Vísir - 14.06.1965, Qupperneq 3
VÍSIR . Mánudagur I-r. juiií 1965
iaas
eina af þeim þremur pípugerðarvélum sem í verksmiðjunni eru.
Steypuflutningavagninn ekur frá steypuvélinni, en steypuvélin er 500 lítra þving-
unarblandari af gerðinni Schlosser.
BYLTING Í PÍPUGERB HÉR Á LANDI
Nú fyrir nokkru tók Reykja
víkurborg í notkun nýja pípu
gerð, sem segja má að valdi
byltingu i pípugerð hér á Iandi.
Verksmiðjan er starfrækt í stór
um og vistlegum skálum á Ár-
túnshöfða norðan við malbikun
arstöð bórgárinnar.
Keyptar hafa verið fullkomnar
vélar erlendis frá og þarf
mannshöndin varla að koma
nrerri, nema rétt aðeins til þess
að stjóma hinum ýmsu vélum
og tækjum. Framleiðir t. d.
þessi nýja pípugerð helmingi
meira af 10 cm. pípum á dag
heldur en gamla pípugerð borg
arinnar og fjórfalt meira af 60
cm. pípum.
pípur allt að því 30 cm f þver
mál, og eln framleiðir píp-
ur allt að því 130 cm. í þver-
mál. Steypuvélin er 500 lítra
þvingunarblandari og einnig
voru keyptir til verksmiðjunn
ar sjálfvirkir skammtarar, sem
mæla erfnið eftir rúmfangi í
hverja blöndu fyrir sig. Ekki
þarf annað að hafa fyrir steypu
blönduninni en að stinga gata-
spjaldi inn í rafeindareikni til
þess að fá ákveðna steypu-
blöndu.
☆
' ☆
" Samkvæmt upplýsingum sem
Visir hefur fengið frá gatna-
málastjóra Reykjavíkur, Inga
Ú. Magnússyni eru pípugerðar-
vélarnar keyptar frá Dan
mörku. Tvær þeirra framleiða
Með tilkomu þessarar nýju
pípugerðar hefur verið stigið
stórt skref fram á við í allri
pípugerð hér á landi, enda var
stefnt að því við uppbyggingu
verksmiðjunnar að gera alla
vinnutilhögun sem fullkomn-
asta og verður áfram unnið að
endurbótum. — Verkstjóri
við pípugerðina er Sigurður E.
Jónsson.
Við stjómtæki pípugerðarvélarinnar sem getur framleitt allt að því 120 stk. af 60 cm. pípum
á dag, ef miðað er við 8 stunda vinnu.
Markús Einarsson aðstoðarverkstjóri, Stefán Hermannsson, verkfræðingur og Sigurður É. Jónsson verkstjóri fyrir framan pípugerðina
á Ártúnshöfða.