Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 10.06.1965, Blaðsíða 16
Ekki enn iHidirskrifnð Fimm verkaiýðsfélög austan- lands hafa enn ekki skrifað undir samnmgana sem náðnst með sammnganefndum fyrir Norður og Austuriandi á mánudaginn. Tvö félög austanlands hafa þegar skrif aö undir. í gær héldu formenn verka- lýðsfélaganna á Neskaupstað, Vopnafirði, Seyð'isfirði, Fáskrúðs- firði og Breiðdalsvfk fund um mál ið. Varð samkomulag um félags- fundi sem halda á í verkalýðsfélög um þessum næstkomandi laugar dag. Verður þar jafnframt rætt um það hvort heldur skuli auglýsa sérstaka taxta á svæði þessara félaga fremur en að ganga að samkomulag'inu. JOKLAMENN OTTAST SKEIÐ- ARÁRHLAUP Á NÆSTUNNI Votnsborð í Grímsvötnum hnfði hækkað um 8V2m. Leiðangur Jöklarannsókna manna sem dvalizt hefur við Grímsvötn í Vatnajökli með Sigurð Þórarinsson sem fyrir- liða er nú kominn ofan af jökl um. Þeir koma með þær fréttir að mjög hafi hækkað í Grfms- vötnum síðan í fyrra, svo að búast megi við hlaupi í Skeið arárjökli hvenær sem er. Hefur hækkað í Grímsvötnum um 8>/2 metra og er vatnsborðið nú i líkri liæð og 1961, þegar hlaup kom síðast í Skeiðará. Leiðangursmenn voru 10 og dvöldust þeir í skálum við Grímsvötn á Svíahnúk. Höfðu Undirritaður viðskipta- samn. við Júgóslava Miðvikudaginn 9. júní 1965 var undirritaður f Reykjavík viðskipta samnhrgur miDi íslands og Júgó- starin. 1 samningnum eru beztukjara- ákvæði að því er varðar tolla, innflutmugsgjöld og siglingar. Greiðslur skulu fara fram í sterl ingspundum eða öðrum frjálsum gjaídeyri. Gildistaka samningsins er háð þeir tvo vélsleða, en með þeim voru auk þess piltar úr Reykja vík með sinn eigin vélsleða. Þegar þessi leiðangur kom niður fóru tveir aðrir leiðangr ar Jöklarannsóknafélagsins upp á jökul og munu þeir vinna að jökulmælingum á vestanverð- um Vatnajökli. Fyrir þeim flokk um voru þeir Sigurjón Rist og Magnús Hallgrímsson. fullg'ildingu, en hann gildir síðan til eins árs og framlengist sjálf- krafa um eitt ár í einu sé honum ekki sagt upp með þriggja mán- aða fyrirvara miðað við 31. des- ember ár hvert. Samninginn undirrituðu Guð- mundur 1. Guðmundsson utanríkis ráðherra og frú Stana Tomasevic sendiherra Júgóslavíu. Við undirritun viðskiptasamningsins. Við borðið sltja Guðmundur I. Guðmundsson, utanrfkisráðherra og Stana Tomesevic, ambassador Júgósiaviu. Á bak vlð standa talið frá vinstri Páll Ásg. Tryggvason, delld- arstjóri, Niels P. Sigurðsson deildarstjóri, dr. Oddur Guðjónsson, viðskiptamálaráðunautur rikisstjórnar- innar, og Milutin Kojic, aðstoðarmaður ambassadorsins. Steypuvinna á Keflavíkur- veginum hófst í gær Beiðni varnarmálanefndar til varnarliðsins: EKKI FRAMAR ÞOTU- FLUG YFIR SURTSE^ I gær var hafizt handa um að steypa Keflavíkurveginn, þ.e. þann hluta, sem eftir er að steypa frá Kúagerði á Vatnsleysuströnd og til Ytri-Njarðvikur, en sfðasti kaflinn frá Njarðvíkum og að svo- kölluðum Fitjum hjá Keflavik verð ur malbikaður, samkvæmt upplýs- ingum, sem Vfsir fékk hjá Snæbiml Jónassyni verkfræðingi hjá Vega- gerð ríkisins. Steypti kaflinn, sem unnið verður að i sumar, er 19 km. langur og er þegar allur undirbyggður. Áð- ur var búið að steypa 17 km. af Keflavíkurveginum, þaðan sem hann liggur út af Hafnarfjarðarveg- inum hjá Engidal og suður f Kúa- Christrup birtir handritastefnuna Christrup hæstaréttarlögmaur i Kaupmannahöfn og lögfræðingur Ámasafns lét f gær birta danska kennslumálaráðuneytinu stefnu vegna laganna um handritaafhend ingu. En i gær hafði konungur staðfest lögin á ríkisráðsfundi. Hefur Christrup stefnt málinu fyr- ir Eystri landsrétt f Kaupmanna- höfn. Ekki er enn ákveðið hvenær málið verður þar teklð fyrir. Málssóknin er byggð á þvl að lögin um handritaafhendingu brjóti í bág við 73. grein dönsku stjómarskrárinnar um friðhelgi e'ignarréttarins. Télur