Vísir - 30.06.1965, Síða 9

Vísir - 30.06.1965, Síða 9
V í S IR . Miðvikudagur 30. júní 1965. Q „HÖFUM EKKI vVALLAD SJALF- STÆDIOKKAR A ANNARRA KOSTNAD" Magnús Jónsson fjármálaráðherra hélt hátíðarræðuna þann 17. júní á Akureyri. Ræða þessi er hin merkasta hugvekja um menningar, framfara og sjálfstæðismál þjóðarinnar. Hefur Magnús leyft Vísi að birta ræðuna í heild og fer hún hér á eftir. jprelsi — sjálfstæði. — Þetta eru fögur orð, sem allt frá árdögum mannlífs á jörðu hafa átt sterkan hljómgrunn í sálum mannanna og verið tákn hinna eftirsóknarverðustu gæða fyrir öllum þeim, sem kúgaðir hafa verið og þrælkaðir. Það eru þessi orð og innihaid þeirra, er frjálsar þjóðir hylla á þjóðfrels- isdögum sínum. I dag er það íslenzka þjóðin, sem dregur þjóðfána sinn að hún til þess að hylla sitt frelsi og sjálfstæði. Mesti kostur þjóðhátíðardaga og annarra minningardaga er sá, að þeir knýja okkur til í- hugunar og þá jafnframt til að staldra svplítið við í því stöð- uga kapphlaupi, sem flestir þreyta nú næstum frá vöggu til grafar á þeirri miklu hrað- ans og óróans öld, er við lifum. Nú á dögum hefur enginn tíma til neins óg því ekki að undra, þótt okkur hætti til að skjóta frá okkur þeim hugrenningum, sem ekki sýnast í fljótu bragði vera i óhjákvæmilegu sambandi við hina sífellt ákveðnari og kappsamlegri leit að svokölluð- * um þægindum og lífsins gæð- um. Okkur þykir áreiðanlega öll- um vænt um frelsi okkar og sjálfstæði og við göngum glöð í bragði til hinna árlegu þjóð hátíðarhalda til þess að minnast þessara eftirsóknarverðu gæða og þakka fyrir þau. En þetta er ekki nóg. Frelsið og sjálf- stæðið eru engir fallegir gripir, sem hægt er að geyma í kistu- handraða eða bankahólfi og taka fram á tyllidögum. Þeim má fremur líkja við gullsand- inn, sem rennur úr greipunum, ef höndin er opin. Það er raun- ar ekki svo mikil hætta á því, að baráttukynslóð þjóðfrelsis- ins, sem hafði aðeins eggjagrjót í lófa, áður en hún hreppti gullsandinn, missi hann sér úr greipum, en það er hætt við, að árveknin verði ekki sú sama hjá þeim sem alltaf hafa átt gullsandinn, og jafnvel gæti komið fyrir, að þeir þreytt ust við að halda á honum og teldu ekki miklu varða, þótt eitt og eitt korn glataðist. Það er hætt við, að afstaðan verði svipuð og til verndunar heils- unnar Þessari dýrmætustu eign okkar misbjóðum við flesta daga á marga lund og skiljum fyrst, hvilkur dýrgripur heilsan er, þegar hún bilar, og þá er þvi miður æði oft of seint að iðrast. Með nákvæmlega sama kæruleysi meðhöndum við oft frelsið og sjálfstæðið. Okkur finnst ekki hundrað í hættunni, bótt eitt og eit' gullkorn glatist það get^ ekki verið, að fjöregg- ið sé svo brothætt sem sagan segir okkur. En því miður geymir sagan alltof margar öruggar sagnir um brotin fjör- egg þjóðfrelsis og mannrétt- inda vegna andvaraleysis og skammsýni. í þágu frelsis og sjálfstæðis hafa margar dáðir verið drýgð ar og margir göfugir menn helgað allt sitt líf baráttu í þágu þeirra hugsjóna. En jafn- framt hafa fá eða engin hug- tök verið meir rangtúlkuð og misnotuð til ómælanlegrar bölvunar fyrir einstaklinga og þjóðir. Flestar styrjaldir hafa verið háðar undir yfirskyni hollustu við frelsi og sjálfstæði. Jafnvel Hitler taldi sig vera boðbera frelsisins. Og eins og flest önnur hugtök eru frelsi og sjálfstæði svo afstæð, að jafnvel á þessum menningar- tímum koma menn sér ^kki saman um skilgreiningu þeirra. Það er talað um austrænt frelsi og vestrænt frelsi, og menn greinir einnig á um það, hvað sé raunverlegt sjálfstæði þjóð- ar. 