hafi bandarísku hermennirnir verið bún- ir að grípa til vopna, vegna þess að uppreistarmenn höfðu hafið skothríð á þá. Federemkov fulltrúi Rússa itrek- aði fyrri kröfu sína um atkvæða- greiðslu þegar um tillögu sovét- stjómarinnar, að Bandaríkin kalli heim her sinn. Bandah'kjastjórn neitar algerlega, ÁUGLÝSING um dráttarvexti Með hinni almennu vaxtabreytingu, sem tók gildi við innlánsstofnanir um s.l. áramót, var ákveðin sú regla, að' heimilt væri að taka 1% dráttarvexti á mánuði eða fyrir brot úr mánuði af öllum lánum nema víxlum. Var þá tekið fram í tilkynningu Seðlabankans, dags. 30. desember s.l., að leitað yrði nauðsynlegr- ar lagaheimildar þannig, að sömu reglu mætti taka upp um víxla. Hin 10. þ. m. voru afgreidd frá Alþingi lög um breytingar á lögum um víxla og tékka, sem voru staðfest í dag. Fela þau í sér að Seðlabankanum er falið að ákveða dráttar- vexti af þessum skuldaskjölum. í framhaldi þessa, með tilvísun til 13. gr. laga nr. 10/1961, sbr. nefndar breytingar á víxla- og tékkalögum, hefur bankastjórnin ákveðið, að höfðu samráði við bankaráðið, að dráttarvextir (vanskilavextir) af víxlum og tékkum við innlánsstofnanir skuli vera 1% á mánuði eða fyrir brot úr mánuði, en þóknun, sem nam Vz% fjárhæðar víxils eða tékka, fellur niður. Með mánuði er átt við hvert 30 daga tímabil. Gildir vaxtabreytingin frá og með í dag. Á það skal bent, að í lánsviðskiptum utan innlánsstofnana, er heimilt að áskilja þá vexti, sem Seðlabankinn leyfir innlánsstofn- unum að taka hæsta. 18. maí 1965 SEÐLABANKI ÍSLANDS að lið Bandaríkjanna styðji lið Bereira gegn uppreistarmönnum. Bereira segir lið sitt vera að „hreinsa til“ í norðurhverfum borgarinnar eftir að sigrazt hafði verið á uppreistarmönnum þar. í fyrrad. var deilt í ráðinu. Steven son sagði, að bandaríska liðið hefði ekkert umboð til þess að stöðva átökin. — Bandaríkin hefðu í upphafi skuldbundið sig til þess að styðja hvorugan aðila, hlutverk liðsins væri að vernda líf og eignir Bandaríkjamanna og það hefði tekið að sér vernd nokkurra sendi- ráða, sem um það hefðu beðið. Mönnuðu Gemini-geimfuri skotið ú loft 3. júní í NTB-frétt frá Washington seg- ir, að Geminigeimfarinu banda- ríska mönnuðu tveimur geimförum verði skot'ið á loft 3. júní ef veður skiiyrði verða hagstæð, annars svo fljótt sem þau leyfa. Það er ráð- gert, að það verði 4 daga á ferð kringum jörðu. Geimrannsóknastofnunin 1 Wash ington NASA, vildi ekkert um það segja í morgun, hvort geimfararnir yrðu látnir gera tilraun til þess að yfirgefa geimskipið, meðan bað er á ferð sinni umhverfis jörðina. Munu enn verða tilraunir með geimklæðnað geimfaranna og loku- útbúnað á geimfarinu, áður en á- kvörðunin verður tekin um, hvort þeir muni reyna að vinna sama, svipað eða enn meira afrek en Alexei Leonov, sovézki geimfarinn. Geimfaramir eru James Mc Dovitt 35 ára og Edward White að stoðarmaður hans 34 ára. Hinn ráðgerða geimferð þeirra er hin næstlengsta, sem gerð hefir verið. Formaður Dansk-skánska fé- lagsins, Erik Weggerup með fánann. Fúnamúl ú Skúni Blaðið Aktuelt i Kaupmanna- höfn segir Málmey f Svíþjóð fyrr hafa verið höfuðstöð ný- nazista i Evrópu, en