Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 15
VISIR . Miðvikudagur 16. júní 1965. 15 RACHEL LINDSAY: Á RIYERÍUNNI Rose starð'. undrandi á sjálfa sig í speglinum í gyllta rammanum fyr- ir framan hana, en ekki var allt búið Nú kom feitlagin kona og tók við af Sylvestre Hún athugaði vandlega hörund hennar — Þér megið alls ekki nota neitt i sterkt á hörundið — Ég hefi aldrei notað neitt nema varalit, sagði Rose næstum í feimnislega. Dökkhærða, feitlagna konan fór að hlæja. - Hvort tveggja getur verið slæmt — of mikið og of lítið. Lof ' ið mér nú að sjá .... grá augu .. Og svo lokaði Rose augunum og þegar hún opnaði þau aftur, sá hún að konan hafði unnig verk 1 sitt vel — Rose Tiverton, sagði hún hátt við sjálfa sig, þinn eiginn faðir ’ mundi ekki þekkja þig aftur, eins og þú lítur nú út. — Þér eruð ánægðar, er það ekki? spurði konan ánægð á svip. Rose kinkaði kolli. Og þegar hún var komin í kjól inn og leit á sig í speglinum ját aði hún með sjálfri sér, að hún tæki sig þokkalega út. Alan hafði sent henni rósir, — vafalaust hafði hann masað við Jacqueline er hann kom með þær og Rose brosti af tilhugsuninni . . . Hvað mundi annars Alan 'segja um breytinguna, hugsaði hún. En Alan sagði ekki neitt fyrst { stað. Hann horfði bara á hana stórum augum og þegar hann loks kom upp orði sagði hann: — Ég ætlaði ekki að þekkja þig ef það væru ekki rósirnar mínar Hann tók undir handlegg hennar — Þetta voru nú gullhamrar í lagi, sagði Rose glaðlega. Alan hló. - Gleðstu bara yfir því að ég fékk málið aftur. Ég hélt að ég væri búinn að missa það til fram- búðar. Þú ert alveg yndisleg. Hár- ið á þér er á litinn eins og ný- fægður kopar. — Alan sagði Rose óg hló. Ég kann að meta gullhamra frá ein- lægu hjarta — en í hamingjubæn- um reyndu ekki að vera skáldleg- ur. — Hægan, hægan mín fagra, sagði Alan — ég iða í skinninu að ganga inn í samkvæmissalinn með þig mér við hlið. Það var ekki um að villast að mikið stóð til í skrauthýsinu rósagarðinum fagra. Þegar þau nálguðust blasti við mergð skraut- legra bifreiða í röðum og framhlið hússins var flóðlýst. Danspalli hafði verið komið fyrir í garðinum og hljóðfæraslátturinn var að byrja, er þau komu. Rose var ekki sem öruggust — hún var ekki vön að vera innan um svona fólk. — Við verðum að heilsa upp á þau nýtrúlofuðu fyrst, sagði Alan og Rose kinkaði kolli. Það var heill hópur sem um- kringdi þau Lance og Enid. Rose varð undrandi, er hún sá að Enid hafði klæðzt svörtum kjól, — fannst það ekki viðeigandi í trú- lofunarhófi, en Enid vissi hvað hún gerði allar hinar yrðu í ljós- um kjólum, svo að athyglin beind ist að henni, hinni einu, sem svart klædd var. — Hæ kallaði hinn hávaxni Lance, sem hafði komið auga á A1 an og Rose. Komdu, svo að ég geti heilsað upp á dömuna þína — ég þekki hana víst ekki. Menn viku frá svo að Alan og Rose kæmust til hans. — En ég þekki hana sagði hann svo, svei mér, ef það er ekki litla stúlkan í blómabúðinni. Hann tók hjartanlega I hönd Rose. — Ég ætlaði ekki að þekkja yður ! - og .var það nokkur furða? i Aðdáunin í augum hans duldist ' ekki og roði hljóp 1 kinnar henn- i ar. Enid snéri sér hægt við og hún kipraði saman augun er hún sá hana. — Lance, ætlarðu ekki að kynna okkur? sagði hún og lagði hönd sína á handlegg hans. — Og Lance kjmnti þær hvora fjrrir annarri. — En hvað það var ánægjulegt að þér komuð. Ég hef aldrei fyrr verið kynnt fyrir stúlku, sem Vinn I ur