Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 7
/1 S I R . Miðvikudagur 16. júní 1965. 7 „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðarvegiJ‘ FjöSmenn og vel heppnuð héraðsmót Sjálfstæðisflokkssns um síðustu helgi ardagskvöld, og voru ræðu- menn þar þeir Steinþór bóndi Gestsson og varaþ'ingmaður Sjálfstæðisflokksins frá Hæli, Óli Þ. Guðbjartsson, kennari á Selfossi og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson. Mik'ill fjöldi hvaðanæva að úr Árnessýslu og jafnvel víðar sótti mótið og sem fyrr sá Svav ar Gests um skemmtiatriðiin. Á sunnudagskvöld var svo hið þriðja mót hald'ið, að Brún í Borgarfirði. Ræðumenn kvöldsins að Brún voru Ásgeir Pétursson, sýslumaður, Kalm- ann Stefánsson, bóndi og Bjarni Benediktsson, forsæt'is- ráðherra. Um næstu helgi verða svo haldin héraðsmót á Austur- landi. Verða þau á Seyðisfirði, Eskifirði og Neskaupstað. Hið fyrsta af þeim héraðs mótum, sem Sjálfsfeeðisflokkur inn heldur um land allt í sum ar, var héraðsmót Gullbringu- og Kjósarsýslu, haldið í Hlé- garði sl. föstudagskvöld. Mótið hófst kl 21 og voru ræðumenn kvöldsins þrír. Fyrstur talað'i Axel Jónsson, alþingismaður, og ræddi um ýmis hagsmunamál kjördæmis ins, svo sem vegalagnir og fleira. Benti hann á þau stór- virk’i sem unnin hefðu verið í vegamálum, lagningu Keflavík- urvegarins og áætlanir um nýj an Hafnafjarðaveg. Fagnaði Ax el þeirrj nýlundu, að á héraðs mótum flokksins í sumar yrði ætíð meðal ræðumanna einn fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Kvað hann það gæfu Sjálfstæð isflokksins, hve mjög hann hafi notið stórhugs og bjart- sýnj æskumanna, — ætíð not- ið öflugs fylgis ungu kynslóð- arinnar, og sannaðist þar hið kveðna, að „ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðarvegi." Þá talaði fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar, Árni Grétar Finns son, formaður SUS, Ámi ræddi um starf og stefnu Sjálfstæðis flokksins og kynnti grundvall- arstefnu flokksins. Síðastur tp’ rði forsætisráð- herra, dr. Bjarni Benediktsson. Minntist hann í upphafi hins látna forsætisráðherra Ólafs Thors, sem verið hafði þing- maður kjördæmisins um fjölda ára. Forsætisráðherra útskýrði gang og stöðu verkalýðsmál- anna og kjaradeilna þeirra sem efst hafa verið á baugi og ræddi víðar um stjórnmálavið- horfin. Skemmtiatriði annaðist Svav ar Gests af sinni alkunnu snilld. Svavar mun ásamt hljómsveit sinni sjá um skemmtiatriði á öllum héraðsmótum Sjálfstæð- SÍMI 18888 Á skrifstofu Læknafélags Reykja víkur hefur nú verið komið fyrir sjálfvirkum símsvara, er gefur upp lýsingar um vaktþjónustu lækna í borginni, einnig upplýsingar um síma neyðarvaktar og vakta lyfja búða. Yfir sumarmánuðina hafa sjúkra samlagsíæírnar almennt ekki opnar stofur á laugardögum, en í stað bess er í samráði við Sjúkrasamlag Reykjavíkur tekin upp vaktþjón- usta fyrir hádegi á laugardögum. Hverja viku verða ennfremur gefn ar upplýsingar í hinum nýja sím- svara um þær tvær lækningastofur, sem samkv. fyrrnefndu samkomu- lagi verða opnar á laugardögum. Gegna læknar þar smávægilegri sjúkdómstilfellum, er ekki þarfnast vitjana vaktalækna.. Símanúmer hins nýja sfmsvara