Vísir - 29.09.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 29.09.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . MiSvuwdaginn 29. septenuer 1985, í KRISTJÁNSSON: A MIÐVIKUDAGSKVÖLD! Borgin Eilat hefur vaxið upp á örfáum árum, þar sem eyðimörin mætir Rauðahafinu. Tíu kíló- metra strandlengjan innan landamæranna er nýtt til hins ýtrasta. Á háu fjalli nálægt landamær- um Vestur-Þýzkalands hafa Lúxemborgarmenn reist vatns- aflsstöð, sem virkjar sama vatn- ið alltaf aftur og aftur. Rafmagnsnotkun er alls stað- ar mun meiri á daginn en á nóttunni og rafmagnið er því ó- dýrara á nóttunni. Á þeim tíma ar til beggja enda. Nyrðri hlut- inn er víða frjósamur, en syðri hlutinn er hrein eyðimörk. Neg- ev-eyðimörkin, fullur helmingur af flatarmáli landsins. Vatn er alls staðar af skomum skammti. Tsraelsmenn þóttust ekki sjá sér annan kost en. að rækta hægan vatnshalla í pípum, stokk um og neðanjarðargöngum suð- ur til Negev-eyðimerkurinnar, allt að 350 kílómetra vegalengd, og í sparnaðarskyni er vatnið Iátið fara um raforkuver á leið inni. Rafmagnið frá þeim er not- að til að knýja dælumar við Genesaretvatn. vinjanna. Nú eru tæplega 400.000 ekrur lands ræktaðar með áveitu eða um þriðjungur af öllu ræktuðu landi í israel. Þetta sýnir, hvað hægt er að gera .við eyðimerkur eins og Sahara, ef vilji er fyrir hendi. Fieira en landbúnaður fylgir í kjölfar áveitunnar. Borgir rísa upp með iðnaði og verzlun. Höf uðborgin í Negev-eyðimörkinni er Beersheba. Eigil Steinmetz hjá dagblaðinu Kvöldberlingi var þar fyrir sex árum. Þá voru þar nokkur hundruð íbúar. Þeg- ar við komum þar í haust, voru íbúarnir orðnir 70.000. \ ustan við Negev-evðimörkina er dalur Dauðahafsins. Dal- urinn er að mestu undir sjávar- máli og Dauðahafið sjálft er um 400 metra neðan við sjávarmál. Þarna sást ekki stingandi strá og engin lifandi vera, hvorki í vatni né á landi, nema nokkrar harðgerðar skordýrategundir. Hitinn er svo óskaplegur þarna, að á nóttunni geta menn alls ekki sofið nema í loftkældum herbergjum. Þama við vatnið, þar sem í fymdinni var borgin Sódóma, hafa ísraelsmenn reist miklar verksmiðjur á síðustu 13 árum. Hráefni verksmiðjanna er vatn- ið f Dauðahafinu, sem er svo þungt af salti, að ferðamenn gera sér til dundurs að liggja á bakinu á vatninu án þess að sökkva. Vatnið hefur að geyma 43 billjónir tonna af ýmsum salttegundum og er þannig lang stærsta náma heimsins fyrir efna- og áburðariðnað. Aðalefnið er pottaska og er þetta eini staðurinn í heiminum, þar sem hún er unnin úr vatni en ekki úr þurmm námum á landi. Sólin er látin sjá um erf- Þessi snjalla vinnuaðferð ger- ir ísraelsmönnum kleift að fram leiða þessi efni ódýrar en nokkr ir aðrir geta, og þeim hefur tek- izt að selja framleiðsluna fyrir- fram nokkur ár fram í tímann. Útflutningsverðmæti verksmiðj anna nema nú um 500 milljón- um íslenzkra króna á ári og verða komin upp í 1000 milljón ir íslenzkra króna á ári eftir-tvö ár, þegar þeim stækkunum er lokið, sem nú er verið að vinna að. Þetta er dáiaglegur skild- ingur fyrir fátæka þjóð, og það verða aðeins 800 starfsmenn, sem framleiða og flytja þessi verðmæti. Bygging þessara verksmiðja hefur gerzt með undraverðum hraða við hin erfiðustu skilyrði. í upphafi virtust örðugleikarn- ir óyfirstíganlegir. Hitinn var meiri en mannslíkaminn þoldi, ekkert drykkjarvatn var fáan- legt og Dauðahafið var afskekkt og fjarri öllum samgönguleið- um, auk þess sem framleiðslu- aðferðin var ný og óreynd. Samt tókst á þessum fáu ár- um að koma upp verksmiðjum, sem framleiða 600.000 tonn af pottösku árlega auk annarra salta, og leggja góða vegi, sem tengja verksmiðjurnar við Mið- jarðarhafið og Rauðahafið. Starfsmenn verksmiðjanna eru fluttir í upphafi hvers vinnu dags frá borginni Beersheba, sem er uppi á Negev-eyðimörk- inni, þar sem hitinn er bæri- legri, en nýjustu verksmiðjum- ar eru að mestu leyti sjálfvirk- ar og er stjórnað af rafeinda- heila til að spara vinnuaflið. TTalurinn suður af Dauðahaf- inu endar við hafnarborgina Eilat