Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 16.06.1965, Blaðsíða 6
6 VI S IR . Miðvikudagur 16. júní 1965. Tvær stúlkur — Framh. af bls. 16 ' — Þú ert með hæstu stúdents prófseinkunnina, Borghildur? — Það er vlst, ég fékk 9,41. — Hvað ætlarðu svo að leggja fyrir þig? — Ég hef hugsað mér að lesa ítölsku. Ég fer reyndar fyrst til Frakklands og verð þar í eitt ár, en svo til Ítalíu. — Þú hefur þá kunnað vel við latínuna? — Já, mjög vel. Hún er ein allra skemmtilegasta greinin. — En fannst þér ekkert erfitt að flytja ræðu á latínu? — Frekar, jú. Þegar þekking- in og æfingin er af skomum skammti á maður erfitt með að tjá sig á latínu. — En hvaða einkunn fékkstu þar? — Ég var með 9.8 í latínu. —Hvemig hafa svo prófin gengið? — Prófin hafa verið dálítið erfiður og strangur tími, en upplestrarfríið var ágætt. Það var rétt eins og þægileg og skemmtiieg vinna. \ „Stundum dúx, — en stundum ekki. Sigrún Helgadóttir er dóttir Helga J. Halldórssonar kennara. Sigrún var með 9.32 í stúdents- einkunn og hlaut þann sess, að verða fyrsti „kvendúxinn" í stærðfræðideild. — Er það að aukast, að stúlk ur fari í stærðfræðideild? — Já, ég held að það sé mikið að aukast. Það em stundum heil ir bekkir sem gera það. Og yfir- leitt eykst tala nemenda, sem velja stærðfræðiveginn. — Hvað vakir fyrir þér varð- andi næsta vetur? — Það er víst stærðfræði. Ég fer í Edinborgarháskóla. — Hefur þetta verið strangur vetur? — O jæja, ekki svo mjög. — Ertu kannski vön því að „dúxa“? — Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég hef stundum verið ,,dúx“ — stundum ekki. 17. júní — Framh. af bls 16. stjórnar Gíali Halldórsson blómsve'ig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Karlakór Reykjavíkur syngur. Eftir hádegi verða skrúðgöng ur að Austurvelli með fána- borg skáta I fararbroddi. Há- tíðahöldin við Austurvöll hefj- ast kl. 13.40 með því að Ólafur Jónsson, formaður Þjóðhátíðar nefndar setur hátíðina, en sið- an verður guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni prestur séra Emil Björnsson. Kl. 14.15 leggur forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson blómsveig á minnis- varða Jóns Sigurðssonar. Slðan flytur forsætisráðherra, Bjami Benediktsson, ræðu af svöhim Alþingishússins. Kl. 14.30 flyt- ur Guðrún Ásmundsdóttir á- varp fjallkonunnar við ljóð eft- ir Þorste'in Valdimarsson. Kl. 15.00 hefst bamaskemmtun á Arnarhóli, en klukkustund síð- ar dans barna og unglinga í Lækjargötu. Stjórnandi verður Hermann Ragnar Stefánsson. Kl. 17 Ieikur Lúðrasveit Rvíkur á Austurvelli. Iþróttakeppni og sýningar hefjast í Laugardal kl. 16.30. Kl. 20.30 hefst kvöld- vaka á Arnarhóli. Eftir kvöld- vökuna verður dansað á þrem stöðum í miðbænum og stendur til kl. 1. Merki dagsins verða seld og kosta 20 kr. Þjóðhátíð- amefnd skipa: ólafur Jónsson, formaður, Bragi Kristjánsson, Böðvar Pétursson, Einar Sæ- mundsson, Jens Guðbjömsson, Jóhann Möller, Óskar Péturs- son og Valgarð Briem. Bílveltn — Framhald • bls. 16 Lögreglan var ekki fyllilega sann færð um þennan framburð manns- ins og sendi þess vegna eftir hon um heim, þar sem hann sat við drykkju. Hann hélt við fyrri fram burð sinn og neitaði með öllu að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Lögreglan taldi sig þó hafa rök- studdan grun um annað og hún þyrfti ekki annað en leita eftir vitn um, sem gætu borið hið sanna í málinu. Fór svo að maðurinn var hand- tekinn og fluttur I vörzlu lögregl- unnar og sfðdegis í gær tók rann- sóknarlögreglan hann til yfir- heyrslu. Þá gugnaði hann og játaði að hafa verið drukkinn við stýrið. Menntaskólinn — i, bls. 3: • ’ Rektor Kristinn Ármannsson sagðl að það væri skemmtileg tilviljun, að nú 50 árum eftir að kvenfólk fékk kjörgengi, skyldu tvær stúlkur verða til þess að vera efstar á stúdents- prófi. Það væru