Vísir - 21.05.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 21.05.1965, Blaðsíða 9
VlSIR . Föstudagur 21. maí 1965. «01 ☆ Tjann 3. maí gerðist einkenni- legur atburður suður í Kari- bíska hafinu. Bandarískt herlið gekk á land í Dóminíska lýð- veldinu, litlu eyríki sem tekur yfir helming eyjunnar Hispan- iola skammt austur af Kúbu. Bandn'ska liðið framkvæmdi aðgerðir sínar í þeim yfirlýsta tilgangi að skerast í leikinn í innanlandsstjómmálum þessa ríkis, uppreisn hafði brotizt út í landinu, blóðug borgarastyrj- öld vofði yfir. En meginástæðan til þess að Bandaríkjamenn tóku í taumana var að þeir óttuðust, að fremur fámennur hópur kommúnista sem tók þátt í uppreisninni næði þar töglum og högldum. Bandaríkjamenn kipptust við, eins og Johnson forseti sagði vegna þess, að „við kærum okkur ekkert um að fá aðra Kúbu“. TJið bandaríska herlið tók sér einkum stöðvar í höfuð- borginni Santo Domingo, en þar hafði uppreisnin einmitt brotizt út og höfðu uppreisnarmenn þá Bandaríkjamenn standa vörð utan um hverfi uppreisnarmanna í höfuðborginni San Domingo. Að öðru leyti aðhafast þe’r ekkert, þeir brauðfæða meira að segja fólkið úr uppreisnarhverfinu. Hér sést það standa í biðröð við matgjafarstöð bandaríska liðsins. Banda- riskir hermenn standa hjá. A tburðirnir í Dómíníska lýðveldinu á valdi sínu hverfi í miðborg- inni. Aðgerðunum höguðu Bandaríkjamenn þannig, að ekki kom til neinna vopnaðra átaka. Þeir umkringdu uppreisnar- hverfið og hindruðu bardaga milli hinna innlendu deiluaðila, sem þá höfðu staðið í nokkra daga. Síðan hefur allt setið við það sama. Uppreisnarmenn sitja innilokaðir bak við götuvirki í hverfinu og Bandaríkjamenn standa vörð í kringum án þess að gera neinar tilraunir til að uppræta uppreisnina í stað þess reyna þeir að fá samband Ameríkuríkjanna til að senda herlið til landsins í því skyni, að samband þetta taki á sig sameiginlega ábyrgð fyrir að uppræta byltingu með vopna- valdi. Undirtektir undir það hafa fram að þessu verið dauf- ar, svo að allt situr við það sama. Tjegar við íhugum þetta mál, * skulum við fyrst fara mörg ár aftur í tímann. Dómíníska lýðveldið er gott og gróðursælt land, en íbúar þess hafa um langt skeið búið við hinar mestu hörmungar og harðstjórn. Valda tími einræðisherrans Rafael Trujillo, 30 ár, voru ömurlegt tímabil fyrir nærri 3 milljónir ibúa þess. Suður-Amerískt stjórnarfar hefur löngum verið alræmt og slæmt var ástandið undir hinum illræmda Batista á Kúbu, sem varð undanfari Castro-valdatökunnar. En þó held ég að öllum sem kynnzt hafa ástandinu þarna beri saman um að verst hafi það bó verið í Dómíníska lýðveldinu. það er örðugt að gefa lýsingu á því í stuttri grein, en segja má, að Trujillo hafi rekið rikið eins og fjölskyldufyrirtæki sitt. Segja má að hann hafi tekið allan afraksturinn og hirt hann sjálfur eða úthlutað fjöl- skyldumeðlimum sínum eða gæðingum. Landið hefur notið talsverðrar efnahagsaðst. frá Bandaríkjunum, en það hefur komið fyrir ekki. Allt hefur það horfið í vasa og bankahólf Trujillos. Valdi sínu hélt hann svo uppi með líkum aðferðum og tíðkuðust í Rússlandi á verstu dögum Stalins eða á naz- istatímunum í Þýzkalandi með lögregluofsóknum og hreinum morðum og stórglæpum. Á þessum tíma hefur varla verið reistur nokkur skóli i land inu, varla eitt sjúkrahús. At- vinnuvegimir hafa staðnað, fólkið lifað í hungri og eymd, lengi svipt öllum vonum um að úr myndi rætast. Þannig er hinn raunverulegi grundvöllur uppreisnarinnar, alveg með sama hætti og á Kúbu á sínum tíma. jp^n svo gerðist það fyrir eitt- hvað þremur til fjórum ár- um, að nokkrir liðsforingjar og gamlir gæðingar Trujiilos sem nú voru orðnir f jandmenn hans, tóku sig saman um að ryðja honum úr vegi og myrtu hann. Þar með andaoi landsíýður iéttara, dauoi harðstjórans kveikti iítinn vonameista. En iandið er svo hörmuiega ieikið eftir valdatíma Trujillos, að það verður að draga í efa að það sé fært um að stjórna sér sjáift. Deilur hófust um völdin og hefur gengið á ýmsu, gamlir Trujillo-menn í hópi herforingja vilja halda ógnarstjórninni á- fram og hirða nú sjálfir arðinn, aftur koma aðrir sem viija koma á lýðstjórn, skiptir í marga fiokka og neðst á listanum koma kommúnistarnir sem þykiast iá í eymdinni í landinu möguleika á nýrri