Vísir - 25.09.1965, Side 1
m
VISIR
SSí4*®. - Laugardagur 25. september,1965. - 218. ,tbl.
PrSmabalBenma
Mademoiselle Liana Daydé, —
ein af „prima-ballerinum“ Grand
Ballet Classique de France. sem
sýnir í Þjóðleikhúsinu þessa dag
ana. Hún var áður primaballer-
ina við Parísaróperuna. Á mynd
sjársíð.u í Vísí í dag, 3. síðu, er
sagt frá heimsókn á æfingu ball-
ettsins í Þjóðleikhúsinu í gær.
Metveioií sumum ám þrátt
fyrir fádæmu vatnsleysi
Viðtal við Þór Guðjóoissoai veiðimólastjóra
Ennþá hafa ekki borizt heildartöl
ur um laxveiðina í öllum ám lands-
ins, sagði Þór Guðjónsson veiði-
málastjóri í viðtali við Vísl í gær.
Um netaveiðina í Borg-
arfirði . og Árnessýslu
mætti þó fullyrða það, að
hún hafi gengið með ágæt-
um í sumar. Aftur á móti
hafi stangaveiðin í heild
verið lélegri, þótt góðar
glefsur hafi komið endrum
og eins, og einstöku ár skil
að allt að því metveiði.
Heildartölur liggja orðið fyrir
um stangaveiði úr ýmsum ám, en
annars staðar frá hafa þær ekki
borizt enn sem komið er, sagði
veiðimálastjóri.
í þeirri ánni, sem liggur við bæj
ardyr höfuðborgarinnar, Elliðaán
um, veiddust í sumar 830 laxar. Það
er rúmlega 200 löxum færra heldur
en veiddist þar í fyrrasumar. Þá
nam heildartala veiddra laxa í Ell-
iðaánum 1077. Teljarinn í Elliðaán
um taldi 2566 laxa sem hafa geng
ið upp fyrir teljarann, sem er rétt
hjá gamla stöðvarhúsinu.
Þá sagði veiðimálastjóri að Ing
ólfur Ágústsson stöðvarstjóri hjá
Rafmagnsveitu ríkisins hefði skýrt
sér frá því f gær, að nú þegar væri
búið að taka um 700 laxa úr mó-
hyljunum í Elliðaánum til klaks,
en þar myndu vera sem næst 1000
laxar eftir. Móhvljimir eru sem
kunnugt er, fyrir neðan laxateljar
ann og gefur þetta nokkuð til
Framh. á 6. síðu.
■.V.V.W.V-' Ww..*v.,V.V.
2 menn hrapa nið-
ur stiga og slasast
I 1 gærdag varð alvarlegt slys
| í Hótel Sögu, en þar hröpuðu tveir
| menn milli hæða, annar meira að
| segja milli tveggja hæða. Hann
! mun hafa stórslazast en hinn mað
urinn eitthvað mlnna.
Að því er lögreglan tjáði Vísi í
Borholan tengd við vatnskerfi Hafnfirðinga. Bal dur Maríusson er lengst til vinstri á myndinni,
en Þorsteinn Ingólfsson er þriðjl frá vinstri. Sig. R. Guðmundsson, sem sá um tenginguna, snýr
baki að ljósmyndaranum ®-----------
VATNI HLEYPT Á ÚR 980 m.
DJUPRI H0LU í KALDÁRSELI
JBLAÐiÐ i DAG
Vatnsmál Hafnfirðinga lagast nokkuð, en stærra átak þcirf til
í gærkvöldi klukkan
18 fengu Hafnfirðingar
nokkra úrbót á hinum
lélegu vatnsmálum sín-
um. Hleypt var á vatns-
kerfi kaupstaðarins
vatni úr 980 m. djúpri
holu, sem er í Kaldárseli
skammt frá vatnsbóli
Hafnfirðinga.
Blaðamaður og ljósmyndari
frá Vísi voru staddir þarna þeg
ar vatninu var hleypt á, en áður
hafði verið látið renna mikið
magn vegna þess hve óhreint
það var til að byrja með.
Þegar heilbrigðisfulltrúi Hafn
arfjarðar, Baldur Maríusson, gaf
sitt samþykki, tengdi pípulagn-
ingamaður frá Keflavík, Sigurð
ur R. Guðmundsson, leiðsluna
við æð, sem liggur 50 metra að
aðalæðinni, sem liggur sfðan til
Hafnarfjarðar, en æð þessi hef
ur undanfarið verið vatnslítil
enda er vatnið í vatnsbólinu lít
ið sem ekkert.
Hola sú sem notuð er nú var
boruð af jarðborunum ríkisins f.
nokkrum árum og var þetta til-
raunahola í leit að heitu vatni,
sem fannst ekki á þessum stað.
Renna úr þessari holu um 12
sekúndulítrar af vatni.
Þorsteinn Ingólfsson, iðnfræð
ingur, sem stjórnar bæjarvinnu
Hafnarfjarðar, sagði blaðamanni
Vísis að því miður mundi þessi
hola ekki leysa allan vanda,
stærra átak þyrfti til að um ör
ugga lausn væri að ræða.
gærkvöldj hafði drukkinn maður
hrapað niður stiga á Hótel Sögu á
3. tímanum e.h. í gær. Þegar að
var komið lá maðurinn f öngviti og
var búizt Við að hann myndi vera
I meira eða minna slasaður. Var
hótelstjóranum, Konráð Guð-
mundssyni gert aðvart um slysið
og jafnframt var kallað á sjúkrabíl
til að flytja hinn slasaða til lækn
'isaðgerðar f Slysavarðstofuna.
En um það leyti sem sjökraliðs
mennirnir komu á vettvang raknar
sá drukkni úr rotinu og neitar
með öllu að fylgja þeim í Siysa-
varðstofuna. Býst hann að þvi
búnu að ganga að nýju niður stig
ann, en er valtur á fótunum og
steypist yfir handriðið.
Konráð hótelstjóri var þama rétt
hjá, grípur til mannsins og nær á
honum taki, en missir sjálfur við
það jafnvægið og steypist á eftir
manninum yfir handriðið. Hann
náði þó að grípa annarri hendi í
handriðið og hélt sér þar andar-''
tak án þess að sleppa taki á
drukkna manninum. En hann missti
skjótt taksins og áður en nokk-
ur hefði tíma til að koma til hjálp
ar. Sjálfur hrapaði Konráð nið-
ur á næstu hæð fyrir neðan og
mun hafa v’iðbeinsbrotnað-og e.t.v.
hlotið fleiri meiðsl. Hinn maður
inn féll tvær hæðir niður og stór-
slasaðist. Var hann fluttur í sjúkra
hús, en um meiðslj hans eða líðan
var blaðinu ekki kunnugt f gær-
kvöldi. Konráð var þá enn í rann-
sókn og aðgerð í Slysavarðstof-
unni.