Vísir - 29.09.1965, Blaðsíða 3
VlSIR . Miðvikudaginn 29. september 1965
3
Þegar vinið er búið að „hressa andann“ sæmilega vel verða allir
vinir og láta vináttu sina i ljós með faðmlögum, og þá eru það
jafnvel þrír eða fjórir sem faðmast í einu.
Stóðrétt var , Þverárrétt í
Borgarfirði s. 1. sunnudag. Að
afliðandi hádegi komu gangna-
menn með stóðreksturinn niður
af Tvídægru, riðu greitt nið-
ur Kjarardalinn og niður til
Þverárréttar.
Þótt stóðhrossin væru mörg
i réttinni þennan dag, er þó
sennilegt að bílamir við réttina
hafi verið ennþá fleiri, svo ekki
sé talað um fólkið sem skipti
þúsundum.
Það var greinilegt að þama
var hátið haustsins og gleðin
jókst því lengur sem á réttar
haldlð leið. Hjá sumum mun
hún meira að segja hafa orðið
fullmikil, þvi sýnilegt var að
þeir vissu hvorki í þennan heim
né annan áður en lauk.
Það var fegursta veður i Þver
árrétt á sunnudaginn, glamp-
andi sólskin, en nokkuð svalt.
En það sem elnkenndi réttar
haldið var fyrst og fremst það
að skepnumar sem réttaðar
voru, voru þama í mlklum minni
hluta fyrir bflum — marmfólki
— og brennivínsflöskum.
☆
kéttarpelinn er jafn sjálfsagður í réttum og mannfólklð skepnurn-
ar og réttirnar sjáifar. Þar fer enginn laumuiega með peiann sinn,
og enginn blygðast sín fyrlr að súpa á fyrir allra augum.
Þegar líður á réttarhaldið er setzt að í einu dilkshorninu með gítar og unglingamir setjast kring-
um gítarleikarann og taka lagið með honum.