glæsileg með- mæli með jafnrétti kynjanna. Eins og fyrr er sagt lætur Kristinn Ármannsson nú af störfum við Menntaskóla Reykja víkur, en hann hefur starfað við hann síðan 1923 og af því síðastliðin hálft níunda ár sem rektor. Margir urðu því til að standa upp og þakka honum vel unnin störf í þágu skólans og nemenda. M. a. inspector scolae og Einar Magnússon. Inspector sem fulltrúi seinasta árgangs sem Kristinn útskrifar og Einar Magnússon sem starfs- maður Kristins allan þann tíma sem Kristinn hefur starfað við skólann. Athöfninni í Háskólabíói lauk með ávarpi nokkurra „jubil- anta“. Aðalfundur Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda verður haldinn í Sigtúni föstu- daginn 18. þ. m. hefst kl. 10 f. h. Stjómin. A/WV>AAA/\AA/S/W\AAAAAAAAAAAAAAAAA/WWWNA. IÖllum þeim mörgu vinum mínum og vandamönnum, ) sem minntust min með heimsóknum, gjöfum og skeytum \ í tilefni að áttræðisafmæli mínu sendi ég mínar beztu / þakkir og óska þeim allrar guðsblessunar. \ Jakobína Þorvarðardóttir. / Melarbúð Hellnum ( 17.JÚNÍ ■ ■ ■ ■ hátíðahöld í KónAvnni HÁTÍÐAR ■ i\u|ja vuyi HÖLD heflast með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu kl. 1.30. Skemmtun sett í Hlíðargarði kl. 2. ★ Fjallkonan flytur ávarp. ★ Ræða — glímusýning — skátar skemmta — almennur söngur — Lúðrasveit Kópavogs leikur á milli atriða. ★ Um kvöldið við Félagsheimilið kl. 8,30: HÁTÍÐINNI ★ Gamanþáttur, (Ámi Tryggvason, Bessi SLITIÐ Bjarnason, Klemens Jónsson). KL. 1 ★ Ríó-tríóið úr Kópavogi syngur og leikur EFTIR þjóðlög. MIÐNÆTTI ★ Dans, úti og inni. Þjóðhátíðarnefndin í Kópavogi. Skipin Framh. af bls 16. fall'ið heldur áfram, erum við tilneyddir að senda hópinn utan flugleiðis", sagði hann. Allmargir farþegar erlendir komu hingað t'il að fara hring- ferð með Esjunni á laugardag inn, en ekki verður af því ef verkfallið leysist ekki brátt. Næsta skip sem stöðvast er Esja, sem kemur úr hringferð umhverfis landið. SÍLDARSTÚLKUR Síldarsöltun verður leyfð innan örfárra daga. Nokkrar síldarstúlkur óskast á söltunarstöð- ina Óðin á Raufarhöfn. Uppl. í síma 15411 kl. 8—10 í kvöld. Einar Guðmundsson. Kísilgúr — mhald at bls. I. tvenns konar kísilgúr, síunar- gúr, sem notaður er í sykur-, bjór og vín-iðnað'i, einnig til þess að hreinsa neyzluvatn og fylligúr, sem er notaður sem bindiefni t.d. í lyfjaiðnaði og málningariðnaði. Að öllu jöfnu er síunargúr- inn verðmeiri, en það er sú teg und, sem ætlunin er að fram- leiða við Mývatn. Að þvi er Baldur Líndal tjáði Vísi er markaðsvercið í Evrópu 7-8000 ísl. kr. á tonn. Það væri þó ekki það verð, sem verksmiðj- an gæti feng'ið. Markaður fyrir kísilgúr væri þröngur og kaup- endur vildu fá tækniaðstoð með kisilgúrnum. Fyrirlestur Hinn kunni þýzki réttarfræðing- ur, prófessor, dr. jur. Wilhelm Ebel frá Háskólanum í Göttingen flytur fyrirlestur í boði lagadeildar Háskólans í dag kl. 5,15. Fyrir- lesturinn sem fluttur verður á þýzku, nefnist „Úber die historis- chen Baer-Elemente des Gesetzes". Fyrirlesturinn verður fluttur f 1. kennslustofu Háskólans, og er öll- um heimill aðgangur. Glæsilegt einbýlishús Til sölu er glæsilegt einbýlishús í Garða- hreppi. — Húsið er 7 herb. og eldhús, þvotta- hús, og bað, allt á einni hæð. Stærð 195 ferm. lóð 1218 ferm. — Réttindi fyrir tvöfaldan bíl- skúr. Húsið er fokhelt og selst þannig. — Teikningar á skrifstofunni. FASTEIGNASKRIFSTOFAN Austurstræti 17. 4. hæð. (Hús Silla & Valda). Simi: 17466 Kvöldsími 17733. íbúð til söiu Góð 4 herbergja íbúð til sölu, í endahúsi, í Hlíðunum. íbúðin er stofa og þrjú svefn- herbergi með innbyggðum skápum. Skemmti lega er gengið frá baði og eldhúsi. íbúðin er laus strax. FASTEIGNASKRIFSTOFAN Austurstræti 17. IV. hæð. (Hús Silla & Valda). Sími: 17466. Kvöldsími: 17733. wmrr.r-^tmvm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.