Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 1
-----1 . , ■Mvm |i!?l Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt aukafund f gær vegna mik- ils vandræðaástands sem verk- fall þema, matsveina og þjóna hefur valdið í Eyjum. Hefur það haft það í för með sér að Herjólfur hefur stöðvazt, en skipið hefiflr flutt vatn og mjólk út í Eyjar að undanförnu. Mikl ir þurrkar hafa verið í Eyjum að undanförnu og vatnsleysi, ef ekki hefðu flutningar skipsins komið til. Mjólk er einungis nú til í Eyjum fyrir sjúkrahúsið og þurrmjólkurbirgðir til þurrð ar gengnar. Hefur Herjólfur að undanförnu flutt 400 tonn af vatni frá Reykjavik. Sjá Vest- mannaeyingar fram á mikla erfiðleika f þessu efni og ræddi btejarstjómin um það til hverra ráða skyldi grípa sökum verkfallsstöðvunar skipsins. Reynt hefur verið að fá und- anþágu hjá félögum þerna, mat sveina og þjóna, svo skipið mætti halda hinum lífsnauðsyn legu flutningum áfram, en þeirri beiðni hefur verið synj- að. Munu samtökin þó láta á- tölulaust þótt vatn og mjólk verði flutt með öðrum skipum. Verkfallið stöðvar vatnsfíutningana í dag mun þó umsókn bæjar stjórnarinnar um undanþágu fyrir fhttninga skipsins verða aftur tekin til umræðu af fé- lögum verkfallsmanna FRAMKVÆMDIR VID VERKSMIÐJUNA AD HEFJAST Framkvæmdir við kisilgúr- verksmiðjuna við Mývatn eru f þann mund að hefjast. Dælu- prammi, sem á að vera á vatn- inu og á að dæla leðjunni upp á yfirborðið, kemur til lands- ins seinni hluta- júnímánaðar og verður fljótlega fluttur á vatnið. í sumar verður unnið við að koma upp leiðslum úr prammanum í land og frá dælu stöð sem verður staðsett í landi og að verksmiðjustæðinu. Fyrri leiðslan verður 500 metra löng, en sú seinni um 3 km. Fram- kvæmdir við dælustöðina eru að hefjast, en hún á að rísa við Helgavog sem er skammt frá Reykjahlíð. Verið er að semja við bandariska fyrirtækið John Manville um sölu og dreifingu á kfsilgúrnum, samkvæmt þvf sem Halldór Jónatansson deild- arstjóri f Viðskiptamálaráðu- neytinu tjáði blaðinu i gær. Þrír jarðfræðingar frá fyrir- tækinu John Manville eru staddir norður við Mývatn til þess að kynna sér gæði kls'il- gúrsins, en þetta fyrirtæki, sem er stærsta sinnar tegundar í heiminum fer aldrei út í neitt án þess að sérfræðingar þess hafi athugað allar aðstæður. Af hálfu Islands hafa þeir Tómas Tryggvason og Baldur Líndal athugað botnleirinn f Mývatni. Ráðgert er að næsta sumar verði verksmiðjan sjálf reist, en í haust mun verða byrjað að dæla upp hráefnunum upp að verksmiðjustæðinu. Árið 1967 mun verksm'iðjan hefja starf- semina og verða ársafköst hennar 12000 tonn í fyrstu. All ar dýrari vélar verða keyptar með tilliti til þess, að auka megi afköst verksmiðjunnar um helming. Ekki er hægt að segja um það á þessu stigi málsins hverju útflutningsverðmæti kfsilgúrs- ins muni nema á ári, það fer eftir samkomulag’i við kaupend ur og mun verðlag vera nokk- uð mismunandi eftir því hvert selt er og til hvers kísilgúrinn er notaður. Framleiddur er Framh. á bls. 6. 55. árg. — Miðvikudagur 16. júní 1965. 