stefnandj að Ámasafn sé sjálfstæð stofnun, og ríkisvaldið geti þvf ekki ráðstafað eignum hennar, rtema með því að fram- kwajma eignamóm. En eignamám verður hinsvegar ekki framkvæmt nema almenriingsheill krefji og fullar bætur komi fyrir það sem tekið er eignarnámi. Stefnandi telur þannig að hér sé um ólöglegt eignarnám að ræða, þar sem ekki sé hægt að sjá, að almenningshe'ill krefji af- hendingar handritanna og ennfrem ur sé ekkert tekið fram í lögun- um, að bætur skúli greiða. í málsskýringum sem birtar eru í stefnunni er einriig lögð á það áherzla, að ef dánargjöf Árna Magnússonar og stofnun sjóðs hans sé þannig breytt af ríkis- valdinu sé réttaröryggi opinberra sjóða í landinu mjög skert og kunni slíkt að hafa alvarleg áhrif i framtíðinni. gerði. Við þann kafla var lokið sumarið 1963, hefur hann verið í notkun síðan og verið mikið far- inn. 1 fyrra var svo haldið áfram að undirbyggja veginn það sem þá ýar eftir milli Kúagerðis og Kefla- víkur og er því verki nú lokið. Keflavíkurvegurinn á að vera fullgerður fyrir haustið og er það dýrasta vegaframkvæmd sem þá verður lokið á Islandi og um leið sú fullkomnasta. Vísir hringdi i Hörð Helgason, deildarstjóra Varnarmáladeildar til þess að grennslast um þotu ferð’ir varnarliðsmanna yfir Surts ey. Hann sagði, að samkvæmt beiðni Steingríms Hermannssonar formanns Surtseyjarfélagsins, hefði verið kvartað yfir þessu Við vamarliðið á varnarmálanefndar- fundi 27. maí síðastliðinn. „Lofað var, að séð yrði um, að þessu æf- 'ingaflugi þotuvéla yfir Surtsey skyldi hætt“, sagði deildarstjóri Vamarmáladeildar. Þegar Vísir vitnaði f ummæli dr. Finns Guð- mundssonar í viðtali við blaðið fyrir stuttu um endurtekið þotu- flug yfir eýnni, sem leiðangurs- menn við Surt hafa hvað eftir ann að orðið varir við, kvaðst deildar- stjórinn mundu ítreka beiðnina Við varnarliðsmenn. Þegar þotuflug yfir eynni er úr sögunni, má kannski loks bú- ast við fuglavarpi þar. Fjörmikii bókauppboð ígær Bókauppboð Sigurðar Benedikts- sonar f gær var eitt hið fjörmesta sem nokkru sinni hefur verið hald- ið i uppboðstíð hans fyrr eða síðar. Bækurnar fóru yfirleitt á geipi háu verði og engir, sem á uppboðinu voru, munu hafa orðið fyrir von- brigðum nema þeir einir sem ætl- uðu sér að komast að góðum kaup- um. Uppboðið hófst fyrr en venju- lega, eða kl. 4 stundvíslega, enda helmingi fleiri bækur til sölu en almennt hefur verið. Eins og áður hefur verið skýrt frá eru allar þessar bækur úr eigu Ditlevs Thomsens konsúls, sem jafn framt vcr umsvifamikill kaupsýslu ! maður í Reykjavík og einhver sá 1 fyrsti sem setti stórverzlun á stofn í höfuðborg íslands — Thomsens- magasfn við Lækjartorg. Ditlev Thomsen hafði sjálfur mik- inn áhuga á verzlunarsögu íslands og skrifaði á þvi sviði nokkra bækl- inga. En vegna þessa áhuga síns á verzlun og verzlunarsögu viðaði hann að sér alls konar heimildarrit um og bæklingum og átti meira safn af þeim en yfirleitt var til hjá einstaklingum hér á landi. Þor- steinn sýslumaður Þorsteinsson var sennilega sá eini, sem átt hefur viðlíka mikið af verzlunarbækling- um og Ditlev Thomsen átti. í safnj Ditlevs var auk verzlunar- pésa fjölmargt góðra og dýrmætra íslenzkra bóka sem allar voru seld ar á uppboðinu í gær. Við andlát Ditlevs Thomsens komst bókasafn hans í eigu sonar hans, Hallgríms, sem fæddist og ólst upp í föðurhúsum í Reykjavík, en er nú háttsettur og mikilsvirtur lögfræðingur í Khöfn og auk þess íslenzkur dómtúlkur þar í borg. Framh. á bls. 6. Líkfundur hjcí Kletti í gær fannst lík i fjöruborðinu niðurundan fiskimjölsverksmiðj- unni að Kletti og var lögreglunni þegar gert aðvart um líkfundinn. Reyndist líkið vera af öldruðum manni, talsvert á níræðisaldri, sem farið hafði heimanað frá sér og var tekið að sakna hans þegar likið fannst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.