Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 4
4 DA GSKRÁ HÁTÍÐARHALDANNA 17. JÚNÍ L DAGSKRÁIN HEFST: Kl. 10.00 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavik. Kl. 10.15 Gfsli Halldórsson, varaforseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar. Karlakór Reykjavíkur syngur: „Sjá roðann á hnjúkunum háu.“ Stjórnandi: Páll Pampichler Páisson. 0. 10.30 Lúðrasveitir barna og unglinga leika við Elliheimilið Grund og Dvalar- htimili aldraðra sjómanna. Stjórnandi: Karl O. Runólfsson og Páll Pampichler Pálsson. II. SKRÚÐGÖNGUR: Kl. 13.15 Safnazt saman við Melaskóla, Skólavörðutorg og Hlemm. Frá Mela- skólanum verður gengið um Furumel, Hringbraut, Skothúsveg, Tjamargötu og Kirkjustræti. Lúðrasveit Reykjavíkur og lúðrasveit bama- og unglingaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. Frá Skólavörðuholti verð- ur gengið um Njarðargötu, Laufásveg, Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og Skólabrú. Lúðrasveitin Svanur og lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavík- ur leika. Stjórnendur: Karl O. Runólfsson og Jón Sigurðsson trompetleikari. Frá Hlemmi verður gengið um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Pósthússtræti. Lúðrasveit verkalýðsins Jeikur. Stjórnandi: Ólafur L. Kristjánss. Fánaborgiit skáta ganga fyrir skrúðgöngunum. III. HÁTÍÐAHÖLDIN VIÐ AUSTURVÖLL Kl. 13.40 Hátíðin sett af form. Þióðhátíðarnefndar, Ólafi Jónssyni. Gengið í kirkju KI. 13.45 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni, Prédikun: Sr. Emil Björnsson. Einsöng- ur: Guðrún Á. Símonar, óperusöngkona. Organleikari: Dr. Páll ísólfsso.n, tónskáld. Dómkirkjukórinn syngur. Þessir sálmar verða sungnir: Nr. 664 Upp þúsund ára þjóð, L, 3., 4. og 5. vers. Nr. 672 Göngum vér fram, 2. og 4. vers. Nr. 675 Faðir andanna. KI. 14.15 Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, leggur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Lúðrasveitirnar leika þjóðsöng- inn. Stjórnandi: Ka.rl O. Runólfsson. KI. 14.25 Forsætisráðherra,, dr. Bjarni Benediktsson, flytur ræðu af svölum Al- þingishússins. Lúðrasv. leika „ísland örgum skorið“. Stjómandi: Páll P. Pálsson. Kl. 14.40 Ávarp fjallkonunpar af svölum Alþingishússins. Lúðrasveitimar leika „Yfir voru ættarlandi“. Stjórriáhdi: Jón'Sigrirðrisori, troiripetleikari. IV. BARNASKEMMTUN Á ARNARHÓLI: Kl. 15.00 Stjórnandi og kynnir: Klemens Jónsson. Undirleikari: Carl Billich. Söngvar — mars. Ljóð dagsins. Tvöfaldur kvartett úr Þjóðleikhúskórnum. Atriði / úr „Almansor konungssonur“, eftir Ölöfu Árnadóttur. Flytjendur: Karl Guð- mundssori, Guðmundúr Pálsson o. fl. „Tveir aflraunamenn": Bessi Bjarnason og Hjálmtýr Hjálmtýsson. „Orion“-kvartettinn leikur. „íslenzk þjóðlífsmynd“, Tvö- faldur kvartett, Árni Tryggvason o.fl. „Orion“-kvartettinn. Leikþáttur. Leikendur: Bessi Bjamason. Árni Tryggvason og Emilía Jónsdóttir, „Söngur trúðanna". Tvö faldur kvartett. Tvöfaldi kvartettinn er skipaður söngvurum úr Þjóðleikhús- kórnum. V. DANS BARNA OG UNGLINGA í LÆKJARGÖTU: Kl. 16.00 Stjórnandi: Hermann Ragnar Stefánsson. Hljómsveit: J. J. og Einar. VI. HLJÓMLEIKAR Á AUSTURVELLI: KI. 17.00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. VII. Á LAUGARDALSVELLINUM: Kl. 16.30 Lúðrasveitin Svanur leikur: Stjórnandi: Jón Sigurðsson trompetleikari. KI. 17.00 