er 18888. isflokksins í sumar. Svavar stjómaði spurningaþætti milli Mosfellssveitarmanna og Kjós- armanna og tókst hann með ágætum. Fóru Mosfellssvéitar- menn með sigur af hólmi í keppninni. Þá skemmti kvartett úr hljómsveitinni með söng sín um og að lokum var leikið fyr ir dansi til klukkan eitt eftir iðnætti. Fjöldi ungs fólks var þama, sennilega um eða rúm- lega helmingur mótsgesta, og skemmtu menn sér vel. MÓTIN Á FLÚÐUM OG BRÚN Annað héraðsmótið var hald ið að Flúðum næsta kvöld, laug Fjölmenni var á héraðsmótinu að Hlégarði. KRISTJÁNSSON: Á MIÐVIKUDAGSKVOLDI TTér á landi ríkir mikið rit- deilustand. Stöðugt eru rit- deilur í gangi í blöðunum, nokkrar f einu, og sumar hafa jafnvel staðið mánuðum saman. Dæmigerð ritdeila verður til á þennan hátt: Greinarhöfundur sezt niður til að skrifa um eitthvað hjart- ans mál sitt. Hann fer rólega af stað, en smám saman hrífst hann af eigin frásögn og æsist upp. Vandamálið, sem átti að vera tilefni rólegrar greinar, er orðið að hneykslismáli, sem greinarhöfundur á engin orð yfir. Þegar líður á seinni hluta greinarinnar, hættir honum til að klykkja út með „vel völdum orðum", sem standast oft ekki gagnrýni. Næsta stig málsins er, að ann- ar maður, sem hefur aðra skoð- un á málinu, Ies greinina. Þeg- ar hann kemur að vel völdu orðunum, umhverfist hann af heilagri reiði. Titrandi af hugar- æsingi sezt hann niður og skrif- ar svargrein, sem er enn kúfaðri af vel völdum orðum en hin fyrri. Hann þarf ekki að hita sig upp með skrifunum, æsing- urinn er fyrir hendi, áður en greinin er rituð, og hann nær þess vegna enn hærra stigi f reiðilestrinum. Þriðja stigið er, að fyrri greinarhöfundurinn les hin vel völdu orð seinni greinarhöfund- arins. Hann fölnar þá vegna svívirðilegrar ósanngimi hins fyrrnefnda og sezt óðar við skriftir. Um þessar mundir em áhugamenn um allt land seztir við skriftir til þess að koma á framfæri hinum hinzta sann- leika f þessu máli. Jþessir greinasmiðir falla tfð- um f slæmar gildrur: Þeim hættir m. a. til að vitna rangt í greinar andstæðinganna. Þar sem óvinurinn skrifaði „meðalskussi", lesa þeir „skussi" og fá aðra merkingu út úr samhenginu. Þeir em of æstir til að athuga, hvað óvin- urinn sagði raunverulega, enda í mörgum tilfellum búnir að rífa grein hans í hneykslan. Þá hættir þeim til að kynna sér grein óvinarins of ,illa og gera honum upp skoðanir eða fullyrðingar, sem hann hefur aldrei borið fram. Þetta er einna algengasta fyrirbrigði í ritdeil- um. Önnur gildra er sú, að spara sér að kanna heimildir málsins, eða styðjast við of gamlar heim ildir, sem ekki hafa lengur gildi, af því að bretyingar hafa gerzt, síðan þær upplýsingar voru fengnar. Þannig skrifaði grein- arhöfundur um daginn, að al- þingismenn hefðu skattafvilfían- ríkis ... alveg eins og hér væri um staðreynd að ræða, sem sýnt hefði verið fram á með rannsóknum. Einnig eru alltaf til menn, sem hafa yfir að ráða einhverj- um innri :gani\Ieika,i sem gérir s þéim kfeifLéð haitia.fram hinum fáránlegustu hlutum, þvert ofan f raunveruleikann. Ég minnist þess, að kjallaragreinasmiður umhverfðist fyrir allmörgum ár- um, þegar sálfræðingur ritaði bók um íslenzkar gréindarvísi- tölurannsóknir. 