Vísir - 01.09.1965, Side 16

Vísir - 01.09.1965, Side 16
I • Bæ&rfcœsæ93 Dreng á fieka bjargað Á tíunda tímanum í gærkvöldl var lögreglunni gert aftvart um dreng, sem hafði farið einn á fleka út á Skerjaf jörð, en náði ekki landi aftur, og var flekann tekið að hrekja út fjörðinn. Áður en lögreglumenn komu á vettvang höfðu menn, sem séð hðfðu til drengsins náð sér í bát og rftið eftir drengnum og bjargað honum í land. Harm reyndist vera 9 ára gamall. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem slík atvik koma fyr'ir og hefur ým ist lögreglan eða aðrir þráfaldlega orðið að koma drengjum til hjáíp ar eða reka þá í land . Loftieiðamenn frá 11 löndum á fundi á Sögu 47 Loftleiðamenn frá 11 lönd um eru nú á fundum í Reykja- vík til þess að bera saman baek- umar og ráðgast um framtið- ina. Þessi fundur tekur þrjá daga og hófst í morgun. Taka þátt í honum stjómendur Loft- leiða og umboðsmenn félagsins víða um heim. Af hinum 47 þátt takendum eru 24 útlendingar. Það er orðin föst venja hjá Loft leiðum að halda slíka fundi og þykja þeir gefast vel. Þama eru komnir saman harðir sölumenn úr ýmsum áttum og miðla hverj um öðrum af reynslu sinni. SILDARSKIPSTJORAR BIÐA ÞOL- INMÓÐIR VETRARHROTUNNAR Jakob Jakobsson - fiskifræð- ingur spáir því, að bezta síld- veiðihrotan sé enn eftir, og þvl f^^AAAAAA/SAAAAAAAAAA/ DREIFING VÍSIS Um þessar mundir eru skól- amir viðast hvar I þéttbýlinu að hefjast. Af þeim sökum verða margvíslegar breyting- ar á dreifingu blaðsins til fastra kaupenda. Má búast við, að einhverjar tafir kunni að koma fyrir fyrstu dagana f þessum mánuði. þótt reynt verði eftir megni að fyrir- byggja slíkt. Bitni þessar breytingar á einhverjum af kaupendum blaðsins, em þeir beðnir velvirðingar á því. Böm og unglingar, sem hafa áhuga á að taka þátt í dreifingu VÍSIS í vetur, eru vinsamlega beðin um að hafa samband við viðkomandi af- greiðslu nú þegar, í Reykja- vfk í síma 11661. í því sam- bandi er rétt að minna á, að blaðið kemur út eftir hádegi á virkum dögum, nema á laug ardögum fyrir hádegi. AAAAAAAAAAAAAA/^WW sé ástæðulaust fyrlr skipstjóra að gefast upp á veiðunum núna, þótt aflinn sé rýr um þetta leyti. Heildaraflinn á síldveiðunum fyrir austan og norðaustan var um helgina orðinn 1.544.284 mál og tunnur, sem raunar er ekki mikið minna en á sama tíma i fyrra, þegar aflinn var orðinn 1.837.116 mál og tunnur. Ver- tíðin í sumar gekk einkum vel fvrstu daga hennar, auk þess sem hún byrjaði mun fyrr en í fyrra, en undanfarinn mánuð- ur hefur verið afar lélegur veiði- mánuður. Skipin hafa flakkað í fýluferðir til Jan Mayen og jafnvel til Norður-Noregs. Undanfarin ár hefur síldin byrjað að hópast saman um miðj an september til þess að leggjast í dvala fram eftir vetri á Rauða torginu. Þar veiddu íslenzku skipin hana með góðum árangri í fyrra fram undir áramót. Nú hefur sjórinn hins vegar verið mun kaldari en venjulega, eins og komið hefur fram í fréttum. Hefur þessi kuldi seinkað allri lífsþróun í sjónum og haft áhrif á síldina. Jakob spáir því, að síldin verði nú seinni á sér að safn- ast i vetrartorfurnar þannig að það geti enn liðið um það bil mánuður, þangað til hún byrj- ar að gera það. Hins vegar geti verið góð veiði fram að þeim tíma, ef gæftir verða góðar, því síldin virðist öðru hverju fara saman í torfur. Sildarskipstjórar virðast flest- ir ætla að hafa þolinmæði til að bíða eftir að síldin gefi færi á sér og ætla að halda áfram f haust. Hins vegar hafa margir gert hlé á veiðum til þess að hvíla sig bg mannskapinn og iáta dytta að skipunum, áður en lagt verður í lokaróðurinn á þessari síldarvertíð. Fannst veikur í bifreið Seint í gærkvöldi var komið með veikan mann í Slysavarðstofuna, sem sézt hafði veikur undir stýri bifreiðar sinnar. Maðurinn, sem fyrstur hafði veitt veika manninum athygli var á leið inn Hverfisgötu rétt fyrir kl. 11 í gærkvöldi Hann var í bifreið og þegar