Vísir - 29.09.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 29.09.1965, Blaðsíða 16
tflSIR nBBrfkndagur 29. september Heimili vangeíinna í Á tröppum Bamaheimilisins að Tjaldanesi: F. v.: Friðfinnur Óiafsson, form. Styrictarfélags vangefinna, Alan Stenning, forstöðumaður heimilisins og kona hans Ingibjörg Blöndal, Oddgeir Bárðarson, Haf- stelnn Sigurðsson, sem báðir era f stjóm félagsins. Heimili fyrir vangefin böm að Tjaldanesi f Mosfellssveit er nú fullbúið og tekið til starfa. Fréttamönnum var boðið að skoða þetta nýja vistheimili í gær að viðstöddum forráða- mönnum heimilisins og stjóm Styrktarfélags lamaðra, en for- maður félagsskaparins Friðfinn- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri, skýrði frá sögu heimillsins og félagsins, sem stendur á bak við þetta framtak. Sagði Friðfinnur, að á vordög- um 1963 hefðu nokkrir áhuga menn gengizt fyrir því, að hrinda þessu máli í framkvæmd. „Sem kunnugt er, var starfrækt heimiii vangefinna að Efra-Seli við Stokkseyri, og má segja, að þetta sé flutningur á því heim ili“, sagði hann. Félagið festi kaup á landi í Tjaldanesi — þrír hektarar og var þegar haf- izt handa um byggingafram- kvæmdir. Landinu fylgdu hita- réttindi. Hafa forráðamenn fé- lagsins hugsað að byggja þama gróðurhús og sundlaug í fram- tíðinni. Hermilið er sjálfseignarstofn- un 'og hefur yfitfedmk vogshælis eftíriit með þvf vaáf- andi úrskurð vistmatsia, en heimilið er vrndír yfirstjéán landlæknis og heilbrigðisyfH?- valda. Ef heimilið hættir að veca starfrækt renna eigur þess tíl hins opinbera. Húsið með lóðinni kostaði alls liðlega þrjár miHjönir. Styrktarsjóður vangefinna sem er í vörzlu Félagsmálaráðuneyt- is, lagði fram y2 milijón tfl bygg ingagjafir og ennfremur þegið styrkveitingar og frá þessum aðilum: Reykjawfk- urborg, sem hefur lagt ftam 100 þúsund krónur, Lionskfaább- arnir (einkum Þór og Njörður) hafa lagt fram myndarlegar pen ingagjafir og ennfremur hefnr Kvenfélag Styrktarfélags vangef inna lagt fram fé og Oddfellow reglan. Þakkaði hann heilshngar fyrir hönd félagsins öllum þess um aðilum og sagði, að án þeirra hefði ekki verið hægt að koma heimilinu upp. Friðfinnur sagði nú, að .þegar hefðu verið Framh. á 6. Svívirðilegur þjófnaður úr sæluhúsi FerSafélugsius Nýlega hefur verið stolið spari- eða penlngabauk úr' sæluhúsi Ferða félags íslands við Hvítárvatn með þeim peningum, sem í honum voru, en það veit enginn nema þjófurinn hvað sú fjárhæð var mikil. Um slðustu helgi fór hópur frá Ferðafélagi íslands norður á Kjöl til að ganga frá sæluhúsunum und- ir veturinn, taka til í þeim og gera hreint. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Vísir fékk hjá Einari Guðjohn- sen framkvæmdastjóra Ferðafélags ins, sagði hann aðkomuna i sæluhúsið við Hvítárvatn hafa ver- ið óhrjálega. Umgengnin í húsinu og við það hafi verið með fádæm- um sóðaleg, matarleifar skildar eft- ir inni I húsinu. kaffikorgur £ könn um og annað þar eftir. Út yfir hafi þó tekið, að peningabaukur, sem festur var á vegg í sæluhúsinu, var horfinn með því sem I honum Tvö umferðarslys Umferðarslys varð um tíu- leytið í gærkveldi og atvikaðist þannig, að lítilli fólksbifreið var ekið í malarbing — uppfyllingar- efni í skurð — sem hafði verið lát ið á Reykjaveginn. Sjónarvottur tald'i sökina liggja í því að gatan væri óupplýst og að ekki hefði verið komið fyrir varn- armerkjum, sem gefið hafi hættuna til kynna. Bifreiðin sem ók á malarbing- inn varð fyrir talsverðum Lídur eftir vonum Líðan mannsins, sem