Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 8
VISIR . Miðvikudagur 16. júní 1965. 8 VÍSIR CJtgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsor Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði 1 lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f Gamlar syndir íslenzkt máltæki segir, að ekki tjái að sakast um orðinn hlut ,en eigi að síður getur verið fróðlegt og gagnlegt að rifja upp orsakir þeirra vandamála, sem við eigum við að stríða í íslenzkum efnahagsmálum á hverjum tíma. Árið 1950 var tekin upp ný stefna í pfnahagsmálum Haftakerfið hafði þá leitt út í ógöngur, gjaldeyris- skorturinn fór sífellt vaxandi. Sjálfstæðismenn og Framsókn, sem þá fóru með stjórn, urðu sammála um að hér yrði að verða breyting á ,og má segja að Framsóknarflokkurinn hafi þá unnið af heilindum með samstarfsflokki sínum að því að reisa við efna- hagskerfið, enda var þá komið í algert óefni, bæði vegna rangrar stjórnarstefnu undanfarin ár og slæms árferðis. Ráðstafanir stjórnarinnar báru góðan ár- angur þótt nokkuð drægi úr, að aflabrestur var mik- ill á síldveiðum og verzlunarárferði slæmt. í Alþingiskosningunum, sem fram fóru 1953, lýsti þjóðin yfir trausti sínu á stjórnarstefnunni og stjórnarflokkarnir bættu við sig fylgi og unnu eitt þingsæti. Hefði því mátt ætla að samstarfið gæti framvegis orðið gott, en strax eftir kosningarnar kom í ljós að Framsókn var ekki sama sinnis og áð- ur. Gömlu óheilindin í samstarfi fóru að gera vart við sig aftur. Hermann Jónasson fór úr ríkisstjórninni og vann eftir það leynt og ljóst að því að kljúfa hana og tókst það vorið 1956. Efnahagsþróunin var að flestu leyti hagstæð á árunum 1953 og 1954, velmegun fór vaxandi ,atvinna var mikil og þjóðin undi vel hag sínum. En ábyrgðar- lausir stjórnmálaforingjar voru ekki eins ánægðir. Kommúnistar töldu nauðsynlegt að gera eitthvað til að minna á sig, og þá var auðvitað gripið til þess gamla ráðs, að koma af stað vinnudeilum. Jarðveg- urinn var að ýmsu leyti fyrir hendi, þar sem eftir- spurn eftir vinnuafli var mikil og jafnvel skortur á því í sumum greinum. Þetta tókst svo vorið 1955. Þá skullu á einhver víð- tækustu verkföll, sem orðið hafa hér á landi. Kaup hækkaði stórlega þegar loksins var samið ,og um haustið 1955 var svo komið vegna vísitölufyrirkomu- lagsins, að almennt kaupgjald í landinu hafði hækk- að um nálega 25%. Þar með var skollin á sú skriða, sem við erum enn að berjast við, skriðan, sem varð vinstri stjórninni að falli og mestum erfiðleikum hefur valdið í efnahagslífinu æ síðan. Hefði Framsóknarflokkurinn ekki svikizt undan merkjum í stjórnarsamstarfinu 1953-1956 er líklegt að tekizt hefði að koma í veg fyrir verðbólguþróun- ina að mestu leyti. Það var því mikið ólánsspor sem foringjar þess flokks stigu, þegar þeir fóru að að grafa undan samstarfinu við Sjálfstæðismenn og undirbúa stofnun Hræðslubandalagsins og vinstri stjómarinnar. Þjóðin að baki veggnum þann 17. júni eru 12 ár liðin frá því að austur-þýzka þjóðin gerði uppreisn gegn stjórn lands síns og krafðist frelsis og mannréttinda sér til handa. Uppreisnin var gerð í höfuðborg Austur-Þýzkalands, Berlín. Þar gengu fremstir í flokki verkamenn úr verksmiðj um borgarinnar. Kjör þeirra höfðu sífellt farið versnandi, matvæla- og vöruskömmtun var ströng í landinu og nýjar vinnuálögur höfðu verið lög- teknar skömmu áður. Svo mjög var að alþýðu Berlínar sorfið að hún þoldi ekki lengur ein- ræðisstjórn Ulbrichts og félaga hans mótþróa- og mögiunar- laust. Mannréttindi svo sem þau þekkjast í Vestur-Evrópu voru lítilsvirt í landinu gjör- völlu. Þar fengu að vísu að starfa að nafninu til fieiri en einn stjórnmálaflokkur, en í rauninni var þar um eina breiðfylkingu að ræða undir stjórn kommúnistaflokks lands- ins. Alþýðudómstólar kváðu upp dóma sem voru skrípaleikur réttlætisins. Menn voru dæmd ir í fangelsisvist fyrir það eitt að iesa blöð frá vestrænum ríkj um svo aðeins eitt dæmi sé tek ið. TTppreisnin breiddist út um borgina sem eldur í sinu, þann 17. júní fóru verkamenn í hópum um göturnar, réðust á flokksskrifstofur kommúnista- flokksins, lögðu eld í þær, rifu niður áróðursspjöld og hrópuðu mótmæli sln. Hámarki náði upp reisnin er nokkrir verkamann- anna klifu Brandenborgarhliðið á borgarmörkunum og skáru niður rauða fánann, sem þar blakti við hún. En það leið skammúr iínii þar til kommilnistastjórn Ul- brichts greip til sinna ráða gagnvart uppreisnarmönnum. Rússneska herliðið í borginni var kvatt.