Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 2
■4 WSBt Tlroóteus og Tóti Nikulásar synir, e8a réttu nafni Timothy og Todd Nicholson, hétu tv£- burabræður í Temple City í Kalifomfu fyrir nokkrum dög- um síðan — en eins og í ævin týrinu ura tíu litla negrastráka, þá er aðeins einn eftir. Tim og Todd vom 22 ára gamlir, syn ir milljónamærings og höfðu góða stöðu f jámbrautafyrir- tæki föðursins, þeir vom hinir myndarlegustu i sýn og nutu kvenhylli. Þegar þar að kæmi, að gamli maðurinn hrykki upp af áttu synirnir að taka við hinu grfðarstóra fyrirtæki. En Timothy hefur sett alla Kaliforníu á annan endann, því fyrir skömmu síðan drap hann bróður sinn. Þetta getur ómögu lega verið satt, hugsuðu þús- undir manna með sér, því bræð Millj ónamæringur drap tvíburabróður sinn urnir lifðu því lífi sem flesta dreym'ir um og heimilslífið hafði þótt til fyrirmyndar, — að minnsta kosti á yfirborðinu. Fjöldi sálfræðinga hóf að leysa gátuna um morðið, en kViðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að þarna væri um að ræða morð að yfirlögðu ráði. Grundvallarástæðan var, sagði kviðdómurinn, að bræð- urnir gátu ekki þolað hvorn ann an. En fyrir rétt'i gaf Tim aðra skýringu. — Todd réðist á mig, sagði hann, og ég greip til riffils til að verja m’ig, því ég vissi að ha*n bar alltaf á sér hlaðna byssu. Ég skaut viðvörunar- skoti f gólfið, en þá réðist hann aftur á mig og velti mér yfir sjónvarpstæki. Við það hljóp skot Ur --"fl'ipyrp og í hanþ. En ákærandinn samsinnti því ekki og sagði: — Tim er alkunnur lygari. Hann skaut Todd í fyrsta skoti en skaut öðru í gólfið t'il að reyna að hylma yfir glæpinn. Ernesto Bernal, starfsmaður hjá fjölskyldunni sagðist fyrir rétti hafa séð Tim sparka í Todd og hrópa: — Ég skal drepa þig. Og málarinn Arthur Santina skýrði frá því að Tim hafi boð ið sér 10.000 dollara, ef hann vildi myrða Todd. En meðan á réttarhöldunum stóð hélt Tim áfram að kalla morðið slys og sagð’Á — Ég elskaði Todd. En móðir tvíburanna, frú Ro berta Nicholson kom Tim til Vamar. — ^l^rei haft síWm á ftfssfengm! skapj sjnn. sagði hún, en þó var hann oft- ast vopnlaus. Hún skýrði frá því að Todd hafi ln'tryggt bróð ur sinn, Tim fyrir nokkrar millj ónir dollara. Hún bætti því einnig við að Todd hafi á stund um ráðizt á hana. — Hann br&ut í mér tennur, gaf mér glóðaraugu og barði mig svo blæddi, sagði hin óham ingjusama móðir. Búast má við því að Tim hljóti allt að tíu ára fangelsi, en vissulega verður framburður móðurinnar tekinn til athugun ar og það er einmitt mjög sennilegt að hafi hún haft Tim í sérstöku uppáhaldi en hugs- að minna um Todd, þá kunni það að hafa skapað hatur í milli bræðranna. FJALLAMENN - FERÐAFÓLK Klepper merkið er trygging á úrvalsvöru. Höfum 2 og 3 manna tjöld frá Klepper. Létta sjónauka, svefnpoka o.m.fl. til ferðalaga. Frístundabúðin, Hverfisgötu 59 HÚSMÆÐUR DIXAN ER SÉRSTAKT ÞVOTTADUFT FYRIR ALLAR TEGUNDIR ÞVOTTAVÉLA. Nýbirt skýrsla Sameinuðu þjóðanna leiðir í ljós að 1981 til miðs árs 1963 jókst matvæla- framleiðslan heldur í hlutfalli við fólksfjölgunina í heiminum, en íbúatala heims hafði þá náð <3160 milljónum, þar af var helmingurinn í Asiulöndum. Skýrslan leiðir m. a. eftirfar- andi í ljós: Viðskipti hafa aldrei verið meiri og víðtækari í heim- inum en á áðurgreindu tímabili, fólk hefir aldrei ferðazt jafn mikið, og að hvergi í heiminum er gefið út eins mikið af bók- um og í Sovétríkjunum, en þar næst koma Bandaríkin og Bret- land. Ung ensk frú, ljómandi lag leg, settist í gluggakistu í gær f húsi í úthverfi borgarinnar og skaut lögreglumann í bakið, og „hélt svo 20 lögreglumönnum í hæfilegri fjarlægð í tvær kl.