Vísir - 10.06.1965, Síða 9

Vísir - 10.06.1965, Síða 9
9 VIS .yt . Fimmtu '■n?»nr ’O. jfn: JC-65. Snæbjörn Jónasson verkfræðingur Vegaframkvæmdir á landinu eru í þann veginn að hefjast og ætlunin er að vinna í ár fyrir hærri fjárhæð en nokkru sinni áður. Langstærstu og dýrustu fram kvæmdimar í vegagerð á iand- inu á þessu ári verða Keflavík- urvegurinn og Siglufjarðarveg- urinn nýi um Stráka, sagði Snæ- björn Jónasson fulltrúi vega- málastjóra í viðtali sem Vísir átti við hann fyrir skemmstu. Af öðrum stórframkvæmdum í ár má nefna Múlaveg um Ól- afsfjarðarmúla, nýlagning og endurbygging vega á Vestfjarða- kjálkanum, vegagerð á Möðru- dalsöræfunum, endurbygging vegar í Eldhrauninu í Skafta- fellssýslu og loks má geta um áframhald Þrengslavegar hér í nágrenni Reykjavíkur. Um einn þessara vega — Keflavíkurveg- inn — var getið hér í blaðinu á öðrum stað. Strákavegurinn til Siglufjarð- ar markar að því leyti tímamót í sögu íslenzkrar vegagerðar að þar verður í fyrsta skipti lagður vegur neðanjarðar, um nær 800 metra löng jarðgöng. Vegagerð ríkisins bauð jarð- gangnagerðina og vegalagning- una gegnum göngin út á s,l. vetri og bárust tilboð frá nokkr- um aðilum. Lægsta tilboð var frá Efrafalli og hefur áður ver- ið skýrt frá því i blöðum. Hefur Efrafalli nú verið falin fram- kvæmd verksins og á að skila veginum tilbúnum gegnum göngin fyrir 1. október 1966. Ekki er gert ráð fyrir í tilboð- inu að styrkja þurfúgangnaþak- ið vegna grjóthruns, enda fer það eftir berglögunum hvort þess er þörf eða ekki. Aftur á móti er gert ráð fyrir að gangna munnarnir verði steyptir beggja vegna við göngin. Gert er ráð fyrir að jarð göngin verði 782 metra löng, en þó er hugsanlegt að sú vegalengd breytist eitthvað Ekkí er heldur enn ákveðif hvort akreinar verði tvær eða aðeins ein með útskotum fyrir bíla til að mætast. Ákvörðun Múlavegur fullgerður í ár og Strákaéöngin á næsta ári um það verður ekki tekin fyrr en borunin leiðir í ljós hvort unnt verður án gífurlegs kostn- aðarauka að hafa akreinarnar tvær. Búist er við að fram- kvæmdir við Strákagöngin hefj- ist um n.k. mánaðamót. Þá er Múlavegurinn ein af stórframkvæmdum sumarsins hvað vegagerð snertir. Það verður einn hrikalegasti vegur iandsins og minnir mjög á vegarlagningu í Ölpunum og sums staðar á Ítalíu. Sá vegur liggur utan í snarbrattri fjalls- hlíðinni og hengiflug í sjó nið- ur. Þessi vegarlagning hefur staðið yfir í nokkur undanfarin ár, en nú er meiningin að ljúka henni í sumar og taka veginn f notkun fyrir haustið. Enn er eftir að sprengja og leggja veg um erfiðasta kaflanri á allri leiðinni. Hann er 700 metra langur og liggur milli svokall- aðs Flags og Ófærugjár hátt Ólafsfjarðarmúli frá sjó. Utan í snarbröttum hlíðum hans er verið að leggja hrikalegasta veg á íslandi. , , 1 | í fjallshlíðinni. Fram- X. uppi kvæmdir eru í þann veginn að hefjast þar sem stendur. Að Múlaveginum er geypi- mikil samgöngumót því hann styttir akleiðina milli Ólafsfjarð ar og Akureyrar um hvorki meira né minna en 150 km, eða úr 212 km niður í 62. Jafn- framt styttist akleiðin milli Sigjufjarðar og Akureyrar stór- lega. Að þessum vegaframkvæmd- um slepptum verður mest unnið að meiri háttar vegagerðum á Vestfjarðakjálkanum, m. a. í sambandi við hinar nýju áætl- anir um að skapa þar sérstakar I bci öss tiíivií liuisgnifi sarngörigúfniðstöðyar, ísafjarð- arkaupstað fyrir norðanverðan kjáikann og Patreksfjörð fyrir sunnanverða Vestfirði. Langstærsti liðurinn í þessum framkvæmdum er nýr vegur með ströndum fram í Barða- strandarsýslu, sem á að koma í staðinn fyrir veginn yfir Þingmannaheiði. Verður að þessu mikil samgöngubót því Þingmannaheiði lokast oftast snemma á haustin og opnast ekki fyrr en seint á vorin. Nýi vegurinn .verður í flestum árum fær allan ársins hring, en hann verður eitthvað lengri heldur en vegurinn yfir heiðina. Á- ætlað er að þessi vegarlagning taki 4 ár. Af öðrum vegaframkvæmdum á Vestfjarðakjálkanum má nefna endurbyggingu vegarins yfir Breiðadalsheiði með jarð- göngum efst úr dalnum. Enn- fremur á að endurbyggja veg- inn af Botnsheiði niður í Súg- andafjörð til að koma byggð- inni þar í betra vegasamband en verið hefur til þessa. Gerðar verða miklar endurbætur á Ós- hlíðarvegi milli Bolungavíkur og Hnífsdals, svo og á veginum milli ísafjarðarkaupstaðar og Súðavíkur í Álftafirði. Þessar síðasttöldu vegabætur standa ekki hvað sízt í sambandi við Isafjarðarflugvöll og til að greiða úr samgöngum við hann. Á sama hátt verður reynt að bæta úr samgöngum við Pat- reksfjarðarflugvöll, sem er staðsettur á Sandodda við sunnanverðan Patreksfjörð. Verða gerar miklar endurbætur á veginum þangað frá kauptún- inu á Vatnseyri. Auk þessa á að ljúka vegar- lagningu f Tálknafjörð og end- urbyggja veginn yfir Hálfdán til Bíidudals. Að öllum þessum vegaframkvæmdum verður unn- ið meira eða minna í sumar. m m Vegarlagning um Möðrudals- öræfin — milli Norður- og Austurlands — hefur staðið yf- ir nokkur undanfarin ár og verður þeirri vegargerð haldið áfram i sumar. Á Suðurlandi verða helztu vegaframkvæmdir annars vegar endurbygging vegarins um Eldhraunið og hins vegar fram- haki vegargerðar á Þrengsla- /egi. Vega- eða gatnagerð yfir bveran Kópavog er i höndum sérstakrar nefndar, og á þessu stigi ekki unnt að segja til um hvað þar verður gert. (

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.