'C’n þessar fræðilegu deilur og ^ mistúlkanir skipta okkur Islendinga ekki miklu máli. þótt menn skilgreini frelsið að vísu nokkuð eftir vestrænum og austrænum viðhorfum, þá myndum við þó flest skilja frelsishugtakið í samræm'i við mannréttindaákvæði stjórnar- skrár okkar, og við erum svo gæfusöm, að hafa aldrei þurft að vefja sjálfstæðishugtakið þeim umbúðum og vafningum atriðum, sem frjálst og sjálf- stætt menningarþjóðfélag bygg ist á. ísland er fámennasta ríkið í samfélagi frjálsra þjóða. íbúa talan er ekki hærri en í einu fámennu borgarhverfi Lundúna borgar. Þessi mannfæð veldur okkur erfiðleikum, en hefur líka sína kosti. Erfiðleikarnir eru fyrst og fremst í því fólgn- ir, að kostnaðurinn við að halda uppi fullgildu ríkiskerfi og ailri þeirri menningar- og félags- starfsemi og annarri nauðsyn- legri þjónustu við borgarana, > Magnús Jónsson fjármálaráðherra yfir því, hvernig svo fámenn þjóð hafi getað byggt upp svo gott og alhliða þjóðfélag. En er þá ekki allt í lagi? Getum við ekki stolt og glöð horft til framtiðarinnar á þess- um degi? Höfum við ekki dyggilega varðveitt fjöregg þjóðfrelsisins? Cvarið við þessum spurning- um er í meginefnum já- kvætt, en einmitt velgengnin gerir það enn brýnna fyrir okkur að íhuga vel okkar gang og gæta þess að stíga ekki nein þau víxlspor, er eyðileggi hinn góða árangur og spilli þeirri björtu framtíð, er vissu- lega blasir við okkur, ef við kunnum fótum okkar forráð. Það hefur með réttu verið sagt, að sterk bein þurfi til að þola góða daga, og saga mann- kynsins geymir margar harm- sögur um það, hversu velsæld gróf undan siðferðisþreki þjóða og tortímdi að lokum sjálfstæði þeirra. Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal, og með réttri notkun þeirra er hægt að leggja grundvöll að aukinni farsæld og gæfu einstaklinga og þjóða, en þeir geta einnig verið bölvaldur, sem örvar hin- at verfi hv^tir i raannlegu eðli. . Við þekkjum öll þær hættur og iílu áltófí' séiiri’ "fnikil 'fjérráð unglinga geta haft og við, sem erum á miðjum aldri, finnum vel, ef við lítum í eigin barm, að aukin fjárráð gera okkur ekki auðveldara að fullnægja þörfum okkar, því að kröfum- ar og „þarfirnar" vaxa með auknum fjárráðum. Á sama hátt hefur hin þjóðfélagslega afleiðing hagsældarinnar orðið sú, að kröfumar hafa stöðugt aukizt. Auðvitað á aukinn Lýðveldisræða Magnúsar Jónssonar rúðherra við hútíðahöldin ú Akureyri 17« júní sem þær þjóðir hafa orðið að nota, sem hafa drottnað yfir öðrum þjóðum. Fyrir íslending um er ’Mfstæðið réttur þeirra sjálfra til að ráða yfir sjálfum sér og sínu landi, sem þeir heldur hafa ekki tekið frá nein- um öðrum. Við getum þvf mörg um þjóðum fremur kinnroða- laust lyft merki frelsis og sjálf- stæðis því að við höfum aldrei krafizt frelsis til að kúga aðra og við höfum ekki grundvallað sjálfstæði o!:kar á annarra kostnað. En þótt það sé fagnaðarefni þá minnkar það ekki vandann að hafa unnið sigur með hrein- an skjöld. Það ber meira á bletti á hreinum skildi en flekk uðum. Við höfum öll skilyrði til að halda okkar hreinum, jafnvel svo af honum lýsi öðr- um stærri þjóðum til leiðsagn- ar, og það á að vera okkur ærumál og metnaðarmál. Til þsss að svo geti orðið, verðum við að leggja rækt við þjóféíagslegt uppeldi, gera okk- ur hvert og eitt grein fyrir skyldum okkar gagnvart þjóð- félaginu og þe’im grundvallar- er nútíma menningarþjóðfélag krefst, verður mjög þungbær. Kostimir eru þeir, að við erum nánast eins og líkan af þjóðfé- lagi, þar sem hægt er að hafa miklum mun meiri yfirsýn og gera sér betur grein fyrir öllum atriðum þjóðfélagslegrar þróun- ar en í hinum stóru þjóðfélög- um. Og það er einmitt þessi að- saða, sem við eigum að hag- nýta okkur, sjálfum okkur til velfarnaðar og þroska og til þess að gera okkur gildandi í samfélagi þjóðanna. Islenzka þjóðin hefur vissu- lega unnið ótrúlegt afrek, síð- an hún hlaut fullt sjálfstæði, bæði á sviði efnahagslegrar uppbyggingar, menntunar og fé lagslegra umb. Efnahagur er hér betri og jafnari eh með flestum öðrum þjóðum, og böli skorts, atvinnuleysis og þjóðfélagslegs misréttis, sem þjáir enn í dag margar þjóðir, hefur verið bægt frá