“ eða þar til 63 ára gamall frétta- ljósmyndari gat afvopnað hana. Konan Eileen Blackmore, hafði flúið úr fangelsi fyrir 2 mánuð- um, og var lögreglan að koma eftir henni, en fékk heldur en ekki vármar viðtökur. Fréttaljós myndarinn lék á frúna, með því að segjast vilja Ijósmynda hana, og náði þá hégómagirndin tökum á henni. Fékk ljósmynd- arinn þá tækifæri til að grípa um byssuhlaupið. Við það hljóp skot úr byssunni en ekki sleppti hann takinu og komu þá lög- reglumennirnir æðandi. Og nú er hin fagfg frú aftur í fangelsi og vofir yffr henni, að ný ákæra verði birt á hendur henni — fyr ir að spyrna gegn handtöku og særa lögreglumann. Og fyrir það gæti hún fengið nokkur ár til viðbótar. • Vélin yðar þarfnast sérstaks þvottaefnis — þessvegna varð DIXAN tU. • DIXAN freyðir lítið og er því sérstaklega gott fyrir sjálf- virkar þvottavélar. • DIXAN fer vel með vélina og skilar beztum árangri, einníg hvað viðkemur gerfiefnum. • DIXAN er í dag mest keypta efni í þvotta- vélar í Evrópu. • DIXAN er framleitt hjá HENKEL í Vestur- Þýzkalandi. Kári skrifar: L1 g heyrði dagskrána 17. júní lesna í útvarpinu og sá hana einn'ig í blöðunum í gær. Virðist mér þjóðhátíðarnefnd höfuðborgarinnar hafa tekið einhverja rögg og breytt dag skránni nokkuð frá því sem hún hefur verið undanfarin ár, m. a. tekið upp nýjan dagskrár l’ið, sem bent hefur verið á hér í pistlum mínum áður þ. e. a. s. dans fyrir börn og unglinga. Dagskráin Það hefur oft verið deijt á þjóðhátíðarnefnd fyrir að gera iitla breytingu á hátíðahöldun um og hefur verið bent á það hér áður að stundum hefði þess'i nefnd getað auglýst dag- skrána eins og Ríkisútvarpið, og sagt: fastir liðir eins og venjulega. — Nú bregður svo við að nýr dagskrár-liður kem ur og án efa fagna yngri borg- arnir honurn, en það er dans í Lækjargötu undir stjórn Her- manns Ragnars danskennara. Ef til vill verður þetta til þess að krakkarnir fara' fyrr heim um kvöldið, þegar þeir fullorðnu fá sér snúning. Þjóðhátíðar- nefndin hefur ákveð'ið að spara nokkuð fé með því að- láta skemmtiatriðin sem venjulega hafa farið fram á palli við- af- greiðslu Hreyfils neðst á Arn- arhóli fara fram upp Við stytt- una, og ekki verður pallur held ur byggður* í Lækjargötu, þar verða danshljómsveitirnar við Miðbæjarskolann. Ég tel sjálf- sagt að reyna þetta einu sinni. og sjá hvernig t’il tekst, en ef skemmtidagskráin nýtur sin ekki, þá á ekki að vera að horfa í það að slá upp tveim- ur pöllum. Þá hefur nefndin tekið þá ákvörðun að slíta há tíðahöldunum kl. eítt eftir m'ið nætti í stað 2, eins og verið hef ur undanf. ár og án efa finnst mörgum þá hálf súrt að fá ekki að dansa til kl. tvö. Ef- laust eru tvær ástæður fyrir þessarí breytingu. Ölvun hefur oft á tíðum færzt mjög í vöxt á þessum eina klukkutíma og eins hitt, að danshljómsveitirn ar leika fyrir tvöfalt gjald eftir kl. eitt. Gizkaði kunningi minn á að það myndi kosta ca. 30 þús. að halda uppi dansi þenn- an eina klukkutíma. En hvað um það þjóðhátíðanefndin hef- ur margt til síns máls að færa, en sjálfsagt vær að taka það upp sem ákveðna reglu að láta dansa til tvö fimmta hvert ár. Pylsur og gos „Það er furðulegt í samband'i við þessi hátíðahöld okkar að fólk virðist þurfa að úða í sig ósköpunum öllum af pylsum og sælgæti, já og þamba öl. Ekki nóg með það heldur eru alls kyns skrauthattar keyptir og síðan er gengið um miðborgina blásið í ýlur og blöðrur sprengdar." — Eitthvað á þessa leið heyrði ég kunningja minn segja þegar hann var að hneyksl ast á kaupmennskunni 17. júní. Þeir eru án efa fle'iri sem ekki eru hrifnir af þessari miklu kaupmennsku sem er ávallt 17. júní. Ég vil ekki msela henni bót, en vafalaust eiga tjöldin, auglýs'ingarnar og skrautið sem er þessu samfara- sinn þátt í að skapa hátíða- stemmingu 17. júní, einkum þó hjá hinum yngri. Og að lokum: Vonandi fer þessi þjóðhátíðar- dagur okkar vel fram og verði öllum til sóma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.