hann var kominn á móts við Klapparstíg veitti hann athygli Framh á bls. 6. RÁÐNIR MENNÍ4LYK- ILSTÖÐUR SJÓNVARPS Fjórir menn hafa verið ráðn- ir í lykilstörf í íslenzka sjón- varpinu .Eru þeir fyrstu menn- imir, sem ráðnir hafa verið til sjónvarpsins, ef frá er skilinn Pétur Guðfinnsson, skrifstofu- stjóri þess. Emii Björnsson prestur hefur verið ráðinn dagskrárstjóri frétta- og fræðsludeildar og Steindór Hjörleifsson leikari ráðinn dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar. Jón D. Þor- steinsson hefur verið ráðinn deildarverkfræðingur og Gísli Gestsson kvikmyndatökumaður. Sr. Emil hefur verið prestur Óháða safnaðarins frá 1949, starfað í fréttastofu útvarps- ins síðan 1944 og á tímabili einn ig við dagblaðið Vísi. Nú síðast var sr. Emil varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Sr. Emil er nú í Bandaríkjunum að kynna sér sjónvarpsrekstur. Hann er fimm tugur að aldri. Steindór Hjörleifsson hefur starfað hjá Leikfélagi Reykja- víkur síðan 1949 og verið í stjórn þess í mörg ár. S.l. sjö ár hefur Steindór einnig verið deildarstjóri f Seðiabankanum. Steindór er 39 ára gamall. Jón D. Þorsteinsson lauk verk fræðiprófi í Kaupmannahöfn 1963 og hefur síðan starfað hjá Eltra sjónvarpsverksmiðjunum þar í borg. Hann er 32 ára. Gísli Gestsson lauk verzlunar prófi 1960, starfaði sem blaða- ljósmyndari í þrjú ár, og nam síðan kvikmyndagerð í London. Hann hefur tekið kvikmyndir hér fyrir erlendar sjónvarps- stöðvar. Gísli er 24 ára. ÓTTAZT UM BÁT í NÓTT Timburhlaði brann Fannst heill á í nótt var tekið að óttast um seglbátinn Stormsvöluna, sem var á leið frá Akranesi til Reykjavíkur Frönsku vísindamennimir hugð- ust skjóta 1 gærkvöldi frá Skóga- sandi síðari eldflauginni, en sem fyrr hamlaði veður þeirri fram- kvæmd. Lágskýjað var á skotstaðn um, svo rétt grillti í fjöll, en skýja- hæð má éldd vera undir 500 metr- húfi í morgun í gærkvöldi, en kom ekki hingað j til hafnar á þeim tíma sem búizt ; var við honum. um, svo unnt sé að skjóta. Enn verður haldið áfram að reyna að koma eldflauginni á loft, en takist það ekki fyrir næstu helgi eru vís- j indamennimir búnir „að missa af I strætisvagninum" í þetta sinn, og verða þá að bíða í einn mánuð. < Rétt fyrir kl. 2 í nótt var sam- i band haft við Slysavarnafélagið og aðstoðar þess leitað. Samtímis var reynt að halda uppi spumum um bátinn víðsvegar af strand- lengjunni, þar sem liklegast var talið að til hgns myndi sjást. Þær eftirgrennslanir báru þó lengí vel ekki árangur og var ætunin að fá varðskip til að hefja leit. En skömmu eftir kl. 4 i nótt fréttist til Stormsvölunnar. Hún var þá stödd rétt utan við Akurey andæfði þar og ekki talið að hún væri í neinni hættu stödd. Slökkviliðið var þrívegis kvatt út í gær, siðast kl. rúmlega 9 í gær- kvöldi vegna elds í Ármúla 3, en þar er Samband ísl. samvinnufé- laga til húsa. Hafði kviknað í timburstafla norðan við bygginguna og logaði glatt í honum þegar slökkviliðið kom á vettvang. Tók það slökkvi- liðið um það bil klukkustund að kæfa eldinn og skemmdist timbrið og eyðilagðist að meira eða minna leyti. Þarna mun vera um allmikið verðmætatjón að ræða því að timb ur er dýrt á íslandi nú til dags. Um eldsupptök var slökkviliðinu ekki kunnugt í morgun. Á öðrum tímanum eftir hádegi í gær var slökkviliðið kvatt tvlveg- is út. í fyrra skiptið að Tómasar- haga 36. Höfðu krakkar gert sér leið að því að kveikja í tómum kössum á lóðinni fyrir utan húsið. Kassarnir brunnu að mestu, en það sem verra var að eldurinn læsti sig í timburgirðingu sem var skammt undan og skemmdist hún talsvert. Seinni kvaðning'in kom tuttugu mínútum síðar frá blikksmiðj- unni Glófaxa í Ármúla 24. Hafði eldur komizt í bala með benzíni í sem stóð þar á gólfi. Búið var að kæfa eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Skemmdir urðu engar. Geimskoti enn frestað

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.