Ávarp: Einar Björnsson form. Knattspymuráðs Reykjavíkur. Skrúð- ganga íþróttamahna. Glímusýning undir stjórn Rögnvaldar Gunnlaugssonar. Glímumenn úr KR, Ármanni og Ungmennafélaginu Víkverja sýna. Piltar úr KR sýna áhaldaleikfimi undir stjórn Jónasar Jónssonar. Drengjaflokkur Ármanns sýnir undír stjórn Skúla Magnússonar. Knattspyrna. Orvalslið 4. flokks úr Vest- urbæ og Austurbæ keppa. Piltar úr Ármanni sýna undir stjóm Þorkels St. Ell- ertssonar. Boðhlaup drengja og stúlkna frá íþróttanámskeiðum Rvíkurborgar. Keppni í frjálsum íþróttum: 110 m grindahlaup, 100 m hlaup, 100 m hlaup kvenna, 100 m hlaup sveina, 800 m hlaup, 3000 m hlaup, kúluvarp, langstökk, 1000 m boðhlaup. Keppt er um bikar, sem forseti Islands gaf 17. júní 1954. Leikstjóri: Jens Guðbjörnsson. Aðstoðarleikstjóri: Sveinn Björnsson. VIII. KVÖLDVAKA Á ARNARHÓLI: Kl. 20.30 Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjórnandi: Jón Sigurðsson, trompetleikari. Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, flytur ræðu. Lúðrasveitin Svanur leikur Reykjavíkurmars eftir Karl O. j Runólfsson. Höfundurinn stjómar. Karlakór Reykjavíkur syngur. Stjórnandi: Páll Pampichler álsson, Rut Jacobson, ópem- söngkona syngur. Undirleik annast: Carl Billich. Gamanþáttur eftir Guð- mund Sigurðsson. Flytjendur: Kristbjörg Kjeld og Arnar Jónsson. IX. DANS TIL KL. 1 EFTIR MIÐNÆTTI: Að kvöldvökunni lokinni verður dansað á eftirtöldum stöðum: Á Lækjartorgi: Hljómsveit Svavars Gests. Söngvarar: Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason. - Á Aðalstræii: Lúdó-sextettinn. Söngvari: Stefán Jónsson. — Á Lækjargötu: Hljóm- sveit Ásgeirs Sverrissonar. Söngvarar: Sigríður Magnúsdóttir og Grétar Guð- mundsson. — Auk þess leikur hljómsveit Grettis Björnssonar til skiptis. Kynnir á Lækjartorgi: Svavar Gests. KI. 01.00 Dágskrárlok. Hátíðahöldunum slitið frá Lækjartorgi. VISIR . Miðvikudagur 16. júní 1965. I ♦ I Rektor — Frh. af bls. 9: Nemendur bar aftur á góma. „Ef þér berið saman þessa ungu kynslóð við fyrri kynslóð ir nemenda í þessum skóla — finnst yður unga fólkið hafa breytzt frá 1923?“ „Ég er ekki frá því — það er frjálsmannlegra og líkamlega hefur það breytzt: það er há- vaxnara, miklu hærra.“ „Er það kannski komplexa minna?“ „Ég er ekki viss um það. Þó held ég, að ungt fólk hafi verið feimnara hér áður fyrr“. „Þér hafið aldrei þurft að hafa fyrir því að hafa aga, er sagt — í hverju liggur galdurinn?" „Rólegri og kurteisri fram- komu. Ég hef einu sinni rekið mann út — það var f fornaldar- fræði, grein, sem hætt er að kenna fyrir mörgum árum. (Oldtidskundskap heitir þetta fag á dönsku). Það var engin einkunn gefin f þessari fræði- grein, aðeins einn tími á viku, en það kostaði mig óskaplega vinnu að kenna hana. Nemend ur áttu það til (einkum úr stærð fræðideild) að lesa undir næsta tíma með því að hafa bókina undir borðinu. Ég greip þá til þess bragðs að segja stærðfræði deildarfólkinu sögu stærðfræð- innar: Þá fóru þeir að hlusta. En þetta var afar mikil vinna, sem bættist ofan á annað. Á tímabili kenndi ég 50 kennslu- stundir (þar af margar stundir í ensku í Verzlunarskólanum, auk grísku í háskólanum og dönsku í útvarpinu). „Minnizt þér atviks frá rekt- orsferlinum, sem hefur gefið yð- ur óbilandi trú á nemendunum?" „í svipan man ég sérstaklega eftir einu atviki, sem gerðist skömmu fyrir jólaleytið í hitt- eð-fyrra. Undanfarið hefur tíðk ast f skólanum að nokkrir nem endur hafa beðið að fá að fara fyrr f jólaleyfi en efni stóðu til, og hef ég í sumum tilfellum veitt þetta leyfi að rannsökuðu máli, en haft það fyrir megin- reglu að athuga fyrst fjárhag viðkomandi .