Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 3
Ví,r/TR . Fimmtudagur 10. júní 1965. ' (4 s s t Sjóstangaveiðin nýtur sívax- andi hylli hér, enda ekki að ó- líkindum með annari eins fiski- veiðaþjóð, sem á eins auðug mið rétt uppi f landsteinum. Auk þess sem allmargir iðka þessa heilbrigðu og skemmtilegu veiði mennsku sér til hressingar um helgar, efnir Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur árlega til alþjóð- legra móta, og var mótið f ár háð nú um hvítasunnuna og róið frá Keflavfk. Þátttakendur voru margir — 77 af fimm þjóðemum — og róið á 12 bátum; þetta var sveitakeppni og fjórir kepp- endur f hverri. Svo fóra leikar eftir þriggja daga keppni, að hlutskörpust varð sveit Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli — enda lék granur á áð geminigeimfaramir segðu þeim til miða, þar eð þeir vora á lofti þann tíma, sem mót- ið stóð. Drógu þeir alls 1 smá- lest og 79 kg. Hæstur ein- staklinga varð Láras Ámason Ffá löndun í Keflavíkurhöfn. SJÓSTANGAVEIÐIMÓTIÐ úr Keflavík og dró 371,3 kg, en flesta fiskana dró Eiríkur Eyfjörð, 254 alls. Brezkur mað- ur, H. Pullton, dró hins vegar flestar tegundir fiska. Af kvenna sveitum varð aflahæst sveit úr Reykjavík og aflahæst í þeirri sveit frú Steinunn Roff; dró 291,5 kg, og má það kallast vel að verið. Alls aflaðist 14 smál. 86 kg. á alla bátana, sem þátt tóku í mótinu. zi .-.i - : s. Þetta er hinn hagfræðilegur áifáhgílr'ihötsins, og er þá ó- talinn sá árangur, sem mest er um vert og hvorki verður veg- inn í smálestum né talinn í fisk- um — hin óblandna ánægja af að sitja á miðum í glaðasólskini og blæjalogni og njóta veiði- gleðinnar, sem er hverjum manni í blóð borin. Að ekki sé á minnzt hvíldina frá umferðar- skarkalanum og kapphlaupinu um þann afla, sem eftirsóknar- verðastur þykir á landi. Mynd- imar, sem þessu fylgja, era teknar af einum harðdrægasta veiðigarpi í þessum hópi, Birgi Jóhannssyni, tannlækni. Aftari röð frá vinstri: Ásgeir Óskarsson, Rvík, Konráð Árnason_ Akureyri, Halldór Snorrason, Rvík, Mr. Ward, Keflavikurflugvelli, Óskar Jóhannsson, Rvik, Þórhallur Helgason, Reykjavík. Fremri röð: Skipsmenn af veiðibátnum. Birgir Jóhannsson, tannlæknir, með dagsafla sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.