Vísir - 15.07.1965, Síða 8
a
V ! S IR . Fimmtudagur 15. júlí 1965.
VISIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIH
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn 0. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsia Ingólfsstræt'. 3
Askriftargjald er 80 kr ð mánuði
1 lausasölu 7 kr eint. - Sími 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Visis - Edda h.f
Framsókn og launamálin
það kom greinilega fram meðan samningaviðræð-
urnar um kaup- og kjaramálin stóðu yfir, að í báðum
flokkum stjórnarandstöðunnar voru menn, sem ekki
vildu að samið yrði. Þetta var augljóst bæði af skrif-
um Tímans og Þjóðviljans, þar sem þrásinnis var
reynt að æsa til ófriðar og spilla fyrir samkomulagi.
Og eftir að samið hafði verið, leyndi það sér ekki,
að ráðamenn beggja blaðanna voru bálreiðir yfir því,
að takast skyldi að tryggja vinnufrið í landinu í eitt
ár.
Tíminn hafði áður haldið því fram, þegar hann
var að reyna að spilla fyrir samningum, að ríkis-
stjórnin vildi sérstaklega „níðast á láglaunaíólki“.
Það er annars furðulegt að Tíminn skuli ekki sjá
sóma sinn í því að tala sem rninnst um þessi mál.
Enginn flokkur hefur sýnt minni áhuga á að rétta
hlut þeirra sem minnst bera úr býtum, en Fram-
sókn, þegar hún fór með völd. Og opinberir starfs-
menn ættu líka að muna, að þeir fengu daufar updir-
tektir við óskir sínar um bætt"kj>of,'''þegar',húyéfándi
formaður Framsóknarflokksins var fjármálaráðherra.
Hafi nokkru sinni með réttu mátt tala um „furðu-
lega tregðu“ var það þá. Trúir því nokkur, sem man
þá tíma, að Framsóknarflokkurinn mundi styðja
kröfur um kauphækkanir, ef hann væri við völd?
Var það ekki fyrsta verk vinstri stjórnarinnar að
lækka allt kaupgjald í landinu? Reyndist hún lág-
launafólki sérstaklega vel? Ekki fannst því svo þá.
Og m.a. voru það kaupgjaldsmálin sem urðu henni
að falli.
Tíminn var í forystugrein þeirri, sem hér er vitn-
að í, að leika sér með einhverjar tölur frá Noregi,
sem blaðið hagræddi eftir þörfum. Allur slíkur sam-
anburður er vitanlega tóm markleysa, þegar farið
er með tölurnar eins og stjórnarandstæðingar gera
í svona tilvikum. Þær eru beinlínis notaðar í blekk-
ingarskyni og dæmin sett upp í samræmi við það.
Ótrúlegt er, að almenningur taki mikið mark á
skrifum Tímans um kaupgjaldsmálin. Sennilega
hugsa margir sem svo, eftir fyrri reynslu, að blað-
ið mundi fljótt breyta um tón, ef flokkur þess kæm-
ist í ríkisstjórn. En hitt vita allir, sem Tímann lesa,
að hann hefur eftir megni reynt að egna til ófriðar
og sundrungar út af kaupgjaldinu, og liðsoddar Fram
sóknarflokksins hafa fyrirskipað flokksmönnum sín-
um innan verkalýðsfélaganna, að fylgja kommúnist-
um möglunarlaust og styðja þá eftir megni í skemmd
arstarfinu.
Það má mikið vera, ef forustumenn Framsókn-
arflokksins eiga ekki eftir að iðrast hegðunar sinn-
ar í núverandi stjórnarandstöðu, ef svo illa tækist
til, að þeir kæmust aftur til valda í landinu.
Mioícs?, stórbrotinn veiðistaður, bar sem mikil ævintýri geta gerzt, t. d. þegar Iax hleypur niður
undir brúna og alla Ieið út í Kistuhyl, sem er þer langt fyrir neðan. Myndirnar eru báðar úr bókinni.
LAXÁ í AÐALDAL
Bók eftir Jakob V. Hafstein
ötg. Bókaútgófa Menningarsjóðs
Mér þótti það góð tíðindi
þegar Jakob V. Hafstein sagði
mér að hann hefði í smíðum
bók um Laxá í Aðaldal. Ég er
einn þeirra, sem hafa tekið ást-
fóstri við þessa á og umhverfi
hennar, og ég beld að ég hafi
gert það stra:: fyrsta daginn
sem ég renndi þar, fyrir tæp-
um 20 árum, þegar hún heilsaði
mér um morguninn með 16
punda fiugulaxi ;í Höfðabreiðu
óg síðar simá ;3ág með ' öðr-
um 23 punda ’á Tiarnarhólma-
flúð.
