Vísir - 25.09.1965, Síða 15

Vísir - 25.09.1965, Síða 15
 V í SIR . Laugardagur 25. september 1965. 75 3. „Fjandinn hafi það“. Hæversk- an í röddinni var horfin og reiði- hreimur kominn í hennar stað. „Mig skal ekki undra þó að yfir- menn yðar hafi fljótt gerzt leiðir á yður“. Hann þreif böndin af seðl- unum og taldi þá. „Fimmtíu — þér getið sjálfur séð. Eruð þér nú ánægður?" „Ég er það,“ svaraði ég um le'ið og ég opnaði skúffu til hægri hand- ar í skrifborðinu og kom þar fyrir stálflöskunni, seðlunum og miðan- um með heimilisfangi væntanlegs viðtakanda. Það var samtímis að ég lokaði skúffunni og Martin skjalatöskunni. Það var eins og eitthvað það lægi í loftinu, sem vakti athygli hans, kannski hefur þögn mín orðið til þess, nema hvað honum varð litið til mín og sjáöldrin víkkuðu og víkkuðu unz þau virtust taka út fyrir gleraug- ur«. „Jú, þetta er marghleypa", varð mér að orði, „yður missýnist ekki þar. Japönsk Hanyatti, níu skota, gikkurinn spenntur. Og hún er svo kraftmikil, að kúlan fer ekki ein- ungis gegnum yður, heldur mundi hún líka fara í gegnum tvíbura- bróður yðar, ef hann stæði fyrir aftan yður. Leggið báðar hendur fram á skrifborðið". Hann gerði það, hlýddi af sömu gaumgæfni og yfirleitt einkennir menn, þegar þeir horfa inn í skammbyssuhlaup úr þriggja feta fjarlægð. En ég veitti því athygli, að augnaráð hans var orðið furðu eðlilegt, rétt eins og hann héldi sig ekki hafa neitt að óttast. Þetta olli mér nokkrum heilabrotum; ef nokkur maður hafði ástæðu til að óttast þessa stundina, þá var það einmitt Henry Martins. Kannski var það einmitt þetta, sem gerði hann hættulegan við að fást. „Þér farið dálítið óvenjulega að því að ganga frá viðskiptum“, sagði hann. Röddin titraði ekki hið minnsta, hún var einungis dálítið þyrrkingsleg. „Hvað á þetta eigin- lega að þýða?“ „Reynið ekki að Ieika fifl. Ég hef peninga yðar I mlnum vörzl- um. Þér spurðuð mig rétt áðan, hvort ég áliti yður vera heimsk- ingja, en þá voru ekki aðstæður til að svara þeirri spurningu yðar. Nú eru þær hins vegar fyrir hendi. •Þér eruð heimskingi. Þér eruð. heimskingi, að þér skuluð gleyma þvl að ég starfaði I Mordon. Að ég var yfirmaður alls öryggiseftir- lits þar. Og það er frumskylda hvers slfks yfirmanns, að vita hvað fram fer á hans eigin eftirlits- svæði“. „Ég er hræddur um að ég skilji yður ekki til hlítar". „Þér gerið það áður en lýkur. Gegn hvaða veiki veitir bóluefni þetta ónæmi?“ „Ég er ekki annað en starfs- maður Heimsfriðarsamtakanna“. „Það kemur ekki þessu máli við. Það eitt skiptir máli, að hingað til hefur allt slíkt bóluefni verið framleitt og varðveitt að Horder Hall I Essex. Sé flaska þessi kom- in frá Mordon, inniheldur hún því ekki neins konar bóluefni, heldur sennilega einhverja af þeim sýkla- tegundum, sem þar eru ræktaðar". „í öðru lagi ætti ég bezt að vita það, að engum manni er kleift hvort sem hann er meðlimur Heims friðarsamtakanna eða ekki, að komast með slíka leynisýkla út fyrir Mordon, og gerir þar engan mun hve kænn eða þjálfaður hann kann að vera. Um leið og slðasti starfsmaðurinn fer út úr rannsóknarstofunni lokast hún fyrir sjálfvirkan öryggisútbúnað