Vísir - 19.08.1965, Page 3
V í S I R . Fimmtudagur 19. ágúst 1965,
5
* FRÁ LJÓS-
MÆÐRAMÓTINU
Myndsjáin birtir í dag nokkr
ar myndir frá norrænu ljós-
niæðramóti, sem hér var haldið
um sfðustu helgi. Mót þetta var
all fjölskipað, sátu það 85 ís-
lenzkar ljósmæður og nokkrir
fulltrúar frá öllum hinum Norð
urlöndunum, svo að fulltrúatal-
an Var nokkuð á annað hundr-
að. Hin tvö íslenzku félög ljós-
mæðra stóðu að mótinu, Ljós-
mæðrafélag Reykjavíkur, en for
menn þeirra eru Valgerður Guð
mundsdóttir og Helga M. Níels-
dóttir.
í setningarræðu sem Helga M.
Níelsdóttir flutti sagði hún m.a.
þá frásögn úr Víga-Glúmssögu,
þegar Halldóra kona Víga
Glúms kvaddi konur með sér á
vfgvöllinn og skipaði þeim að
binda um sár allra lífvænna
manna úr hvorra Iiði sem þeir
voru. Hún rakti það hvflík víga-
öld var þá á íslandi, en þrátt
fyrir það var kona norður í
Eyjafirði, >sem gekk til orrust-
unnar með manni sínum og batt
um allra sár, jafnt vina sem ó-
vina. Þannig kvaðst hún vilja
hqgsa sér ljósmæðrastéttina um
allan heim, fyllta af kærleika til
alls þess sem lifir. — Hvert
barn er perla, sagði hún, hvort
það er hvítt, svart eða gult skipt
ir ekki máli. Hver mannleg vera
er hlekkur í h'fskeðjunni, sem
hvergi má bila, en verður að
þroskast til að fegra og bæta
lífið og vinna sem órjúfanleg
heild til velfarnaðar fyrir mann-
kynið.
Það var margt sem gerðist á
þessu Ijósmæðramóti. Þangað
komu ljósmæður víðsvegar að
af landinu saman í fyrsta skipti
og hinir erlendu fulltrúar fengu
tækifæri til að kynnast högum
íslenzkra stéttarsystra sinna.
Allmikið var og gert af því að
gefa þeim tækifæri til að kynn-
ast sögu íslenzkrar ljósmæðra-
stéttar.
M. a. var einn daginn farið
vestur í hina gömlu Nesstofu,
sem fyrstj landlæknir á Islandi
Bjarni Pálsson lét reisa. Þar
fengu þátttakendur m. a. að
skóða skurðstofu fyrsta land-
læknisins. Hún er nú vistleg
setustofa í hinu gamla húsi, en
undir gólfábreiðu má þó enn sjá
lit eftir blóðdropa sem þar hafa
fallið við skurðaðgerðir. I kjall
ara hússins má og sjá enn
skápa þar sem fyrsta apótek
íslands var geymt. Bjami Páls
son var skipaður landlæknir ár
ið 1760 og næsta ár kom fyrsta
lærða ljósmóðirin til íslands eft
ir nám í Kaupmannahöfn. Hún
hét Katrín Magnússon og fékk
bækistöð f gömlu Nesstofunni
undir handarjaðri landlæknis. Á
ráðstefnunni fengu þátttakend-
umir einnig tækifæri til að
skoða fyrstu bókina um ljós-
mæðrafræði. Hún var gefin út
árið 1749 og kallaðist Yfirsetu-
kvennaskólinn. En af því sem
hér hefur verið rakið má sjá,
að Nesstofa hefur einnig komið
við sögu Ijósmæðrafræðinnar á
Islandi.
Að lokinni þessari heimsókn
var þátttakendum á norræna
ljósmæðramótinu boðið í sam-
kvæmi á heimili þeirra hjóna
frú Sigríðar og Arents Claes-
sen og þar dvalizt við góðan
fagnað.
Margt fíeira hefur gerzt á
mótinu, mörg erindi hafa verið
haldin, farið hefur verið til
Gullfoss og Geysis, til Akureyr
ar og til Bessastaða.
Hópur ljósmæðra í heimboði hjá frú Sigríði og Arent Claessen, en þar var glatt á hjalla.
Nokkrar forystukonur ljósmæðrastéttarinnar. Talið frá vinstri: Helga M. Níelsdóttir formaður Ljós-
mæðrafélags Reykjavíkur, Ellen Erup frá Danmörku formaður skandinaviska ljósmæðrasambandsins,
Guðrún Magnúsdóttir yfirljósmóðir á Landsspítalanuum og Valgerður Guðmundsdóttir á Bessastöð-
um, formaður Ljósmæðrafélags íslands.
Nokkrar ungar ljósmæður allar utan af landi, sem útskrifuðust saman ljósmæður. Talið frá vinstri:
Dýrfinna Sigurjónsdóttir, Bima Björnsdóttir, Amheiður Guðfinnsdóttlr, Helga Daníelsdóttir, Anna
Svelnbjörnsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir.
Mynd tekin í heimsókninni í Nesstofu. Pétur Jakobsson læknir
ræðir við eina dönsku ljósmóðurina, Odu Hansen.
Hér sjást fjórar ljósmæður. Vinstra megin eru mæðgur, sem gegnt hafa ljósmóðurstörfum á Árskógs-
strönd hver fram af annarri, þær Ása Marinósdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir, hægra megin eru Þór-
dís Ólafsdóttir og Freyja Antonsdóttir.