siðan einn hinna sænsku, sjálfskipuðu „foringja“, fluttist þaðan til Stangness nyrðra, hafi þeir ekki látið sjá sig opinberlega. En þama sé stöðugt við lýði fasc- istisk þjóðemishreyfing, sem miðar að þvf að koma á sams konar fyrirkomulagi og Musso- lini, og neita leiðtogar hennar harðlega að vera nazistar, en svo er lika á Skáni félag sem heitir DANSK-SKANSK FOR- ENING, en Skánn var einu sinnl danskt land. Félagið vill efla á- hrif danskrar menningar á Skáni og hefur sinn eigin fána, sem það vill að verði fáni Skán- ar, komgulur kross á rauðum feldi. í STUTTU MÁLI ► Brezkur, heimskunnur efna- hags- og félagsmálasérfræðing- ur Sir Roy Harrod segir f nýút- kominni bók hjá Mcmillanfor- laginu, að Bretland verði ef til vill að láta auka-innflutnings- tollinn vera i gildi i 4 ár. Sir Roy er háskólakennari í Oxford og höfundur margra bóka um efnáhags- og félagsmál og hann hefir verið ráðunautur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, og Sir Winst ons Churchills er hann var for- sætisráðherra. „Það er hugsan- legt, að skilningsríkir banka- menn þjóðbanka reynist fús- ir til jjess að fá okkur til umráða einn milljarð punda á næstu 4 árum, en ég efast um það, og ef við höfum ekki pen- ingana handbæra, verðum við að halda f auka-innflutningstoll inn, þótt óæskilegt sé. Maður verður að óska þes, að brezka stjómin — án tillits til hvaða flokkur kann að fara með stjórn sé nægilega vitiborin til að gera þetta. ► Bandarískar flugvélar gerðu sprengjuárásir f fyrrinótt á her- flutningalestir 145 km. fyrir sunnan Hanoi. Fjórir af 15 her flutningabílum vora eyðilagðir. Flugvélamar vom frá flugvéla skipinu Coral Sea og komu allar aftur. ► Ráð sem starfar i tengslum við WHO (Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna) ætlar að koma upp sinni eigin stofnun til rannsókna á krabbameini. ► öryggisráðið hefir krafizt þess að Portúgal hætti að skerða hlutleysi Senegal með flugferðum frá Portúgölsku Guineu inn yfir landamæri Sene gal og með skyndiferðum á landi inn yfir landamærin. ► Það er nú opinberlega til- kynnt f Pakistan, að 12.033 manns hafi farizt af völdum hvirfilvindsins og flóðbylgjunn- ar og 1334 saknað. ► Argentinustjóm hefir aftur kallað tillögur sinar um að senda Ilð til Santo Domlngo vegna mikillar andspymn gegn þvf heima fyrir. ► Bandaríkj amenn skutu ný- lega á loft átta gervihnöttum I einu, öllum með sömu eldflaug- inni (Thor Agena) og fara nú gervihnettir þessir kringum jörðu i 902 — 940 km f jarlægð. ALLT A AÐ SELJAST Seljum næstu daga bólstruð stálhúsgögn. Eins og: Eldhúsborð 120x70 eða 60x100 og 4 stólar (bak sett (innbrennt) ............. kr. 2.300.00 Eldhúsborð 120x70 eða 60x100, fallegt mynstur — 895.00 Bakstólar ..................... — 375.00 Kollar, bólstraðir — aðeins.... — 100.00 ALLT VANDAÐAR OG GÓÐAR VÖRUR Athugið, að við erum að hætta og gefum þetta einstaklega lága verð, sem er allt að helmingi lægra en búðarverð. — Sendum heim. Þér getið fengið vörumar heim með yður strax. — Ath., að þetta stendur stuttan tíma. Stúlhúsgagnabélstrun Álfabrekku v/Suðurlandsbraut

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.