I fjórtán klukku- stundir, og einurjgis tveir menn kunna að opna læsinguna. Hafi eitthvað verið tekið á brott þaðan,' hefur það því verið gert með vald- beitingu, sem ekki getur dulizt". „Þá sögðuð þér og að starfs- menn utanríkisþjónustunnar væru á bandi samtakanna. Ef svo væri, hvers vegna þyrfti þá að smygla bóluefninu úr landi eins og ráns- feng? Væri ekki auðveldara við- fangs að senda það til Varsjár eftir diplomatiskum leiðum?" „Og loks er það yðar mesta heimska, kunningi, að þér skuluð gleyma þeirri staðreynd, að ég var um langt skeið viðriðinn gagn- njósnastarfsemi. Öll ný samtök, sem stofnað er til á Bretlandi, eru að sjálfsögðu undir nákvæmu eft- irliti. Um leið og deild Heimsfrið- arsamtakanna tók til starfa I Lund- únum, tók það eftirlit til hennar. Fyrir bragðið þekki ég aðalritara hennar, sem að vlsu heitir Harry Martin, en er lágvaxinn maður feitlaginn, sköllóttur og nærsýnn — sem sagt eins óllkur yður og hugsazt getur“. Hann horfði fast á mig nokkurt andartak og virtist hvergi hrædd- ur. Hann lét hendurnar hvíla á skrifborðinu og mælti rólega: „Þá virðist þetta vera útrætt mál, eða hvað?“ „Það er ekki margt, sem virðist ósagt". „Hvað hyggizt þér fyrir?" „Afhenda yður sérstakri örygg- isdeild Ieyniþjónustunnar, ásamt segulbandi með samtali okkar. Það var ekki annað en venjuleg var- úðarráðstöfun hjá mér, að setja segulbandstækið I gang, þegar þér komuð inn. Ég veit að vísu að það er ekki gilt sönnunargagn, en ásamt bréfmiðanum með heimilis- fangi viðtakanda, flöskunni og fingraförum yðar á peningaseðlun- um, verður það varla dregið I efa“. „Það lítur út fyrir að ég hafi misreiknað mig hvað yður snert- ir“, viðurkenndi hann. „En við get um komizt að samningum eigi að síður“ „Mér verður ekki mútað. Að minnsta kosti ekki með vesælum fimmtíu fimm punda seðlum“. Það var nokkur þögn. Svo mælti hann lágt: „Fimm hundruð?" „Nei“. „Þúsund sterlingspund ... þús- und sterlingspund, Cavell, sem þér fáið greidd innan stundar?“ „Kyrr“, skipaði ég og seildist eftir símanum, tók talnemann og var I þann veginn að velja núm- erið með vlsifingri vinstri handar, þegar drepið var á skrifstofudyrn- ar og heldur harkalega. Ég lét talnemann liggja og reris úr sæti. Martin hafði lokað gang- dyrunum á eftir sér, þegar hann kom inn. Þær dyr gat enginn opn- að án þess að hringja bjöllunni. Ég hafði ekki heyrt neina hring- ingu. Það hafði enginn hringt, og samt stóð einhver úti fyrir skrif- stofudyrum mínum. Martin brosti, eða öllu heldur — gerði tilraun til að brosa. Mér féll það ekki. Ég mundaði marg- hleypuna og sagði lágum rómi: „Ot I hornið, Martin, og spennið hend- ur á hnakka". „Ég býst ekki við að það sé nauðsynlegt", sagði hann rólega. „Sá sem knýr dyra, er kunningi okkar beggja“. „Hlýöið umyrðalaust". skipaði j ég. Hatm gerði það. Ég gekk út jað dyrunum, án þess að sleppa af ' gætfi þess að star.da til hliðar við i hurðina. „Hver er þar?“ kallaði ég. „Lögreglan, Cavell. Gerið svo vel að opna“. v „Lögre?fian?“ Röddin lét kunnug- lega I eyrum mér, en vitatriega var márgur, sem átti auðvelt með að herma raddir. Mér varð litið á Martin, en hann stóð hreyfingar- laus. Ég kallaði út fyrin „Einkenn- ismerki yðar... ýtið því inn und- ir hurðina ...