134. tbl. %AAAAAAA/WWWWVW\AAAAAA/WVW'WWNAAAAA/N« Bros og hvítir kollar í gær var Menntaskóla Reykja- víkur og Lærdómsdeild Verzl- unarskólans slitið. Menntaskóla Reykjavíkur var slitið í 119. skipti en Verzlunarskólanum í 20. skipti. Nú bar svo skemmti lega til að það voru stúlkur, sem fengu tvær hæstu einkunn inar í báðum skólunum, en nú er einmitt 50 ára afmæli kjör- gengis kvenna, svo segja má, að stúlkur þessar séu verðugir fulltrúar kvenþjóðarinnar. Stúdentar munu setja mikinn svip á bæjarlffið næstu daga og ekki sízt stúdínunar. Vfsir birt- ir því mynd af nokkrum stúd- ínum, sem var tekin í Hljóm- skálagarðinum í gær. Þær eru taldar frá vinstri: Edda Edmund sen, Sigrún Vilbergsdóttir, Birna Þórisdóttir og Erla Jóns- dóttir. Á myndsjársíðu blaðsins er nánar sagt frá skólaslitunum. Finun á fíoti / Reykjavíkurhöfn Tveir nærri drukknnðir og só þriðji nð þrotum kominn Tveir menn lentu i Reykjavíkurhöfn annar f gær- morgun og hinn í nótt. Báðum var bjargað lifandi upp úr höfn- inni, en illa komnum. Var ann- ar meðvitundarlaus orðinn, en hínn var fluttur í sjúkrahús. Um frekari afdrif þeirra veit blaðið ekki. Á áttunda tímanum í gær- morgun virðist æði hafa gripið skipverja nokkurn af einu Mur- manskskipinu, sem liggur um þessar mundir í Reykjavíkur- höfn. I þessu æðiskasti skar hann á :lagæðarnar á báðum úlnliðum og kastaði sér að því búnu í sjóinn. Lögreglunni var gert aðvart um þetta, en áð- ur en hún kom á vettvang hafði skipsfélögum hans tekizt að ná honum og koma á þurrt. Mað- urinn var fluttur í slysavarð- stofuna og þaðan í Landakots- spítala. H:.l óhappið varð á 3ja tím- anum eftir miðnætti í nótt við Grandagarð. Átján ára gamall sjómaður, skipverji á bát cem lá í höfninni, var á leið úr landi og út í bátinn. Hann var ölv- aður, enda fór illa fyrir honum því honum varð fótaskortur, og stevptist hann fram af hafnar- garðinum og beint í sjóinn. Nærstaddur maður, Þorleifur Hjalti Þorleifsson, vélstjóri á v.b. Húna frá Skagaströnd sá til ferða piltsins og varpaði sér í sjóinn á eftir honum. Náði hann taki á hinum drukknandi pilti en sjálfur hékk hann í björgunarhring unz honum barst hjálp. Mátti hún þó ekki berast öllu seinna því Þorleifur Hjalti var að þrotum kominn þegar tveir lögreglumenn komu til hjálpar og steyptu sér einnig í sjóinn til að bjarga báðum mönnunum. Lögreglan rómar hugdirfsku og snarræði Þórarins Hjalta, sem var alveg ósyndur. — Hann fór samt f sjóinn til að freista þess að bjarga drukkn- andi manni — og tókst það. Segja lögreglumennirnir að á þvf leiki enginn vafi, að hefði hans ekki notið við og hann ekki brugðizt jafn skjótt við og hann gerði, hefði pilturinn drukknað. Þegar piltinum var bjarg- að á land var hann meðvitundar- laus orðinn og hafði þá drukkið mikinn sjó. Voru strax gerðar á honum lífgunartilraunir með súrefnisgrímu og tókst að ganga úr skugga um það að lífsmark var með honum áður en hann var fluttur í slysavarðstofuna í nótt. ingir samninga- fundir Engir samningafundir hafa verið boðaðir f deilu Dagsbrúnai og Hlff ar f dag með sáttasemjara og engir samningafundir voru haldnir með þessum félögum í gær. Þá hafa heldur engir fundir verið boðaðir f vinnudeilu þerna og þjóna á far- skipum. í gærmorgun bárust skipafélöp unum kröfur sjómanna um nýja kjarasamninga, en viðræður hafa farið fram að undanförnu milli vinnuveitenda og fulltrúa Sjú mannafélags Reykjavíkur. Eru kröfurnar nú f athugun hjá vinnu- veitendum. Enn hafa ekkl kauptaxtar verið auglýstir á Austfjörðum, þótt nokk ur félög hafi samþykkt að auglýsa taxtann. Situr þvf allt við það sama þar og er beðið átekta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.