við Rauðahafið. Þar var aðeins eitt hús fyrir nokkrum dagsins kaupa Lúxemborgarar rafmagn frá Vestur-Þýzkalandi og nota það til þess að dæla vatni upp á fjallstindinn, þar sem reist hefur verið mikil vatnsþró, nokkrir hektarar að flatarmáli. Á daginn er vatnið látið renna niður af fjallinu aft- 5 ur og látið framleiða rafmagn, sem selt er háu verði til Vestur- Þýzkalands. Vatnið fer þama stöðuga hringrás, upp á nóttunni, þegar rafmagnið er ódýrt, en niður á daginn, þegar rafmagnið er dýrt. Það, sem Lúxemborgarar hafa virkjað þama, er raunar aðeins verðmismunur á raf- magni. JFjeir, sem láta sér detta slíkt í hug, kunna að bjarga sér. Lúxemborg er ekki eina smá- ríkið í heiminum, þar sem menn hafa gripið til hinna hugvitsam- legustu ráða til að brauðfæða þjóðina. Annað smáríki er mun þekktara á þessu sviði og ekki að ástæðulausu. Það er gyðinga- ríkið ísrael við botn Miðjarðar- hafsins. Ég átti þess kost um daginn að heimsækja þetta land Biblí- unnar og sannfærast um, að tími kraftaverkanna er ekki enn liðinn. Israel telur aðeins rúmar tvær milljónir íbúa en fjölgun er þar mikil, einkum vegna innflutn- ings gyðinga úr öllum heims- hornum. Landið er hrjóstrugt og var.til skamms tíma ekki tal- ið geta brauðfætt eina milljón manna ísreal er langt og mjótt land, mjóst í miðju, en breikk- upp Negev-eyðimörkina. Og þeir eru byrjaðir að gera það. Þeir dæla vatni upp úr Genes- aretvatni, þar sem Sankti-Pét- ur veiddi fiskana. Til dælingar- innar þarf öflugar vélar, því Genesaretvatnið er 200 metr- um neðan við sjávarmál, en há- sléttan, sem liggur að vatninu, er 300—500 metra yfir sjávar- máli. Frá þessari hásléttu nyrzt í ísrael rennur vatnið síðan Þessi mikla vatnsveitufram- kvæmd hefur staðið yfir í nokk- ur ár og er hluti hennar þegar keminn í notkun. Þegar kerfið er fullbúið, á það að flytja 320 milljónir rúmmetra af vatni á ári suður 1 eyðimörkina. Nyrzti hluti Negev er nú óð- um að breytast í aldingarða. Alls staðar sjást vatnsúðunar- tækin að verki, og guli litur sandsins vikur fyrir grænu flosi iðasta verkið, — að skilja sölt- in frá vatninu, og sparast þann- ig stjarnfræðilegar upphæðir í eldsneytiskaupum. Vatninu er veitt inn í . víðáttumiklar en grunnar tjamir, þar sem vatn- ið gufar upp í sólarhitanum en saltið verður eftir., Saltinu er síðan dælt til verksmiðjanna, sem framleiða úr því pottösku til áburðar, brómíð til efnaiðn- aðar, magnesíumklórið og fleira. . ■ •••x- v Ein af verksmiðjunum við Rauðahafið. Efst er ein tjarnanna i útjaðri Dauðahafsins. Þar, sem tjömin er nú var í gamla daga borgin Sódóma. Myndin er tekin frá saltstólpanum, sem cinu sinni var kona Lots, bróður Abrahams, eins og sagt er frá í Biblíunni. árum, en nú er þar kominn 10.000 manna bær. ísrael á þarna tíu kílómetra strand- lengju við Rauðahafið, sem hef- ur komið sér vel, slðan Egyþt- ar lokuðu Súez-skurðinum fyrir vöruflutningum til og frá fsrael. Þama hefur verið reist mikil höfn, sem senn mun ná yfir fimm kílómetra af 10 kílómetra strandlengjunni. Um höfnina fer pottaska og brómið frá Dauða- hafinu, silfur og malakít frá námum Salómons konungs og olfa og aðrar vörur frá Austur- löndum til innanlandsþarfa. Olíuleiðslur liggja frá Eilat norður í þéttbýlið við Tel Aviv og Haifa. En við þetta er ekki látið sitja. Eilat hefur þau veðurfræði legu sérkenni, að þar rignir aldrei, heldur skín sól f heiði um daga allan ársins hring og hitinn er 20' stig á daginn f kaldasta mánuði ársins og 40 stig í heitasta mánuðinum. Þama er af mikilli atorkusemi unnið að því að koma upp keðju af baðstrandahótelum fyrir sól dýrkendur. Strandlengjan, sem er til um ráða, er aðeins fimm kílómetra Iöng, og möguleikar til hótelb. virðast því takm.. Hótelmennim ir hafa því gripið til þess ráðs að grafa mikla skurði inn í ströndina og grafa upp geysi stór lón inni í landi. Bráðum verða settar upp dælur, sem flytja sífellt ferskan sjó inn í lónin. Við lónin verða sfðan byggð fleiri hótel með aðgangi Frh. á bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.