“ Það varð andartaks þögn úti fyrir, slðan var stinnu spjaldi smeygt inn fyrir hurðina. Hvorki venjuleg lögreglumerki né neinum skilrlkjum, einungis þessu spjaldi, sem á var letrað: „D. R. Hardang- er“ og símanúmer leyniþjónustunn ar að Whitehall. Þeir voru ekki margir, sem vissu að Hardanger, yfirforingi leyniþjónustunnar, not- aði aldrei önnur embættisteikn. Og röddin var hans. Ég opnaði dyrnar. Hardanger yfirforingi var mað- ur mikill vexti, feitur I andliti og rauður, kjálkarnir eins og á bola- blt. Hann var I sama snjáða kaki- frakkanum og með svarta kollhatt- inn ,og þegar ég kynntist honum fyrst. Ég sá að maður stóð fýrir aftan hann, og var hann allur minni I sniðum. Mér gafst ekki tími til frekari athugana, þvl að Hardanger þramm aði inn yfir þröskuldinn ofe neyddi mig til að hörfa skref til baka. „Allt I lagi, Cavell“, mælti hann og brosglampa brá fyrir I ljósblá- um augunum. „Þér er óhætt að fella byssuna. Þú ættir að vera sæmilega öruggur núna, fyrst lög- reglan er komin á vettvang". Ég hristi höfuðið .„Mér þykir fyrir því, Hardanger, en ég er ekki lengur undir þinni stjórn. Ég hef gilt leyfi fyrir byssunni, og þú •hefur ruðzt inn í skrifstofu mína án míns leyfis“. Mér var litið út í hornið, þar sem herra Martin stóð. „Leitaðu á þessum náunga þarna, og að því búnu skal ég fella byssuna. Fyrr ekki“. Takið eftir BRAUÐHUSIÐ SNACK BAR Laugavegi 126 . S. 24631 ÚTBÚUM: 10 — 20 manna brauðtertur. Skreytum einnig á stálföt. Einnig smurt brauð. 1/1 sneiðar og 1/2 sneiðar. Kaffisnittur Cocktailsnittur 1 afmælið í giftinguna Í fermingarveizluna ; PANTIÐ TÍMANLEGA : i) •JiÆAkWMU. ,V.V rÁTHEE. IS UMPEK THE PSWERFO. INFLUEMCE 0F OUR 'POCTOR'- KSHS MANY POTiOfló- BUT CURES ' unue r,c-tuf u»mv wuo u&.vr Ciipcmv I SENT MÁNÝ 0F THE STKICXEN T0 TÁE2ANT0WN CUNIC-ASAINSTWV FATHER'S WISHES!. I WAS SOING THERE T0 VI5IT THEW. WHEN YOU SAVE7 Heilsuvernd Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökunar- og öndunaræf- ingum fyrir konur og karla hefjast mánudag 4. október. — Uppl I síma 12240. VIGNIR ANDRÉSSON — íþróttakennari — VÍSIR ÁSKRIFENDAÞJÖNUSTA Áskriftar- , . „ , simmn er Kvartana- 11661 virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 9 -13. Einhverntíma, þegar faðir minn deyr, mun ég taka við stjóm Butu-ættbálksins, og þá mun ég nota þann fróðleik og kenningar trúboðanna um mannkærleik og miskunn til að gera fólk mitt að betri mönnum. Enn sem stendur er faðir minn undir á- hrifavaldi töfralæknisins, sem bruggar mörg meðul, en getur ekki læknað neinn af þeim sem eru sjúkir. Ég sendi marga sjúka til sjúkrahússins I Tarzanborg, þrátt fyrir bann föður míns, og ég var á leið þangað, þegar þú bjargaðir lífi mínu. — Ég er hreykinn af þér, Kaanu, þú ert hugprúður maður. VISIR er eina síðdegishfiaðið kemur út alla virlca daga Afgreiðslan Ingólfsstræti 3 skráir nýja kaupendur Simi 11661 augfiýsing r VÍSI keinur víða við VÍSIR er auglýsingabluð almennings AFGRBIÐSLA AUGLÝSINGA- SKRIFSTOFUNNAR ER - INGÓLFSSTRÆTI 3 Slmi 11663 ises:.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.