á vettvang. Skriðdrek um var beitt gegn verkamönnun um. Alkunna eru þær myndir sem þá voru teknar er verka- menn réðust gegn hinum rússn esku vígvélum berhentir eða með steina eina að vopni. Bylt ingin var barin niður miskunn- arlaust og fangelsi Austur-Berl ínar fylltust 'af verkamönnum sem höfðu dirfzt að láta í ljós andúð sína á Ulbricht og lepp- mennsku hans. 'p'n Austur-Þjóðverjar létu ekki að sér hæða. Þeim 16 milljónir Austur-Þjóðverja byggja stærsta fangelsi veraldar. Líflátssök er að reyna að komast úr landi, klífa vegginn eða gaddavírsgirðinguna á landamærunum. hefði mistekizt. að varpa af sér oki Ulbrichts í byltingunni. En almenningur sætti sig ekki við kjör sín. Fólksflóttinn vestur á bóginn hófst. Þúsundir kusu frelsið í hverri viku. Þjóðin streymdi yfir landamærin í átt til frelsisins. I Vestur-Berlín var komið upp miklum móttökubúð um fyrir flóttamennina, þar sem þeim var veittur beini og að- iílynnifig. Heilar fjölskyldur tökú sig upp innan úr miðju landi óg héldu til Berlínar þar sem gáttir stóðu ennþá opnar til vesturs. En þar kom að stjórn Ulbricts taldi sig ekki lengur geta unað við það van traust sem í fólksflóttanum fólst, hinum mestu þjóðflutning um síðari alda. Eftir að milljón ir höfðu flúið Austur-Þýzkaland var veggurinn byggður á borg- armörkunum í Berlín og gaddavírsgirðing margföld sett upp á landamærunum frá Eystrasalti suður í álfu. Þar með hafði Ulbricht framkvæmt einstæðan atburð í veraldarsög unni: múrað inni heila þjóð. Nú var það líflátssök að klífa vegg inn og halda úr landi. Og marg ir báru beinin í skugga veggj- arins, sem ótrauðir reyndu að komast vestur yfir. Að því þarf ekki mörgum orðum að eyða hvílík smán austur-þýzku þjóð- inni var gerð með þessu fyrir- tæki. Og hvílik vantraustsyfir- lýsing fyrir forsætisráðherra rík is að þurfa að múra þegna sína inni, svo þeir leiti ekki undan iandsföðursstjórninni! T . da^ er Austur-Þýzkaland .því stærsta fangelsi veraldar. Þar sitja 16 milljónir manna innan við múrinn. Og þótt jóla- og páskaheimsóknir séu leyfðar sundruðum fjölskyldum þá und irstrikar sú náð aðeins hina miklu smán kommúnista i hinu gamla menningarriki. Skipting Þýzkalands er í dag bölvaidur Evrópu. Meðan landið helzt skipt verður þar aldrei kyrrð og friður. Því er það eitt mesta hagsmunamál álfunnar að Þýzkaland fá að sameinast. íbúar Austur-Þýzkalands verða að fá að greiða atkvæði um það í frjálsum kosningum hvaða stjórnarform þeir kjósa sér, við hvaða þjóðskipulag þeir vilja búa. Tónleikar Musica Nova Tþélagsskapurinn Musica Nova hélt siðustu tónleika sína á þessu starfsári í Lindarbæ í fyrradag. — Frumflutt var „Vixl", nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, og auk þess flutt þrjú verk eftir erlenda höfunda, Konsert op. 24 eftir Anton Webern, „Tropi“ eftir Uiccolo Castiglioni og Polifon- ica, Monodia, Ritmica eftir Luigi Nono. Ekkert þessara verka hefur verið flutt hér á landi áður, og auk þess voru þeir Castiglioni og Nono ó- kynntir höfundar. Efnisskrá tón leikanna er táknræn fyrir Musica Nova: óþekkt verk eftir merkustu höfunda samtíðarinn- ar kynnt ásamt nýju verki eftir einn af okkar alvarlegu ungu listamönnum. Þetta hlutverk Musica Nova hefur skapað fé- laginu algera sérstöðu í tón- listarlífi bæjarins, og mættu tónlistarunnendur gjarnan meta það hlutverk betur en aðsóknin bar vitni um. Væri einnig æskilegt, að þessi starfsemi ein- skorðaðist ekki eingöngu við höfuðstaðinn. Okkar ágæta tónskáld Þorkell Sigurbjörnsson stjórnaði þess- um vandasömu verkum og fórst það ágætlega úr hendi. Fjölnir Stefánsson. Þorkell Sigurbjörnsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.