Vísir - 21.05.1965, Blaðsíða 7
y í SIR . Föstudagur 21. maí 1965.
EFTIR
ÞORSTEIN
JÓSEPSSON
Hlutverk borgardómara
Borgardómarinn í Innsbruck
mátti aðeins kveða upp dóm í
minniháttarmálum, yfir smá-
þjófum og afglöpum, sem ekki
höfðu miklar sak'ir að baki.
Landsdómari felldi úrskurð í
stórmálum, þar sem valt á lffi
afbrotamannsins. Hinsvegar
hafði borgardómar'inn með
frumrannsókn mála að gera og
hafði í þeim efnum hverskonar
pyntingartæki sér til aðstoðar
til að flýta fyrir rannsóknum
og játningum. Ef dómaranum
þótti sýnt að dómsúrskurður
leiddi til líflátshegningar — og
t’il þess þurfti sökin engan veg
in að vera mikil — þá var það
síðan að flytja fangann í bönd
um út á brúna yfir Inn. Þar var
hann afhentur landsdómaranum
við hátíðlega athöfn og fluttúr
í annað og verra fangelsi. Þess
eru fádæmi að fang'i, sem sætti
vörunar svo þær leiddust ekk’i
f samskonar freistni, skyldi
stúlkuauminginn sett í gapa-
stokk 3 daga í röð á fjölförnu
stræti, og að því búnu fór af-
takan fram að viðstöddu fjöl-
menn'i, sem þótti sjálfsagður
siður undir þvílíkum kringum-
stæðum. Siðsamt fólk og heið-
arlegt mátti ekki láta sig vanta
við svo hátfðlega athöfn.
Eftirlit með veitingasölu
og matvælaframleiðslu.
Á miðöldum stunduðu flestir
íbúar Innsbruck jöfnum hönd-
um einhverskonar iðnað; eða
verzlun éða gistihúsa og veit-
ingarekstur, ásamt landbúnað'i.
Veitingar og gisting voru fljótt
ein af höfuðatvinnugreinum
Innsbruckbúa, og er það raunar
enn í dag. Strangar reglur giltu
um veitingahúsarekstur og
náðu þær jafnt til gestsins sem
gestgjafans. T. d. mátti gestur
ekki blóta, ekki guðlasta og
ekki drekka sig ofurölfi innan
veggja veitingahúss. Ef hann
varð uppvís að einhverju þessu
var honum hegnt og fór hegn-
ingin eftir mik'ilvægi brotsins
hverju sinni, líka hvort um
ítrekun var að ræða eða ekki
Vægasta hegn'ing var þriggja
Úr elzta hluta Innsbruckborgar. Húsin eru mörg hundruð ára gömul. Á miðri mynd er farlama
blaðasali á hjólastóli.
Svipmyndir frá INNSBRUCK
slíkri meðferð, slyppi lifandi.
Oftast var hann einhvern næstu
daga hengdur upp á gálga,
höggvið af honum höfuð'ið með
sverði, eða ef sakir voru stórar,
bútaður lifandi í sundur, lim fyr
ir l'im unz honum blæddi út.
Þungir dómar
fyrir litlar sakir.
Dómar á miðöldum voru alla
jafna harðir og miskunnarlaus
ir, sama í hvaða landi álfunnar
það var.
Vægð var naumast sýnd, jafn
vel ekki Við smávægilegustu yf
irsjónir. Dómarinn leitaði ekki
að eðli eða orsök glæps'ins, og
hann sá ekki ástæðu til að taka
tillit til aðstæðna 1 einu eða
neinu. Ef brot var fyrir hendi,
lá við því ákveðin hegning. Eitt
dæmi skal tekið úr gamalli
dómsbók frá Innsbruck. Sak-
bom'ingurinn var ung stúlka
úr sveit, er hafði ráðið sig sem
vinnukonu til lénsherra í Inns
bruck. Einn góðan veðurdag
var henni veitt leyfi til að fara
á skemmtun í borginni. Við það
tækifæri greip hún t'il hálskeðju
húsmóður sinnar til að skreyta
sig með á skemmtuninni og til
að hún gengi fremur í augun á
piltunum. Sjálf bar hún fyrir
rétti að hún hafi ætlað að sk'ila
festinni á sinn stað og án þess
að húsmóðirin kæmist að því.
En áður en af því yrði fannst
festin f vörzlu stúlkunnar og
hún var kærð fyrir borgardóm
aranum. Borgardómarinn komst
að þeirri niðurstöðu að festin
væri méira virði en svo, að
hann mætti dæma í málinu,
þessvegna var stúlkan flutt i
hlekkjum út á Innsbrúna og
afhent landsdómaranum við
venjulega athöfn og venjulega
fjölmennan áhorfendaskara.
Landsdömarinn leit yfir máls
gögnin, spurð'i stúlkuna síðan
hvort hún viðurkenndi brot sitt,
og þegar hún gerði það, stóð
ekki á dómnum. Hún hafði
gerzt sek um stórglæp og
skyldi hálshöggvast á t'ilteknum
degi á aftökutorgi borgarinnar.
En öðrum vinnukonum til við
daga fangelsi upp á vatn og
brauð. Aðrar og þyngri refsing
ar voru gapastokkur, hýðing
eða jafnvel eignanám. Ef um
ítrekað brot var að ræða var
skorin úr manni tungan eða
hann landrækur gerður.
Borgarbúar sjálfir, að borgar
ráðsmönnum einum undantekn
um, urðu að hafa yfirgefið veit
'ingahús fyrir kl. 9 að kvöldi.
Næturgestir svo og gestir
þeirra, máttu sitja lengur að
drykkju.