dyrum. Fulltrúar alþjóð- legra stofnana, sem hingað hafa komið síðustu árin í vaxandi mæli til þess að kynna sér þjóðfé’ 'shætti og efnahags- þróun. hafa' lýst undrun sinni afrakstur þjóðarbúsins að leiða til bættra lifskjara, en hér er einmitt komið að því atriðinu, sem í dag er hvað mesta hætt- an fyrir framfarasókn þjóðar- innar og getur jafnvel ógnað sjálfstæði hennar. Það er hin óhóflega kröfugerð, sem of- býður fjárhagsgetu þjóðarbús- ins og teflir jafnframt f hættu þeirri uppbyggingu, sem er óhjákvæmileg forsenda þess, a ðhægt sé að fullnægja kröf- unum og hefur leitt til þeirrar verðbólgu- og dýrtfðarþróunar, sem allir kvarta yfir, en færri vilja leggja sitt lið til að stöðva. 1 senn er kröfugerðinni beint að atvinnuvegunum, sem þrátt fyrir metframleiðsiu hafa ekki getað óstuddir mætt þess- um kröfum. og á hendur ríkis- sjóði og sveitarsjóðum, sem heimtað er að auki framlög til allra hugsanlegra þarfa borgar- anna, jafnhliða háværum kröf- um um það, að úr skattheimtu sé dregið. — Næstum daglega heyrum við í ræðum eða lesum í blöðum, að þessari eða hinni stofnuninni verði tafarlaust að koma upp, þessa þjónustu verði að auka eða styrki að hækka til jafns við það, sem gert sé hjá öðrum þjóðum, og stéttir og starfshópar heimta kjör sín bætt til samræmis við launagreiðslur fyrir sömu störf hjá öðrum þjóðum. Þetta getur allt saman verið gott og blessað sem stefnumið, en við megum ekki gleyma þeirri staðreynd, að við erum aðeins tæplega 200 þús. manna þjóð, sem ekki get- um gert allt til jafns við auð- ugar milljónaþjóðir. Smábónd- inn á auðvitað að stefna að því að verða stórbóndi, en hann verður að athlægi og flosnar að lokum upp við litinn orðstf, ef hann fer að tileinka sér alla lifnaðarhætti og vinnubrögð stórbóndans meðan hann enn skortir hin efnahagslega grundvöll. Stórhugur og fram- taksemi eru nauðsynlegir eig- inleikar í framfarasókn, en en það hefur aldrei þótt til sæmdarauka né líklegt til vel- famaðar að berast meira á en efni standa til. Máttarvöldin hafa verið okkur hliðholl.' Við höfum aflað ótrúlegra verð- mæta á undanfömum árum, og við eigum margvíslega mögu- leika til þess að renna enn styrkari stoðum undir efna- hagslff okkar og þá um leið sjálfstæði okkar. Það væri átak- anlegt giftuleysi, ef okkur skorti nauðsynlega fyrirhyggju og raunsæi til að hagnýta þessa aðstöðu og tækifæri á réttan hátt. Við megum ekki láta fýsn gullgrafarans, sem ætlar að verða rikur á einum degi ná tökum á okkur. Við eigum hvert og eitt að tileinka okkur hugarfar og starfshætti hins hyggna framkvæmdamanns, er jafnframt og þétt sækir fram, en gætir þess að eyða ekki meiru en arðurinn leyfir. Við verðum að leita úrræða til þess að skipta arði þjóðarbú- skaparins án illdeilna, sem f senn leiða til úlfúðar í þjóðfé- laginu og oft stórfellds tjóns, sem beinlinis spillir fyrir þeim lffskjarabótum, sem eftir er sótt. Ef við gætum með frið- samlegri samvinnu stéttanna fundið slíkan skiptigrundvöll, þá væri það út af fyrir sig ó- metanlegt til tryggingar sjálf- stæði þjóðarinnar og eflingar heilbrigðu þjóðlífi. ■yið þurfum eftir megni að * leggja rækt við öll þau atriði, sem stuðla að aukinni hamingju, mannúð og gróandi þjóðlffi með þverrandi tár. Við verðum að koma í veg fyrir atvinnuleysi og skort og styðja þá, sem miður eru settir í þjóð- félaginu. Við verðum að stefna að þeirri efnahagsþróun, að allir hafi sæmileg lífskjör án óhófslegs vinnuálags, en meg- um þó ekki gleyma þeirri stað- reynd, að enn er tækniþróun okkar eki.i komin á það stig að þjóðin geti veitt sér þau lífsþægindi, er hún nú heimt- ar, án mikillar vinnu. Á sviði menntunar og heilsugæzlu get- um við, einmitt vegna smæðar þjóðarinnar, lagt grundvöll að rannsóknum, sem geta haft al- þjððlega þýðingu. I heilbrigðis- Framhald ð bis. 13.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.