í blómabúð. j Það fauk í Rose ; — Það er eins og hvert annað starf, leikur er maður venst því sagði hún í léttum tón, — en ein hvern veginn á ég erfitt með að gera mér grein fyrir yður tengda nokkru starfi. Rose sá, að Alan reyndi að leyna brosi. Það var greinilegt að þetta kom Lance óþægilega. Rose hugs aði sem svo að kannski hefði hún stigið feti lengra en hún hefði átt að gera — en I sömu svifum rétti Lance henni hönd sína og sagði: - Eigum við að dansa? Rose var komin út á danspall- inn áður en henni datt nokkuð í hug til svars. Þetta var í fyrsta sínn, sem þau dönsuðu saman í fyrsta sinn sem hún var svo ná- lægt honum, — hann hélt utan um hana og vangi hans nær snerti vanga hennar. Henni létti, er hljómsveitin hætti að spila. Lance leiddi hana til Alans. Og Rose þótti gott qð finna traust, hlýlegt handtak hans Hugur hennar var í dálitlu upp- námi. Aðdáun Lance á henni gat ekki annað en hafa vakið at- hygli. Hann hafði horft stöðugt á hana í dansinum, — dökkbláum athugandi augum. Alan dró andann léttara, er hann hafði fundið borð handa þeim. — Ég vona, að það sé hlýrra hérna, Ó það andaði svo köldu frá jökulmeynni ljóshærðu þarna jdir frá. — Ætli henni hafi mislíkað að Lance dansaði við mig? — Já, svo sannarlega mislíkaði henni það, — um það er ég hárviss Mér þætti gaman að vita hvað Lance segir nú. Hún var nú ósvífin gagnvart þér af fyrra bragði og ef það er nokkuð til, sem Lance fellur ekki, er það hrokafull fram- koma. Hann leit í áttina til hennar. - En hvernig I ósköpunum skyldi standa á því, að hún kom þanhig .fram við þig? Þið þekkist ekki. Þú ert fögur - það er hún; líka. — Ég hef ekki hugmynd um það sagði Rose í léttum tón, við skul- um ekki tala meira um það. Hún gat ekki sagt Alan nú að hverju hún hafði komizt varðandi hina fögru og dáðu Enid Walters. Það var um seinan. Alan brá sér frá til þess að ná í drykk handa þeim og hún sat ein við borðið og beið hans. — Komið og setjizt hjá mér var allt í einu sagt að baki hennar. Það var frú Hammond sem talaði og rauðgullna hárið gljáði og blik aði, er birtuna lagði á það. En frú Hammond var ekki ung lengur. Allur heimsins auður gat ekki fært henni það, sem hún þráði mest, ljóma og fegurð þeirra, sem ungir eru. Og allt í einu fann Rose til mikillar samúðar með henni. Hún hugsaði um sína eigin móður Hún hafði ekki verið neitt hrifin af gráu hárunum sínum og hrukk unum en hún hafði hvorki haft ráð á þvi né tíma til þess að láta dútla við sig méð snyrtingu og þess háttar og frú Hammond .... en samt hafði móðir hennar ver ið miklu unglegri. Rose hugsaði sem svo: Var það ekki lífshamingia hennar, sem setti þann ljóma á andlit hennar, að í engu stóð að baki ljóma æskunnar? En þessi kona — í skrautlega kjólnum, með farðaðar kinnar litaðar V?rir, var ekki hamingjusöm. — Ég hugsa að Lance fái nóg að hugsa með þessa þarr.a, sagði frú Hammond og leit í áttina til Lance og Enid, en þau voru nú að dansa saman. í dansinum hafði En id lagt hönd að hnakka hans og horfði beint í augu hans. Rose hugleiddi, að augun í henni væru stór — og græn ,en fögur, óneitanlega . . . Rose sneri sér undan. Einhvern veginn varð hún gripin ónotatil- finningu af að sjá þau dansa svona saman, kannski vegna þess sem hún hafði orðið vitni að í gisti- húsinu, kannski vegna . . . Til allrar hamingju kom Alan. Hann kom með drykk handa þeim. Það sem eftir var kvöldsins var ekki mikill tími til alvarlegrar hug