Vísir - 29.09.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 29.09.1965, Blaðsíða 2
Ekki gat orðið af því að þessu sinni að Sir Stanley Matthews gæti komið hingað til íslands Itil að sýna knattleikni sína. Hann hafði of mik- ið að gera og varð að fresta a. m. k. tveim boðsferðum til útlanda og önnur þeirra var ferð in til íslands. En þetta stendur hins vegar til ! bóta, því Sir Stanley lof ! ar að koma á næsta ári. 1 Það, sem gerir það að verk- um að Stanley hefur undanfar- j ið haft svo mikið að gera, er það, að hann hefur ná t-skið að sér forstjórastöðuna hjá 4. deildarliði, sem heitir PORT VALE. Blaðamaður og ljósmyndari frá enska knattspkymutímarit- inu FOOTBALL heimsóttu Sir Stanley nýlega. Sir Stanley va'r mjög önnum kafinn. f fundarsal stjórnar félagsins biðu fjölmarg- ir ungir piltar. í fílabeinsgula símann þarna í herberginu tal- aði forstjórinn áhugasami: — Biddu hann um að senda mér upplýsingar í pósti. — Já, við höfum mikinn áhuga á hon- um líka — láttu mig hafa allt sem þú veizt um hann. — Ef hann vill koma til Port Vale gefum við honum mánaðar reynslutíma. Þannig taiaði Sir Staniey landshorna á milli, Það var sannarlega nóg að gera að skipuleggja nýja félagið. Stan- tey Matthesys er ániggður n*.eð nýjs starfíö og er mjög bjarí- sýnn á framtiðina, enda þótt fé- lagið hafi fallið úr 3. í 4. deild í fyrra. „Við höfum prýðis leikmenn hér, það sem þá skortir bara er betri æfing og aukið sjálfs- álit“. Og þetta tvennt munu Stanley og menn hans færa lið- inu. Það, sem Stanley Matthews ieggur þó aðaláherzluna á, er unglingastarfið. Það er mikils virði fyrir féiagið eins og Port Vale, og Stanley sér strax að með öflugu og góðu unglinga- starfi mun honum takast að gera Port Vale að stórveldi. SVIAR £KKI ! ÚRSLITIN Ekkert Norðurlandanna fer áfram í lokakeppnina Sviar sem löngum hafa verið á- litnir stórveldi í knattspymu munu ekki verða meðal 16 þjóða f loka- keppni HM í knattspymu. Þar eru Svíar úr leik, eiga að visu smá von, en hún er sú að Kýpur vinni V-Þjóðverja, en sú von er harla lítil, jafnvel þótt Kýpurbúar leiki á helmavelli. Svíar og V-Þjóðverjar léku um síðustu helgi í keppninni og fóru leikar svo að Þjóðverjarnir unnu með 2:1 á Rásunda í Stokkhólmi. Leikur liðanna í Þýzkalandi fór 1:1 og voru liðin jöfn að stigum með 3 stig hvort lið þegar þau mættust, en bæði eiga nú eftir að leika við Kýpur. Ósigur Svía var fyrsti ó- sigurinn fvrir Þjóðverjum á knatt spymuvellinum frá 1911. Norðmenn hafa komizt einna lengst af Norðurlandaþjóðunum og eru með 6 stig eins og Júgóslavía og Frakkland, en hafa leikið 5 leiki, eða einum meira en þessar tvær þjóðir. Möguleikar Norðmanna til að komast í úrslitin em mjög litl- ir. Ef þeir vinna Júgóslavi aftur 8. nóv. n.k. eru vonimar meiri, þv£. að þá geta þeir orðið jafnir Frökk um og Júgóslövum með 8 stig, en þá er gert ráð fyrir að Júgóslöv- um hafi tekizt að vinna Frakka heima og Frakkar siðan Luxem- bourg í Frakklandi En líkumar em langmestar á, að Frakkar vinni þennan riðil. Dönum gengur heldur ekki sem bezt. Það eru engar líkur á að þeim takist að komast.áfram, enda em Rússar £ sama riðli og þeir vinna riðilinn án efa. Sama er um Finna að segja. Þeim gengur illa í keppninni og komast ekki áfram. ^AA^WWWWAAAAAAAA BEA vann|: FÍ - 2:0 ) Knattspymumenn Flugfélags / ísiands kepptu við lið brezka ] i Sflugfélagsins BEA um síðustu,1 ,'helgi. Leiknum lauk með sigri 'p '] BEA-manna 2:0. ]i ]> Þau úrslit þóttu þó ekki sann-,’ /gjöm, þvi Fiugfélagsmenn áttu', <]fullt eins mörg tækifæri í leikn-]> ]ium, áttu stangarskot og bjargað ,* ) var á línu o. s. frv. NY AB BOK GRAHAM GREENE: ,Bezta njósnasagan, setn ég heli nokkru sinni lesið". IAN FLEMMING: .Mjög.-mjög góð njósna- saga'. Þessí skóldsaga fjallar um njósnir og gagn- ^ njósnir stórveldanna ó dogum kalda striðsins. Hún gerisr aðallego [ London og I V- og A- Berlin. Mest selda njósnasagan í heiminunt um joessar mundir. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Sendisveinar Pilta og/eða stúlkur vantar á ritsfraastöðina til að bera út skeyti. Vaktaskipti. Uppl. hjá skeytaútsendingunni, sími 11000. Sendisveinn ósknst hálfan eða allan daginn, Verzlunin Brynja Laugavegi 29

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.