Ástæðan fyrir beiðninni er vanalega sú, að nemendur vilja vinna sér inn peninga. Þá kom það upp úr dúmum, a5 óvanalega margir f einni deildinni voru komnir í frf, svo að stappaði nærri, að yrði að leggja niður kennslu. Ég kallaði einn úr bekknum á minn fund og spurði, hvemig á þessu stæði. Hann er læknis- sonur (það hafði komið í ljós, að nokkrir, sem komnir voru í frf, voru af efnuðum heimilum). Hann sagði: „Faðir minn getur séð fyrir mér — eins er það um feður annarra í bekknum — þeir geta kostað félaga mína. Meginreglan í bekknum er hins vegar sú — það eru óskráð lög meðal okkar ailra — að liggja ekki uppi á foreldrum okkar, á hverju sem veltur". Þama var skýringin fengin, sem sýndi góð an anda og löngun í að vera sjálfstæður. Ég gugnaði fyrir þessum rökum. Mér fannst þetta drengilega mælt, skynsamlegt og heilbrigt viðhorf". Kristinn rektor gat .bjartra stunda úr kennslu, bæði við þennan skóla og annars staðar, t. d. þegar hann hefur látið nem endur syngja latnesk lög elieg- ar eins og einn vetur þegar hann kenndi stúlknabekk nokkur er- indi úr Santa Lucia. Þá voru það systkinin, úr afdalnum sem iærðu hjá honum dönsku gegn um útvarpið. „Ég hef alltaf haft gaman af því að kenna, en ánægjulegast fannst mér að kenna í útvarpið — ég hafði það alltaf á tilfinn- ingunni, að ég hefði lifandi sam band við nemenduma". „Þau sendu mér ailtaf villu,- lausa stíla. Svo hættu þau allt í einu að senda mér æfingar lausnir. Svo var það eitt sinn, að barið er á dyr hjá mér í lok annar vetrar námskeiðsins. Maður stendur úti fyrir — ákaf lega sveitó eins og sagt er — ég býð honum inn. „Er einhver danskur maður á heimilinu —hvernig farið þið að þessu? Hvernig i ósköpunum getið þið lært þetta með þessum hætti?“ spyr ég. „Það er enginn • vandi“, segir maðurinn, „sjáið þér til, þegar við setjumst niður við útvarps tækið heima í sveitinni ,er ekk ert til að trufla okkur“. Seinna frétti ég, að hann hefði verið tekinn í Iðnskóiann og ætl að að fara að læra iðn hér i Rtykjavík. petta og annað eins gefur trú á tilgang kennslunnar. Það var líka rörende eins og danskurinn segir, þegar gamalt fólk, sem hafði ekki átt þess kost að læra tungumál, skrifaði og sagði: „Æ, svona hefði þetta átt að vera í mínu ungdæmi". Það var ótrúlegt, hvað þetta fólk gat lært“. Gamla hvítmálaða standklukk an frá A. Funch Kobenhavn niðri á skólagöngunum tifaði jafnt og þétt eins og hún hefur gert öll þessi ár — yfirlætislaus en virðuleg á sama hátt og sönn menntun er, klassísk. Dagsverki rektors var enn ekki alveg lokið í þessu 120 ára gamla lærdómssetri, þótt komið væri kvöld. — stgr. íbúð ti! leigu 3 herb. og eldhús í sambýlishúsi við Klepps- veg til leigu. Tilboð sendist augl.d. blaðsins merkt „Leiguíbúð — 1014“ ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á stálborðum með suðu- pottum og vöskum í skolherbergi vegna Útboðsskilmála má vitja í skrifstofu vqra, byggingar borgarsjúkrahússins í Fossvogi. Vonarstræti 8 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.