Borgarstjóri og borgarráðið
fylgdist vel með gestgjöfum,
bökurum og vfnssölum. Ef gest
gjafi brást skyldu sinni að til
kynna komu næturgests varð
hann að sæta minnst eins dags
fangelsi. Hann var skyldugur
að skrá verð veitinga sinna á
veggi eða spjöld, þar sem al-
menningi gafst kostur á að
kynna sér það. Ef hann gerði
það ekki, þurfti vegfarandinn
heldur ekki að borga veitingarn
ar. Sýn'ishorn af vínum voru
iðulega tekin til að ganga úr
skugga um að vínið væri eklri
blandað með vatn'i. Áþekkt eft
irlit var haft með bökuruni pg.
þeir settir vægðarlaust í tukt
hús ef brauðin þeirra stóðust
ekk’i tilskilda þyngd.
II
Frameftir öldum var líf Inns
bruckbúa allt annað en það
varð síðar. Þá spásseruðu svín,
kýr, alifuglar, hestar og geitur
um götur borgarinnar. Mykju
og hrossataðshaugar á götum
og torgum var algeng sjón.
Steinar voru fyrir framan flest
gistihús og voru til að ferða-
langarnir ættu auðveldara með
að komast á bak og af baki.
Það voru bakþúfur Innsbruck-
búa. Enn sér minjar þeirra á
stöku stað. Hreinlæti var þá
ábótavant, þar sem annars stað
ar, en nú er Innsbruck ein
hreinlegasta borg sem hugazt
SpíSír ifignit>ííji?.ug9fgn6l
iEmf^sýBarsEvarúðarráö-
stafanir gegn holdsveiki
Þó má segja að Innsbruckbú
. eða borgaryfirvöldin þar
ar
Víða í gamla borgarhlutanum í Insbruck eru gangstígar undir hús-
unum sjálfum. Slikt var víða siður í m’ðaldaborgum, og er til
mikilla þæginda — í rigningu.
m m
Onnur grein
hafi verið furðu framsýn á mið
öldum þegar pestir eða drep-
sóttir bar að garði, og að þá
hafi þeir gripið tii hréinlætis-
og varnarráðstafana, sem mega
í senn teljast furðulegar og
undraverðar á þeim tíma.
Snemma á miðöldum barst
holdsveiki til Innsbruck með
krossförum, pílagrímum og
kaupmönnum. Holdsveikin er
hroðalegur sjúkdómur og það
mættu íslendingar manna
gerzt vita. Heilir líkamshlut-
ar urðu að einu samfelldu sári
og grotnuðu síðan smám sam
an sundur, duttu jafnvel af
líkamanum. Andlit' fólksins
urðu að afskræmum sem naUm
ást minnti á mennska menn. Sá'
sem sýktist var dæmdur til að
þola djöfullggar kvalir og
deyja síðan. Það var engin
lækning til nema dauðinn einn.
Viðbrögð íbúanna í Inns-
bruck gagnvart holdsveikinni
var, eins og áður getur, hæsta
furðuleg, enda virðast þeir fljót
lega hafa gert sér grein fyrir
' veikinni og afleiðingum henn-
ar. Þeir forðuðust réttilega allt
samneyti við holdsveika og
ráku þá án allrar miskunnar,
hvort heldur þeir voru rik-
ir eða fátækir, út fyrir borgar
múrana. En utan borgarvirkis
ins var komið upp sérstökum
sjúkrahúsum í byrjun 14. aldar,
sem einvörðungu voru ætluð
holdsveikisjúklingum. Fátækir
fengu ókeypis sjúkrahússvist,
ríkir urðu að borga. En auk
þess bárust margar gjafir, áheit
og samskot til holdsveikra og
fyrir bragðið voru þeir tiltölu
lega ríkulega haldnir í mat og
öðrum aðbúnaði.
Útilokaðir frá manniegu
sálufélagi.
Hver sá, sem hafði minnsta
grun um að hann hefði tekið
eða gengi með holdsveiki var
skyldur til að gefa sig fram
við borgaryfirvöldin. Ef einhver
vissi, eða hafði grun um holds
veikan nágranna sinn, var sá
éinnig skyldur að segja til
hans. Og um leið og full vissa
fékkst um holdsveikissjúkling
innan borgarmúranna var hann
fluttur í prósessíu til næstu
kirkju undir sálmas. og bæna
gerð. I’ kirkjunni las presturinn
sálumessu yfir sjúklingnum og
veltti honum aflausn. Undir
bænalestri og signingum- færði
presturinn þéim holdsveika sér
stakan fatpað', ’sem allir holds
veikir voru skyldir að klæðast,
svo þeir væru auðþekktir frá
öðru fólki. Fatnaðinum fylgdu
sérstakir glófar, gönguprik,
drykkjarkrús og malpoki. Er
1 þessari athöfn var lokið hélt
prósessían út úr kirkjunni til
sjúkrahússins, og þar var sjúkl
ingurinn lagður inn. Þaðan átti
hann ékki afturkv. Hann var
lifandi grafinn og útilokaður
frá mannlegu sálufélagi, nema
með þjáningarbræðrum sínum.
Hann mátti aldrei koma í ná-
lægð heilbrigðs manns, mátti
aldrei snerta nokkurn hiut ber-
um höndum, aldrei drekka úr
rennandi lind. Með þessum ráð
stöfunum ásamt auknu hrein-
læti og betri húsakynnum í
borginni sjálfri tókst íbúunum
að útrýma holdsveikinni að
fullu og öllu á fyrri hluta 17.
aldar. Þá hafði hún herjað sam-
fleytt í þrjár heilar aldir og
valdið miklu tjóni.
Höfðu ekki við að jarða
dauða
Mörgum öldum seinna eða í
Framh á 4 síðu