leiðinga. Alan þekkti marga, marga unga menn, og allir vildu þeir dansa við hana. Henni hafði aldrei á ævi sinni verið hrósað sem þetta kvöld. Allir kepptu?t við að slá henni gull hamra — hún las aðdáun úr aug- um allra piltanna og hún vissi líka að hún hafði notið sín eins vel. En þetta verður brátt búið, hugs- aði hún ,og henni varð hugsað til öskubusku í ævintýrinu, er hún fór upp eftir kápunni sinni. Og það. enda öskubuska án nokkurs prins. Kápan hennar var auðfundin inn an um allar minkakápurnar. Hún var í þann veginn að ganga út úr fatageymslunni, þegar dyrnar opn- uðust og Enid Walters kom inn. —Bíðið andartak, ég þarf að öjlijf við yður • fyrsí, ságði- Enidi og, i|ýttifs<r' að!Jlbkk 'áAdftir<gð/\, 34» 'lnu' hváSP^síjMrtði RöSe. ‘ —Það vitið þér vel, sagði Enid stuttlega. Það vakti furðu Rose, er hún sá greinilega óttann f stóru, grænu augunum. — Ég veit ekki við hvað þér eigið, ungfrú Walters, sagði Rose rólega. — Við höfum ekkj kynnzt fyrr en í kvöld, að undantekinni til viljunarkenndum stundarkynnum í gistihúsinu. Enid vætti varir sínar. — Ætlið þér ekki að segja Lance neitt? Ég meina . . . Rose svaraði engu. Ef Lance var eftirsóknarverður í augum þesar- ar konu, ef hún dáðist af honum, hvers vegna daðraði hún þá við mann eins og Tino. Hafði Tino ver ið leikfélagi hennar — eða hafði verið eitthvað meira milli þeirra og var — allt til þessa. Rose vissi, að konur gátu haft Tino sem þær vildu fyrir peninga. Og Enid var rík — ef hún elskaði Tino gat hún gifzt honum, en kannski kom fleira til metnaður, en það var eitthvað ó- hreint við þetta, og bezt að sneiða hjá öllu slíku, hugsaði Rose. — Ég veit að margar koiiur eru dálítið daðurgjarnar, sagði hún hægt, en ég get fullvissað yður um, upgfrú Walters, að í gfgrfj þajqu hefj ég srðið vqr við sjjkf — svo oft, að ég er löngu hætt að leggja á minni nöfn og ar.dlit. — Ég skil, sagði Enid, ég vissi ekki að þér ættuð slfk hýggindi til að bera. — Það er þér gerið er mér ó- viðkomandi, sagði Rose rólega, en ég held, að framvegis ættuð þér að vera — „diplomatiskari". T A R Z A N Tarzan veit að það þarf strax að stöðva ferð hinna gullþyrstu, leiðangursmanna áður en þeir geta valdið skaða hinum mein- lausu verum, sem hann kenndi VESTMANNA- EYJAR | Afgreiðslu VÍSISí Vest- ^mannaeyjum annast I Bragi Ólafsson, sími 12009. * Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. SUÐURNES Útsölustaðir VÍSIS á Suðurnesjum eru: Vogar: Klöpp, Pétur Jónsson. Grindavík: Verzl. Aldan Sandgerði: Bókabúð Axels. Gerðar: ; Verzlun Bjö: bogasonar. Keflavík og Njarð- víkur: Georg Ormsson. Keflavíkurflugvöllur: Sölu- og veitingavagn inn. Aðalstöðin. ÁRNESSÝSLA iCtsölur VÍSIS í Ámes- 1 sýslu eru: Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss Selfoss: Kaupfélagið Höfn. Arinbjöm Sigurgeirs- son. Eyrarbakki: Lilian Óskarsdóttir. Þorlákshöfn: Hörður Björgvinsson. VÍSIR i ASKRIFENDAÞ.IOMUSTA < , ' t. Askrifta? Kvartnn' s?mmn er að nota gull sitt í stað þess að verzla með bað. Talstöðin mín getur hjálpað okkur aftur að leysa úr vandanum án blóðsút- hellinga. Ef verzlunarmaðurinn neitar að fa:a í friði aftur til verzlunarstöðva sinnar, ætla ée að gefa flugmönnum Mombuzzi merki um að fljúga hingað og taka hann til fanga Ururulögin okkar efu ’-ann'rr n5 ef vonnnðir menn fara ir.n * '.ar-í ' móti mótifiæluni hí am. cí bað ekki handtaka Tarzan. beir deyja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.