Vísir - 01.09.1965, Síða 7
V í S IR . Miðvikudagur 1. september 1965.
7
VII. — Bolungarvík v/ð Isafjarðardjúp
Bolungarvík er oft tek-
in sem dæmi um, hvern
ig dugnaður og ósér-
hlífni manna vinna sig-
ur á óblíðum skilyrðum
náttúrunnar. Bolungar-
vík er nú orðin nærri 900
manna þorp í nýjum stíl,
með breiðum götum og
nýtízkulegum einbýlis-
húsum, sem gefa ekkert
eftir því, sem bezt ger-
ist við Faxaflóann.
• %
Þetta hefur ekki komið sjálf-
krafa upp f hendurnar á Bol-
víkingum. Þeir hafa að vísu haft
stutt að sækja á góð fiskimið,
en aðstaða til sjósóknar hefur
fram að þessu verið hin erfið-
asta. Lengi var lending ill fyrir
opnu hafi og svo brimasamt, að
varir eyðilögðust oft í stórbrim-
verði tekinn í notkun haustið
1966. Þarna verða sjö almenn-
ar kennslustofur, handavinnu-
stofa og skólaeldhús. Húsið er
þriggja hæða og verður bæði
barna- og gagnfræðaskóli. —
Gamla skólahúsið hér var orð-
ið alveg ófullnægjandi enda var
orðið þrísett í það.
— Hafnargerðin hefur lengst
af verið aðalmál staðarins. Það
var endanlega lokið við brim-
brjótinn 1 fyrra. Á þessu ári
stóð til að fá dýpkunarskipið
Gretti til að dýpka innsigling-
una. En það tafðist, að hann
gæti komið hingað, og nú er
orðið Ijóst, að hann getur ekki
komið hingað fyrr en komið er
fram í september, og þá er sjó-
lag orðið svo óöruggt héma, að
við erum búnir að slá þeim
dýpkunarframkvæmdum á frest
til næsta árs.
— Brimbrjóturinn hefur raun-
ar verið í smíðum síðan 1911
og er orðinn dýr. En við getum
litið björtum augum til fram-
tíðarinnar, þegar hann er nú
loksins fullgerður, þv£ þar með
Vörin í Bolungarvík. í baksýn er Traðarhyma.
Flestir búa í nýjum einbýlishúsum
um og mikið erfiði þurfti að
leggja £ að gera þær upp á nýj-
an leik.
Brimbrjótur byggður
í hálfa öld
Árið 1911 byrjuðu Bolvlking-
ar að byggja brimbrjót og hafa
verið að byggja hann síðan.
Hann hefur hvað eftir annað
brotnað £ hinum ógurlegu haf-
görðum, sem Bolungarvfk er
fræg fyrir. En hann hefur alltaf
verið bættur, styrktur og lengd-
ur og má nú heita öruggur og
fullgerður, — eftir meira en
hálfa öld.
Sveitarstjóri I Bolungarvfk er
Jón Tómasson. Blaðið átti ný-
lega tal við hann um fram-
kvæmdir á staðnum, og sagði
Jón m. a. svo frá:
— Hreppurinn fær á þessu
ári tæplega 3,9 milljónir króna
í útsvör og 1,1 milljón £ að-
stöðugjöld. Alls eru tekjur
hreppsins um 5,5 milljónir kr.
Útsvarsstiginn var notaður ó-
breyttur, hvorki hækkaður né
lækkaður. Þessar tekjur eru ekki
ýkja miklar miðað við stærð
kauptúnsins. Ef borið er t. d.
saman við Austfirði, þar sem
sildin hefur verið, þá nær kaup-
tún af svipaðri stærð, Eskifjörð-
ur, sjö milljónum króna £ út-
svör. Og Patreksfjörður, sem
er sambærilegur hér vestra, nær
fimm milljónum.
Þriggja hæða skóli
tilbúinn að ári
— Mest af þessu fer i rekst-
ur á ýmsum föstum liðum, en
helzta framkvæmd hreppsins á
þessu ári er ný skólabygging.
Nú er verið að vinna við inn-
réttingar og málningu innanhúss
og er reiknað með, að skólinn
erum við komnir yfir erfiðasta
hjallann i hafnarmálunum.
400 metra grjótvamar-
garður næstu árin
— Vestfjarðaáætlunin gerir
ráð fyrir, að átta milljónum
króna verði veitt til endurbóta
á höfninni hérna. Stærsta verk-
efnið er grjótvamargarður mik-
VIÐTAL VIÐ
JÓN
TÚMASSON
SVEITARSTJÓRA
ill, sem þegar hefur verið byrj-
að nokkuð á. Hann liggur frá
nýju síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunni homrétt £ átt til brim
brjótsins og verður yfir 400
metra langur, Á milli hans og
brimbrjótsins á svo að vera um
50 metra breið innsigling. Grjót-
varnargarðurinn er nú orðinn
160 — 180 metra langur, en ekk-
ert hefur verið unnið við hann
á þessu ári, vegna þess að fjár-
veiting þessa árs átti að fara
í dýpkunina, sem ekkert varð
svo af að sinni.
— Þegar þessi garður er kom-
inn, hefur myndazt hér lokuð
höfn, sem er geysilega stór að
flatarmáli. Hana er síðan hægt
að innrétta eftir efnum og á-
stæðum, þegar skipafjöldinn
Níu bátar á síld
— Héðan eru nú gerðir út
níu bátar á- síldveiðar og eru
þeir allir nema einn éign Ein-
ars Guðfinnssonar og fyrirtækis
hans. Þá eru hér gerðar út 20
— 30 trillur yfir sumartimann
og er töluverð vinna í íshúsinu
í kringum þær. Þá hefur stöðugt
verið unnið £ síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunni. Hún hefur
stöðugt verið £ gangi undanfar-
ið og m. a. tekið við þremur
sfldarförmum úr tankskipinu
Dagstjömunni, auk þess sem
hún tekur allan fiskúrgang, sem
hér fellur til. Verksmiðjan
bræddi fyrst i fyrrasumar og
tók þá 20.000 mál, m. a. úr
Dagstjörnunni, sem þá hét Þyr-
ill.