En hvað sem einkaviðskipt-
um mínum við Laxá iíður og
óskum, hvert sinn er ég kveð
hana, um að fá að líta hana
augum einu sinni enn, geta skoð
anir þeirra, sem þar eru kunn-
ugir, varla verið skiptar um
það, að hún verðskuldaði þann
heiður að skrifuð væri um hana
sérstök bók, fyrsta af íslenzk-
um veiðiám. Mér þótti þetta
líka góð tíðindi vegna þess, að
ég vissi að leitun er á manni
sem hefði verið betur til þess
fær að leysa þetta verk vel af
hendi en Jakob Hafstein, og
ber þar margt til. Hann er al-
inn upp í nágrenni Laxár, kynnt
ist henni ungur og tók ástfóstri
við hana sjálfa og umhverfi
hennar. Hann er maður list-
fengur, glöggur náttúruskoðari
og veiðimaður. „Ég kynntist
smám saman allri ánni, öllum
veiðistöðum hennar, leyndar-
dómum, óviðjafnanlegri fegurð í
smáu og stóru, fuglunum við
ána og á ánni, hinum fjölbreytta
fagra gróðri, söng hennar fossa
niði, flúðum og strengjum“, seg
ir hann sjálfur i upphafi bókar
innar. Auk þess var honum til-
tæk aðstoð góðra vina og kunn
ingja í dalnum og nágrenni,
þar sem hans eigin þekking
nægði ekki til fulls, þvi eins og
hann tekur fram reynist óhjá-
kvæmilegt að leita slíkrar að-
stoðar um einstök atriði við
samningu svona verks, jafnvel
eftir 30 ára kynni af umhverfi
og staðháttum.
Og nú er þessi bók fyrir
nokkru komin út. Eftir því sem
f ég veit sannast er henni frábær-
ij lega vel tekið. Ég minnist þess
ekki að fleiri menn hafi spurt
mig, hvort ég væri búinn að
■ lesa nokkra nýútkomna bók. Og
að kalla undantekningarlaust
hafa þeir lokið upp um hana
einum munni. Þeir eru stór-
hrifnir af henni.
Bókinni er skipt í 10 megin-
kafla, en auk þess eru stuttar
lýsingar á ánni á þremur tungu
málum: norsku, ensku og þýzku.
Kaflarnir tíu bera þessi heiti:
Lagt af stað — Fossinn, sem
þagnar — Laxá í Aðaldal —
Veiðarfærin og beitan — Kistu
veiðarnar — Háfveiðin — Æð-
arvarpið — Fuglalíf við Laxá
— Selur í ósnum og ánni —
Lausavísur.
1 fyrstá kaflanum gerir höf-
Höfundur bókarinnar með 36
punda hæng, sem hann veiddi á
flugu í Höfðahyl, einum stór-
fengiegasta veiðistað árinnar,
10. júlí 1942.
undur grein fyrir tildrögum
þess, að bókin varð til, tryggð
sinni við ána allt frá æsku og
þeirri þakkarskuld sem hann
vildi gjalda með þessu verki,
Einnig getur hann þar með
þakklæti þeirra manna, sem létu
honum aðstoð í té. bæði f efni
og myndum, svo og útgefanda
og prófarkalesara. Með þeim
kafla er vel „lagt af stað“.
Næsti kafli, „Fossinn. sem
þagnar,“ er einkar hugnæmur
lestur. Þar segir höfundur frá
því er tveir synir hans voru
í fyrsta sinn' með honum fyrir
neðan Æðarfossa. Hann segir
þeim þar sögu um laxinn eftir
Jóhann Sigurjónsson, sem hann
hefur raunar oft sagt þeim áð-
ur, en þeir þreytast aldrei á að
heyra. Og hann verður að bæta
annarri við. Sögumar falla eink
ar vel inn í þann ramma, sem
þeim er þarna búinn. Æðarfoss
ar þagna sem snöggvast til þess
að gestirnir geti einnig heyrt
niðinn í Brúarfossum frammi í
dalnum — svona rétt meðan veð
urguðirnir eru að skipta um
átt. ■ i&l k lóri ci'Uíli.i.
Næsti kafli, „Laxá i Aðal-
dal“, er langlengstur og tekur
ásamt næsta kafla, „Veiðarfær-
in og beitan“, yfir um helming
bókarinnar. Þarna er lýst oli-
um veiðistöðum, sem kunnug-
ustu menn þekkja í Laxá, eða
118 alls, og eru þeir því mur
fleiri en margir okkar, sem
þykjumst sæmilega kunnugir,
höfum vitað. Inn í þessa lýs-
ingu eru svc víða felldar
skemmtilegar veiðisögur og frá-
sagnir þar sem þeir leggja m.
a. fram sinn skerf veiðisnilling-
arnir: Benedikt bóndi á Hólma
vaði, Steingrímur skáld í Nesi,
Heimir Sigurðsson á Tjörn og
Snorri Jónsson kaupm. á Húsa-
vík. Þessi kafli er mjög gagn-
legur fyrir þá, sem veiða í Laxá
jafnvel þótt þeir hafi gert það
lengi, og þeir sem fara þangað
ókunnugir ættu að lesa hann
vel áður og helzt hafa bókina
með sér.
Tíu Ioftmyndakort eru þar
6100!" þar sem merktir eru
helztu veiðistaðir árinnar, og
veita þau að sjálfsögðu mjög
mikilsverðar leiðbeiningar. Kafl-
inn um veiðarfærin og 'oeituna
er einnig mjög góður og sjálf-
sagt fyrir þá að Iesa hann vel,
sem lítið þekkja ána, en ætla
að veiða þar.
Kaflarnir um Kistuveiðina,
Háfveiðina og Æðarvarpið eru
einnig mjög fróðlegir. Þar kem-
ur vinur okkar margra, höfðing-
inn Jón á Laxamýri. fram á
sjónarsviðið, og má þar gjörla
þekkja margar setningar hans
og tilsvör, en það hlýjar okkur
Laxár-mönnum alltaf um hjarta-
ræturnar að heyra og sjá eitt-
hvað frá honum.
Þá er kaflinn um fuglalifið
við Laxá. Flestum ber saman
um að eitt af því, sem geri dvöl-
ina þar hvað unaðslegasta sé
Framh. á bls. 6