hrapaði tvær hæðir i Hótel Sögu s.l. föstu dag er eftir vonum, og fer heldur batnandi, að þvi er Vísi var tjáð í morgun. skemmdum og tve'ir farþegar, sem í henni voru meiddust lítillega að því er lögreglan tjáði Vísi. Þar sem ekki voru tök á að fjarlægja malarbinginn af göt- unni í nótt voru ráðstafanir gerðar til að koma upp hættumerkjum og eins var hinum ábyrga aðila við framkvæmdir á staðnum gert aðvart um óhappið. Hitt umferðaróhappið varð á Fífuhvammsvegi í Kópavogi um miðjan dag í gær. Piltur á reiðhjóli hafði hjólað út á götu í veg fyrir i bifreið sem kom aðvífandi. B'ifreið ; in rakst á piltinn og kastaði hon- | um í götuna. Hann stóð strax á ’ fætur aftur og sáust ekki á hon um nein meiðslamerki. Hann kvaðst þó finna t'il i öðru gagn- auganu og var fluttur í Slysavarð stofuna til rannsóknar. Aftur síldveiði Síldveiðiskipin héldu almennt á miðin í gærmorgun og fengu fá ein skip veiði f Seyðisfjarðardýpi 60 mflur undan landi Sfldin, sem veiddist í gær er millisfld. í morg un voru skipin farin að kasta nokkru fjær landi en í gær. Útlitið var þá gott. Samtals fengu 12 skip 8750 tn. Arni Magnússon, GK 1000 tn., Snæ fell EA, 500, Jörundur III. RE 600 Hafrún, IS, 1000, Höfrungur III. AK, 2200, Akurey SF, 800, Mummi GK, 450, Skírnir AK, 900, Ingiber Ólafsson II. GK, 650, Árni Geir KE, 150, Víðir II. GK, 200 Ófeigur II. VE 300 var. í öllum sæluhúsum Ferðafé- lagsins eru slíkir baukar hengdir upp á veggi og er ætlunin með þeim að í þá láti fólk gistigjöld sín, að lokinni gistingu í skálan- um. Til þessa hafa baukarnir feng- ið að vera óáreittir, en svo virðist sem þjófar séu líka farnir að ferð- azt og að sæluhús Ferðafélagsins séu ekki lengur friðhelg fyrir slik- um lýð. Annars sagði Einar Guðjohnsen, að svo virtist sem umgengnishátt- um ferðafólks hafi stórum hrakað frá því sem áður var og umgengnin í sæluhúsunum stórum verri nú en nokkru sinni áður. Um baukinn í sæluhúsinu við Hvítárvatn sagði Einar, að hann hafi verið tæmdur í sumar um mánaðamótin júlí-ágúst og þá hafi verið í honum 1200 krónur. Eng- inn viti hvað mikið hefur verið í honum þegar honum var stolið. Azkenasi i bíl sínum í Reykjavík. Þórunn komin heim með ísl. vegabréf Maður hennar leikur með Sinfóníuhljómsveitinni Vladimir Azkenasi og kona hans Þórunn Jóhannsdóttir og böm þeirra tvö eru enn einu sinni komin til Reykjavíkur. Azkenasi leikur með Sinfóníu hljómsveit íslands annað kvöld í Háskólabíói en stjórnandi verð ur Bodhan Wodiczko. Þau komu seint í gærkveldi með áætlunarflugvél frá Flug- félagi íslands og fóru beint til íbúðar, sem þau höfðu fengið til nokkurra daga í Austurbrún 2 hjá Bríeti Héðinsdóttur leik- konu. Síðan þau hjónin voru hér síðast, en það var í fyrra, hafa þau farið um alla Evrópu í tón leikaferðir og meira að segja farið til Japans, þar sem Azk enasi hélt 9 tónleika í janúar á sl. ári. „Móttökurnar voru stórkostlegar í Japan,“ sögðu þau hjónin Aðra nótt heldur Azkenasi til Ameríku þar sem þau hjónin munu halda til nokkrar vikur og ferðast um. Þórunn kvaðst ekki fara utan með börnin fyrr en 11. okt. „Ég er að fá nýja stúlku til að gæta bamanna" Hún er frá ísafirði og kemur í stað annarrar sem var með þeim hjónunum og hætti eftir síðasta ferðalagið, sem var til Grikklands, en þaðan koma þau nú. Þórunn kvaðst nú koma hing að sem íslendingur, en áður hafði hún þrívegis komið sem Rússi, þ.e. á rússnesku vega- bréfi, en fslenzkan ríkisborgara rétt fékk hún aftur í júlí sl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.