— Atvinna hefur yfirleitt ver-
ið nóg hér f Bolungarvfk, en
ekkert yfirdrifin upp á siðkast-
ið. Atvinnan byggist mest á afla
brögðunum og það koma t. d.
við og við dauðir dagar í frysti-
húsinu, eins og i sumar, þegar
stóru bátamir eru ekki heima,
— eru á síld.
Reynt að hindra bran
á Óshlíðarveg
— Eina samgönguæðin okkar
á landi er Óshlfðarvegurinn til
Isafjarðar, sem byggður var fyr-
ir 15—16 árum og raunar hef-
ur aldrei verið gengið alveg frá.
Það hefur t. d. aldrei verið bor-
ið ofan í hann og má vegurinn
teljast afar slæmur. Nú i ár
varð veruleg breyting á fjármál-
um þessa vegar og var veitt £
hann töluverðri fjárupphæð, 6,5
milljónum króna af Vestfjarða-
áætluninni. Á þessu ári verða
líklega notaðar 1,5 milljónir af
þessu fé. Þvi hefur m. a. verið
varið til að reyna að byggja
stalla í verstu skriðunum fyrir
ofan veginn til þess að taka
við niðurhruni.
— Þessi vegur er algert skil-
yrði fyrir byggð hér. Það fara
t. d. allar okkar fiskafurðir um
hann til ísafjarðar tíl útflutn-
ings eins og er. Annað mál er,
að margir telja vafasamt, að
hægt sé að gera almennilegan
veg í þessu glæfralega vegar-
stæði, og telja, að framtíðarveg
verði að leggja á annan hátt og
annars staðar. Þessi vegur er
stórhættulegur vegna grjót-
hruns og snjóskriðna, þótt sem
betur fer hafi ekki orðið nein
stórslys þar síðustu árin.
Meira en annar hver
þorpsbúi í nýrri íbúð
— Hér um aldamótin var
mjög fjölmenn byggð og íbúa-
talan 7—800 manns. Siðan fækk
aði hér eins og viðast á Vest-
fjörðum, en siðustu árin hefur
fjölgað mikið aftur. Það eru
yfir 20 fbúðariiús í smiðum og
var einkum byrjað á mörgum
nýjum húsum í fyrra og hitti-
fyrra. Öll undanfarin ár hefur
verið byggt mikið hérna og þorp
ið hefur tekið algerum stakka-
skiptum á siðustu 10—15 árum.
Og það eru myndarleg einbýlis-
hús, sem menn reisa sér héma.
— I hréppnum eru 930 íbúar
og þar af eru um 850— 870 i
kauptúninu sjálfu og hefur far-
ið jafnt og þétt f jölgandi siðustu
árin. Meira en helmingur íbú-
anna býr í nýjum steinhúsum,
nær eingöngu einbýlishúsum,
sem hafa verið byggð síðustu
10—15 árin. Ný hverfi hafa ris-
ið upp fyrir ofan gamla bæinn,
auk þess sem mikið hefur verið
ri'fið af gömlu húsunum og ver-
búðunum. Gerðir hafa verið upp
drættir að 3000 manna bæ hér
og er einkum gert ráð fyrir, að
bærinn stækki upp i hollin fyr-
ir ofan gamla bæinn og síðan
inn dalinn. Við teljum okkur
hafa nóg pláss undir bygginga-
lóðir hér i kri'ng næstu árin.
Boranir á Seltjarnarnesi
Vísi hefur borizt eftirfarandi
greinargerð frá hreppsnefnd
Seltjamarness um boranir eftir
heitu vatni:
Tvær rannsóknarholur hafa
nú verið boraðar á Seltjamar-
nesi í þvi skyni að kanna horfur
á vinnslu heits vatns úr berg-
gmnni þess. Mælingar á berg-
hita í þessum holum hafa sýnt,
•að hitastigullinn, þ.e. hitaaukn-
ingin með dýpinu, er allmiklu
hærri en á svæðinu, þar sem
jarðhiti er ekki fyrir hendi. í
holu I á sunnanverðu nesinu
vex hitinn um 24°C/100 m, en
í holu II, við Byggarða á norð-
anverðu nesinu, um 22,5°C/100
m. Eðlileg hitahækkun með
dýpinu er um 6°C/100 m.
Sennilegasta orsök þessa háa
hitastiguls er rennsli heits
vatns í dýpri lögum undir nes-
inu.
Til að gizka á, á hváða dýpi
slíks rennslis sé að vænta, má
gera samanburð við ReykjaviK.
I Reykjavík er mesti hiti vatns-
ins í berglögunum um 145° C.
Ýmislegt bendir til þess, að
jarðhitasvæðið undir Reykjavík
sé víðáttumeira en það svæði,
sem borað hefur verið á. Ef
þannig er gert ráð fyrir, að
varmagjafinn undir Seltjamar-
nesi sé 145°C heitt vatn, og
hitastigullinn haldist niður eins
og hann er á efstu 100—200
metrunum, mundi þurfa að
bora niður á um 600 m dýpi
til að ná þessum hita. Hugsan-
legt er einnig, að varmagjaf-
framhald á bls. 13