Kúbu. JFjað sem gerzt hafði nú um mánaðamótin apríl—maí var að enn ein byltingartilraun var framkvæmd í landinu. En að þessu sinni voru þetta ekki fyrst og fremst herforingjar sem voru að bítast um völdin, þó að ýmsir þeirra væru einnig í upp- reisnarliðinu. Voru þessir upp- reisnarmenn þvert á móti studd- ir af ýmsum fylgismönnum mið- flokka, vinstri sinnuðum mönn- um og einnig af kommúnistum, sem þó eru taldir fámennur hóp- ur þar f landi. En uppreisnarmenn mættu harðri mótspyrnu hersins og þegar reyndi á, fór svo að ýms- ir þeir í hópnum sem voru hæg fara og íekið nöfðu með hálfum huga þátt í aðgerðunum guggti- uðu og vildu leggja niður vopn. En þá var það sem hinn harð- skeytti hópur kommúnista i upp reisnarliðinu kom fram á sión arsviðið. Segir sagan að þeim hafi tekizt að hrifsa til sín for ustuna og hafi þeir m.a, haft yfir að ráða talsverðu magni af vopnum, sem þeir dreifðu með- al hópsins um leið og þeir spSr- uðu hveirgi hvatningar að berj- ast þar til yfir lyki. Varð þetta bá um leið mjög til að stappa stálinu í uppreisnarmenn aftur. En ástæðan fyrir þvf að komm únistar voru þess umkomnir að hrifsa þannig til sín frumkvæðið er sögð vera sú, að þeir hafi verið þjálfaðir í skæruiiðaskól um austur á Kúbu og austur í Tékkóslóvakíu beinlínis í þeim lilgangi að beir geti tekið ’ ann ig að sér hlutverk upþreisnar- f|ringjáhiiffiti,BlfibnBd mubnöí I BiÍTÍofítnÖV t; ÁRVrf Jgandaríkjamenn höfðu ekki skipt sér af atburðunum í Dómíníska lýðveldinu fyrr en þeir þóttust vissir um, að komm únistar væru búnir að ná yfir- ráðum í uppreisnarliðinu. For- ingi uppreisnarmanna, er eftir sem áður í orði kveðnu sagður vera liðsforingi að nafni Caam- ano. Sjálfur er hann ekki sagður vera kommúnisti, heldur krist- inn lýðræðissinni, en Bandaríkja menn halda því fram að hann ráði nú engu í rauninni. Hafa þeir líka veitt því athygli. að þegar þeir hafa gert út sendi- menn til að ræða við uppreiss’ arforingjana hafa þeir ekki feng ið að tala við hann einan, held- ur nefnd kommúnista fylgt hon um eftir hvar sem hann hefur farið eins og til að hafa gætur á honum. Jjannio standa málin núna, uppreisnarmenn halda sínu borgarhverfí og það er- þar að auki vist, að. þeir njóta mikilla . vinsælda víð’syegar um iandið, ekki vegna bessí að almúginn sá á bandi kommúnista, heldur vegna þess að þessi uppreisn er ; augum hins sveltandi lýðs eina vonin sem hann hefur eignazt i marga áratugi um iausn undan harðstjórninni gömlu. Þetta fólk sér ekki st iangt, að það geti ímyndað sér, að önnur harð- stjórn hálfu verri og hungur og atvinnuleysi með geti fylgt valdatöku kommúnista í landinu Þess vegna er óhætt að segja, að landslýður befur andúð ð aðgerðum Bandaríkjamanna í landinu. ! • Ástandið í Dómíníska lýðyeJd inu er allt annað en það var á Kúbu á sínum tíma. Á Kúbu lifði í glæðum ofstækisfullt, hat ur á Bandaríkjamönnum og staf aði það af því að bandarísk auð félög frömdu hinar ótrúlegustu arðránsaðgerðir. Auk þess var Havana orðin bandarísk skemmtinýlenda þar sem við- gengust margskonar glæpir og spilling. Dómíníska lýðveldið hef ur ekki orðið fyrir barðinu á slíku í neinum mæli og því er 6 hætt að segja að alþýða manna þar í landi var hliðholl og vin veitt Bandaríkjamönnum. En þeirri vináttu hrakar nú mjög. Ðandaríkjamenn hafa skýrt út nauðsjm aðgerða þessara, sem er einfaldlega sú að komm únistar hafi verið að hrifsa völd in f þessu landL Betur hefði for ustumönnum þeirra skilizt það, að ástæða var til þess fyrr, að hlutast til um innanlandsmál þessa nágrannaríkis. Tíminn til þess var, þegar ósæmandi harð- stjórnareinveldi Trujillos olli fólkinu þjáningu og skelfingum. 'En að hinu ættu Bandaríkja- menr. einnig að gæta, að þessi beinu hernaðarafskipti þeirra og íhlutun í mál nágrannaríkis þeirra hljóta að vekja ekki litla undrun víðsvegar um veröld. Menn spyrja hvort þetta sé ein hver liður í nýrri stefnu Banda ríkjanna gagnvart öðrum lönd- um, að þeir telji sér heimilt sem mesta stórveldi heimsins að fara nú að taka að sér upp á eigin spýtur yfirlögsögn i pólitísku ákvörðunarvaldi ann- arra þjóða heims. Eða kannski nær þetta ekki nema til Ameríku þeim finnst e.t.v. að þeir eigi nokkuð í henni allri. Þorsteinn Thorarensen 4- WiSBSSfcL-j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.