1 bókinni kom það m.a. fram, að rannsókn- irnar hefðu leitt í ljós, að börn embættismanna hefðu hærri greindarvfsitölu að meðaltali en böm erfiðismanna. Kjallara- LATIR GREINA- SMIÐIR ir, en athugaði ekki, að þessar fvilnanir voru afnumdar fyrir nokkru. Hér kemur letin fram á mjög áberandi hátt. Enn ein gildran felst í þvf að nota f hita frásagnarinnar sterk- ari orð, en málefnið leyfir, gera t.d. óvininum upp verri hvatir, en tilefni er til, og tala f þvf sambandi um róg, blekkingar og níð. Þá er það mjög algeng gildra, að gleyma því, að einhverjar staðreyndir verða að liggja á bak við fullyrðingar. Um daginn var sagt f blaði: Greindarvísi- tala alþingismanna mundi vera ein hin lægsta, sem um getur á löggiafafarsmkundu siálfstæðs greinasmiðurinn hafði í fórum sínum hinn innri sannleika jáfn- réttis allra manna og réðist með miklum stílþrifum á rannsókna- niðurstöður sálfræðingsins. Ár- angurinn varð sá, að Mennta- málaráðuneytið, sem hafði gefið bókina út, dró hana þegjandi og hljóðalaust úr bókaverzlunum. Innri sannleikurinn hafði sigrað staðreyndirnar. Virðingarleysi einstakra greinasmiða fyrir staðreyndum gengur svo langt stöku sinnum, að manni er nær að halda, að þeir hafi látið segja sér frá efni greinar, og síðan skrifað gegn henni og gagnrýnt atriði, án þess að hafa lesið greinina sjálf- ir. Slíkir menn framleiða sjálfir drauga, sem þeir berjast síðan við. Sjálfsagi og þolinmæði greina smiða virðast vera mjög lítil. Fátítt er, að menn temji sér á- reiðanleg vinnubrögð, svo sem könnun heimilda og nákvæmni í umtali. TVTú mætti segja, að hyskni ” þessara óvönduðu greina- smiða kæmi þeim sjálfum í koll, því allir gætu séð greinar þeirra og haft sér að aðhlátursefni. En því miður er það svo, að það þykir sjálfsagt að spara sér erf- iðið í kringum staðreynirnar. Mér er ekki kunnugt um, að neinir af hinum nafntogaðri greinasmiðum í þessum gæða- flokki hafi beðið alvarlegan á- litshnekki af fullyrðingum sfn- um. Mér verður hér hugsað til skólanna. Þeir gera ekkert til þess að hvetja unga fólkið til þess að skrá rökréttar hugsan- ir. Alla leið upp í menntaskóla er lagt einhæft mat á réttritun í ritgerðum, og í menntaskóla bætist aðeins við fálmkennt mat á stíl ritgerða. Unga fólkinu er ekki kennd notkun heimilda, né önnur nákæmni í vinnubrögð- um. Ungur stærðfræðingur, sem ég þekki, sagði einu sinni, að það væri ekki hægt að hugsa rökrétt á íslenzku. Hún væri ef til vill gott bókmenntamál, en of ónákvæm og samsvörun- arlaus til þess að nota hana í rökhugsun. Ekki treysti ég mér til þess að dæma um þessa full- yrðingu, en mér dettur í hug, að hér sé ekki um eiginleika málsins að ræða heldur meðferð þess. Það hefur skapazt sú venja hér, að heimta stíl sem markmið í skrifuðu máli, en síður rökrétta hugsun. Það kemur jafnvel fyrir, að fræðirit vísindamanna, einkum f íslenzk- um fræðum, beri meiri keim af stílbrögðum en vísindum. J.Jvimleiðastir manna eru þeir, sem skrifa vel, leyfa stflnum að taka við stjórninni og láta hann lyfta sér hátt yfir hinar erf iðu og óþægilegu staðreyndir hvers máls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.